Dagblaðið Vísir - DV - 10.10.1985, Side 15

Dagblaðið Vísir - DV - 10.10.1985, Side 15
DV. FIMMTUDAGUR10. OKTOBER1985. 15 Menning Menning Menning KONUR OG HÚS Sýning íslenskra arkitekta í Ásmundarsal Þaö dylst engum, sem fylgst hefur meö nýbyggingum hér á landi á und- anförnum áratugum, aö mörg mis- tök hafa verið gerö í nafni húsa- gerðarlistarinnar. Ofhlæöi og ónær- gætni gagnvart umhverfi, byggö sem náttúru, eru þar ofarlega á blaði, eins og hægt er aö ganga úr skugga um meö því aö rölta um ýmis út- hverfi Reykjavíkurborgar. Ut af fyrir sig skiptir þaö ekki máli hvort mestu sökudólgarnir í arkitektastétt eru karl- eöa kven- kyns, en þó viröast konurnar ekki eins miklir skemmdarvargar og karlmennirnir ef marka má sýningu þá sem nú stendur yfir í Ásmundar- sal. En þær eru líka stórum færri. Alþjóðlegir straumar Á sýningumu er að finna sýnishorn af verkum þrettán kvenna í arkitektastétt, allt frá Halldóru Briem Ek, sem útskrifaöist fyrst íslenskra kvenna í greininni áriö 1940, til nýútskrifaðra arkitekta. Samkvæmt upplýsingum í sýningar- skrá eru íslenskar konur með arkitektúrnám aö baki nú 45 talsins og var þeim öllum boöin þátttaka í sýningunni. Þaö er skaöi aö ekki skuli fleiri hafa þegið boöið. Þar sem Halldóra Briem Ek hefur dvaliö í Svíþjóö mestan hluta starfs- ævi sinnar sker húsagerðarlist hennar sig talsvert úr því sem hér tíökast. Ef marka má úrtakiö á sýningunni tekur Halldóra fremur miö af eldri hefðum í sænskri húsa- gerö en norrænum eða alþjóðlegum módernisma. Allir yngri þátttakendurnir fylgja hins vegar alþjóölegum straumum í húsageröarlist og vinna oftast úr for- sendum sínum á smekklegan hátt. Frumlegar og praktískar Tilraun Sigurlaugar Sæmunds- dóttur til aö nota gamla íslenska bóndabæinn sem uppistööu viö gerö nútíma einbýlishúss er athyglisverð, en heppnast þó ekki til fulls. Maöur hefur á tilfinningunni aö verið sé að Myndlist Aðalsteinn Ingólfsson klæöa unga nútímakonu í upphlut. Þaö getur veriö gaman aö ganga í slíkri flik 17. júní, en ekki hvunndags. Þó efa ég ekki aö íslenski bóndabærinn geti kennt ungum arkitektum ýmislegt. Tæplega er á nokkurn hallaö þótt fullyrt sé, að Högna Sigurðardóttir beri höfuö og heröar yfir kynsystur sínar hér á sýninguni fyrir áræöi og lausnir sem eru í senn frumlegar og praktískar. Ekki er hún heldur að troða byggingum sínum upp á um- hverfið, heldur dulbýr þær með ýms- um hætti en hefur þeim mun meira aö segja innanstokks. Hvaö verk annarra sýnenda snertir þótti mér mest variö í byggingar og teikningar þeirra Dag- nýjar Helgadóttur, Valdísar Bjarna- dóttur og Líneyjar Skúladóttur. Opinber virðuleiki Allar vinna þær úr hugmyndum sínum með miklum bravúr, yfir- bragö bygginga þeirra er yfirleitt létt og allar eru þær að fikta eilítiö við póst-móderníska formgerö, a.m.k. á teikningum. Póst- módernisminn ýtir undir óþarfa sundurgerö og fara þessir þrír arki- tektar ekki alveg varhluta af henni, t.d. í samspili þaka og glugga, en margt gera þeir eirinig laglega. Hvaö einstök verkefni