Dagblaðið Vísir - DV - 12.10.1985, Page 11
DV. LAUGARDAGUR12. OKTOBER1985.
11
unglinga, sem haldiö var í Sharjah í
Sameinuðu arabisku furstadæmun-
um. Dlugy hlaut 10 v. af 13 mögu-
legum en Tékkinn Blatny og Austur-
ríkismaðurinn Klinger komu næstir
með 9 v. Fjórða sætinu deildu sex
skákmenn: Ivantsúk (Sovétríkjun-
um), Howell (Englandi), Grivas
(Grikklandi), Anand (Indlandi),
Gunawan (Indónesíu) og Sevillano
(Filippseyjum).
Mótið var fámennara en oftast
áður, 68 skákmenn tóku þátt. Israels-
maður var náttúrlega ekki meðal
þátttakenda og Noröurlandabúar
áttu heldur engan fulltrúa. Það virð-
ist vera ofarlega á stefnuskrá
Campomanesar að láta mót sem
þetta fara fram sem lengst frá heim-
kynnum sterkustu skákmannanna.
Næsta ólympíuskákmót er t.a.m.
fyrirhugað í Dubai.
Tékkinn Blatny var efstur eftir 10
umferöir en tapaði fyrir Dlugy, sem
svo jók á forystuna í síðustu skákun-
um. Dlugy ætti að vera óþarfi að
kynna. Hann tefldi á millisvæðamót-
inu í Túnis, stigatalan er 2495 Eló-
stig og hann er alþjóðlegur meistari.
Dlugy þótti snemma efnilegur og er
slyngur hraðskákkappi — ólst upp á
forgjafarhraðskákmótum í New
York. Annars er Dlugy sovéskur að
ætt og uppruna en fluttist til „fyrir-
heitna landsins” ásamt fjölskyldu
sinni á unga aldri.
Litum á eina af úrslitaskákum
mótsins. Sovéski þátttakandinn,
Vassily Ivantsjúk, verður hér að lúta
í lægra haldi fyrir Blatny, eftir að
hafa teygt sig of langt. Þetta eru nöfn
sem áreiðanlega eiga eftir að heyr-
ast oftar. Ivantsjúk er t.a.m. aðeins
16 ára gamall og varð unglinga-
meistari Sovétríkjanna. Það er
óvenjulegt að svo ungur maður sigri
þar — Garri Kasparov kemur ósjálf-
rátt upp í hugann. Annars er Ivant-
sjúk frá Ukrainu.
Hvítt: Vassily Ivantsjúk
Svart: PavelBlatny
Spænskur leikur.
1. e4 e5 2. Rf3 Rc6 3. Bb5 a6 4. Ba4
Rf6. 5. 0-0 Be7 6. d4 exd4 7. Hel b5
8. Bb3 d6 9. Bd5 Bb7 10. Rxd4 Rxd5
11. Rxc6 Bxc612. exd5 Bb713. a4'.?
Einhvern tíma sá ég skák í þessu
afbrigöi sem tefldist 13. Bg5 f6 14.
Bxf6 gxf615. Dh5+ Kf816. Dh6+ Kf7
17. Dh5+ og jafntefli með þráskák
(de Witt — Ivkov, Belgrad 1983).
13. — 0—0 14. axb5axb5 15. Hxa8
Bxa816. De2 Bf617. Dxb5
Hvítur hefur unnið peð en hins
vegar er enginn hægðarleikur að
gera sér úr því mat. Meö næsta leik
tekst svörtum aö virkja hvítreita-
biskupinn og hefur viss gangfæri.
17. —c6! 18. dxc6 Dc719. c3!?
Hann gerir sig ekki ánægðan með
19. Bf4 Hb8 20. Dd5 verður peði
yf ir þó svo erfitt gæti orðið að vinna.
19. —Bxc6 20. Db4 Be5 21. Ra3 Dd7
22. Rc2
Og aftur kemur 22. Bf4 sterklega
tilgreina.
