Dagblaðið Vísir - DV - 12.10.1985, Síða 18
!
I
18
DV. LAUGARDAGUR12. OKTOBER1985.
Verður Þórunni ÞH bjargað af 130 m dýpi um helgina?
TÓLFTONNA
TITANIC
„Ætli þetta sé ekki mest þrjóska í
• manni. Ég hugsa það. En ég sakna
þessa báts mikiö. Hann reyndist mér
vel. Mér þykir vænt um hann og veit að
jafngóðan bát til aö vinna um borð í fæ
ég ekki aftur.”
Það er tregi í röddinni. Hann Heiðar
Baldvinsson, skipstjóri á Grenivík, er
að segja frá henni Þórunni sinni, ÞH-
255. Hún fórst seint í nóvember í fyrra.
Afrek var unnið. Heiðar, Hafþór sonur
hans, 16 ára, og Árni Helgason björg-
uðust.
En Þórunn hefur ekki gleymst þó
hún liggi á hafsbotni á 130 m dýpi út af
Hvanndaíabjargi utan Olafsfjarðar.
Hver veit nema hún segi bless við botn-
inn um helgina. Það á að reyna aö
bjarga henni. Hún er Titanic Heiðars.
Mikil vinna er þegar komin í björg-
unina. Það er búið að slá um kellu. Það
var gert fyrir tveimur vikum. Hún hef-
ur líka verið mynduð neðansjávar og
er bara furðuheilleg að sjá; virðist
óbrotin.
Það er bara að vírinn haldi. „Það er
aðalspumingin,” segir Heiðar. „Eg
hef sennilega gert mistök í að fá ekki
sterkari vír. En ég vona að þetta tak-
ist. Það spáir lygnu um helgina. Þaö
þarf að vera kvikulaust þegar henni
verðurlyftupp.”
Vélamar, sem notaðar hafa veriö til
að mynda Þórunni neðansjávar, eru
þær sömu og mynduðu gæsluþyrluna
sem fórst í Jökulfjörðum. Þyrlan lá á
um 80 m dýpi.
Þórunn er ekki Titanic með fulla lest
af fjársjóðum. Hún er Titanic vegna
þess að hún er hún. Kannski er lestin
orðin full af fiski. Það er mikið líf að
sjá í kringum hana á myndum.
Heiöar segir að það hafi tekiö þrjá
daga að finna hana á botninum með
myndavélinni. „Við höfðum alltaf lóön-
inguna en myndavélinni gekk bara
ekki að finna hana til að byrja með. En
hún stóð fyrir sínu, Þórunn kom loks-
insíljós.”
Sennilega er björgunin meira en
þrjóska hjá Heiðari — svolítið ævintýri
líka. Björgunin hefur kostað sitt.
„Þetta er oröinn töluverður peningur
ef allt er reiknað, leikur örugglega á
nokkrum hundruðum þúsunda.”
— Sérðu eftir því að hafa byrjað á
þessu?
„Eg hefði séð eftir því að reyna þetta
ekki, svo mikið er víst.
En þaö hefur farið geysilegur tími í
björgunina, mun meiri en mig óraði
fyrir. En þaö hafa margar góðar hend-
ur hjálpað. Eg hefði aldrei getaö staöið
í þessu nema fyrir hjálp margra góðra
manna.”
Það er óvíst ennþá um endalokin.
Það sést ekki nægilega vel á myndun-
um hvort afturhluti Þórunnar er heill.
Allt bendir þó til að báturinn sé óbrot-
inn.
„Hún liggur á mjúkum botni, mér
sýnist hann geti verið leirblandaður.
Og þaö er mikiö svif í kringum bátinn,
eins og þú sérð á myndunum.”
Mastur Þórunnar er brotið. Það
skiptir engu. Aðalatriðið er að sjálfur
báturinn sé óbrotinn. „Ég reikna með
aö tæki og vél séu ónýt. Þá gæti allt
spilkerfið verið i lagi. En á þessari
stundu er ég mest hræddur um vírinn,
að hann haldi ekki þegar tekið verður í
bátinn.”
Fari allt aö óskum um helgina og
Þórunn komi rétt upp verður dælt úr
henni. „Eg veit ekki ennþá hvaö við
gerum komi hún á hliðinni eða á hvolfi
upp. Þetta verður bara allt aö koma í
ljós.”
Það var 22. nóvember í fyrra að Þór-
unn sökk. Það var um morgun í ljósa-
BJARG^Ð
Heiðar Baldvinsson skipstjóri og kona Kans Anna Ingólfsdóttir.
þetta sé ekki mest þrjóska i manni."
„Ætli
skiptunum. „Við vorum á leið út á mið-
in þegar báturinn fékk kviku, aldan
þeyttist undir hann og skellti honum á
hliöina. Eg var í stýrishúsinu en Haf-
þór og Ámi niöri í koju. Við komumst
sem betur fer allir út og i gúmbát. Það
voru þeir á Stefáni Rögnvaldssyni EA
sem björguðu okkur. Þeir voru á útleið
líka, svona mílu á eftir okkur.”
