Dagblaðið Vísir - DV - 10.10.1985, Side 13
DV. FIMMTUDAGUR10. OKT0BER1985.
13
Formaður hefur fengið stól
Þegar þetta er skrifað á þriðjU'
dagsmorgni virðist líklegt aö einu
markverðu breytingarnar aö sinni á
ríkisstjórninni verði þær að Þor-
steinn Pálsson verði ráðherra. Fyrst
í staö verður hann það í stað Matt-
híasar Mathiesen, sem á að taka sér
leyfi frá ráðherrastörfum fram til
áramóta, en síðar í stað Geirs Hall-
grímssonar sem þá lætur af ráð-
herraembætti. Þótt ekki sé alveg
ljóst hvaöa embætti Þorsteinn muni
gegna í ríkisstjórninni þá bendir allt
til þess að þaö veröi viðskiptaráöu-
neytiö sem Matthías gegnir nú. Tal-
ið er að hugur Þorsteins standi frem-
ur til f jármálaráðuneytis, en stóllinn
þar er ekkert á lausu og hæpið að
Þorsteinn geti losað hann. Albert
hefur gefið í skyn að bæði vilji hann
sitja í honum áfram og einnig það að
ekki sé heppilegt fyrir flokksfor-
mann að setjast í hann. Kann það að
vera satt að vissu marki.
Hverjir eru ánæyðir?
Tvær spurningar vakna óneitan-
lega fyrst þegar litið er á úrslit mála.
I fyrsta lagi: Styrkir þessi breyting
ríkisstjórnina í sessi? Og í öðru lagi:
Var þetta það sem menn bjuggust
við?
S varið við fyrri spurningunni er já,
en svarið við hinni síðari nei. Og í
áframhaldi má svo kannski spyrja:
Hverjir eru ánægðir og hverjir
óánægðir?
Ég sagði að breytingin hefði styrkt
ríkisstjórnina. Ég hefi margoft hald-
ið því fram aö það gangi ekki að for-
maður Sjálfstæðisflokksins sé utan
þessarar ríkisstjórnar. Það sjónar-
mið hefur nú orðiö endanlega ofan á.
Að því leyti er innganga Þorsteins í
ríkisstjórnina tvímælalaust styrkur
fyrirhana.
Um hitt má svo deila hvort sú
lausn, sem fundin var til þess aö gera
þetta kleift, hafi verið besta lausnin
fyrir ríkisstjórnina í heild. Ég held
að brotthvarf Geirs Hallgrímssonar
úr henni sé ekki sérlega heillavæn-
!egt. Geir er ákaflega reyndur stjórn-
málamaður og kann að vinna aö mál-
um án þess að vera síblaðrandi í f jöl-
miðlum og meö stóryrtar yfirlýsing-
ar á vörum. Hann leggur kapp á aö
leysa vandamál án þess endilega að
slá sjálfan sig til riddara í leiðinni.
Slíkt mættu fleiri ráðherrar taka sér
til fyrirmyndar. Víst er að í herbúð-
um hins stjórnarflokksins ríkti lítil
ánægja með aö það skyldi veröa Geir
sem stóð upp, án þess að menn vildu
nefna nokkurn annan sérstakan til
þess.
Ég held að bæði hafi margir þing-
menn Sjálfstæðisflokksins og þá ekki
síður óbreyttir kjósendur búist við
meiri breytingum á ríkisstjórninni.
Á því hefði ekki veriö nein vanþörf. í
þeim orðum felst enginn sérstakur
áfellisdómur yfir neinum einstökum
ráöherrum, aðeins sú almenna skoð-
un að ríkisstjórnin heföi haft gott af
meiru nýju blóöi; ekki hefði verið
óeðlilegt að fleiri og yngri menn
hefðu fengið tækifæri til þess aö
spreyta sig.
I raun held ég að niðurstaðan í
heild hafi valdiö nokkrum vonbrigö-
um hjá fólki. Það var búið að gefa
sér að Þorsteinn færi inn og bjóst við
að fleiri fylgdu í kjölfarið. Þannig
verkar þessi breyting ekki sem
skyldi á hinn almenna borgara, hon-
um finnst allt hjakka í sama farinu.
