Dagblaðið Vísir - DV - 12.10.1985, Page 19

Dagblaðið Vísir - DV - 12.10.1985, Page 19
DV.i 3ARDAGUR12. OKTOBER1985. 19 John Wayna er vel þekktur úr bandariskum vestrum. Á filmubútunum má m.a. sjá Marilyn Monroe og Clark Gable i The Misfits, Roy Rogers og frú með Trigger, villta gengið hans Sam Peckinpah og Henry Fonda i Darling Clementine. menn um hvað það væri sem gerði vestra að vestra en komust ekki að neinni niðurstöðu. : Ekki bara hestar Kannski má rekja þennan undur- samlega lífskraft til þess að menn eru ósammála. Með tímanum hefur hver leikstjóri með sjálfsvirðingu breytt til og notfært sér farangur vestranna — hvort sem hann hefur verið bandarískur, ítalskur eða ís- lenskur. Eitt eða fleiri grundvallaratriði hafa alltaf verið með. Og það á ekki bara við um hestana, klingjandi spora, svarta og hvíta kúrekahatta né sexhleypur. Ef maður vill nálgast kjarna bandarísku vestranna finnst hann í sögu Bandaríkjanna. Kjarn- inn snertir ekki eingöngu moröin á indiánunum og stuldinn á landi þeirra, hann er einnig um baráttuna á milli tveggja gildakerfa sem hófst eftir borgarastyrjöldina og með hinni miklu hreyfingu fólks í vestr- inu. I grófum dráttum snúast vestrarn- ir um f jóra áratugi í sögu Bandaríkj- anna fyrir 1890 og baráttuna um landamæri. ☆ ☆ Alltaf eitthvað nýtt Vegna deilna íbúa Bandaríkj- anna um miðstýringuna frá Washington og leitar þeirra aö nýju lífsmunstri í öðruvísi umhverfi og vegna þeirra krafna sem þetta um- hverfi gerði til fólks hafa leikstjórar vestranna stöðugt sett saman nýjar samsetningar og tillögur. Náttúran á móti borgum og borg- armenningu (og þar með kráar- menningu), einstaklingurinn á móti fjöldanum, jafnrétti á móti forrétt- indum stétta, veiðar og nýting lands- ins á móti iönvæðingu, sameign á móti einkaeign og heiðarleiki á móti spillingu, listi andstæðnanna er miklu lengri — og úr þessum and- stæðum, þessum stöðugu átökum sækja vestrarnir mikilvægustu fyrir- myndir sínar. Átökin voru mjög raunveruleg. En með tímanum varð hetjan í vestranum flóknari, gamla hetjan, sem var klassísk á fjórða áratugn- um, breyttist. ☆ ☆ öruggar i ☆ ☆ hnökkunum John Wayne, efla Jón væni, eins og sumir vilja kalla einn þekktasta kúreka vestranna. Vifl sjáum hann hér i hlutverki sínu i myndinni Rio Lobo þar sem hann segir nokkrum skúrkum til syndanna. Vestrarnir hafa sungiö sitt síðasta, vestrarnir lifa. Engin tegund kvik- mynda (kúrekamyndir, oft einfald- lega nefndar vestrar) hefur jafnoft hlotið dauðadóm, en samt alltaf risiö upp aftur með velmiðuðum skotum og fellt þann er síðast tók henni gröf- ina. Nýlega var t.d. sýndur enn einn vestrinn með Clint Eastwood í aðal- hlutverki og nefnist hann Pale Rider eða Föli knapinn. Hvert er leyndarmálið að baki þessari sífelldu upprisu vestranna? Það má segja að leyndarmálin séu mörg. Það hefur enga merkingu að segjast elska vestra eða segjast hata þá. Innan ákveðinna skilyrða hafa þeir þróast nokkuð frjálst og eru ein- hvers staðar á milli þess að vera ein- falt ævintýri og þess að vera úthugs- að drama um lífsskilyrði og drauma. Þegar Isabelle Speers segir í The Misfits að „kúrekar séu síðustu sönnu mennimir sem eftir séu í ver- öldinni” er það ekki í mótsögn við það sem Clark Gable segir sem nú- tímakúreki í sömu mynd: „Til