22. —He8 23. h3 h5 24. Bf4 Df5 25.
Bxe5 Dxc2 26. Dxd6 He6 27. Db8+??
Eftir þetta lendir hvíta drottning-
in afsiðis og þó svo hvítur sé tveim
peðum yfir fær hann tapaða stöðu.
Sterkara er 27. Dd4 eða 27. Dd8+
Kh7 28. Dg5 því að 28. -f6 29. Dxh5+
Kg8 gengur ekki vegna 30. Dg4! (lak-
ara er 30. Hdl g6! og hrókurinn
verður í uppnámi síðar) og ef 30. —
Hxe5 skiptir hvítur upp á hrókum og
skákar biskupinn af. Ef 30. —Db3 þá
31. c4! og ef 30. —Kf7 þá 31. Hal! og
losar biskupinn úr leppuninni.
27. —Kh7 28. He3 Hg6 29. Hg3 h4
30. Hg4
Svartur vinnur eftir 30. Hxg6
Dxg6 31. Bg3 (eða 31. f3 Bxf3+ og
vinnur öll peðin kóngsmegin) hxg3
32. Dxg3 Dxg3 33. fxg3 Kg6 o.s.frv.
30. — Hxg4 31. hxg4 Ddl+ 32. Kh2
Df 133. f3
Allir leikimir eru þvingaðir og nú
setur svartur út síöasta trompið.
33. —h3'.34.Kxh3
Eða 34. gxh3 Dxf3 og óverjandi
mát.
34. — Bxf3 35. Kg3 Dxg2+ 36. Kf4
Dxg4+ 37. Ke3 De4+ 38. KÍ2 De2+
39. Kg3 f6 40. Bd6 Be4 41. Dc7 Df3+
42. Kh4 Bf5
— Og hvítur gafst upp. Drottning-
in horfði aðgerðalaus á aftökuna.
Taflfélag Setjarnarness
Haustmeistari Taflfélags Sel-
tjarnarness varð Jón Á. Halldórsson,
sem hlaut 6 v. af 7 mögulegum.
Gunnar Gunnarsson og ögmundur
Kristinsson urðu í öðru og þriðja sæti
með 5 v. og Gylfi Magnússon og Bald-
vin Viggósson hlutu 4 v. Teflt var eft-
ir Monradkerfi á haustmóti félags-
ins.
I hraðskákinni varð Hilmar Karls-
son hlutskarpastur, hlaut 14,5 v. af 18
mögulegum. I 2.-3. sæti urðu Þor-
steinn Þorsteinsson og ögmundur
Kristinsson með 14 v., Baldur Her-
mannsson hlaut 12 v. og fjórða sæti
og fimmti varö Bjarni Hjartarson
meðll,5v.
J.L.Á.
Tafl- & bridgeklúbburinn:
Fimmtudaginn 10. okt. hófst fjög-
urra kvölda „hraðsveitakeppni”
klúbbsins, með þátttöku 15 sveita.
Eftir fyrstu umferð tók sveit Gests
Jónssonar afgerandi forystu í keppn-
inni en annars er staðan sem hér segir:
Sveit Stig
1. Gests Jónssonar, 611
2. Guftna Sigurbjarnarsonar, 577
3. Þórftar Siglússonar, 564
4. JakobsRagnarssonar, 555
; Sveins Sigurgeirssonar, 516
6. Þérftar Jónssonar, 511
7. Ingólfs Böftvarssonar, 510
Meðalskor fyrsta kvöldið var 504
stig.
Keppnin heldur áfram að Domus
Medica næstkomandi fimmtudag, kl.
19.30.