En hverjir eru ánægöir? Fram-
sóknarmenn eru ánægðir með aö
hafa fengiö Þorstein inn, enda þótt
þeir sakni samstarfs viö Geir. Vafa-
laust eru flestir sjálfstæðismenn
einnig ánægðir meö að formaður
þeirra skuli kominn í stjórnina, þó
ekki nema vegna þess að þá linnir
umtalinu um hvort hann fái stól. Hin-
„Ég hefi margoft sagt það áður að ég telji Geir Hallgrimsson einn mest-
an drengskaparmann í íslenskum stjórnmálum og sist verða þessir at-
burðir til að breyta þeirri skoðun."
ir ráöherrar flokksins eru ánægðir
yfir því aö halda sínum stólum, eða í
það minnsta að fá einhvem stól. En
hræddur er ég um aö hinn almenni
flokksmaður sé þar fyrir utan húnd-
óánægöur vegna þess að breytingar
urðu ekki meiri og ég veit fyrir víst
að margir þingmenn flokksins eru
mjög óánægðir meö niöurstöðuna.
Það á svo eftir að koma í ljós hvort
ráðherratignin nægir formanninum
til þess að berja óánægjuraddir nið-
ur.
Geir maður dagsins
1 raun og veru er það svo að það er
Geir Hallgrímsson sem er maður
mánudagsins 7. október. Það var
hann sem hjó á hnútinn og bauöst til
að standa upp fyrir eftirmanni sínum
í formannsembætti. Rætt hafði verið
um ýmsa aðra, en þeir sátu sem fast-
ast og mátu stólana meira en að
leysa málin fyrir flokkinn. Sáralítið
hefur farið fyrir gagnrýni á störf
Geirs sem utanríkisráðherra, þvert
á móti hefur hann gegnt embætti
sínu með ágætum, verið óvenju
Kjallari
á fimmtudegi
skeleggur á alþjóðavettvangi af ís-
lenskum utanríkisráðherra að vera
og veriö sýndur þar ýmis sómi sem
kemur þjóðinni til góða.
Geir lýsti því hreinskilnislega í
sjónvarpsviðtali eftir þingflokks-
fundinn þar sem hann tilkynnti
ákvöröun sína að honum væri eftir-
sjá í embættinu. Hann hefur hins
vegar sýnt það oft áður að hann met-
ur eigin persónu ekki mest þegar
hann telur mikið liggja við fyrir
flokk sinn. Hann er reiðubúinn til
þess að taka því sem að höndum ber
af karlmennsku og berjast fyrir
skoðunum sínum þar sem honum er
haslaöur völlur. Fyrir slíkum manni
er ekki hægt annað en bera mikla
virðingu á tímum þar sem flestir
spyrja um það fyrst hvað þeir sjálfir
geti borið úr býtum.
Ég hefi margoft sagt það áður að
ég telji Geir Hallgrímsson einn mest-
an drengskaparmann í íslenskum
stjórnmálum og síst verða þessir síð-
ustu atburðir til þess að breyta þeirri
skoðun.
MAGNUS
BJARNFREÐSSON
Hvað nú?
Hvað gerist nú í stjórnmálum?
Ekki leikur vafi á því að stjórnar-
flokkarnir taka fjárlagafrumvarpið
til gaumgæfilegrar endurskoðunar,
enda þótt ef til vill verði ekki breyt-
ingar á f jármálaráðuneyti. Annað er
ekki fært eftir Stykkishólmssam-
þykktina frægu.
Stóra spurningin er svo hvort þeir
þora að skera eitthvað niður í bákn-
inu, sem einu sinni átti að fara burt,
eða hvort eini sparnaöurinn verður í
framkvæmdum, enda þótt þar sé
þegar orðið lítið til skiptanna. Mér
segir svo hugur um að erfiðlega
gangi að skera af bákninu. Ég held
að þar segi allir ráðherrar: „Ekki
ég.” Nema nýi ráðherrann berji
menn til niðurskurðar í rekstri. Við
bíðum spennt og sjáum hvað setur.
Magnús Bjarnf reðsson.