snertir finnst mér einnig mikiö til um stjórn- sýsluhús þeirra Thordarson systra, Albínu og Guöfinnu, sem byggt verður á Isafirði, svo og raöhús Alenu Anderlovu á Patreksfirði. Fyrrnefnda byggingin er einföld, án þess aö vera massíf, en ber þó „opinberan” virðuleik utan á sér. Raöhúsin eru einnig einföld og stílhrein (sem rétt er aö þakka sér- staklega fyrir . . . ) meö tilbrigðum sem gefa þeim eigin þokka. Rétt er aö geta þess aö meðan sýningin stendur yfir, veröa sýndar litskyggnur af verkum finnskra kvenarkitekta, og síöar . veröa opnaðar sögusýningar kven- arkitekta og hönnuöa á 20stu öld á sama staö. „Er að túlka fegurð hversdagsleikans” — segir Hólmf ríður Árnadóttir sem opnar sýningu iGalleríBorgídag Hólmfríður Árnadóttir — Það má gera allt við pappirinn. DV-mynd KAE. „Ég er aö fást viö náttúrlegt umhverfi mannsins og þá fegurð sem alls staöar blasir viö augum okkar ef viö aöeins fengjumst til þess aö gleðjast í daglega „núinu”, hvort heldur rignir eöa blæs, en bíöum ekki alltaf eftir uppstillingum sem eins oft vilja sigla hjá.” Hólmfríöur Árnadóttir er sest niöur að segja frá verkum sínum sem hún hefur stillt upp til sýningar í Gallerí Borg í dag. Raunar sí henni þvert um geö aö tala um eigin verk en hefur þó dregist á þaö eftir nokkra eftirgangsmuni. Henni er einnig hálfgert í nöp viö ljósmyndarann. Ekki er þó um per- sónuleg illindi aö ræða, öðru nær. „Ég á viö aö þú nærö ekki karaktermynd, það hefur aldrei tekist,” skýrir hún mál sitt. En myndasmiður vor reynir nú samt. Á sýningunni í Gallerí Borg eru pappírsverk, steingrá og blágrá. Hólmfríöur er ekki aö setja upp skrautsýningu. „Temaö á sýningunni er aö hemja grjóttónana. Á síöustu sýningu fékkst ég viö grátónana sem eru mjög erfiðir. Núna eru þaö grjót- tónarnir sem ég reyni aö tjá meö mínum aöferöum,” útskýrir Hólmfríöur. En af hver ju pappír? „Ég vel pappírinn vegna þess að hann hefur oröið útundan. Flestir fleygja honum sem hverju ööru drasli og sjá ekki aö þetta er gullfallegt efni. Ég byrjaði fyrir alvöru aö vinna í pappírinn áriö 1974. Mig langaði til aö mæta til leiks og reyna aö glíma viö nýjan tón innan þeirrar endurnýjunar sem stööugt fer fram á hefðinni. Pappírinn sem náttúrulegur efniviður gefur í margbreytileik sínum nær óendanlega möguleika á úrvinnslu. Þaö má rífa hann, krumpa, lita eöa tæta niöur til endurvinnslu.Hrynjandi pappírsins er alltaf janheillandi. Meö pappírnum má ná fram hárfínum og glööum áhrifum eöa þungum og möttum. Mér finnst eins og pappírinn gefi aldrei eftir af eöli sínu. Hann er sílifandi efniviður með spennuna eöa spennuleysiö aö aöalsmerki. Þaö er samt einhvern veginn eins og viö veröum ónæm fyrir þessum áhrifum í öllu pappírsflóöi nútímans. Því er ekki vanþörf á aö halda kostum pappírsins á lofti.” Hólmfríöur er áköf í dýrkun sinni á pappírnum. Þaö leynir sér heldur ekki aö hún gengur af ákafa til sinna verka. „Núna hugsa ég aöeins um aö koma sýningunni upp,” segir hún. „Ef þaö drægist eitthvað þá væri ég komin út í eitthvað allt