Dagblaðið Vísir - DV - 12.10.1985, Síða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 12.10.1985, Síða 8
8 DV. LAUGARDAGUR12. OKTOBER1985. Chgáfufélag: FRJALS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvaemdastjóriogútgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNÁS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlASSNÆLAND JÓNSSON Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON og ÓSKAR MAGNÚSSON Auglýsingastjórar: PALLSTEFANSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn: SÍÐUMÚLA12-14, SlMI 686611 Auglýsingar: SlÐUMÚLA33, SlMI 27022 Afgreiðsla,áskriftir,smáauglýsingarogskrifstofa: ÞVERHOLT111,SlMI 27022 Slmi ritstjórnar: 686611 Setning.umbrot.mynda- og plötugerð: HILMIRHF..SIÐUMÚLA12 Prentun: ARVAKUR HF.-Áskriftarverðámánuði400kr. Verð I lausasolu virka daga 40 kr. - Helgarblað 45 kr. Frjálshyggjan stendur Stundum er talaö um, aö frjálshyggju- eöa hægri bylgj- an í heimspólitíkinni sé gengin yfir. Hægri sveifla varð í kosningunum í Portúgal fyrir viku. Þar tóku svonefndir sósíaldemókratar völdin af sósíalistum. Varast verður aö taka nöfn þessara flokka hátíölega. I raun samsvarar sósíalistaflokkurinn í Portúgal norræn- um jafnaðarmönnum en sósíaldemókratar í Portúgal eru miöjuflokkur. Sósíalistar hafa stjórnað lengst af síðan lýðræði komst á í landinu. Nú má búast við, að meiri frjálshyggja setji svip sinn á portúgalska pólitík. Nýlega voru kosningar í Noregi og Svíþjóð. I kosning- unum í Noregi héldu borgaraflokkarnir velli. Þeir hafa nokkuð reynt frjálshyggju. í kosningum í Svíþjóð sóttu borgaraflokkar á en jafnaðarmenn héldu velli. Þeir sem halda því fram, að hægri sveiflan sé gengin yfir, vitna oft til skoðanakannana til dæmis í Bretlandi. Margaret Thatcher hefur reynt frjálshyggjuleiðina. Hún hefur sigrað í tvennum kosningum. Þótt íhaldsflokk- urinn brezki njóti minna fylgis en Verkamannaflokkur- inn, samkvæmt skoðanakönnunum nú, er of snemmt að spá honum falli í kosningum. Stjómarflokkum tekst oft að rétta hlut sinn, þegar kosningar nálgast. Þótt vinstri sveifla yrði í síðustu kosningum í ísrael, varð hún ekki afgerandi. Hægri menn fara enn með völd- in eftir kosningar í Japan. Hægri menn sigruðu í kosning- um í Kanada. Ekki má gleyma hinum mikla sigri frjálshyggju- mannsins Ronald Reagans í forsetakosningum í Banda- ríkjunum fyrir ári. Hægri menn stjóma áfram í Danmörku og Vestur- Þýzkalandi. Sól sósíaldemókratans Mitterrands Frakklandsforseta er að hníga. Að öllu samanlögðu verður ekki sagt, að kosningaúrslit síðasta árið hafi sýnt afgerandi bylgjur, hvorki til hægri né vinstri. Hægri menn eru enn víða við völd eftir að fr jálshyggju- bylgjan reið yfir. Sósíalistar ráða nokkrum löndum, svo sem í Suður-Evrópu, en misstu nú síðast Portúgal. Sósíaldemókratar héldu naumlega völdum í Grikk- landi. Pólitík á Vesturlöndum hefur mestmegnis verið barátta hægri manna og sósíaldemókrata. Þar hefur ekki orðið breyting á. Munurinn er einkum í því fólginn, að hægri menn fylgja víða afdráttarlausari frjálshyggju en áður var. Sósíaldemókratar hafa sums staðar neyðzt til að færa sig í sömu átt og fylgja fram einhverri frjálshyggju. Áður fyrr var „miðjumoðið” í því fólgið, að jafnt hægri menn sem sósíaldemókratar stóðu vörð um velferðar- kerfið og mikil ríkisafskipti. Nú hefur einkaframtakið styrkzt beggja vegna víglín- unnar. Velferðarkerfin hafa lent í vanda. Almenningur stynur undan þungum sköttum, sem draga úr efnahags- legum framförum. Tvímælalaust hefur það verið hagstætt að reyna meiri frjálshyggju í pólitík Vesturlanda. Yfirlit yfir kosningar í seinni tíð sýnir, að fólk hefur ekki hafnað frjálshyggjunni eftir að hafa fengið af henni nokkra reynslu. Haukur Helgason. Allir færa sig um eitt sæti Þaö má segja aö þetta hafi allt saman byrjaö í friðsemdár teboöi þegar Þorsteinn kom askvaðandi, óboðinn, og krafðist þess að allir færðu sig um eitt sæti. Hinir gestimir í teboðinu voru svo sem ekkert hrifnir af þessu og sáu strax að sá eini sem