Stjömustríð og stmmpadans
Margs konar vandamál hafa skotið
upp kollinum á stjórnarheimilinu nú
í sumar: Fjármálaráðherra og utan-
ríkisráðherra komnir í hár saman út
af hernum sínum. — Allt í einu fékk
Albert vitrun: Kanarnir höfðu flutt
inn i landið hrátt kjöt í 35 ár. —
Fljótur að hugsa og framvkæma
skellti hann lögbanni á inn-
flutninginn þar eð hann fýsti ekki
lengur að eiga á hættu að fá gin- og
klaufaveiki og taldi að „verndurun-
um” bæri skilyrðislaust að hlýða ís-
lenskum lögum. En utanríkisráð-
herra var á annarri skoðun og leyfði
Könum að flytja kjöt sitt um loftin
blá.
Því að mister Hallgrímsson segir
að eitt séu íslensk lög og annað
bandarísk lög og herlög og þau verði
Islendingar að viröa. — Og til stað-
festingar orðum sínum bað háttvirt-
ur bændasamtökin að kæra sig, hvað
fróðir menn segja óframkvæman-
legt, og þar með er deilan óleyst
ennþá.
... eins og hundur á roði
, Svo f jármálaráðherra og mister
Hallgrímsson geta með sanni sagt,
eins og forsætisráöherra, aö á þessu
standi þeir eins og hundur á roði.
En ef Albert Guðmundsson heldur
sig við þaö er hann hefir sagt um
þetta kjötmál og sömuleiðis að her-
námsliðið megi gjöra svo vel aö
borga tolla og alla skatta og skyldur
af innfluttum varningi eins og
Islendingar þá má þó segja að
honum sé ekki alls varnað. — Nógu
illt er að hafa þessa vesalings tindáta
hér þó að þeir séu ekki meðhöndlaðir
eins og nokkurs konar æðri þjóð-
flokkur í landinu.
Fróðlegt verður aö sjá hvað gerist
í máli íslenska fyrirtækisins sem
flutti inn hráar kjötvörur frá Dan-
mörku fyrir hernámsliðið. Það er
furðuleg ósvífni að þessi vesalings
lögbrjótur skuli vísa allri ábyrgð frá
sér fyrir þetta hermang sitt og benda
á það sem möguleika að herinn geti
sótt íslenska ríkið til saka og látið
það borga varninginn. — Þó að her-
mangarar leyfi sér nú ýmislegt, sem
heiðarlegir Islendingar mundu ekki
vera stoltir af, gæti ég trúað að þetta
væru fremur óvenjuleg
óforskömmugheit. — Kannski er
hann líka einn úr úrvalssveit íhalds-
fjölskyldunnar sem getur látið borg
og ríki kaupa, selja og gefa, hvað
semhennisýnist?
En að hægt sé aö sækja íslenska
ríkið til saka fyrir það að lög þess
hafa verið brotin er þó meira en
jafnvel núverandi valdhöfum og
dómstólum er trúandi til að láta
gerast.
Stóreignaskatt eða ranglæti
ranglætisins vegna
Sárt var það ramakvein er sjálf-
stæðismenn ráku upp þegar forsætis-
ráöherra nefndi stóreignaskatt hér á
dögunum. — Kannski hefir hann nú
ekki meint mikið með því, blessaður.
En ef Steingrímur bæri fram tillögu
á komandi þingi um stóreignaskatt
gæti ég trúað að það yrði heilla-
drýgra fyrir flokk hans en flest
annað sem hann hefir aðhafst á
stjórnarferli sínum. Varla trúi ég
öðru en meirihluti þjóöarinnar
mundi telja það eölilegra en auka
skatta á matvæli og niðurskurð á
félagslegri þjónustu.
Varla verður því trúað að stjórn-
arandstaðan styddi ekki slíkt frum-
varp, nema þá Bandalag jafnaðar-
manna sem fylgt hefir ríkisstjórn-
inni í öllum hennar verstu verkum og
enginn mun líta á sem stjórnarand-
stöðuflokk. Enda hefir hann skipaö
sér á bekk hægra megin við íhaldið.
Ekki þarf fólk að undrast það að
vinur litla mannsins sagðist aldrei
samþykkja stóreignaskatt, maður
sem sagt er að sé einn af 5 ríkustu
mönnum þjóðarinnar, og eru þó að
sjálfsögðu ekki taldar þar með eignir
hans erlendis, því um þær sagðist
hann engar upplýsingar gefa, þó svo
að slíkt yrði lögskipað. — Það væri
mál sem honum einum kæmi við.
