Dagblaðið Vísir - DV - 05.10.1985, Page 37
DV. LAUGARDAGUR 5. OKTOBER1985.
37
Afmælisbarnið ásamt aiginkonu, sonum, tengdadætrum og barnabarni: Júlíus Sólnes, Sigríður Maria
Sólnes, Halla Baldursdóttir með Valgerði i fanginu, Jón Sólnes yngri, Inga Sólnes, afmælisbarnið,
Margrét Kristinsdóttir og Gunnar Sólnes.
Á myndina vantar yngsta soninn, Pál Sólnes, og dótturina, Ingu Sólnes.
Jón Sólnes gefur sig á tal við kvennalistakonur i bæjarstjóm Akureyrar. Þar eru þær nýliðar miðað við af-
mælisbarnið sem setið hefur i bæjarstjórninni i rúm 40 ár.
Afmæli á Akureyri:
Sólnes
75 ára
Fyrirmenn, félagar, vinir og
ættingjar streymdu í Mónasal Sjallans
sl. mánudag.
Þaö var líka tilefni til, kóngurinn
sjálfur átti afmæli, Sólnes var oröinn
75ára.
,,Ég er oröinn þaö sem allir vilja
veröa, en enginn vill vera,” sagði
Sólnes um árin 75 viö okkur DV-menn,
þegar viö litum inn til hans í veisluna.
Þaö var fjölmennt, eitthvað um 100
manns sem heilsuðu upp á karlinn.
Þarna voru „Kennedyar”, kylfing-
ar, bankastjórar, bæjarstjórnarmenn,
forstjórar, Valur Arnþórsson — aö
ógleymdum öllum hinum.
Sólnes hefur alla tíö spilaö mikiö
golf. Kannski er íþróttin sú líka leynd-
ardómurinn á bak við góöa heilsu
hans. Þær eru orönar ófáar
ánægjustundirnar sem hann hefur átt
á Jaöarsvellinum á Akureyri.
Veislan í algleymingi. Skyndilega
var bankaö í glas. Jónína Pálsdóttir,
varaformaöur Golfklúbbs Akureyrar,
kvaddi sér hljóös. Hún geröi Sólnes aö
heiöursfélaga klúbbsins.
Merkjum nælt í, eöa pinnum í, eins
og kylfingár segja.
Veislan hélt áfram. Mikið skálað og
öllum heilsaö. „Viljiö þiö ekki skóla viö
mig, stúlkur,” sagöi Sólnes viö
kvennaveldið í bæjarstjórninni og tyllti
sér hjá konunum.
Reyndar kom í ljós aö tvær
kvennanna höföu veriö á fundi í
félagsmálaráði á sama tíma og
veislan byrjaöi. Stuttur fundur, honum
var flýtt og þær stöllur drifu sig. Sólnes
átti afmæli.
Jón Sólnes og frú Inga taka á móti Val Arnþórssyni, kaupfólagsstjóra
KEA, og eiginkcnu hans, Sigriði.
Elsti sonurinn, Július prófessor, á tali við Ólaf Sigurðsson, lækni á
Akureyri, en hann er bróðir þeirra úrlygs og Steingríms. Ólafur og Jón
Sólnes hafa ekki farið i háttinn i 40 ár án þess að ræðast fyrst við um
lifsins gagn og nauðsynjar.
Tilboðsverð1
Vegna hagstæöra
\ innkaupa getum
við boðið þennan þýska ■
skrifborðsstól „MÓDEL
SILKE" á sérstöku |
TILBODSVEROI
meðan birgðir endast. ■
KR. 2.450
Sendum í póstkröfu
hvert á land sem er.
FCIRUHÚSÍÐ HFÍ
SUÐURLANDSBRAUT 30 SÍMI 687080.
i
kSRARIK
^ RAFMAGNSVEITUR RÍKISINS
Rafmagnsveitur ríkisins auglýsa laust til umsóknar starf
fjármálafulltrúa á svæðisskrifstofu Rafmagnsveitnanna á
Egilsstöðum.
Við erum að leita að viðskiptafræðingi eða manni með
sambærilega menntun. Maður vanur fjármálastjórnun,
áætlanagerð og almennu skrifstofuhaldi kemur einnig til
greina.
Upplýsingar gefur rafveitustjóri Rafmagnsveitnanna á
Egilsstöðum.
Umsóknir er greini menntun, aldur og fyrri störf sendist
deildarstjóra starfsmannadeildar fyrir 22. október nk.
Rafmagnsveitur ríkisins
Laugavegi118
105 Reykjavlk.
Seljum í dag
Saab 99 GL, árg. 1981, 2ja
dyra, hnotubrúnn, bein-
skiptur, 4 gíra, ekinn 70
þús. km. Bíll á mjög góðu
verði.
Saab 99 GLI árg. 1981, 4ra
dyra, Ijósblár, beinskipt-
ur, 4ra gíra, ekinn 57 þús.
km. Fallegur bíll.
Saab 900 GLE árg. 1980, 5
dyra, grænn, sjálfsk. +
vökvast., ekinn 80 þús.
km. Góð kjör.
Saab 99 GL árg. 1980, 4ra
dyra, rauður, beinskiptur,
4ra gira, ekinn 65 þús.
km. Mjög góður og
fallegur bíll.
OPIÐ LAUGARDAGA
KL. 13-17
TÖGCUR HF.
UMBOD FYRIR SAAB OG SEAT
BÍLDSHÖFÐA16. SlMAR 81530-83104