Dagblaðið Vísir - DV - 12.10.1985, Page 9
DV. LAUGARDAGUR12. OKTÓBER1985.
9
VandamáHn ekki leyst
með hókus pókus
Tilfæringarnar á sjálfstæöisráö-
herrunum mælast misjafnlega fyrir.
Það þarf engum að koma á óvart.
Pólitískar athafnir og ákvarðanir
orka alltaf tvímælis. Enginn er óum-
deildur, enda væri í rauninni lítið
varið í þann stjómmálamann sem
öllum stæöi á sama um.
Ýmsir heföu kosið að formaður
Sjálfstæöisflokksins lýsti frati á
stjómarsamstarfið og efndi til
kosninga til að stokka upp spilin.
Aðrir heföu viljaö aö hann tæki fleiri
með sér inn í ríkisstjómina. Það gæfi
henni ferskari blæ og vekti vonir um
einhverja stefnubreytingu. Þriðji
kosturinn var auðvitaö sá að hafast
ekki að og láta þá sem fyrir eru i
ríkisstjóminni glíma áfram við
landsstjórnina. Mér býður í grun aö
það hafi lengi verið ætlan Þorsteins
Pálssonar, enda hefur hann hvað
eftir annað lýst því yfir aö hann sækt-
ist ekki eftir ráðherrastól.
Einfaldari menn en Þorsteinn
Pálsson gera sér fulla grein fyrir því
aö ríkisstjórnin er á fallandi fæti, ef
ekki sökkvandi skip. Þetta veit Þor-
steinn og sér og hafa sjálfsagt veriö
nógir um að vara hann við því
hættuspili að eyðileggja pólitiskt
mannorð sitt með því að stökkva um
borð. Framundan eru margir brim-
garðar og jafnvel sjálfir ráðherr-
amir hafa haft stór orð um endalok
stjómarinnar.
Bjarnargreiði
A hinn bóginn hafa þær kröfur
verið háværar innan Sjálfstæðis-
flokksins, allt frá þvi aö Þorsteinn
Pálsson var kosinn formaður, að
hann tæki sæti í ríkisstjóminni. Má
fullyrða að stuöningur sjálfstæöis-
manna hafi lengstum veriö blendinn
við stjómina, einmitt fyrir þá sök
Gagnrýnin hefur magnast eftir því
sem á hefur liðið og sennilega hefur
flestum ráðherrum flokksins verið
ljóst að lífdagar ríkisstjómarinnar,
og þá þeirra eigin ráðherradómur
um leið, væru senn taldir, ef ekki yrði
breyting á.
Upp úr sauð á þingflokks- og mið-
stjómarfundi í Stykkishólmi á
dögunum og var þá ekki lengur
komist hjá þvi að taka af skarið.
Þannig má segja að Þorsteinn hafi
ekki átt annarra kosta völ, hvað svo
sem hann sjálfur taldi sér fyrir
bestu. Hann varð leiksoppur at-
burðarásarinnar og ráðherradómur
hans afsprengi þess hávaða, sem
flokksmenn sjálfir hafa magnað upp.
Hvort honum sem formanni sé greiði
gerður með þátttöku í ríkis-
stjórninni, nú á miðju timabili og í
miðju feninu, er mjög til efs. Það má
eiginlega oröa það svo að hann hafi
verið hrakinn inn í rikisstjómina,
nauðugurviljugur.
Auðvitað er það skiljanleg afstaöa
sjálfstæðisfólks að forrtiaður
flokksins eigi sæti í ríkisstjóm sem
flokkurinn á aðild að. Auðvitað er
þaö skiljanlegt sjónarmið að störf
ríkisstjómarinnar veröi markviss-
ari þegar formaðurinn er innan dyra
en ekki utan. Auðvitaö er líklegt að
staða hans verði sterkari inn á við og
út á við, þegar hann er þátttakandi
en ekki áhorfandi að stjómar-
störfum.
En allt er þetta háð þeirri for-
sendu að eftirleikurinn og framvind-
an á næstu mánuöum veröi
stjórninni og Sjálfstæðisflokknum
hagstæð. Ef ekki, þá getur fariö illa
fyrir ungum og óreyndum manni,
sem má ekki alltaf við margnum —
og í þeirri áhættu er bjarnargreiðinn
fólginn.
Tók sór húsbóndavald
Það er aö heyra á götuhornum að
tilfæringarnar á öðrum ráðhermm
Sjálfstæðisflokksins þyki litt
sannfærandi. Sumum finnast þær
klúðurslegar, jafnvel hlægilegar.
Stjórnarandstæðingar tala um farsa
og almenningur talar um sama
grautinn í sömu skálinni.
Eg held þó að þetta hafi verið
sniöug leikflétta, úr því ekki var
ráðist í að skipta um fleiri en Þor-
steinístaðGeirs.
Ráðuneytin fá nýja menn í forsæti
og nýir vendir sópa best. Hreyfing
veldur straumkasti og það má vel
vera að ráðherratilfærslumar skapi
rót sem leiði til góðs. Allavega skyldi
enginn afskrifa þann möguleika fyrr
en í full hnefana.
Aðalatriðið er þó hitt að þessar
breytingar eru verk Þorsteins. Hug-
myndin er eflaust hans, framkvæmd
hennar og tiltölulega snurðulaus
samþykkt hennar sömuleiðis. 1
rauninni má segja að í fyrsta skipti í
formannstíð Þorsteins hafi hann
komið, séð og sigrað. Fram að þessu
hefur forystan á stundum verið fálm-
kennd, jafnvel mislagöar hendur. Að
minnsta kosti hefur hún ekki veriö sú
sterka og ótvíræða forysta, sem
Sjálfstæðisflokkurinn hefur löngum
búiðvið.
