Dagblaðið Vísir - DV - 05.10.1985, Side 8
8
DV. LAUGARDAGUR 5. OKTOBER1985.
Frlálst, óháö dagblað
Ú'.gáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjórnarformaðurogútgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON
Framkvæmdastjóriog útg_áfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON
Ritstjórar: JÓNÁS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM
Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÖNSSON
Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON og ÓSKAR MAGNÚSSON
Auglýsingastjórar: PÁLLSTEFANSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON
Ritstjórn: SlÐUMÚLA 12-14, SlMI 686611
Auglýsingar: SlÐUMÚLA33, SlMI 27022
Afgreiðsla.áskriftir.smáauglýsingarogskrifstofa: ÞVERHOLT111,SlMI 27022
Slmi ritstjórnar: 686611
Setning.umbrot.mynda- ogplötugerð: HILMIR HF„ SlÐUMÚLA 12
Prentun: ARVAKUR H F. -Áskriftarverð á mánuði 400 kr.
Verð I lausasölu virka daga 40 kr. - Helgarblaö 45 kr.
Uppstokkun æskileg
Væntanlega kemur fram tillaga á þingflokksfundi
sjálfstæðismanna á mánudag um að Þorsteinn Pálsson
taki sæti í ríkisstjórn.
Erfitt verður fyrir forystumenn Sjálfstæðisflokksins
að fella slíka tillögu.
Hver yröi staða formanns Sjálfstæðisflokksins, ef það
yrði beinlínis fellt, að hann fengi ráöherrastól?
En hver vill standa upp fyrir Þorsteini? Líklega verður
það vandkvæöum bundið.
Því eru uppi ýmiss konar hugmyndir um úrræði.
Eitt er, aö einhver ráðherranna fari nú þegar í „leyfi”.
Þorsteinn Pálsson taki sæti í ríkisstjóm, þegar
ráðherrann fer.
Hugsanlega yrði jafnframt einhver uppstokkun frek-
ari. Einhverjir vilja, að sá sem fer í fríið, verði Matthías
Á. Mathiesen. Albert Guðmundsson taki þá viö embætti
Matthíasar sem viðskiptaráðherra, en Þorsteinn verði
fj ármálaráðherra.
Síðan ljúki ráðherrann „leyfi” sínu rnn áramót. Þá fari
Geir Hallgrímsson í stöðu Davíðs Ölafssonar sem seðla-
bankastjóri. Davíð hættir vegna aldurs. Þá yrði enn-
fremur ný uppstokkun í stjórninni.
Albert sagði í viðtali við DV í gærmorgun, að hann væri
ekki hrifinn af því að skipta um ráðherrastól. Hann teldi
það ennfremur hættulegt fyrir formann flokksins að ger-
ast fjármálaráðherra vegna eðlis þess embættis.
Sverrir Hermannsson iðnaðarráðherra neitaði því af-
dráttarlaust á fundi í Neskaupstað, að hann mundi standa
upp fyrir Þorsteini.
Samt tala bæði Albert og Sverrir um það sem næstum
„lífsnauðsyn” fyrir Sjálfstæðisflokkinn og stjórnarsam-
starfið, að Þorsteinn fái sæti í ríkisstjórn.
Vandi sjálfstæðismanna er mikill í þessu máli. Þeir
eiga ekki hægt um vik að „reka” einhvern ráöherrann.
Enn er á þessari stundu ófrágengið, hvað verður.
Sumir telja það ónóga uppstokkun, að formaðurinn
komi í ríkisstjóm og vilja fá varaformanninn, Friðrik
Sophusson, þangað líka.
Þar er þó enn þyngri róður.
Jafnframt vilja sjálfstæðismenn, að Framsókn „stokki
upp” hjá sér samtímis.
Ráðherrarnir Jón Helgason og Alexander Stefánsson
mega gjarnan hvíla sig.
Jón Helgason hefur haldið uppi óbilgjarnri einstefnu
fyrir „landbúnaðarmafíuna” á kostnað neytenda.
Aðgerðir hans sem dómsmálaráðherra eru einnig frægar
að endemum.
Alexander Stefánsson hefur svikið loforð sín við hús-
byggjendur og klúðrað þeim málum svo, að næsta furðu-
legtmá telja.
Auövitað leysti það ekki allan vanda, að Þorsteinn
Pálsson kæmi inn í ríkisstjóm.
En meginviðfangsefni stjómarinnar á að vera að taka
aftur upp þráðinn og gangast fyrir raunverulegum kerfis-
breytingum.
Annað viðfangsefni á að vera að skerða ríkisbáknið.
Ríkið hefur ekki tekið þátt í að mæta þeirri skerðingu,
sem þjóðarbúið hefur orðið að þola.
Þótt Þorsteinn Pálsson breyti ekki öllu í þessum
efnum, sýnir reynslan, að hann er líklegri til að gera eitt-
hvað gagnlegt í þeim en sumir þeir ráðherrar, sem fyrir
eru.
Haukur Helgason.
GENGIÐ UPP
AÐ HNJÁM
— Nú er þaö ekkert sem heitir,
sagöi sjálfstæðismaðurinn, með
kipraðar varir í hrímhvítu andlitinu,
skjálfandi af bræði, þar sem hann
stóð frammi fyrir framsóknarmann-
inum, kringluleitum, bústnum og
skælbrosandi.
— Nú verður að finna stól handa
Þorsteini!
