Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 10.10.1985, Qupperneq 32

Dagblaðið Vísir - DV - 10.10.1985, Qupperneq 32
32 DV. FIMMTUDAGUR10. OKTOBER1985. Asta Thorstensen lést 3. október sl. Hún var fædd í Reykjavík hinn 30. ágúst árið 1939, dóttir hjónanna Sigríðar Guðjónsdóttur og Jónasar Thorstensen. Ásta lauk prófi frá Kennaraskóla Islands árið 1959. Síðustu árin stundaöi hún söngkennslu við Tónlistarskóla Kópavogs, auk raddþjálfunar í Pólýfónkórnum. Eftirlifandi eiginmaður hennar er Gunnar Reynir Sveinsson. Þeim hjónum varð tveggja dætra auðið. Utför Ástu verður gerö frá Laugar- neskirkju í dag kl. 13.30. Magnús Jónsson byggingameistari lést 2. október sl. Hann fæddist 22. júní árið 1947, sonur hjónanna Rósu Ingi- bjargar Jafetsdóttur og Jóns Kristins Kristjánssonar. Magnús lauk meist- araprófi í húsasmíði árið 1973. Lengst af starfaði hann hjá Smjörlíki hf. og Vífilfelli hf. Eftirlifandi eiginkona hans er Einina Einarsdóttir. Þeim hjónum varð fjögurra barna auðið. Ut- för Magnúsar verður gerð frá Hafnar- fjarðarkirkju í dag kl. 15. Kristín Björnsdóttir, Garði, Núpa- sveit, verður jarðsungin frá Snartar- staöakirkju laugardaginn 12. október kl. 14. Stefán Díómedesson, Digranesvegi 18 Kópavogi, andaðist á hjúkrunarheimil- inu Sunnuhlíð, Kópavogi 26. septemb- er. Jarðarförin hefur farið fram í kyrr- þey aö ósk hins látna. Hörður Thor Morthens lést af slysför- um mánudaginn 7. október. Gestur Elías Jónsson, Odda á Seltjarn- arnesi, andaðist á heimili sínu 8. októb- er. Árni Tryggvason, fyrrverandi sendi- herra, andaöist 25. september. Utförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Jóhanna Guðmundsdóttir hjúkrunar- kona, Hátúni 10 B, andaðist 28. sept. Utförin hefur farið fram. Brynjólfur Magnússon, Gautlandi 15, lést þriðjudaginn 8. október í Landa- kotsspítala. Björgúlfur Sigurðsson, Stóragerði 7, verður jarðsunginn frá Fossvogs- kirkju föstudaginn 11. októberkl. 13.30. Fyrirtæki Þröstur Leifsson, Birkiflöt, Biskups- tungum, Árnessýslu, rekur fram- leiðslu-, sölu- og dreifingarstarfsemi á grænmeti að Birkiflöt, Biskupstung- um, undir nafninu íslenskt grænmeti. Árni Jónsson, Fellsmúla 13, Reykja- vik, rekur á Selfossi einkafyrirtæki undir nafninu Innflutningsverslunin Kambar. Tilgangur er innflutnings- verslun. Einar Elíasson, Engjavegi 24 á Sel- fossi, rekur á Selfossi samlagsfélag undir nafninu Steypuiöjan sf., Selfossi. Tilgangur félagsins er framleiðsla og sala á vikurplötum, holsteini og steypurörum, rekstur smásöluverslun- ar og önnur skyld starfsemi. Hilmar Þór Hafsteinsson, Artúni 3, Selfossi, rekur fjölmiöla- og útgáfu- starfsemi aö Artúni 3, Selfossi, undir nafninu Sunnlenskt framtak. Þórunn Hauksdóttir, Birkigrund 34, Kópavogi, rekur í Kópavogi fyrirtæki undir nafninu Tölvuborg. Tilgangur firmans er tölvuþjónusta og skyld starfsemi. Jón Þorsteinn Eiríksson, Björk v/Breiðholtsveg, rekur einkafyrirtæki undir nafninu Söluturninn Biáhornið v/Smiöjuveg. Tilgangur firmans er sælgætis- og tóbaksverslun ásamt fl. " Páll Ingólfsson, Vallholti 14, Olafsvík, og Guðmunda Oliversdóttir, s.st., reka sameignarfélag í Ölafsvík undir nafn- inu