Dagblaðið Vísir - DV - 27.09.1985, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 27.09.1985, Blaðsíða 3
DV. FÖSTUDAGUR 27. SEPTEMBER1985. 3 Hreyfingar á innlánum íbönkum ogsparisjóðum síðustu 13 mánuði: Stærstu bankarnir hafa misst út 800 milljónir Frá því aö styrjöld hófst í banka- kerfinu um sparifé landsmanna, fyrir rúmu ári, hafa tveir stærstu bankarnir, Landsbankinn og Búnaðarbankinn, misst út til hinna bankanna 784 milljónir króna. Er þá miðaö við að þeir hefðu haldið óbreyttu hlutfalli af heildar- innlánum. Allir aðrir bankar hafa bætt hlut sinn eitthvað. Sparisjóöirnir misstu lítillega framan af en hafa nú sótt sig aftur og eru meö svipað hlutfall og fyrir ári. Ljóst er að Búnaöar- bankinn hefur farið hlutfallslega verst út úr samkeppninni og misst út 386 milljónir. Landsbankinn hefur raunar misst út hærri upphæð, 398 milljónir, en af mun hærri stofni. Utvegsbankinn er eini ríkisbankinn sem hefur bætt sig, um 299 milljónir frá hlutfallinu fyrir ári. Iðnaðarbankinn hefur bætt sig um 207 milljónum, Samvinnu- bankinn 194, Verslunarbankinn 108 Og Alþýðubankinn 71 milljón, en hann hefur verið drjúgur í sókninni frá áramótum. I töflunni sem fylgir hér eru birtar tölur um innlán eins og þau stóðu 30. júní í fyrra og í árslok, svo og eins og þau voru 31. júlí í sumar. Þar er hlutur hvers banka tíundaður og sparisjóðanna sem heildar. Taflan sýnir þróunina innan bankakerfisins á þessu timabili. Mikil tilfærsla hefur oröiö á milli reikningstegunda á þessum tíma, sérstaklega eftir að reikningar með alls konar sérkjörum voru boðnir í ágúst í fyrra. Á þeim eru nú yfir sjö milljarðar króna. Það fé hefur í miklum mæli verið flutt af bundnum reikningum og ahnennum sparibókum. HERB Innlán í bönkum og sparisjóöum 30.06.84 Millj.kr. % af heild 31.12.84 Millj.kr. %af heild 31.07.85 Mitlj.kr. % af heild Alþýöubankinn 437 2,0 496 2,0 687 2.2 Búnaðarbankinn 3.949 18,5 4.478 17,8 5.318 17,2 Iðnaöarbankinn 1.439 6,7 1.798 7,1 2.230 7,2 Landsbankinn 8.059 37,7 9.239 36,7 11.226 36,4 Samvinnubankinn 1.340 6,3 1.599 6,4 2.050 6,7 Utvegsbankinn 2.086 9,7 2.582 10,3 3.207 10,4 Verslunarbankinn 760 3,5 1.104 4,4 1.338 4,4 Sparisjóðir 3.308 15,6 3.860 15,3 4.777 15,5 21.378 100,0 25.156 100,0 30.883 100,0 - Ódrekkandi mjólk: Innkölluðu 3000 lítra Tíu tonnum af tré- staurum stolið Mörgum mjólkurþambaranum á Suðurlandi brá í brún þegar hánn ætl- aöi að fara að gæöa sér á helgarmjólk- inni. Reyndist vera hin megnasta ólykt af henni og ef einhver hafði kjark í sér til að bragða á mjólkinni fannst hið megnasta remmubragð. Neyddist fólk til aö skila mjólkinni, því hún var alveg óneysluhæf. „Mannleg mistök,” sagöi Birgir Guðmundsson, framkvæmdastjóri Mjólkurbús Flóamanna. „Við geril- sneyðingu urðu smámistök, en þó ekki þannig aö mjólkin væri ógerilsneydd. Við urðum að innkalla um 3000 lítra. Svona lagað getur verið érfitt við að eiga og getur því miður alltaf skeð.” SMJ. SelduaflaíHull Frá Emil Thorarensen, Eskif iröi: Báöir skuttogarar Eskfirðinga seldu afla sinn í Hull í vikunni. Hólmatindur SU—220 seldi á þriöju- daginn 126 tonn fyrir krónur 6,190 þúsund. Meðalverð fyrir kílóið var krónur 49,20. Hólmanes SU—1 seldi á fimmtudaginn 140 tonn fyrir krónur 6,421 þúsund. Meðalverð fyrir kílóið var krónur 45,98. Báðar þessar tölur teljast góðar en verð fór iækkandi þegar á vikuna leið vegna aukins framboðs á fiski bæði frá fsiandi og betri veiði í Norðursjó. -ÉH. Verktaki var að taka upp gamla símastaura á svæðinu frá Hvamms- vík aö Bryn judalsá í Hvalfirði síðast- liðið sumar. Voru þetta tréstaurar sem var komiö fyrir í hrúgu í gryfju rétt við Fossá. Þegar átti að flytja staurana til Reykjavíkur um miöjan júlí í sumar kom í ljós að búið var aö stela 70 staurum. Hver staur er um sex metra langur og vegur á bilinu 120—150 kíló. Rannsóknarlögregla ríkisins biður þá sem geta gefið úpplýsingar í þessu máli að hafa samband í síma 44000. -EH. nk. laugardag og sunnudag — 19 í sýningarsal Bílasalans við Hvannavelli á Akureyri 1986-árgerðirnar frá Mitsubishi Galant Colt Einnig Range Rover Vouge Lancer station Tredia Vörukynningar í gangi frá Sana, Lindu og Bautanum alla helgina •“•“SVflí „otuður"- Athugið að Mitsubishi bílarnir ery bestir íí endursölu

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.