Stjómin
Opið hús
Mjög góð þátttaka var í opnu húsi sl.
laugardag að Borgartúni 18. Alls
mættu 28 pör til leiks og var spilað í
einum riðli, eftir Mitchell-fyrir-
komulagi, alls 26 spil. Efstu pör urðu:
N/S Stig
Árni Alexanderss.-Hjálmar S. Pálss. 383
Baldur Arnason-Sveinn Slgurgeirss. 351
Gunnar Þorkelss.-Magnús Sigurjónss. 351
Björgvln Björgvinns.-Trausti Finnbogas. 351
A/V Stig
Eyjóifur Magnúss.-Unnar A. Guftmundss. 395
Hrannar Erllngss.-Matthias Þorvaldss. 376
Karen Vilhjálmsd.-Þorvaldur Óskarss. 332
Alda Hansen-Júlíana Isebarn 320
Meðalskor var 312 stig.
Enn er minnt á aö spilamennska
hefst í síðasta lagi kl. 13.30 og er boðið
upp á tvímenning, sveitakeppni eða
annaö, allt eftir óskum keppenda. Allt
spilaáhugafólk er velkomið. Spilaö er
um meistarastig á hverjum spiladegi.
Frá Skagf irðingum
Reykjavík
Allt að 6 pör geta blandaö sér í
toppbaráttuna hjá Skagfirðingum í
barometerkeppninni síðasta kvöldið.
Aðeins er ólokið 5 umferðum (20
spilum) og er staöa efstu para þessi:
Stig
Ármann J. Láruss.-Jón Þ. Hilmarss. 211
Baldur Arnas.-Sveinn Sigurgeirss. 207
Steingr. Steingrimss.-öm Scheving 188
Guftrún Hinriksd.-Haukur Hanness. 167
Guftrún Jörgensen-Þorsteinn Krlstjánss. 152
Guftm. Aronsson-Sig. Amundason 146
Beraódus Kristinss.-Btrgir Jónss. 115
Guftni Kolbeinss.-Magnús Torfas. 82
SlgmarJónss.-Vilhj. Elnarss. 73
Annan þriðjudag hefst svo
aðalsveitakeppni félagsins. Efstu
sveitir úr þeirri keppni fá rétt til þátt-
töku í heimsókn félagsins til Sauðár-
króks á sæluviku á næsta ári. Olafur
Lár. og Sigmar sjá um skráningu.
Einnig er vakin athygli á því að
almennur félagsfundur verður haldinn
að lokinni spilamennsku næsta þriðju-
dag. Þar verða afhent verðlaun fyrir
allt síðasta keppnisár, auk yfirstand-
andikeppni.
Bridgesamband
Reykjaness
Reykjanesmót í sveitakeppni verður
haldið í Þinghól, Hamraborg 11, Kópa-
vogi 2.-3. nóvember næstkomandi.
Væntanlegir þátttakendur geta
skráö sig hjá eftirtöldum aðilum:
Bridgefélag Kópav. Sigurður, sími
40245.
Bridgefélag Kópavogs, Ingvar, sími
50189, Bridgefélag Kópavogs, Gísli,
sími 92-3345.
Bridgefélag
Hafnarfjarðar
2. umferð tvímenningsins var spiluö
sl. mánudag. Urslit urðu þessi:
A-riftUl stig
Erla Sigurjónsd.-Kristm. Þorsteinss. 184
JónSigurðss.-SigurðurAftalsteinss. 181
Araid Hálfdánarson-Ingi Tómass. 177
Friftþjófur Einarss.-Þórarinn Sófuss. 266
B-riftill
Beraódus KRistinss.-Þórftur Björnss. 133
Björa Halldórss.-Guftni Sigurbjarnas. 121
Bjarnar Ingimarss.-Þröstur Sveinss. 117
Birgir Jónsson-Þorgeir Ibsen 112
' Staða efstu para eftir tvær umferðir
erþessi:
Stig
Beraódus Krlstiss.-Þórftur Björass. 357
Erla Sigurjónsd.-Kristmundur Þorsteinss. 348
Jón Sigurftss.-Sig. Aftalstelnss. 347
Kristján Hauksson-lngvar Ingvarss. 341
Friftþjófur Elnarss.-Þórarinn Sófuss. 339
Bridgefélag
Reykjavíkur
Fyrsta umferð aðalsveitakeppni
félagsins var spiluö síöastliöinn
miðvikudag. Til leiks mættu 20 sveitir
og verða spilaðar 9 umferðir eftir
monradkerfi, 32 spila leikir.
