Dagblaðið Vísir - DV - 10.10.1985, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 10.10.1985, Blaðsíða 14
14 DV. FIMMTUDAGUR10. OKT0BER1985. Menning Menning Menning Menning SUNDURLEITUR HEIMUR Matthías Johannessen: Hólmgönguljóð Ljóðaklúbbur AB, 1985. Þetta er önnur og breytt útgáfa annarrar ljóðabókar Matthíasar, sem birtist fyrst árið 1960. Þaö á viö um ljóðabálkinn sem er meginhluti bókarinnar, og samnefndur henni, en aftan við hann er nú bálkur nítján ljóöa frá því í fyrravor, og bókinni lýkur á tólf blaðsíöum skýringa viö allt saman. Þaö tíökaöist vist tölu- vert á 17. öld aö skáld sendu frá sér kvæði meö skýringum sem þau sömdu sjálf, enda hefur þaö tímabil oft verið kallað lærdómsöld, en lítiö hefur veriö um þaö síöan. Hér á þetta vel viö, mörgum lesendum hjálpar þetta til aö átta sig á ljóðunum, en síðan ættu þeir aö lesa þau aftur, skýringalaust, til aö fróöleikurinn skyggi ekki á skáldskapinn. Heimur goðsagna Hólmgönguljóð eru 43 á rúmlega 50 bls., flest stutt, þau lengstu 2—3 bls. Tíu ljóðanna hafa bæst viö frá fyrri útgáfu, en í staðinn missum viö nú fallegra mynda Lovísu Matthíasdótt- ur. Nafn ljóðabálksins mun eiga aö tákna að skáldið gangi á hólm viö veruleika síns tíma, og þaö eiga ljóö- in meöal annars sameiginlegt, aö fjalla um alla heima og geima, sam- tíðar og fortíðar, innanlands og utan. Nánar til tekiö er fortíðin ekki sögu- leg .heldur heimur goösagna; nor- rænna, grískra og persneskra. Sam- eiginlegt þessum goösögnum er eink- um tvennt: barátta góös og ills; Þór gegn jötnum, Ormast gegn Aríman; og ástamál, einkum Oöins. Það er einskonar stef, en einnig koma þar viö sögu Penelópa og Odysseifur, Narkissos, og fleira mætti telja. Sama kemur fram í endurteknum til- vísunum til Ljóðaljóða Biblíunnar, sem móta þá stílinn. I innlendri for- tíö birtist enn ástin og dauðinn sam- tvinnuö í minningu Sighvats Sturlu- sonar og Solveigar, en einnig koma til þjóösögur; um Hólsbola, og þó einkum um djáknann á Myrká, sem er annað stef bálksins, enn tengjast þar ástin og dauöinn, en einkum miölar þetta atriði feigöargrun Guð- rúnar, sem berst áfram af óhugnan- legum öflum sem hún ræður ekkert viö. Ekki þarf skáldið oft aö nefna Bókmenntir Örn Ólafsson atómsprengju til aö augljóst veröi hvernig þetta tengist samtímanum. En um hann talar ungur maöur, sem hefur áhyggjur af stríöshættu, ekki síst frá „rauðum þursum”, en minn- ist líka á hryöjuverk franska hersins í Túnis. Ástin er honum ofarlega í huga, en auk nánustu ástvina veröa hversdagslegustu fyrirbæri aö yrkis- efni, bein í fjöru minnir á fallvaltleik lífsins; fegurö sólarlagsins á unað lifsins. En þaö er ööru nær en aö heföin sé alltaf svona ráöandi, þvert á móti er nútíminn áþreifanlegur, og bernskuminningar Reykvíkings áleitnar. Sem dæmi má nefna, aö skip viö höfnina minna á konur á ýmsum æviskeiöum, hversdagleg- ustu hlutir ryöja sér til rúms; t.d. „morgunblað utan um kinnar hjá fisksala”, „brúnt mahonískrifborö meö ritvél, öskubakka”, o.s.frv. Þetta er alkunna um Matthías, sem var nokkur brautryöjandi á þessu sviöi, aö þora aö láta hiö hversdags- lega birtast í skáldskap. Hann hefur oft hneykslaö meö