Það er fleira en tíkarmáliö sem
sýnir löghlýðni þessa ráðherra og
gerir hann frægan.
Fjárlagagöt
og gjörræði
Undanfarið hafa fjárlagagöt
Alberts veriö mjög í sviðsljósinu eins
og fyrri daginn. — Núverandi fjár-
málaráðherra fann reyndar upp á
því aö leggja fjárlagafrumvarpið
fram áður en þing kemur saman og
sýna öll þess göt og galla. Fann hann
ekki einmitt upp á þessu af því hvað
hann er heiðarlegur og vandaður?
En það undarlegasta i öllu þessu
er þó það að báðir stjórnarflokkarnir
höföu samþykkt frumvarpið. En nú
dæmir Sjálfstæðisflokkurinn það
gjörsamlega óhæfilegt og því verði
stórlega að breyta og skera niður. Og
þetta var þá einmitt það sem fjár-
málaráðherra sagðist alltaf hafa
viljað gera: skera niður fyrst og
fremst heilbrigðis- og tryggingamál,
menntamál og alla félagslega
þjónustu.
Það var að sjálfsögðu alltaf vitað
mál að þessi ríkisstjórn mundi halda
áfram að brjóta niður þetta
svokallaða velferðarþjóðfélag uns
ekki stæði eftir steinn yfir steini.
Það getur naumast nokkur vænst
AÐALHEIÐUR
JÓNSDOTTIR
VERSLUNARMAÐUR
þess að þjóðfélag, sem stjórnað er af
alls kyns braskaralýð, heildsölum og
nýfrjálshyggjupostulum, komist
óskemmt út úr þeirri eldraun.
Ekki fæ ég skilið hvernig það
getur gerst að íhaldið haldi sínu fylgi
eða vel það en framsókn fari stöðugt
neðar og neðar í öllum skoðana-
könnunum. Ekki svo að skilja að
ég ætli að bótmæla Framsóknar-
flokknum. En hvers vegna gildir
ekki helmingaskiptareglan í þessu
sem öðru hjá helmingaskipa-
stjórninni?
Stólasýki
og brotabrot
En það má segja að ekki er ein
báran stök hjá vesalings Sjálfstæðis-
flokknum. Því þrátt fyrir hagstæða
skoöanakönnun gera sjálfstæðis-
menn sér grein fyrir því aö þeir
verðskulda ekki þennan meðbyr og
sjá að allt fer þeim jafnólánlega úr
hendi og vilja nú óðir og uppvægir fá
umskiptinga í stólana.
Æi, jæja, sjálfsagt getur þaö
heldur ekki verra orðið — varla er
öllu lakara að fá uppeldisson at-
vinnurekendaauðvaldsins í stól fjár-
málaráðherra en hafa þar einn af
höfuðpaurunum.
Umskiptingar
Og iðnaðarráðherra veit svo
sannarlega sínu viti og boöar að nú
skuli skrefin stigin til fulls og ein-
hverjir, er í stólunum sitja, víkja
fyrir umskiptingunum nema hann
sjálfur. — Því, eins og menn vilja
hafa „Z” í íslenskri stafsetningu, þó
að þeir viti ekki hvar ber að nota
hana, geta þeir krafist setu í
ráðherrastól þó að þeir viti ekkert
hvernig á að sitja.
En hvað sem segja má svo um allt
þetta er gleðilegt að sjá að íhaldið
gerir sér grein fyrir því að það
verðskuldar ekki þann meðbyr er
það hefir fengiö. Hver veit líka nema
einmitt þetta geti komið vitinu fyrir
vesalings aödáendur þess.
Spennandi getur orðið að fylgjast
með því hvað umskiptingarnir taka
til bragðs þegar þeir flytja inn í nýju
vistarverurnar.
Aðalheiður Jónsdóttir.
A „Nógu illt er aö hafa þessa
vesalings tindáta hér þó að þeir
séu ekki meöhöndlaöir eins og nokkurs
konar æöri þjóðflokkur í landinu.”