Dagblaðið Vísir - DV - 10.10.1985, Page 8
8
DV. FIMMTUDAGUR10. OKTOBER1985.
Útlönd Útlönd Útlönd Útlönd
BANDARÍKIN ÆVAREID
— þegar Egyptar slepptu sjóræningjunum. „Sækiö tíkarsynina til saka,” hrópaði sendiherrann
Bandaríkjastjórn cr ævareiö yfir
ákvörðun Egypta aö sækja ekki til
saka hina fjóra sjóræningja sem gáf-
ust upp eftir aö hafa haldið farþegum á
skemmtiferöaskipinu Aehille Lauro í
52 klukkustundir.
Bandaríski sendiherrann í Kairo,
Nichola Veliotes, flaug út í skipiö áöur
en það lagðist aö í Port Said. Þar
komst hann aö því aö mannræningj-
arnir hefðu drepiö bandarískan gísl,
Leon Klinghoffer, sem var bundinn viö
hjólastól.
„Viö krefjumst þess að þeir sæki
þessa tíkarsyni til saka,” hrópaöi
sendiherrann í gegnum talstöö til und-
irmanns sins í landi.
Italski sendiherrann í Egyptalandi
sagöi aö einn maður heföi særst viö
gíslatökuna á mánudag og einnar konu
væri saknaö. Hún væri líklega frá
Austurríki.
Salah Khalaf, annars þekktur sem
Abu Iyad, hægri hönd Yassers Arafat,
leiötoga PLO, sagöi í gærkvöldi aö
mannræningjarnir hefðu gefist upp
með þremur skilyrðum. Eitt heföi ver-
iö aö Egyptar lofuðu að tala viö Banda-
Upphaflegt takmark mannræningj-
anna var aö laumast inn í Israel og
fremja hryöjuverk þar, segja heimild-
ir innan PLF skæruliöahreyfingarinn-
ar, sem er andsnúin Yasser Arafat.
„Fjórir meölimir hreyfingarinnar
fóru um borö í skip til aö fara til Israel
og fást viö viöfangsefni þar,” sagöi
heimildarmaöur Reuters.
„Skipiö átti bara aö vera notaö sem
flutningsleiö til Israels og hreyfingin
ætlaöist ekki til aö það yröi neitt tak-
mark.”
Norskur félagshagfræöingur hefur
reiknaö út aö sovéskt gas hafi á
þessum áratug kostaö meira en norskt
gas. Ole Gunnar Austvik segir aö ef
Norðmenn heföu selt sitt gas á veröi
Sovétmanna þá heföu tekjur þeirra
aukist um fimm milljarða norskra
króna eöa 25 milljaröa íslenskra
ríkjamenn og Israela um að fá palest-
ínska fanga leysta úr haldi. Hin skil-
yröin voru aö þeir yröu ekki sóttir til
saka og aö þeim yröi ekki komið í hend-
ur PLO.
Khalaf sagöi að mannræningjarnir
væru ekki úr rööum PLO, heldur væru
þeir líklega úr skæruliöasveitum sem
Sýrlendingar styöja. Hann neitaöi ekki
orörómi um aö PLO heföi sent víkinga-
sveit til Egyptalands til aö ráöast á
mannræningjana.
I morgun sagöi egypski sendiherr-
ann í Washington aö stjórn sín heföi
fengió PLO mannræningjana.
Skæruliöar fóru um borö í Achille
Lauro vegna þess aö þaö átti aö fara til
Israel á skemmtisiglingu sinni.
Heimildarmennirnir sögöu aö yfir-
maður hryöjuverkamannanna heföi
skipaö þeim aö snúa skipinu aftur til
Egyptalands eftir aö mannræningjarn-
ir hundsuöu skipanir hans meö því aö
taka farþega á skipinu í gíslingu.
„Yfirmaöur þeirra sagöi þeim sam-
stundis að snúa til Port Said og hegöa
sér skikkanlega gagnvart gíslunum,”
sagöi annar heimildarmaöur.
króna. Þaö samsvarar næstum því
fjárlögum íslenska ríkisins.
Austvik hefur reiknaö þetta út eftir
vestur-þýskum innflutningstölum.
Samkvæmt þeim var sovéskt gas ódýr-
ara en norskt og hollenskt viö lok átt-
unda áratugarins en þá fór þaö
sovéska aö veröa dýrara.
„Heilagur Bob". Fœr hann friðar-
verðlaun Nóbels?
