Dagblaðið Vísir - DV - 27.09.1985, Blaðsíða 7
DV. FÖSTUDAGUR 27. SEPTEMBER1985.
Neytendur Neytendur Neytendur Neytendur
Litskrúð vors-
ins í haust-
laukunum
„Laukarnir eru á svipuöu veröi og í
fyrra. Eftirspurnin er mikil, hún eykst
ár frá ári. Fólk er fyrr á ferðinni nú en
oft áður. Það er líka mikiö spurt um
lauka úti á landi og við sendum
heilmikið í póstkröfu,” sagði Kristinn
Einarsson í Blómavali í samtali við
DV. Kristinn hefur yfirumsjón með
laukunum í ár.
Erfitt er aö ímynda sér að til séu
laukblóm sem ekki er hægt að fá í
Blómavali. Þar eru tugir tegunda af
túlípönum, nánast á öllu hugsanlegu
verði, allt frá rúml. 6 kr. stykkiö upp í
um 20 kr. utykkið, en þeir eru fylltir,
mjög sérstæöir.
Páskaliljurnar eru aöeins dýrari í
innkaupi enda koma þær upp ár eftir
ár. Þær voru til í stórum pakkningum,
risalaukar, 15 stk. á 480 kr. Upp af
þeim Iaukum vaxa stórar liljur sem
hver hefur fleiri en eitt blóm.
Krókusarnir eru yfirleitt tólf í pakka
og kosta frá 78—89 kr. Þeir eru í öllum
regnbogans litum. Þarna voru vetrar-
anemónur, 15 stk. á 144 kr., garðahýa-
sintur, 4 stk. á 107 kr., 126 kr. og 146
kr., allt eftir litum og stærðum.
Tassetturnar voru 5 stk. á 151 kr.
Einnig bakki með þremur tassettum
í, tilbúinn til ræktunar, á 220 kr.
Tassetturnar eru líka kallaðar jóla-
liljur, sérlega skemmtileg blóm til að
skreyta hjá sér á jólum eða á öðrum
tíma.
Jólatúlípanarnir voru til, 5 í pakka á
84 kr., rauðir og gulir, og hýasintur á 39
kr. stykkið. Einnig til í pökkum, þrjár
saman á 145 og 149 kr.
Þá voru til inni-páskaliljur, þrjár í
pakka á 89 kr., og þrír túlípanar á 66
kr.
Einnig eru til margar tegundir
gróðurhúsalauka, asíusóley, rauncul-
us, 10 stk. á 93 kr.; anemónur, 10 stk. á
115 kr., og smæra á 93 kr.
Og enn má telja upp, amaryllis í
potti með öllu tilheyrandi á 289 kr. Til
eru tvær geröir af hýasintuglösum, úr
gleri á 161 kr. og plasti á 39 kr.
Mold er ekki skilyrði fyrir laukblóm
því hægt er að rækta þau inni í vatni
i|if W
ÉEswH'W
Misjafnt verðlag í verslunum
„Heldur dýrari þessi mánuöurinn,
en við vorum með gesti í tæpa viku,”
segir m.a. í bréfi frá konu í Reykja-
vík.
Hækkunin hjá henni frá júlí í ágúst
er rúml. 26% sem er hreint ekki svo
lítið. En gestakoma skýrir það vænt-
anlega aö hluta tU.
„Mér finnst verðlag á matvöru
vera ansi misjafnt í verslunum. Ann-
ars versla ég í Hagkaup og finnst þaö
besta útkoman yfir árið, en ég fylgist
með verði í öðrum búðum og mér
f innst þurfa aðgæslu viö.
Kveöja, D.M.”
A.Bj.
Risa-kúlulaukar
10 stykki á 110 kr.
Nýbúið var að taka upp blómlaukana
í Blómum og ávöxtum við Miklatorg.
Þar mátti fá 25 stk. pakkningu af
túlípönum á 200 kr., 10 stk. á 80, 87 og
158 kr., svo dæmi sé nefnt. Tólf
krókusar í pakka voru á 67 kr„ fimm
innitúlípanar til jólaskreytinga á 72
kr., 5 stk. innipáskaliljur á 152 kr. Hýa-
sintur til jólanna, þrjár einlitar á 116
kr., bleikar á 120 kr. rauðar á 127 kr. og
bláar á 140 kr.
Þarna sáum við m.a. mjög
skemmtilegar laukplöntur sem verða
120—135 cm á hæð og kostuöu 5 stk. 76
kr. Aðrir mjög skemmtilegir kúlulauk-
ar, sem verða 150 cm á hæð, voru til 10
stk. á 110 kr. Og loks sáum við pakka
með tíu tvöföldum túlípönum á 158 kr.
DV-mynd PK A. Bj.
Hægt er að fá háa túlípana eða
lága, einfalda eða margfalda og
auðvitað i öllum regnbogans litum,
m.a.s. nærri þvi svarta!
eingöngu. Þá teygja ræturnar sig úr
laukkökunni niður í vatnið. Mikið
atriði við ræktun innilauka er að hafa
ekki of heitt á þeim til að byrja með.
Þá hættir þeim til að spíra.
Þetta á þó ekki við um tassettur.
Nokkrir laukar eru settir saman í pott,
vökvaðir og hafðir í glugga við stofu-
hita. Þær blómgast 6—8 vikum eftir
gróöursetningu.
A.Bj. Haustlaukar í hagkvæmnispakkningum voru á boðstólum í Blómavali.
Þarftu að selja bíl?
Bílar óskast
SMÁ-AUGLÝSING í DV
GETUR LEYST VANDANN.
SMÁAUGLÝSINGADEELD -
ÞVERHOLT111 - SÍMI 27022.
Bílar til sölu
FÖSTUDAGSKVÖLD
,V« IV.
í JISHÚSINUl í JISHÚSINU
OPK> í ÖU.UM DEILDUM T1L KL. 21 i KVÖLD
GLÆSILEGT
ÚRVAL
HÚSGAGIMA
Á TVEIMUR
HÆDUM
Nýr afgreiðslutími:
Mánud. —fimmtudaga kl. 9 — 18.30
Föstudaga kl. 9—21
Lauqardaga kl. 9 — 16
Raftækjadeild 2. hæð Nýtt! Nýtt!
Rafmagnstæki alls konar VkteospókrVHS. Gjafa- og
Hrainsispólur VHS. — búsáhaldadeild
Ferðatæki, ódýrar kassettur. — Reiðhjól — 2. hæð
Nú opið
laugardaga kl. 9—16
Verslið þar sem
úrvalið er mest
og kjörin best
Jón Loftsson hf.
Hringbraut 121
Zi LliJVJJ J r
~ d UQQUPiiffll
UHriUUUUUIÍÍ Kllln
Sími 10600