ynni eitthvað á við þetta væri Þorsteinn sjálfur, en þeir létu undan, með semingi þó. Þegar tilfæringunum var öllum lokið og allir höfðu komiö sér fyrir leit Albert til hliðar og sá að hann var kominn út á enda og að við næstu tilfærslu stæöi hann uppi stóllaus. Þetta þótti honum miður og var fá- máU og lágróma það sem eftir var boðsins. Hinir gestimir voru svo sem ekkert hrifnir af því að verða nú að sitja í annarra sætum og drekka úr annarra manna boUum en létu sig hafa það samt. Sumir reyndu meira að segja að bera sig vel og leggja á ráðin um framtíðina í nýju sætunum. — Ég ætla að láta aUa skrifa „z” alltaf, sagði Sverrir og brosti breitt. — Þú ferð með staðlausa stafi, sagði Ragnhildur settlega og hjó máfinn. — Þetta var fyndið, sagði Þor- steinn alvarlegur í bragði og kreisti kjúkur Friðriks, sem hann hafði meðferðis, svo Friðrik emjaði. — Við varaformaöurinn höfum komið okkur upp verkskiptingu, út- skýrði Þorsteinn. — Ég skil brandar- ana, en hann hlær að þeim. Það er ekki viðeigandi að ég hlæi. Þannig leið fyrsti dagur teboðsins, tíðindaUtið, meðan gestimir voru að venjast nýjum hnífapörum og boUum. Það var enginn ánægður, nema Þorsteinn, sem kreisti kjúkur Friðriks oft og fast. En á hinn bóginn var enginn óánægður nema Albert og Albert sagði fátt en leit þeim mun oftar tU hliðar, út yfir hinar stóUausu auðnir. Daginn eftir byrjaði teboðið snemma og alUr voru mættir á und- an Þorsteini sem kom loks hlaupandi með Friðrik emjandi í eftirdragi. — Albert, heyrðu mig snöggvast. Albert, Albert! Þorsteinn hækkaöi róminn í sífellu en Albert sýndi engin merki þess aö hann heyrði en hélt andlitinu ofaní Úr ritvélinni Ólafur B. Guðnason teboUanum. Loks gaf sessunautur hans honum olnbogaskot svo honum svelgdist á og hann varð að lyfta andlitinu tU þess að ná andanum. — Var stu að kalla á mig ? — Já, hélstu að mér þætti nafnið þitt bara svona fallegt eða hvað, svaraði Þorsteinn að bragði og Friðrik emjaði. — Fyrirgefðu, ég er kominn hér alveg út undir borðsendann og ég er eiginlega orðinn útundan. Mér finnst ég vera hálfútskúfaður, eiginlega. — Heyrðu mig, góði, sagði Þor- steinn, sem datt ekkert fyndið í hug og sneri sér þessvegna beint að efninu. — Þú gerir bara ekkert nema vit- leysur! Og þú sagöir mér að þetta ætti að vera leiðrétting á kjörum fá- mennra hópa, en svo reynist þetta bara vera almenn launahækkun! Hvað á þetta aö þýða? — Hvað á þetta að þýða? endurtók Albert, eins og hann vildi vera viss um að hafa heyrt rétt. — Já, þú segir eitt en meinar eitthvað allt annað. Þú ættir nú að vera farinn að skilja það, að þú átt að segja það sem þú meinar, en ekki eitthvað allt annað. — Já, en ég meina þó það sem ég segi, svaraði Albert og roðnaði. — Og það er sami hluturinn. — Bull, þvaður og vitleysa, svaraði Þorsteinn, og Ragnheiður hjó settlega máfinn tU samþykkis, meðan Sverrir horföi annars hugar útí loftið og velti því fyrir sér hvort það væri ypsUon í orðinu „Ilsig”. — Bull, þvaður og vitleysa endur- tók Þorsteinn og sleppti takinu á Friðriki, tU þess að berja í borðið. — Þú gætir eins sagt að: „Eg sé það sem ég ét”, merki það sama og „Eg ét það sem ég sé”. Þorsteinn leit aftur fyrir sig og sá að Friðrik hafði notað tækifærið þeg- ar honum var sleppt og hafði reynt að laumast burtu. — Friörik, kaUaöi Þorsteinn hátt og snjaUt. Friðrik gekk hægt tU baka og tók sér sína stöðu tU hliðar og aftan við Þorstein um leið og hann rétti fram höndina. Þorsteinn kreisti kjúkur hans hraustlega og Friörik emjaði hátt og snjallt. — Þetta er enginn venjulegur varaformaður, sagði Þorsteinn og haUaöi sér ánægöur aftur í stólnum. Albert lyfti sem snöggvast augunum yfir boUabrúnina og leit í áttina td formannsins. Þegar hann sá að formaðurinn leit tU himna, eins og hann væri að leita þar ráðlegginga, sneri hann andlitinu snögglega ofaní bollann aftur og dró djúpt andann. — Það er liklega best að vera sem mest á kafi í dag, hugsaði hann, og stakk sér.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.