annaö og þaö er ómögulegt aö snúa við. Ég hef alltaf unniö svona hratt. En ég vil vinna margar myndir í sama þemaö og þróa þaö til enda — og þá er þaö út úr heiminum. Eg er alltaf í keppni við aö halda í hugmyndirnar rétt á meðan ég vinn. Sumir kvarta yfir aö fá ekki hug- myndir. Ef til vill væri það munur aö vera ekki alltaf aö fá hugmyndir sem maður er svo knúinn til aö vinna úr. Samt fylgir því mikil lífsgleði og fjör aö hafa alltaf: eitthvað til að vinna úr. Og það er mikill kostur aö vera laus viö verkkvíöa.” Hólmfríöur er rokin af staö. Hún fór létt meö aö hlaupa yfir þetta viötal. -GK. Verktakar múrarameistarar Höfum nú til sölu sænsk kvartsgólfhersluefni í mörgum litum. Efnin eru pökkuð i 30 kg handhæga poka. Mjög hagstætt verð. Einnig er fáanleg steypuþekja. Bomanite á íslandi s/f, Skemmuvegi M 12 Kópavogi. Sími79300. Styrkir til háskólanáms í Sviss Svissnesk stjórnvöld bjóða fram í löndum sem aðild eiga að Evrópuráðinu átta til tólf styrki til háskólanáms í Sviss háskólaárið 1986 — 87. Ekki er vitað fyrirfrarrl hvort einhver þessara styrkja muni koma í hlut íslendinga. Styrkirnir eru eingöngu ætlaðir til framhaldsnáms við há- skóla og eru veittir til 9 mánaða námsdvalar. Nauðsynlegt er að umsækjendur hafi nægilega þekkingu á frönsku eða þýsku og þurfa þeir að vera undir það búnir að á það verði reynt með prófi. Umsækjendur skulu eigi vera eldri en 35 ára og hafa lokið háskólaprófi áður en styrktímabil hefst. Umsóknir um styrki þessa skulu sendar menntamála- ráðuneytinu, Hverfisgötu 6, 101 Reykjavík, fyrir 15. desember nk. á tilskildum eyðublöðum sem þar fást. Menntamálaráðuneytiö, 4. október 1985. BÍLASALAN SKEIFAN AUGLÝSIR: Til sýnis og sölu eftirtaldir glæsivagnar í dag og næstu daga hjá BÍLASÖLUIMNI SKEIFUNNI: M-Benz 230 TE árg. 1984, ekinn 14.000 km, hvítur, á sportfelgum með sóllúgu, centrallœsingum, sjálfvirkum þyngdarjafnara o. fl., o. fl. Verð kr. 1150.000,- Sjón er sögu ríkari. M-Benz 230 E árg. 1983, ekinn 49.000 km, vinrauður, sjálf- skiptur, vökvastýri, topplúga og miðstýrðar hurðalœsingar. Skipti möguieg á ódýrari. Verð kr. 950.000,- BMW 528i árg. 1982, ekinn aðeins 26.000 km, eigulegur vagn með miklu af þægindum, svo sem sjálfskiptingu, vökva- stýri, centrallæsingum og splittuðu drifi. Skipti möguleg á ódýrari. Verð kr. 850.000,- 1__huu «».„ , Volvo 244 GL árg. 1982, ekinn aðeins 35.000 km, silfurgrár, beinskiptur með overdrive, vökvastýri, útvarpi og seguibandi. Einstakt eintak sem ekki stendur lengi við. Verð kr. 480.000,- Range Rover árg. 1982, ekinn 49.000 km, hvítur dekurvagn með ölium aukahlutum. Verð kr. 1.060.000,- Skipti möguleg á ódýrari. Honda Civic árg. 1983, ekinn 27.000 km, sjálfskiptur, blá- sanseraður, framdrifinn. Skipti möguleg á ódýrari. Verð kr. 345.000,- Það er hjá SKEIFUNNI sem það skeður að bíllinn selst sé hann á staðnum. 40 — 50 bilar i innisal og útisvæði fyrir enn fleiri. Bílasalan SKEIFAN Skeifunni 11 Símar 84848 og 35035.1

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.