Dagblaðið Vísir - DV - 10.10.1985, Page 17

Dagblaðið Vísir - DV - 10.10.1985, Page 17
DV. FIMMTUDAGUR10. OKTOBER1985. Lesendur Lesendur Lesendur Saga úr Þverholtinu: ERF/Ð VIÐGERD A RONSON KVEIKJARA Jón Pálsson skrifar: Kveikjarinn minn bilaöi, hann var ekkert skran, hann var „Ronson” gas- kveikjari, gjöf sem mér var annt um og vildi hafa í lagi. Og heppinn var ég. I Þverholti er teiknað á rúöu „Ronson viögeröarþjónusta”. Þarna hlaut aö vera gert viö smábilanir á þessum heimsfrægu verkfærum. Heppinn, hugsaöi ég, er ég afhenti dýrgripinn minn og fékk í staöinn gulan miða. Eftir nokkra daga fékk ég gripinn minn gegn gula miöanum. Afgreiöslu- maðurinn brá upp ljósi meö lystilegri handsveiflu. Gjöröu svo vel, aðeins 470 kr. sagöi hann. Takk fyrir, sagöi ég og hélt glaður heimleiöis. En þegar ég kom heim kom ekki ljós. Enn rölti ég niður í Þverholt, og enn fékk ég gulan miöa, og enn gældi ég viö gripinn í hendi mér. Aðeins 260 kr. í þetta sinn. Takk, núna mundi hann endast mér þar til mér auðnaðist aö sjá æðra Ijós, sem aldrei slokknaði. En þaö fór á ann- an veg. Ég sá ekkert ljós. Ég beit á jaxlinn, líklega hef ég bölvaö í hljóöi. „Deyr enginn er dýrt kaupir”. Og ég fór í þriöja sinn, svolítið efins. Hiö heimsfræga Ronson fyrirtæki myndi ekki velja sér sem umboösmenn minna en landsþekkta heiöursmenn. 1 þriöja sinn lá hann í hendi mér, spegilbjartur. Nú haföi stóraðgerö farið fram. Til sannindamerkis fékk ég í poka heilmikið „slátur”. Þar var inn- vols sem mér fannst ómögulega geta veriö úr mínum Ronson gaskveikjara. Hvernig gátu þessi ónýtu innyfli fariö fram hjá þeim er höföu rannsakað sjúklinginn, ekki einu sinni, heldur tvisvar, og í bæöi skiptin taliö hann heilan? Aö sjálfsögöu kostaði þessi uppskuröur kr. 560. Nú var mér satt best að segja nóg boöiö. Eg neitaði aö greiða þessa síöustu aðgerö. Sjálfsagt hef ég eitthvaö breytt um svip viö þessa síðustu kröfu. Hitt kom mér ónotalega á óvart sú snögga um- myndun sem varö á hinu snotra ung- menni er var aö afgreiða mig. Piltur- inn varö sem hert stál í framan, en sagöi ógn elskulega: „Þú ræður, en ef þú greiðir ekki kalla ég á lögregluna.” Og hann lét ekki orðin nægja héldur gekk snúöugt til útidyra og skellti í lás. Hvaö gat ég, vesalingur minn? Ég var fangi og hvert yröi framhaldið? Mörg- um fatast ákvaröanir undir slíkum kringumstæöum, og svo fór mér. Ég afhenti unga manninum gripinn minn góöa og sem ákærandi, dómari og fangavöröur opnaöi hann fangelsis- dyrnar Ijúfmannlega, en út gekk ég, frelsi feginn, en hryggur og reiöur viö- skiptavinur. Það þarf naumast aö taka þaö fram aö ekki var mér afhent tölusett nóta fyrir greiöslunum. Ekki svo mikið sem renningur úr reiknivél. Því kann aö skakka krónum í nefndum tölum. Lesandi góöur, lítil saga getur veriö leiö og ljót, en þó til leiðbeiningar fá- fróðum aumingjum í myrkviöi viö- skiptalífsins. Það er villugjarnt í þver- holtum hversdagslífsins. Því segi ég þessa sögu. Haukur Bachmann hjá Ronson-viö- gerðarþjónustunni: „Þessi maður kom meö 15 ára gaml- an kveikjara til okkar í viögerö og var gert viö handfang hans. I leiðinni keypti hann gas á kveikjarann. Þetta var í júlí. Síðan kom maðurinn aftur í ágúst og þá þurfti aö skipta um ljós. Þaö voru því aðeins tvö