Ellert B. Schram
skrifar:
Þorsteinn hefur átt í vök að
verjast og aldrei látið til skarar
skríða opinberlega svo almennilega
hafi verið eftir tekið.
Hvað svo sem mönnum finnst um
tilfærslurnar og hver svo sem út-
koman verður, þá verður að færa
Þorsteini Pálssyni það til tekna, að
nú hafa kjósendur það á
tilfinningunni, að formaður Sjálf-
stæöisflokksins ráöi. Hann hefur
tekið sér húsbóndavald.
Besta manninum fórnað
Fómarlamb þessa umróts er Geir
Hallgrímsson. Hann gengur úr ríkis-
stjóminni um næstu áramót. Stund-
um fóraa skákmenn peði til að skapa
sér rýmri stöðu. Jafnvel manni, ef
vinningur fylgir í kjölfarið. Ekki
verður þó sagt að Geir Hallgrimsson
sé peð á skákborði stjómmálanna.
Ekki er hann kóngur lengur, en hann
er vissulega maður, sem hefur verið
mikilvægur á taflboröinu. Vonandi
verður fómin á Geir ekki til þess að
formaðurinn sitji uppi með tapað
tafl. Það yrði stærri fingurbrjótur en
svo aö Sjálfstæðisflokkurinn bæri sitt
barr á eftir.
Ut af fyrir sig má segja að það
hafi staðið Geir Hallgrímssyni næst
að draga sig í hlé. Hann er sá ráð-
herranna, sem ekki á sæti á þingi og
sennilega verður það að teljast mór-
alskt réttast að hann víki fyrir þeim,
sem tók við formennskunni. En kald-
hæðni örlaganna er fólgin í því, að
Geir Hailgrímsson hefur reynst far-
sæll utanríkisráöherra, sennilega sá
besti sem Islendingar hafa átt í þrjá
áratugi. Ef mæia á afrek og frammi-
stöðu einstakra ráðherra, var Geir
sá síðasti sem átti að víkja. Hann
hefur reynst traustur í framkvæmd
þeirri utanríkisstefnu, sem Isiend-
ingar og Sjálfstæðisflokkurinn
fylgja. Það kemur engum á óvart.
En hann var einnig og ekki síður
miklum mun frjálslyndari og víð-
sýnni en hörðustu andstæðingar hans
áttu von á. Hann sló vopnin úr hönd-
um þeirra þegar síst skyldi. Ég nefni
aðeins sem dæmi afstöðu hans til við-
horfa um þátttöku Islendinga í viö-
ræðum um kjarnorkuvopnalaus
Norðurlönd. Fyrir tilstilli hans og
Eyjólfs Konráðs Jónssonar, for-
manns utanrikisnefndar, náðist í
fyrra full samstaða á alþingi um
þingsályktun um þau mál. Fyrir þá
afstöðu hlaut Geir Hallgrímsson
ákúrur í Morgunblaöinu en virðingu
annarra. Eg er ekki í nokkrum vafa
um aö meö þeirri afstöðu mátaði
Geir andstæðinga sina svo gjörsam-
lega að afgreiðslan á byggingu
radarstöðvanna koðnaði niður í hjá-
róma væl.
Hégóminn hefur forgang
Hinar dramatisku bollaleggingar
um ráðherravixlin hafa dregið aö sér
alla athygli. en enginn flýr sjálfan
sig. Ekki ríkisstjómin heldur.
Vandamálunum verður ekki eytt
með hókus pókus.
Og þau eru vissulega ærin.
Fjárlagafrumvarpið nær ekki
endum saman nema með nýrri
skattaholskeflu. Frystihúsin hóta
stöðvim nema gengið verði rétt
skráð. Viðskiptahallinn er upp á
marga milljaröa, sem þýðir aö viö
eyðum meir en aflað er. Húsnæðis-
málin eru komin i óefni, stóriöjan er
strand, kaupmátturinn fer þverrandi
og heimilin eiga hvorki til hnifs né
skeiðar. Og áfram sullast Framsókn
í stjóm og áfram sitja kerfiskarlar
við völd. Og áfram erum við föst í
stöðnuðu flokkakerfi, sem er
þrándur í götu allra eðlilegra fram-
fara. Og áfram heldur unga fólkið að
fjarlægjast staurblinda og staðnaöa
stjómmálaflokka sem lofa öllu en
breyta engu.
Er það ekki dæmigert fyrir
ástandið að nú snýst allt um völd og
valdastöður, kapphlaup um mann-
virðingar og ráðherrastóla, hégóm-
ans glys og glingur?
Er það ekki táknrænt fyrir Hruna-
dansinn aö allt sé undir því komiö að
gjörvileiki manna standi og falli meö
frama þeirra en ekki manndómi? Er
þaö ekki átakanleg staðreynd, að
stjómarandstaðan er máttlaus og
magnlaus, þegar óréttlætiö, mis-
skiptingin og ófremdin færist í auk-
ana?
Hvar er ríkisstjórnin sem ætlaöi
að kveða niður verðbólguna, iækka
skattana og brjóta okkur leið til betri
iífskjara?*Hvar er Sjálfstæðisflokk-
urinn sem hét þvi að stétt stæði með
stétt? Og hvar er pólitikin og
þjóðmálabaráttan sem á að leysa úr
læðingi frelsi unga fólksins til
athafna og áhuga? Og hvenær fáum
við ríkisstjóm og alþingi sem losar
þjóöina við fjötra flokka og tregðu-
lögmála.
Meðan þessum spurningum er
ósvarað hefur enginn trú á hæstvirtri
ríkisstjóm — jafnvel þótt ráðherrar
skipti um stóla hver um annan
þveran.
EllertB. Schram.