Dagblaðið Vísir - DV - 27.09.1985, Blaðsíða 30
V* 42
DV. FÖSTUDAGUR 27. SEPTEMBER1985.
r' s m á
rSK :ífi IR 1
í\
Afbragð I
Stories of Johnny — Mark Almond
(Virgin)
Mark Almond hefur alltaf verið i
uppáhaldi hjá mér — þessi hýri sveinn!
Allt frá þvi Soft Cell gaf út Tainted Love
hefur Almond verið minn maður (engan
misskilning). Dálitiö brokkgengur eins og
gerist og gengur en The Boy Who
Came Back i fyrra var dásemd og nú
þetta lika svakalega fína lag, blástur &
strengir & mjúkar línur — en samt töff.
Ótrúlega gott.
Afbragð II
lf I Was — Midge Ure (Chrysalis).
Fyrsta lag af væntanlegri sólóplötu
söngvara Ultravox, Midge Ure; hér eru
vanir menn og vönduð vinna og tómt
mál að tala um annaö en topplag. Mér
kæmi ekki á óvart þó If I Was hreykti
Bowie og Jagger út toppsæti breska
listans þegar í næstu viku. Þetta heitir
j að hafa fagmenn i faginu!
Lean On Me — Red Box (Sire)
i sumar hafa sprottið upp í Bretlandi
margar athyglisverðar tiljómsveitir.
Þessi hlýtur að eiga framtiðina fyrir sér,
Lean On Me verður einfaldlega betra
þvi oftar sem maður heyrir það og Red
Box hlýtur að vera komin á beinu
brautina. Lagið frá því i fyrra,
Saskatchewan, sem fylgir hér i kaup-
bæti á tvöfaldri smáskífu — og er með
sama marki: gæði framan hægra, snilld
aftan vinstra.
Brand New Friend — Lloyd Cole
And the Commotions (Polydor)
Ein af plötum ársins í fyrra að mínum
dómi var Rattlesnake með^perlur eins
og Perfect Skin og Forest Fire.
Vörumerki Lloyd Cole er að semja litil
nett popplög með angurværum undir-
tón — og hann virkar dálítið gáfulegur
fyrir vikið. Þetta nýja lag er á sömu
nótum og lögin í fyrra. Skortjr kannski
herslumuninn.
Óbragð I
Be Near Me — ABC (Phonogram)
Ég hélt einu sinni að Martin Fry (hét
hann það ekki annars?) væri næsti
spámaður poppsins þegar ABC kom
blaðskellandi með sómalög eins og
Poison Arrow og The Look Of Love. En
það reyndist bara stutt gaman en
skemmtilegt. Nú er langt um liðið og
ABC hljómar bara eins og gömul spila-
dós sem hefur verið kastað úti horn.
Phil Collins — Don't Loose My
Number (Atlantic)
; Enn eitt lagið af jakkar-vinsamlegast-
afþakkaðir-plötunni. Má afþakka svona
lag i leiðinni? Er ég einn um þá skoðun
að Phil Collins sé farið eins og
hundinum forðum sem eltist bara við
skottið á sér? Hann er að verða eins
trúverðugur og Svala-auglýsing, Phil
Collins,’- sem bara fyrir örfáum árum
söng og spilaði af stakri innlifun. Svona
fer heimur versnandi.
Óbragð II
She's So Beautifui — Cliff Richard
(EMU
Ó, mig auman. Þetta er ámóta
spennandi og niðursuðudós. Ég veit að
lagið er samiö og spilaö af Stevie
j Wonder og smámælti Ciiíf syngur eins
, sætt og honum er unnt. En mætti ég þá
I heldur biðja um niðurskorið vísitölu-
’/* brauð.
BRYAN ADAMS - RECKLESS:
Kröftugt gallabuxnarokk
Ég las einhverstaðar að Bryan Ad-
ams væri helsta útflutningsvara Kan-
adamanna að Canada Dry frátöldu.
Þessi ungi rokkari hefur enda skotið
sér uppá stjörnuhimininn síðustu mán-
uðina með þriðju breiöskífu sinni:
Reckless. Með jöfnu millibili hefur lög-
um af þessari plötu veriö skotið uppá
vinsældalista og flest komist í betri
sætin; eitt þeirra, Heaven, fór til dæm-
is alla leið á topp bandaríska listans í
sumar og nýverið hefur hljómaö í eyr-
bryan adams
um útvarpshlustenda lagið Summer Of
'69 en það lag varð til þess að skrifari
þessara lína fór að gefa Bryan Adams
frekarigaum.