— Já, hann er alveg aö verða
lappalaus, blessaður maðurinn,
samþykkti framsóknarmaöurinn og
reyndi eins og honum var framast
unnt aö setja upp samúðarsvip. Hon-
um gekk það illa, viprurnar kringum
munnvikin komu upp um hans innri
mann sem ljóslega var meinfýsilega
skemmt yfir biðstöðu flokksfor-
mannsins.
— Þaö fer fyrir honum eins og
Hvítárvalla-Skottu, hún var gengin
Úr ritvélinni
Ólafur B. Guðnason
nýlagt parketiö í stofunni. Þegar
þetta bragð barnsins til þess aö ná
athygli viöstaddra tókst vel, tví-
efldist króginn og réðst næst á stofu-
boröiö, hlaöið postulíni og velti því
um koll. Þegar hann fór svo að mæla
út sjónvarpstækið fékk faðir hans
nóg og bar hann út í bóndabeygju. Og
þá loks var hægt aö fara aö hlera
samtalið af stjórnarheimilinu aftur.
Og þeir voru þá farnir að ræöa mögu-
legár uppstokkanir og tilfærslur.
— Þið gætuð auðvitað flutt Albert í
sæti Matthíasar, Matthías í sæti
Matthíasar, Matthias í sæti Geirs og
Geir í sæti Alberts.
— Og hvar ætti Þorsteinn svo að fá
pláss?
Framsóknarmaðurinn hugsaði sig
um og sá aö tillaga hans var van-
hugsuð.
upp að hnjám þegar síðast sást til
hennar, þessi elska.
Sjálfstæðismaöurinn tilheyrði
hinni „ungu” kynslóð svokallaðra
frjálshyggjumanna í Sjálfstæðis-
flokknum og hafði aldrei lesið Þjóð-
sögur Jóns Árnasonar og kannaðist
ekki við Hvítárvalla-Skottu.
— Mér er sama um einhverjar
framsóknarkerlingar uppi í sveit.
Þetta er alvarlegt mál og ekki til aö
hafa í flimtingum. Annaöhvort fær
Þorsteinn sæti eða við hinir stöndum
allir upp og förum.
— En ef þið standiö allir upp
verður nóg af sætum, svaraði fram-
sóknarmaðurinn, og ístran titraði.
— Þá verður þaö Þorsteins að
veljaúr. Sáákvölina.
Sjálfstæðismaöurinn þagði um
stund en þegar hann hafði náð fullri
stjórn á sér svaraði hann með því
sem er kallað „nístandi háð” í innsta
hring Sjálfstæðisflokksins.
— Þú misskilur mig. Ef þú værir
ekki framsóknarmaður myndi ég
halda að það væri viljandi gert.
Nú kom röðin aö framsóknar-
manninum að þegja um stund og
hugsa sig um meðan ístran sat graf-
kyrr.
— Þið sjálfstæðismenn verðið ein-
faldlega að gera upp hug ykkar í stað
þess aö tvístíga svona, sagði hann
loks með þykkju.
— Þið eruð alltaf að væla um Þor-
stein en geriö ekkert í málinu. Setjiö
hann bara í einhvern af ykkar stól-
um. Sama er okkur. Þið samþykkið
fjárlög og heimtiö svo viku seinna að
þeim verði breytt. Sama er okkur.
— Sama er ykkur, já! Sama er
ykkur. Ykkur er sama um allt, bara
meðan þiö fáið að sitja og sitja.
Lesendum kann aö finnast þetta
lítið málefnaleg umrasða en svona
var hún og frá henni sagt nákvæm-
lega eins og hún var. Finnist les-
endum þetta vera eins og samtal
hjóna, sem eru aö því komin að
skilja, er það einfaldlega af því aö
samtaliö var þannig. Við, sem hlust-
uðum á, vorum að því komin að
hringja í einhvern prest og biöja
hann aö koma og tala á milli hjóna-
kornanna. En það hefði ekki verið til
neins. I svona málum er best aö láta
hlutina hafa sinn gang og þakka
bara fyrir aö þaö eru engin börn.
Þetta var í kaffisamsæti, nokkuð
fjölmennu, sem þeir hittust, sjálf-
stæðismaðurinn og framsóknar-
maöurinn, og því miöur missti ég af
kafla úr samtalinu því ungur sonur
gestgjafanna tók sig til og pissaði á
— Eg gleymdi Ragnhildi, auövit-
aö.
— Við skulum vera óhræddir viö
það, sagði sjálfstæðismaðurinn af
sannfæringarkrafti. — En við þurf-
um eftir sem áöur aö finna Þorsteini
pláss.
— Getum við ekki gert hann að
ráðherra án ráðuneytis?
Sjálfstæðismaöurinn setti upp fyr-
irlitningarsvip.
— Það er engin lausn.
— Hversvegna. Þið hafið þegar
ráðherra án þingsætis og hvað er þá
aö því aö hafa ráöherra án ráöuneyt-
is?
Sjálfstæðismaðurinn beit flís úr
brún kaffibollans í bræði sinni.
— Þið framsóknarmenn takið
þessu með léttúð og haldið að þið get-
ið skemmt ykkur yfir þessu. En
ykkur verður ekki skemmt þegar
stjórnin fellur og efnt verður til kosn-
inga! Því það verður nóg pláss fyrir
Þorstein og aðra af okkar mönnum,
þegar við höfum gert Steingrím
og hans nóta að ráðherrum án emb-
ættis!
Og eftir að þessi hörðu orð höföu
fallið hefði enginn prestur eða
félagsráðgjafi getaö afstýrt skilnaði.
Ætli það verði ekki kosningar í næsta
mánuði.