þessu, enda stund- um lagt á tæpasta vaö í smekkvísi: þú ert samviska óðins þegar hann fer tii annarrar konu sem gleypir lim hans eins og gráðugur steinbítskjaftur — Fyrr má nú vera kvenfælnin! I þessu dæmi sést annað atriði, sem farið hefur fyrir brjóstiö á ýmsum lesendum Matthíasar, þaö er óná- kvæmni; ef þetta dæmi er hugsað til enda, þá eru fáir eins ólíklegir til þess og Oöinn aö hafa samvisku af þvíaðfara „tilannarrarkonu”. Togstreita andstæðra afla Hér hefi ég reynt aö telja upp nokk- ur atriöi úr sundurleitum heimi þessa ljóöabálks, en þaö fer fjarri því að upptalningin sé tæmandi. Hér ægir saman sundurleitustu efnisat- riðum, og þau eru á fullkominni ring- ulreiö, aö því er virðist. Þaö á vel viö, þannig veröur þessi heimsmynd nú- tímans sterkari en ella myndi, miöl- ar yfirþyrmandi tilfinningu fyrir tog- streitu andstæðra afla. Hvert ljóö bálksins hefst á orðalaginu: „Þú ert” en síöan kemur eitthvert hinna sundurleitu atriöa. Augljóslega er þetta til aö grípa lesandann og sam- sama hann talanda kvæðanna, enda segir í skýringum: „Þú í ljóðaflokkn- um er notað í sömu merkingu og skáld nota einatt ljóörænt ég, þ.e. persónufornöfnin eru i raun ópersónuleg fornöfn, enda er þú bæöi í karlkyns- og kvenkynsmerkingu í ljóðaflokknum. „En þetta orkar framandi — örvar þaö þá ekki les- endur þeim mun fremur til umhugs- unar um afstööu sína til myndanna! — Hér eru ljóö sem gætu staðið ein sér, til dæmis fallegt ljóö um Penelópu og Odysseif á bls. 20, þar stendur meöal annars: sefuröu penelópa sorgmædd í hjarta með inar hvítu hnapplaukavarir dreymir þig um iö dökkva skip sem ber harm þinn lengra en himinn nær? En stíllinn er eins fjölbreytilegur og efniö, og ræöst af því; frá þessu upp- hafna, fornlega en þýöa orðalagi (Hómerskviöna) er stokkiö yfir í meðvitaöa lágkúru í ööru kvæöi, til aö spanna nógu vítt sviö: af hverju pissa skipin svona mikið pabbi? Hólmgönguljóö veröur því aö lesa sem heild, ástæöulaust er aö fetta fingur út í einstök atriöi svo sem fyrrnefndan steinbitskjaft, ef mönn- um finnst hann geta rúmast innan heildarinnar. Vissulega er ótti ungl- ingsstráks viö kvenfólk dráttur í heildarmyndinni. Þessi mynd, sem er endurtekin meö tilbrigöum, á aö vera fráhrindandi, eins og ýmislegt annaö í bókinni. En hún á víst aö vera þaö út frá „reynsluheimi” stráks í sjávarplássi, og ég verö aö segja þaö, sem annar barnfæddur Vesturbæingur, aö mér f innst hún til- gerö. En þetta fer nú aö veröa svo einstaklingsbundið aö varla verður úr skorið. — Nykrað? Þessi andstæðuríka, óskipulega heildarmynd af lífi manns er megin- atriöi bókarinnar. Þaö má ef til vill líta svo á, aö þaö sé í samræmi viö hana, aö andstæöna gætir stundum einnig í smáu, innan einstakra setn- inga. En það hafa menn mest gagn- rýnt Matthías fyrir, því þetta virðist vera þaö sem Snorri Sturluson kallar nykrað í Eddu sinni (í athugasemd- um viö 6. erindi Háttatals) „en ef sverö er ormur kallaður en síöan fiskur eöa vöndur eða annan veg breytt, þaö kalla menn nykraö og þykir þaö spilla.” (Athyglisvert er, aö Snorri er sá kenningasmiður sem Matthías hnýtir í, fyrir íhaldssemi, í skýringum, bls. 85). Ég tek dæmi á