Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 10.10.1985, Qupperneq 3

Dagblaðið Vísir - DV - 10.10.1985, Qupperneq 3
DV. FIMMTUDAGUR10. OKTOBER1985. 3 VERTU MED Gerum föstu- daginn að slysa- lausum degi — er kjörorð umferðar- vikunnar í Reykjavík Hápunktur umferöarvikunnar í Reykjavík verður á morgun en þá er stefnt aö „slysalausum degi” í Reykja- vík. Þaö verður mikiö um aö vera viö götur og á götum borgarinnar. Lög- reglan leggur áherslu á hraöamæling- ar þennan dag og Slysavarnafélag Is- lands veröur meö sérstaka gang- brautavörslu í borginni. Umferðarvikan hefur vakiö mikla athygli og umtal en umferðaróhöpp hafa ekki minnkað frá því á sama tíma á sl. ári. Á mánudaginn uröu 27 um- ferðaróhöpp (tvö slys) en sama dag 1984 uröu umferðaróhöppin 15 (þrjú slys). Á þriöjudaginn urðu 11 um- ferðaróhöpp (eitt slys) en fyrir ári 14 umferðaróhöpp (eittslys). -sos. Nýtt rit um kjarnorkuvetur: Kuldi, myrkur ogútfjólu- bláttljós Niðurstööur nýrra rannsókna á „kjarnorkuvetri”, áhrifum kjarnorku- styrjaldar á lífríki og veöurfar, sem framkvæmdar voru af nefnd á vegum alþjóöaráðs vísindamanna, voru birtar nýlega. Þar segir aö hiti á meginlöndum á noröurhveli muni lækka um 15—35 stig á nokkrum vikum í kjölfar kjarnorkustyrjaldar og aö kuldi, myrkur og útf jólublátt ljós muni hafa mjög alvarleg áhrif á dýralíf og gróöur. Hitafalliö yröi þó minna á strand- svæöum og eyjum þannig að viö Islendingar yrðum líklega ekki eins illa úti vegna hræðilegra afleiöinga kjarnorkustríðs. I eftirmála ritsins Kjarnorkuvetur, sem nýlega er komið út á íslensku, er fjallað um hugsanleg áhrif „kjarnorkuvetrar” á Island. Samtök íslenskra eðlisfræðinga og samtök lækna gegn kjarnorkuvá hyggjast nú beita sér fyrir aukinni fræðslu í þessum efnum og geta þeir sem áhuga hafa á slíkri fræðslu leitaö til þessara samtaka. ________________________-KB. Kynna almenningi skólastarfið Laugardaginn 2. nóvember næst- komandi fer fram sérstök kynning á almennu skólastarfi í grunnskólum landsins. Aö þessari kynningu stendur Kennarasamband Islands í samráöi við menntamálaráðuneytið. Markmiöiö er aö kynna aðstand- endum barna og öðrum þaö starf sem fer fram í grunnskólum landsins og vinnuaöstööu kennara og nemenda. Mánudaginn 4. nóvember fellur niður kennsla en kennt verður sam- kvæmt stundaskrá þess dags á laugar- deginum. Brottreksturinn í Kvennaathvarf inu: VERIÐ AÐ SOA FÉ ALMENNINGS Sú ákvöröun félagsfundar æösta ráös Kvennaathvarfsins um aö rifta ráðningarsamningi Steinunnar Bjarnadóttur hefur mælst illa fyrir meðal margra. Bent hefur veriö á aö ekki hafi veriö skýrt frá því hvers vegna hún var rekin og einnig að Kvennaathvarfiö sé fjárvana og meö þessari uppsögn sé í raun veriö aö kasta út um gluggann 3 til 4 mánaða launum sem Steinunn á kröfu á. Aöalheiöur Bjarnfreösdóttir, for- maður starfsmannafélagsins Sókn- ar, er ekki hress yfir þessari upp- sögn. Hún segir aö Sókn líti svo á aö félagiö sé einn af aðstandendum Kvennaathvarfsins, m.a. vegna þess aö þaö hafi stutt þaö með f járgjöfum. „En það er ljóst aö svona lagað getur ekki gengið aö starfsmaður skuli vera hrakinn frá störfum. Með þessu er hreinlega veriö aö kasta peningum. Þetta getur oröiö til þess aö fólk missir trúna á Kvennaat- hvarfið,” segir Aðalheiöur. Hún bendir einnig á að fulltrúum félaga- samtaka, sem stutt hafa Kvennaat- hvarfiö, hafi verið meinaö aö greiöa atkvæði á fundinum. Slikt sam- ræmist ekki venjulegum félagsstörf- um. Björg Einarsdóttir var ein þeirra kvenna sem mættu á félagsfundinn. Hún gekk af fundi vegna þess aö eng- ar skýringar fengust á því hvers vegna víkja ætti Steinunni úr starfi. Hún segir aö eölilegast hefði veriö aö kalla til óháöan aöila til að leita sátta í þessari deilu. Tillaga þess efnis á fundinum var felld. „Mér er annt um þetta Kvennaat- hvarf og þaö hefur