Dagblaðið Vísir - DV - 12.10.1985, Page 1

Dagblaðið Vísir - DV - 12.10.1985, Page 1
i i Í í i i i i i i i i i í i i i i i i i i i i i i } jA DAGBLAÐIЗVISIR 233. TBL. - 75. og 11. ÁRG. - LAUGARDAGUR 12. OKTÓBER 1985. Tilfinningalífið viróist vera fyrir- bæri sem erfitt getur reynst að hafa stjórn á eða segja fyrir um hvaða stefnu tekur. ( dag birtir helgarblaðið ástarsögu úr póli- tikinni: Valgerður Bjarnadóttir og Kristófer Már Kristinsson kynntust í Bandalagi jafnaðarmanna og ást- areldurinn milli þeirra virðist svo heitur að afgangurinn af BJ er í stórhættu aö fuðra upp i leiðinni. Það er lika heitt í kolunum í Al- þýðubandalaginu. Reyndar vill Svavar Gestsson, formaður þess flokks, ekki gera mikið úr þeim eldi, talar um „umræðu" frekar en „deilur" - virðist sjátfur hertur í eldi pólitíkurinnar, enn frekur til fjörsins og til í hvað sem er. Helg- arblaðið átti við hann viðtal um pólitík nú og í framtíð. Og úr því að við vorum byrjaðir á ástinni þá háldum við okkur við það heygarðshornið. Við litum inn hjá leikurum sem eru að frumsýna Með vífið í lúkunum á sviði Þjóðleikhússins. Þar segir m.a. frá leigubílstjóra nokkrum sem fyrir sakir ástarbríma lendir í því að vera giftur tveimur konum - samtímis. Marilyn Monroe var eins konar ástargyðja nútímamannsins, þ.e. þeirra sem voru hvað sprækastir á sjötta áratugnum. Við rákumst á nokkrar sérlega fallegar Ijósmyndir af hinum fagra líkama - og birtum auðvitað. Monroe fór ekki varhluta af ástinni, marggift og í stöðugu klammaríi sem endaði svo með ósköpum eins og heimsfrægt varð. Auk ástarinnar: „Titanic-björgun" á Akureyri, Breiðsíðan með ýmsu smáskrítnu, viðtal við einn aðal- manninn á Akureyri þessa dagana: fréttastjórann á nýja dagblaðinu, Degi. Og Jónas Kristjánsson kemur við á Duus-húsi og prófar hjá þeim matseldina. Og fer svo sannarlega ekki eins og köttur í kringum þeirra heita graut. -GG.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.