bls.11: vindar reka vorið vestan yfir heiðar eins og hjörö af hestuih hlaupi skörö til f jalla kviknar undan hófum hlývinda skinfaxi minn góður skeiöar móa og fen vestanvindaklárinn brennir dauðann bleika burt af vetri landsins brennir svörtu sárin Fyrst búiö er aö líkja vorvindum svona fallega viö hrossastóö (sem hér er látiö heita hjörð vegna stuöl- unar og ríms), þá kynni einhverjum aö þykja fara illa á því aö stökkva fyrirvaralaust yfir í aöra líkingu, og láta vindana eöa hrossin brenna dauöann burt af vetri landsins. Til slíks stökks verður aö vera sjáanleg ástæöa — og hún er þarna, nánar aö gáö; þaö er gömul mynd aö tala um gneistana sem kvikna undan hófum — af þeim kemur eölilega eldur sem brennir landiö. Hins vegar eru and- stæöurnar stundum meira sláandi. Upphaf bókarinnar og lok er þessi mynd: þú ert viti guös á gömlum dröf nóttum himni og horf ir á eftir okkur í kolgrænt skolið Hér stingur þaö mig óþyrmilega aö talaö skuli um dröfnóttan himin, því þaö lýsingarorð veit ég helst haft um egg. Stórt er hér dregiö niöur í smátt, og mér er ekki ljóst, til hvers þaö er gert. Það er athyglisvert aö hér er óvenjumikil breyting frá fyrri út- gáfu, en þar var himinninn pcrsónu- geröur: á gömium freknóttum himni [. . . ] í golgrænt skolið. Annaö sláandi dæmi: Þannig leika þessir dagar við strengjalaus augu Augunum er líkt viö (vind)hörpu, strengjalausa, til að sýna sinnuleysi „sjáandans” gagnvart umhverfinu (bls. 35), og fer vel á því. Öllu djarf- ara er aö tala um „fálmaudi sóleyj- araugu viö veginn” (bls. 44). Ég á ekki von á því aö kröfuharðir ljóða- vinir sætti sig viö svona yrkingar. Eg býst viö aö þeir kalli þetta hugsunar- leysi, eins og að líkja lífi okkar viö hundelt dýr, og segja svo í næstu andrá aö hundurinn elti vini okkar (bls. 8). Þaö er kannski ástæöa til að nefna aö þetta er allt annaö en surrealismi, þar sem stokkiö er milli skýrra mynda óskyldra hluta. Hér er talaö um svo loftkennd hugtök („líf okkar”), aö illmögulegt er aö gera sér mynd — eöa hugmynd — af því sem sagt er í ljóðinu. — En rétt er aö nefna, aö svona hnökrar eru frekar sjaldgæfir í ljóðabálkinum. Nýi ljóðabálkurinn aftan viöHólm- gönguljóð sýnist mér ímeginatriöum svipaörar ættar, en allur fágaöri. Ég hefi hér bent á fáein atriöi, sem hafa hneykslaö ljóöavini í þessum ljóöabálki, en betur aö gáð standast þau flest. Meö öörum oröum, því bet- ur sem menn velta þessari bók fyrir sér, þeim mun fremur losar hún þá viö íhaldsemi, sem takmarkar bók- menntaskilning þeirra. Það er feng- ur í slíkri bók. örn Ölafsson ,, . . . þvi betur sem menn velta þessari bók fyrir sér, þeim mun fremur losar hún þá við ihaldssemi, sem takmarkar bókmenntaskilning þeirra." Þú hringir — við birtum og auglýsingin verður færð á kortið. Nú er hægt að hringja inn smáauglýsingar og ganga frá öllu í sama símtali. Hámark kortaúttektar í síma er kr. 2.050,- Hafið tilbúið: Nafn — heimilisfang — síma — nafnnúmer — kortnúmer og gildistíma og að sjálfsögðu texta auglýsingarinnar. Athugið! Áfram verður veittur staðgreiðsluafsláttur af auglýsingum, sem greiddar eru við móttöku.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.