Staðan eftir 1. umferð:
1. Delta 25
2. Sveit Stefáns Pálssonar 24
3. Sveit ðlafs Lárussonar 24
4. Orval 24
5. Sveit Páls Valdimarssonar 21
6. Sveit Hannesar R. Jónssonar 18
7. Sveit Sigurftar B. Þorsteinssonar 18
Nauðungaruppboð
annaö og síöasta á hluta í Funahöfða 17, þingl. eign Stálvers hf., fer
fram eftir kröfu Gjaldheimtunnar i Reykjavík, lönþróunarsjóös og
lönaöarbanka Islands hf. á eigninni sjálfri miövikudaginn 16. október
1985 kl. 10.30.
Borgarfógetaembættið í Reykjavik.
Nauðungaruppboð
annað og síðasta á hluta í Siöumúla 14, þingl. eign Blaðaprents hf., fer
fram eftir kröfu Gjaldneimtunnar í Reykjavik á eigninni sjálfri
miðvikudaginn 16. október 1985 kl. 13.30.
Borgarfógetaembættiö i Reykjavik.
Nauðungaruppboð
annaö og siöasta á hluta I Vagnhöfða 23, þingl. eign Bénedikts Eyjólfs-
sonar, fer fram eftir kröfu Gjaldheimtunnar í Reykjavik á eigninni sjálfri
miðvikudaginn 16. október 1985 kl. 11.15.
Borgarfógetaembættið í Reykjavík.
Hitatankur
Ca 600 lítra 3 x 10 kW hitatankur með splral, ásamt
tilheyrandi fylgihlutum.
Upplýsingar í síma 667039.
íbúðir aldraðra
félagsmanna VR:
Útboð á lömpum og lampa-
búnaði
Verzlunarmannafélag Reykjavíkur (VR) óskar eftir til-
boðum í lampa og lampabúnað í Hús aldraðra félags-
manna VR að Hvassaleiti 56—58 i Reykjavík.
Útboðsgögn eru afhent hjá Hönnun h/f, Síðumúla 1,
Reykjavík. Tilboð verða opnuð á skrifstofu VR á 8. hæð
Húss verzlunarinnar fimmtudaginn 31. október nk., kl.
16.00.
Verzlunarmannafélag Reykjavikur.
TILBOÐ FRA
í tilefhi opnunar Heilsustúdíósins
í Broadway á sunnudaginn,
þarsem strákar og stúlkur frá Sólbæ
munu sýna haustlitina ásamt
sýningarfólki frá Svíþjóð
og ísl vaxtarræktarfólki
og fleiri skemmtiatriðum
gerír Solbær ykkur tilboð
þ.e. 20 tíma í sól fyrír ÍOOO kr.
Tilboð þetta stendurfrá
13. okt. til 5. nóv.
Ath. sunnudaginn 20. okt. verður
Frítt í SOL hjá okkur.
Nánar auglýst síðar.
Pantið tíma í síma 26641
Veríð ávallt velkomin
Nauðungaruppboð
sem auglýst var i 12., 19. og 30. tölublaði Lögbirtingablaösins 1985 á
eigninni Tjarnarbraut 3, kjallara, norðausturhluta, Hafnarfirði, þingl.
eign Grétu Hafsteinsdóttur, fer fram eftir kröfu Steingrims Eirlkssonar
hdl., Guðjóns Steingrímssonar hrl., Gjaldheimtunnar I Hafnarfiröi, Veð-
deildar Landsbanka Islands og Ólafs Gústafssonar hdl. á eigninni sjálfri
mánudaginn 14. október 1985 kl. 14.00.
Bæjarfógetinn i Hafnarfirði.