Viðskiptaþjónustan sf. Tilgangur félagsins er bókhalds-, viðskipta- og tölvuþjónusta, rekstur fasteignar og hvers konar sölustarfsemi. Sigurður Gunnarsson, Kjarrholti 3, ísafirði, og Stefán Símonarson, Hlíðar- vegi 3, Isafirði, hafa stofnað sameign- arfélag undir nafninu Bílaverkstæði Sigurðar og Stefáns. Tilgangur félags- ins er: Viðgerðir á bifreiöum og öörum skyldum tækjum, bílasala, bilaleiga, sala varahluta og annarra skyldra hluta, rekstur fasteigna og lánastarf- semi. Kristín Þóra Gísladóttir, Hrafnhildur Samúelsdóttir, Árdís Gunnarsdóttir og Ingibjörg Agústsdóttir, allar búsettar á Isafirði, reka sameignarfélag undir nafninu Búbót. Tilgangur félagsins er rekstur smásöluverslunar fyrir félags- konur. Tapað -fundiö Kisa týnd í vesturbænum Svört og hvít kisa, hálf angórulæöa meö mjög loðiö skott og bláa ól, hvarf frá Víöimel 35 á laugardaginn var. Þeir sem hafa séö kisu vin- samlegast láti vita í síma 13881 eöa 18897. Afmæli 70 ára afmæli á í dag, fimmtudag, Pétur Magnússon bankaritari, Sörla- skjóli 9. Hann tekur á móti vinum og vandamönnum á heimili sínu að Sörla- skjóli 9 í dag eftirkl. 16. Tilkynningar Heilsugæslustöðin á Seltjarnarnesi: er opin virka daga frá kl. 8—17 og 20—21 og á laugardögum kl. 10—12, sími 27011. Geðhjálp — þjónusta Geðhjálp verður með opið hús á mánu- dögum og föstudögum frá kl. 14—17 og laugardögum frá kl. 14—18 í félagsmið- stöðinni að Veltusundi 3b. Símaþjón- usta er á miðvikudögum frá kl. 16—18: s. 25990. Símsvari allan sólarhringinn gefur upplýsingar um starfsemi fé- lagsins. Vetraráætlun verður auglýst síðar. Knattspyrnudeild Víkings Æfingar í Réttarholtsskóla 1985: Sunnudagur: 5. fl. kl. 9.40-11.30. 6. fl. kl. 12.10-13.00. mfl. kv. kl. 13.00-13.50. 3. fi. kl. 13.50-15.30. 2. fl. kl. 15.30-17.10. e.fl. kl. 17.10-18.50. Laugardagur: 4. fl. kl. 13.50-14.40. Miövikudagur: m.fl. k. kl. 21.20-23.00. Minningarkort Minningarkort Sjálfsbjargar í Reykjavík og nágrenni fást á eftirtöldum stöðum: Reykjavík: Reykjavíkurapótek, Austurstræti 16. Garösapótek, Sogavegi 108. Vesturbæjarapótek, Melhaga 20—22. Bókabúöin, AlfheimumG. Bókabúö Fossvogs, Grimsbæ v. Bústaðaveg. Bókabúöin Embla, Drafnarfelli 10. Bókabúö Safamýrar, Háaleitisbraut 58—60 Bókabúðin Úlfarsfell, Hagamel 67. Hafnarfjöröur: Bókabúö Olivers Steins, Strandgötu 31. Kópavogur: Pósthúsiö. Mosfellssveit: Bókaverslunin Snerra, Þverholti. Minningarkort fást einnig á skrifstofu Sjálfs- bjargar, Hátúni 12. Gíróþjónusta. Félag einstæðra foreldra veröur meö flóamarkaö í Skeljanesi 6 um næstu helgi. Getum tekið viö dóti ef fólk þarf aö losa sig viö t.d. fatnað, smádót eöa hús- gögn. Upplýsingar á skrifstofunni í sírne 11822. Kvennaathvarf Opiö allan sólarhringinn, sími 21205. Húsa- skjól og aöstoö viö konur sem beittar hafa veriö ofbeldi í heimahúsum eöa oröiö fyrir nauögun. Skrifstofan aö Hallveigarstööum er opin virka daga kl. 14—16, sími 23720. Póst- gírónúmer samtakanna 4442-1, Pósthólf 1486 121 Reykjavík. Perusala lionsmanna í Kópavogi Næstkomandi föstudag, laugardag og sunnudag, þaö er hinn 11., 12. og 13. október nk., veröur Lionsklúbburinn Muninn með hina árlegu perusölu