En Stefánsmálið hefur komið aftur
við sögu. Það er nefnilega Stefán
Hjartarson kafari sem á myndavélina
sem myndað hefur Þórunni á hafs-
botni. Án þeirrar vélar hefði ekkert
veriðgert.
Myndavélin er búin að skila sínu
hlutverki. Nú er þaö bara spurning um
gott veður og að vírinn haldi. Hann
verður að standa sig, sýna þrjósku eins
og Heiðar. Það er 12 tonna Titanic sem
eríhúfi.
-JGH
5tjórinn. He<íair hSsetar l
,rp6r«m<--j;-oin sjómile u> flTára sonur ““r í j.
um 15 tnin»wr —
. Vtomnir þeK"
P'V men",V*5 monnabiwrlrS
ar,’“rT r S ^ ,
Grenwik, sokk ^ oiaísfjorö »
Hvanno^^w,-fturinn
O ærmornun. { u þegar Þor-
unn var a leiö eijagangur °8
ur var skyndilega á Miá-
kvika. Þorunn lor —
v,kul' var aft monntinaM var
MitólrmMl vara ^ sl0» á ,
biaríaasr*m °end,n8 er
„Meira en
þetta venjulega”
Dagatalið er um borö í öllum togur-
um og það er löngu uppselt. Sagan seg-
ir líka að stundum horfi karlmenn
lengi á dagatalið, grandskoði það, líti
síöan skyndilega upp og segi: „Nú,
þetta er dagatal.”
Það er Sólstofan, Tungugötu 6, Akur-
eyri, sem gaf út dagatalið um síðustu
áramót. Sumum finnst það djarft, sér-
staklega mynd númer fjögur. Aðrir
segja einfaldlega: — Hvað er djarft?
En dæmi bara hver fyrir sig.
Dagatalið er örugglega það mest
umtalaöa sem búiö hefur veriö til á
Akureyri — ef ekki á öllu landinu.
Feröalangar, sem hafa komið til Akur-
eyrar og kíkt inn í Sólstofuna, hafa oft-
ar en ekki minnst á það.
Það ber yfirskriftina Fyrir þá sem
vilja meira en þetta venjulega. Það er
einnig prýtt nokkrum myndum af
stúlkum á sólstofunni. Flestir fókusa
fyrst á þessa númer f jögur. Hún er efst
uppi í hægra hominu, hafir þú ekki séð
hana ennþá.
Þau Rögnvaldur Sigurðsson og
Bima Guðjónsdóttir eiga stofuna. Hún
er niðri í kjallara heima hjá þeim.
„Þetta meira en venjulega? Jú, það
þýðir aö í flestum sólbaösstofum er
venjulega boðið upp á ljós, sturtur og
hugsanlega gufubað. En það er meira
hér. Við bjóðum einnig upp á sundlaug,
vatnsnudd, rafmagnsnudd og venju-
legtnudd.”
— Svo við snúum okkur að mynd
númer fjögur: Var ekkert mál að fá
stúlkumar fram fyrir myndavélina?
„Nei, það var það ekki. Þær gerðu
það þó einungis fyrir okkur. Þær eru
fastagestir hér og hafa verið lengi.
Þeim fannst allt í lagi að láta mynda
sig svona í þessu umhverfi.”
Eftir að dagataliö kom út og dagarn-
ir tóku að líöa einn af öðrum var haft
samband við stúlkurnar. Það voru þeir
hjá Samúel. Þeir höfðu séð dagatalið
og spurðu þær hvort þær væru til í að
láta mynda sig. En þær neituðu.
Svo er aö sjá á mynd númer fjögur
að stúlkurnar séu kviknaktar í gufu-
baöinu. „Það eru þær ekki þó aö enginn
vilji trúa því.”
— Hefur dagatalið haft áhrif ?
„Alveg dúndrandi. Það er búið að
vera mikið að gera það sem af er ár-
inu. Og veðrið í sumar hafði reyndar
þau áhrif að þetta er besta sumar frá
upphafi.”
— Eruð þið farin að hugsa til næsta
dagatals?
Hlátur og síðan: „Já, það er búið að
panta dagatal og í þetta skipti hljóöar
pöntunin upp á að fá karlmenn til að
Þau Rögnvaldur Sigurðsson og Birna Guðjónsdóttir, eigendur Sólstofunn
ar á Akureyri, sem gáfu út dagatalið vinsáela.
vera á því. Við verðum bara að sjá
hvortþaðtekst.”
Þeir sem sækja sólstofuna eru flestir
á aldrinum sjö ára og upp í 73 ára.
Ljósin og nuddið eru vinsælust.
Og ein eldri kona, sem kom eitt sinn,
var ekki í neinum vafa um dagatalið:
„Þetta er gott dagatal. En þaö hefði
orðiö enn betra ef ég hefði verið með
ungu stúlkunum sem ég hefði gjarnan
viljað.” JGH.