Önnur lög af Reckless sem þekkt
hafa oröið eru Somebody og Run To
You og ugglaust eiga fleiri lög plötunn-
ar frama vísan; hér syngur Adams til
dæmis dúett á móti Tinu Turner og það
væri víst einhver skrýtin viðskipta-
sjónarmið ef það lag, It’s Only l.ove,
yrði ekki gefiö út á smáskífu.
Tónlist Bryan Adams er sosum eng-
an veginn frumleg. Hann fylgir gam-
alli formúlu sem Bruce Springsteen,
Bob Seger og fleiri hafa þróað, kraft-
mikið rokk í einfaldri uppbyggingu þar
sem engin nýtískuhljóöfæri fá hljóm-
grunn; hér spila gítar, trommur, bassi
og hljómborð allar rullur með söngvar-
ann sjálfan í forgrunni. Bryan Adams
er líka sagður snillingur á sviði og
minna má á að sá oröstír sem fer af
hljómleikum hans varð til þess að hon-
um bauðst að taka fyrsta lagið á Live
Aid hljómleikunum í sumar í Banda-
ríkjunum.
Reckless mun vera þriðja plata
Bryan Adams. Eg hef ekki heyrt tvær
fyrri plöturnar nema einstaka lög á
stangli en varla er spurning iniðað við
velgengni Kanadamannsins uppá síð-
kastið að Reckless er heilsteyptasta og
besta platan hans til þessa. Eg fullyrði
það alténd þangað til annaö kemur í
ljós.
-Gsal
RANDY CALIFORNIA - RESTLESS
Rokkarí af
gamla skólanum
Þaö eru sjálfsagt ekki margir er
kannast viö söngvarann og gítarleikar-
ann Randy California og á það við um
undirritaðan. Ekki hafði ég heyrt hann
nefndan fyrr en mér barst plata hans
Restless í hendur, og ekki fannst mér
nafnið traustvekjandi. Randy Cali-
fornia er eins og nafn á lélegum leik-
ara sem reynir allt til að vekja á sér
athygli. En nóg um það. Þaö er tónlist
RC sem hér er til umfjöllunar og þar
ægir saman ýmsum tónlistarstefnum
þótt þungarokkið sé þar mest áber-
andi.
Restless inniheldur tíu lög sem öll
eru samin af RC. Söngur hans er nú
ekkert til að hrópa húrra fyrir. Hefur
litla rödd sem hann aö vísu beitir
kunnáttusamlega. Gítarleikari er RC
aftur á móti vel liðtækur og kemur það
best fram í Camelot, lagi sem hann
leikur eingöngu.
randy california
Eins og áður sagöi er þungarokkiö
mest áberandi og viröist kappinn ætt-
aöur úr þeirri sveit, en þó rennir hann
á önnur miö og finnst mér honum tak-
ast best upp í lögum eins og Jaek
Rabitt, ágætu lagi, þar sem lækkað er
aðeins í gítarnum og meiri áhersla lögö
á melódíska uppbyggingu og Murphy’s
Law, bar sem RC ásamt aðstoðar-
mönnum er allt í einu farinn aö minna
á Moody Blues. Þó að mínu mati séu
þetta tvö bestu lögin á plötunni eru
sjálfsagt þungarokksaödáendur á ööru
máli.
Aftur á móti er ekkert lag á Restless
sem er líklegt til vinsælda og því er ég
hræddur um að þessi rokkari af gamla
skólanum verði að gera betur til aö ná
einhverjum árangri. Plötur eins og
Restless eru til í þúsundatali og iang-
flestar hafa orðið gleymskunni að
bráð. HK.
SOME STRANGE FASHION - ONE THE JUGGLER
Hæfileikamaður á villigötum
Fyrst eftir að ég fór aö hlusta á þessa
plötu með hljómsveitinni Some
Strange Fashion varð mér hugsað til
þess hve sumir tónlistarmenn geta
verið hræðilega ófrumlegir. Ekki nóg
með að tónlist, útsetningar, söngur og
allt heila giliið sé stælt heldur er líka
um tíu ára gamla stælingu að ræða og
gott betur en það.
Some Strange Fashion er nefnilega
vasaútgáfa af David Bowie — einsog
hann var á árunum 1971 til 1974. Vissu-
lega ekki leiöum aö líkjast en nokkuð
seint á ferðinni.
Skýringin á þessu öllu saman kom
svo þegar farið var að glugga nánar á
plötuhulstur. Þar dúkkaði nefnilega
upp gamalkunnugt nafn — Mick Ron-
Fyrir þá sem enn eru engu nær skal
þess getiö að Mick þessi Ronson var
einmitt gítarleikari í hljómsveit
Bowies — The Spiders From Mars — á
árunum 1971 til 1974. Ronson sá einnig
um að aðstoða Bowie viö útsetningar,
hljóöblöndun og fleira á þessum árum.