Geidof
spáð
friðar-
launum
Irska rokkstjarnan, Bob Geldof,
hefur sagt aö hluti hagnaðarins af
„Live aid”-hljómleikunum, sem efnt
var til aö hans undirlagi og til fjár-
söfnunar gegn hungursneyðinni í
Afríku, muni renna til Mozambique
jafnt sem Eþíópíu og Súdan. — Síöustu
fréttir herma aö hungursneyö sé enn
ríkjandi í Mozambique, einkum á yfir-
ráöasvæöum uppreisnarmanna en
dregið hefur úr sárasta hungrinu í
hinum löndunum tveim.
Geldof sagöi blaðamönnum aö
sömuleiöis yrði látið af hendi rakna
til fólks í Mali, Burkina Faso, Niger og
Chad.
Ekki segist Geldof hafa í hyggju aö
skipuleggja fleiri hljómleika á borð viö
„Live Aid” sem sjónvarpaö var um
allan heim. En þaö hefur oröiö
óperusöngvurum og fleira listafólki
fordæmi til þess aö beita list sinni í
þágu ákveðins málstaöar, mannúöar
eöa pólitísks.
Geldof hefur veriö tilnefndur til
friðarverðlauna Nóbels fyrir þetta
framtak sitt og þykir næsta líklegur til
þess aö hljóta þau en þaö kemur í ljós á
morgun, þegar nóbelsnefndin í Osló
kunngerir val sitt.
Geldof er á ferö þessa dagana á
norðvesturhorni Afríku og fer þaðan til
Eþíópíu og Súdan.
Fótbolta-
skrílí á fullu
Hópar unglinga vörpuöu íkveikju-
sprengjum aö lögreglunni, kveiktu í
bifreiöum og létu greipar sópa í versl-
unum í uppþotum sem uröu í bænum
Leicester aö loknum knattspyrnuleik
þar í gærkvöldi.
Nokkrir lögreglumenn særöust en
um tíma var kallaö út 300 manna lög-
regluliö vegna ólátanna sem brutust út
aö afstöðnum leik liöanna Leicester
City og Derby County. Sagöi lögreglan
að þetta heföu allt veriö knattspyrnu-
áhangendur og öfugt viö óeiröirnar
undanfarna viku stóöu þessar skærur
ekki í neinu sambandi viö kynþátta-
mál.
Þegar Bretar berjast ekki á götum
stórborga sinna þá berjast þeir á
knattspyrnuvellinum.
De la Madrid forseti biður alla Mexikana að sameinast um að endur-
byggja höfuðborg sína eftir jarðskjálftana miklu í síðasta mánuði.
KALLAR Á ÞJÓÐ-
AREININGU TIL
ENDURREISNAR
Miguel de la Madrid Mexíkóforseti hefur skoraö á landsmenn sína aö sam-
einast í viðreisnarátaki til aö endurreisa þaö sem forgörðum fór í jarðskjálft-
anum mikla á dögunum þar sem þúsundir fórust og miklar skemmdir uröu á
mannvirkjum, aöallega í höfuöborginni.
„Afleiöingar jaröskjálftans voru svo hrikalegar að það er ekki á færi ríkis-
stjórnarinnar einnar að glíma við þær,” sagöi forsetinn í gær þegar hann
tilkynnti stofnun sérstaks fjölmenns ráös til þess aö gera tillögur um viö-
reisnarstarfið.
Heil hverfi höfuöborgarinnar lögöust í rúst, símasamband rofnaöi og stræti
lokuöust svo aö flestir ætla aö líði aö minnsta kosti hálft ár þar til hafin veröi
aö fullu á ný sú starfsemi sem fór úr skoröum viö jaröskjálftann.
;
ÆTLUÐU AÐ RÁÐ-
AST Á ÍSRAEL
Eldhnettir
yfir Japan
Japanir sáu í fyrrinótt fljúgandi
furðuhluti. I um 10 mínútur sáust eld-
hnettir í Miö-, Vestur- og Suöur-
Japan. Sjónvarpsstöö sýndi myndir
af um 12 eldhnöttum falla hægt frá
himnum.
Kyosuke Iwasaki, sem vinnur viö
Kazan stjörnufræðistööina í Kyoto,
sagöist hafa fylgst meö eldhnöttun-
um. Þeir heföu ekki falliö eins og loft-
steinar, sem fljúga hratt framhjá.
Þó heldur hann varla að grænir
marsbúar hafi verið í vígahnöttun-
um. Þetta hafi líklega veriö bútar úr
gervihnetti sem þarna voru aö
brenna upp.
Sovéskt gas dýrara