skipti sem hann þurfti aö koma hingað en ekki þrjú eins og hann heldur fram. Maður- inn neitaði að greiöa viögeröina, sagö- ist hafa veriö búinn aö greiða og vísaöi þá til fyrri viögeröar, en eins og áður sagöi þá keypti hann m.a. gas. Ætlaöi hann viö svo búiö að rjúka á dyr með kveikjarann án þess aö greiöa neitt. Aö lokum vil ég taka þaö fram aö viö- skiptavinir okkar geta auðvitað fengiö nótur ef þeir biöja um það.” Heyrír ekki dagskrá rásar2 Utvarpshlustandi á Djúpavogi hringdi: „Mér finnst mjög ósanngjarnt aö viö, sem ekki náum rás 2, skulum þurfa aö borga sama afnotagjald og þeir sem ná henni. Ég tók verulegan kipp á sunnudagskvöldiö þegar Tónlistar- kvöld Ríkisútvarpsins var kynnt. Hugsaði ég meö mér aö þarna yröi ánægjuleg kvöldstund meö mörgum góöum hljómlistarmönnum. En ég varö fyrir miklum vonbrigöum þegar ég vissi aö þessi þáttur yröi sendur út á rás 2. Mér finnst aö þáttur sem þessi, er ber nafnið Tónlistarkvöld RÚV, eigi aö ná til allra hlustenda Ríkisútvarpsins. Mér finnst ósanngjarnt að missa af því ef eitthvað er gert til hátíöabrigða. BIIAUKA REYKJAVÍK: AKUREYRI: BORGARNES: VÍÐIGERÐI V-HÚN.: BLÖNDUÓS: SAUÐÁRKRÓKUR: SIGLUFJÖRÐUR: HÚSAVÍK: EGILSTAÐIR: VOPNAFJÖRÐUR: SEYDISFJÖRÐUR: FÁSKRÚÐSFJÖRÐUR: HÖFN H0RNAFIRDI: 91-31815/686915 96-21715/23515 93-7618 95-1591 95-4350/4568 95-5884/5969 96-71498 96-41940/41594 97-1550 97-3145/3121 97-2312/2204 97-5366/5166 97-8303 interRent MÁLARAMEISTARAR - BYGGIIMGAMEISTARAR TAKIÐ EFTIR Eigum til sölu takmarkað magn af ál- vinnupöllum á einstaklega hagstæðu verði Hámarksvinnuhaeð 7,60 m Hámarksvinnuhæð 5,60 m Gormalæsing á krossstögum Hámarksvinnuhæð 7,45 m Hámarksvinnuhæð 5,45 m i Grunnflötur (m) Tower no. 112 2.85x0.75 Tower no. 114 2.85x0.75 Towerno. 212 2.85x1.45 Tower no. 214 2.85x1.45 Vinnuhæð (m) 5.60 7.60 5.45 7.45 Handriðshæð (m) 4.85 6.85 4.70 6.70 Pallhæð (m) 3.60 5.60 3.45 5.45 kr. 61.942,- kr. 80.981,- kr. 69.117,- kr. 107.749,- W Pfumn/on & vmjGron Klapparstig 16. Simi 27745 og 27113. Aðalfundur Aðalfundur Háteigssafnaðar verður haldinn í Háteigs- kirkju fimmtudaginn 10. okt. 1985 kl. 20.30. Venjuleg aðalfundarstörf. _ , Sóknarnefndin. Aðalfundur S.Á.Á. Aðalfundur Samtaka áhugafólks um áfengisvandamálið verður haldinn fimmtudaginn 17. okt. nk. í húsakynnum samtakann, Síðumúla 3—5, og hefst fundurinn kl. 20.30. Dagskrá: Aðalfundarstörf. Stjórnin /e»_ of Switzerland T-J International Hotel and Tourism Training Institutes Ltd. CHOOSE A PRESTIGEOUS PROFESSION WITH A WORLD —WIDE FUTURE Our next three-years HOTEL MANAGEMENT DIPLOMA COURSE starts on Monday, 17th February 1986 in Weggis/Switzerland. Ask for the course brochure at: International Hotel and Tourism Traning Institutes Ltd., P.O.Box 95, 4006 Basel/Switzerland. Tel (061) 42 3094 / Telex 65216 TC. OFROSIÐ SLÁTUR 5 stk. í kassa, 875 kr. 3 stk. í kassa, 555 kr. Ath.! blóðið ófrosið. Kindalifur af nýslátruðu aðeins kr. 60 kg. Dilkar af nýslátruðu, villibráð af Landmannaafrétti. Ath.! hrein náttúruafurð. Úrvals aðrar kjötvörur. Matvörubúðin Grímsbæ Símar 686771 og 686744. E KOMNAR AFTUR Litlr: svart, Kvítt, rautt, grátt. VERÐ 1175. Sendum ípóstkröfu. BÚSÁHÚLD 0G GJAFAVÖRUR, Glæsibæ, sími 686440.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.