sína í Kópavogi. Kópavogsbúar hafa alltaf tekið þessari perusölu vel og notaö tækifæriö til aö birgja sig upp af ljósaperum fyrir skammdegið. Með því hafa þeir slegið tvær flugur í einu höggi, tryggt sig fyrir þvi aö þurfa ekki aö sitja í myrkrinu ef pera bilar jafnfrumt því aó styöja gott málefni. Aö venju rennur allur ágóói af perusölunm til iíknarmáia. Kvenfélag Óháða safnaðar- ins Fyrsti fundur vetrarins veröur haldinn í Kirkjubæ laugardaginn 12. október kl. 15. Rætt veröur um kirkjudaginn og vetrarstarf- iö. Opinn stjórnmálaf undur Steingrímur Hermannsson forsætisráöherra veröur framsögumaður á opnum stjórnmála- fundi sem Framsóknarfélag Reykjavíkur heldur í kvöld, fimmtudagskvöld, í Súlnasal Hótel Sögu. Hefst fundurinn klukkan 20.30 og er fundarefnið: Breytingar á ríkisstjórninni — hvaö er framundan? Eftir framsöguræöu sína mun forsætisráö- herra svara fyrirspurnum. Fundarstjóri veröur Finnur Ingólfsson, formaöur SUF. Þaö skal ítrekað aö þessi fundur er öllum op- inn. Dómaskrá um bótaábyrgð hins opinbera Nýlega kom út á vegum námssjóðs Lög- mannafélags Islands dómaskrá um böta- ábyrgö hins opinbera sem Arnljótur Björns- son prófessor hefur tekið saman. Er hér um aö ræða reifun hæstaréttardóma á þessu sviði frá 1920—1984. A árinu 1977 kom út dómaskrá um sama efni er náði til ársloka 1976. Hefur nú hæstaréttardómum frá þeim tíma til ársloka 1984 verið bætt viö og dóma- skráin aö öðru leyti endurskoðuð. Dómaskráin er til sölu hjá Bóksölu stúdenta við Háskóla tslands. JC Árbær 2. félagsfundur JC Árbæjar verður haldinn í Safnaöarheimili Árbæjarsóknar við Rofabæ fimmtudaginn 10. okt. 1985 kl. 20.30. Sérstakur gestur fundarins verður Vil- hjábnur Þ. ViHijálmsson, formaður skipu- iagsnefndar Reykjavíkurborgar. Allir hjartanlega velkomnir. Stofnfundur Félags íslenskra nuddara Laugardaginn 5. október var haldinn stofn- fundur Félags íslenskra nuddara og voru stofnfélagar 38 talsins. Á fundinum voru sam- þykkt lög félagsins og kveöa þau m.a. á um aö félagið hafi þaö markmiö aö gæta sameigin- legra hagsmuna íslenskra nuddara, þ.e. þeirra sem starfa við nudd til hressingar, af- slöppunar eöa fegrunar sem framkvæmt er meö eöa án læknisumsjónar. I því skyni ætlar félagið aö vinna aö því aö settir veröi lág- markstaxtar fyrir nudd, — aö auka framfarir í nuddfaginu, kynna þær meöal félagsmanna og standa fyrir námskeiöum og afla stéttinni lögverndar og viöurkenningar. Eitt fyrsta verkefni félagsins veröur aö koma á fót námskeiðum fyrir nema og starf- andi nuddara í samvinnu viö lækna og aöra sérfræðinga. Er þetta vísir aö skóla félagsins og er ætlunin aö bóklegt nám veröi tvær annir og viöurkennir félagiö ekki aöra en þá sem lokiö hafa bóklegu námi og stundaö verklegt nám á viöurkenndri nuddstofu í tvö ár. Á fundinum var Ölafur Þór Jónsson kjörinn formaöur félagsins, Eygló Þorgeirsdóttir rit- ari og Sigrún Kristjánsdóttir gjaldkeri. Aðalfundur Hallgrímskirkju veröur í safnaöarheimili kirkjunnar laugar- daginn 12. október kl. 16. Dagskrá: aöalfund- arstörf. Árshátíð íslands—DDR Um þessar mundir eru liðin 36 ár frá því aö lýst var yfir stofnun Þýska alþýðulýðveldisins (Deutsche Demokratische Republik) en það var gert 7. október 1949. Siðan er 7. október hátíðlegur haldinn sem þjóðhátíðardagur DDR. Félagið Island—DDR hefur um langt árabil haldið árshátið sína í námunda viö þjóöhátíö- ardaginn 7. október og mun svo verða einnig í ár. Árshátíð félagsins verður haldin í kvöld, fimmtudaginn 10. október, að Hótel Esju og hefst hún kl. 20.30. Eins og venja er verður margt til skemmt- unar á árshátiðinni i ár. Lúðrasveit Kópavogs mun spila meðan gestir koma sér fyrir en hljómsveitin tók þátt i lúðrasveitamóti ungs fólks í Rostock í sumar við góðan orðstír. Þá veröur tónlistardagskrá í umsjá tónlistar- fólks sem sótt hefur sumarnámskeið Tónlist- arháskóla Franz Liszt í Weimar. Spurninga- keppni og ásadans veröa einnig á dagskrá auk tombólu en tombólur árshátíöa félagsins Is- land—DDR eru víðfrægar orðnar fyrir góða vinninga, engin núll eöa happdrætti og lágt miðaverð. — Loks verður dansað við undir- leik hljómsveitarinnar Nátthrafna. Sendiherra Þýska alþýðulýðveldisins á Is- landi, hr. Gerhard Waschewski og eiginkona hans verða heiðursgestir hátíðarinnar. Eurocard Kredidkort hyggjast á morgun, föstudag, dreifa fimm þúsund endurskinsmerkjum til skólabarna á höf uöborgarsvæöinu í tilefni umferðar- viku sem nú stendur yfir. Nú fer líka skammdegiö i hönd og kannanir hafa sýnt aö endurskinsmerki eru eitt mikil- vægasta öryggistæki gangandi vegfar- enda og þá ekki hvaö síst barnanna. Kór Islensku óperunnar og Sinfóniu- hljómsveit Islands flytja í Háskólabíói í kvöld Requiem eftir VerdL Meö þeim kemur fram hópurinn á myndinni. Þau eru: Peter Locke, sem æfir kórinn, Kvenfélag Kópavogs minnir á boð Kvenfélags Bústaðasóknar mánudaginn 14. október. Tilkynniö þátttöku í síma 41566. Fariö verður frá Félagsheimilinu kl. 20. Ferðalög Ferðafélagsferðir Dagsferöir sunnudag 13. okt.: 1. Kl. 10.30, Fagradalsfjall (367 m) — Núps- hlíð. Ekiö aö Höskuldarvöllum, gengiö þaöan á Fagradalsfjall og suöur aö Núpshlíö. Verö kr. 400. 2. Kl. 13, Höskuldarvellir — Grænavatnseggj- ar — Núpshlíð. Ekiö aö Höskuldarvöllum og gengiö þaöan. Verö kr. 400. Brottför frá Umferöarmiöstööinni, austan- megin. Farmiöar viö bíl. Frítt fyrir börn í fylgd fulloröinna. ATH.: Helgarferð 18.—20. okt. — Mýrdalur — Kerlingardalur — Höfðabrekkuheiði. Gist í Vík. Ferðafélag tslands. ÚTIVIST Útivistarferðir Sunnudagur 13. okt.: Kl. 13.00, Tröllafoss — Haukafjöll. Létt ganga. Sérkennilegt stuölaberg o.fl. skemmti- legt aö sjá. Verö 400 kr., frítt f. börn m. full- orönum. Brottför frá BSI, bensínsölu. Þórsmörk. Uppselt um helgina. Kynnið ykkur gistimöguleika í Utivistarskálunum í Básum. Sjáumst. Eurocard Kreditkort hafa áður haft forgöngu um umferðarmál og umferðaröryggi; í fyrra dreifði fyrir- tækiö 25 þúsund endurskinsmerkjum til skólabarna um allt land og efndi jafnframt til ritgerðarsamkeppni meðal skólabarna um umferöar- öryggi. Sieglinde Kahmann, Dino di Domen- ico, Jón Sigurbjörnsson, Robin Staple- ton stjórnandi og Jutta Bokor. DV-mynd PK. I tilefni umferðarviku: Dreifa 5000 endur- skinsmerkjum AFMÆUSVEISLA í HÁSKÓLABÍÓI

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.