Þaö er því engu líkara en að Ronson
greyið hafí legið í dvala síðasta áratug
eða svo fyrst hann telur það vænlegt aö
bjóða upp á jafnútjaskaöa frasa og
tuggur og með þessari hljómsveit.
Ronson er aö vísu saklaus af laga-
smíðum á þessari plötu en útsetningar
eru hans svo ekki verður um villst.
Lögin eru hins vegar eftir söngvara
Some Strange Fashion, Rokko Lee,
I
SMÆLKI
Sælnú! Poppfólk i Bretiandí
hefuf á síðustu vikum stutt
áróðursherferð gegn heróínneyslu
með hljómleikahaldi. Þungarokks-
svertin Iron Maiden bætir um bet-
ur og ver ágóða af nýju lagi,
Murders In the Rue Morgue, til
baráttunnar gegn dópinu. Boð
skapur Iron Maiden er þessi: Nei
- mundu að íþróttir og tónlist eru
meiri vimugjafi en nokkurt fíkni
efni, faróu þvi gætilega... Smá
sagnahöfundurinn Pete Town
send úr Who, sem sagt var frá ,
síðasta Smælki, hefur hóað sam-
an í hljómsveit til þess að koma
fram á hljómleikum gegn dópi
fyrstu daga nóvember. Meó hon
um verða Dave Gilmour (úr Pink
Floyd), John „Rabbit" Bundrick,
Simon Phillíps og fleiri... Söngv-
ari U2, Bono, kemur fram á næstu
plötu írsku þjóólagasveitarinnar
Clanned og syngur þar dúett með
höfuðpaur Clanned, Maire Brenn
an... Nýjar breióskífur eru að
koma út með lcicle Works, Marc
Almond og Fall... Fyrrum fyrirliði
Van Halen, David Lee Roth, fer
með hlutverk í kvikmynd sem tek
in verður á næstunni og heitir
Crazy From the Heat; Roth samdi
sjálfur handritið vió Pete
Angelus... Madonna er alltaf aó
senda frá sér ný lög og hafa þau
flest verió að finna á síðustu
breiðskífu frú Penn, Like A Virgin.
A mánudaginn kemur verður ný
smáskífa í breskum búðum meó
lagi sem er alveg glænýtt og
hvergi að finna annars staðar en á
þessari 2ja laga plötu. Lagið heitir
Gainbler - og nú mega toppsætin
vist fara að vara sig... Þaó er
ekkert smátt i sniðum þegar Kevin
Rowland er annars vegar. Dexy’s
Midnight Runners eru á leið i
hljómleikaferð að kynna nýju
breiðskífuna og hafa sett heil-
mikla sýningu á svió sem ku
heita: Park St. Soutn || og fjölgað
hefur verió i hljömsveitinni úr
þremur i ellefu... Ýmsum hefur
þótt þaó í meira lagi kyndugt að L
hljómleikaplata frá Live Aid hljóm- ™
leikunum skuli ekki vera komin út
fyrir löngu. Þeim sem hins vegar
þekkja til samkeppninnar í útgáfu
hransanum þætti það hins vegar
skrýtið ef samkomulag næðist um
slíka hljómleikaplötu. Þessi tnál
eru mjög til umræðu um þessar
mundir og einhverjar likur sagðar
á þvi aó Live Aid plata liti dagsins
Ijós i skammdeginu... Marillion ■
fyrir utan eitt sem er eftir bassaleikar-
ann Lushi (þvílík nöfn!). Fyrrgreindur
pflaust náð langt sem
hann hljómar alveg
:rði fyrir rúmum tíu ár-
■ líka tæknin haft sitt aö
ennfremur það aö Ronson
sy. óar bakraddir.
Þaö vekur athygli að Ronson hefur
nú bætt við sig trommuleik fyrir utan
gítar- og hljómborðsleik og ber það
vissulega vott um hæfileika hans sem |
tónlistarmanns. Hér er hann hins veg- 1
ar á villigötum og fer illa meö þessa
hæfileika sína og hans vegna vona ég
að hann rati sem fyrst á betri braut á
ný hver svo sem hún kann að vera.
-SþS-
varð að aflýsa frekari hljómleika
haldí á dögunum. Ástæðan: háls
bólga.Fish... That's What Friends
Are For er heiti á smáskífu sem
nokkrir heimskunnir söngvarar
aetla að gefa út í félagi á næstunni
í þágu rannsóknar á AIDS. Meðal
flytjenda verða Stevie Wonder,
Elton John, Dionne Warwick og
Gladys Knigt... Búið í bili...
Gsal