sýnt sig aö þaö er mikil þörf fyrir það. Þessi starfsemi má ekki leggjast niður. Hins vegar sýnist mér aö ef á aö fá allt starfsfé úr opinberum sjóöum eigi að meö- höndla þetta athvarf eins og hverja aöra stofnun,” segir Björg. Hún bendir á aö að þaö sé vafasamt að skattborgararnir veiti fé til meö- höndlunar án eftirlits. En þaö er ein- mitt eitt af því sem hefur veriö gagn- rýnt í sambandi við Kvennaathvarfið aö ekki sé nægilegt eftirlit með því hvernig peningar þess eru notaöir. APH. Þinghaldið hefstídag I dag verður 108. löggefandi þing Is- lendinga sett. Setningin mun fara fram með hefðbundnum hætti. Þingmenn, ásamt forseta Islands, munu hlýöa messu í Dómkirkjunni sem hefst klukkan 14. Aö henni lokinni fara þingmenn í þingsal þar sem þeir munu hlýða á forseta Islands flytja for- setabréf. Þá verður einnig minnst lát- inna þingmanna. Skki er ljóst hvort forsetar þingsins, varaforsetar og ritarar veröa kosnir í dag eöa hvort þingi veröur frestaö fram til mánudags aö loknum hefö- bundnumsetningarstörfum. APH Hvalvíkin meðfarm tilS-Afríku Hvalvík, skip í eigu skipafélagsins Víkur, er nú á leið frá Englandi til Durbin í Suður-Afríku meö farm sem mun vera efni til iönaöarframleiðslu. Að sögn Finnboga Kjeld, forstjóra Víkur, bauð skipafélagið í þetta verk- efni sem breskt fyrirtæki hefur milli- göngu um. Hvaöa aöilar í S-Afríku eru að kaupa farminn af Bretum liggur ekki fyrir. Finnbogi sagði að einungis hefði verið samiö um þessa einu ferð og engir langtímasamningar í uppsigl- ingu við þessa bresku aðila. „Viö hjá félaginu tökum enga af- stöðu til málefna í S-Afríku. Hvalvíkin var stödd í Englandi þegar þessir flutningar áttu aö fara fram og því hentuðu þessi viðskipti okkur ágæt- lega,” sagði Finnbogi. Samkvæmt upplýsingum frá utan- ríkisráöuneytinu eru þessi viðskipti skipafélagsins ekki brot á neinum formlegum alþjóölegum skuldbinding- um sem Islandi ber aö framfylgja. Hins vegar sé matsatriöi hvort þær samræmist anda þeirrar refsistefnu sem Islendingar fylgja gagnvart gangi mála í Suður-Afríku. KB Frakkar og Italir kynna íslendingum nýja flugvél: Bjóða fyrirmönnum þjóðarinnar í flug DV-mynd Bj. Bj. Vigdís Finnbogadóttir, forseti Is- lands, Albert Guömundsson fjár- málaráöherra og Jóhannes Nordal seölabankastjóri eru í hópi þeirra sem sérstaklega hefur veriö boöið í flugferð meö hinni nýju frönsk-ít- ölsku flugvél ATR 42 næstkomandi mánudag. Sölumenn flugvélarinnar ætla sér greinilega aö taka Islandsmarkaö meö trompi. Þeir veröa hérlendis á sunnudag og mánudag til aö kynna Islendingum gripinn. Einkum ein- beita þeir sér aö Flugleiðamönnum. Þeir hafa boðið um sextíu manns í flugferö. Auk fyrrnefndra fyrir- manna eru á gestalistanum fleiri ráðherrar og bankastjórar, alþingis- menn, ráöuneytisstjórar og fleiri ráöuneytismenn, frammámenn í at- vinnulífinu, ritstjórar og blaðamenn og auövitað frammámenn í flugi, bæði hjá hinu opinbera og hjá flugfé- lögum, og ýmsir fleiri. Hvort allur þessi hópur þiggur boöið er svo ann- aö mál. ATR 42 flugvélin er væntanleg til landsins á sunnudag klukkan 15. Síö- degis þann dag veröur fariö meö Flugleiöamenn í reynsluflug. ATR- menn vita sem er aö Flugleiðir eru aö huga aö endurnýjun innanlands- flugflotans. ATR 42 svipar til Fokker Friendship í útliti og stærö og er talin henta vel aðstæðum hérlendis. Meö flugvélinni koma þrettán Likan af ATR 42 i litum Flugleiða. manns, þar á meöal æöstu ráöamenn Aerospatiale og Aeritalia flugvéla- verksmiðjanna en þær standa saman aö smíði ATR 42. Frá Islandi heldur flugvélin til Kanada og Bandaríkj- anna og verður þaö hennar fyrsta ferö út fyrir Evrópu. Gestir á heimilissýningunni í Laugardalshöll í haust hafa væntan- 'ega skoðaö sýningarbás Aerospati- ale en þar var ATR 42 flugvélin kynnt. -KMU.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.