fjand- ans með þá alla. Dómurinn hefur verið kveðinn upp og niður með allt draslið, blóði drifið. Þetta er eins og að upplifa draum, það sem gildir er að finna aðferö til að vera áfram lif- andi, mjög einfalt — ef þaö finnst einhver aöferð lengur”. Bitur kveðja sem gerð var árið 1961 var bitur kveðja til hins vestræna manns og lífsstils hans. Það átti aö ná síðustu villihestunum til að nota kjötið, hinar frjálsu víölendur Bandaríkjanna höfðu eitrast vegna tilrauna með kjarnorkusprengjur og fólk var hel- tekið hugsunum um Kóreustríðið. En á sama tíma gerist nokkuð sem gjör- breytiraðstæðum: fyrirheitna landiö er skilgreint upp á nýtt. Vestrinn var lýstur látinn á sama andartaki og hann endurfæddist. Það var heldur engin spurning í upphafi að vestrarnir gáfu góöan pening, enda voru þeir mjög vinsælir hjá al- menningi. Hinn eilífi þríhyrningur Á gullaldarárum vestranna fyrir upphaf fyrri heimsstyrjaldarinnar, var sýndur framhaldsmyndaflokkur og kom nýr þáttur í hverri viku, á okkar tímum hefði hann verið sýnd- ur í sjónvarpi, en Bronco Billy var aðeins sýndur í kvikmyndahúsum, enda ekkert sjónvarp á þeim tímum. Ef titlar þáttanna eru skoðaöir má auðveldlega sjá um hvað framhalds- myndaflokkurinn fjallaði. T.d. má nefna þætti eins og Skeggjaði bófinn, Hjarta kúrekans og Ofríki lögreglu- stjórans. Kvikmyndirnar voru vitanlega án tals og lýstu hinum eilífa þríhyrn- ingi, hetju, bófa og stúlku, þ.e. tveim karlmönnum og einni konu. Hetjan í vestranum skaut þann raga (bóf- ann), leiðrétti óréttlætið, vann hjarta stúlkunnar og varð auðug. Þegar tal kom í myndirnar með Tom Mix og William S. Hart glumdi í vestrunum dynur af hófum hestanna og klaufdýranna, en hetjurnar voru fyrst og fremst sheikar í söðlum, herramenn með það verkefni að koma á framfæri hinum bandarísku einkennum á þeim tíma þegar inn- flytjendur frá gamla heiminum komu í stríðum straumum til Banda- ríkjanna. I lok 1930 sagði Lewis Jacobs sagn- fræðingur að „með talmyndunum hefur aðeins komiö fram sú nýjung, aö nú munu kúrekarnir spila á gítar og syngja”. Það sem hann sá fyrir voru liklega Roy Rogers eða Gene Austry, en tæp- lega myndir eins og The Virginian með Gary Cooper eða Diligensen meðJohn Wayne. Hefði hann haft tækifæri hefði hann örugglega breytt afstöðu sinni: vestramir höfðu breyst, slípast og fágast, með hljóði eða án þess. Og þegar leið á áratuginn ræddu Það kallast hefnd Hefndarmótífiö, gamalt og þreytt efni í vestranum, kom fram aftur. Hetjan varð þreytt og sorgmædd persóna. Nýtískuleg þorp gerðu drauminn um E1 Dorado, um hið fyr- irheitna land, þar sem allt gæti byrj- að upp á nýtt, f jarlægari. Helstu kvikmyndaleikstjórar, sem gerðu vestra á sjötta áratugnum, voru Sam Peckinpah og Sergio Le- one. Hinn ameríski draumur um heiðarleika og frelsi var fyrir löngu uppurinn — eyddur — og myndir þeirra einkenndust af því aö vera lausar við draumóra. Maður án kvenna Frá því aö hafa verið miklir kvennamenn verða kúrekamir nú frekar einir á báti, án kvenna. Um hiö villta gengi sagði Sam Peckinpah: „Ég reyndi aö segja einstaka sögu um vonda manninn á tímum breyt- inga. Villta gengið fjallar um hvað gerist hjá morðingja sem fer til Mexíkó. Það einkennilega er að mað- ur fær samúð með honum þegar hann hef ur lokið f erð sinni. ” Bæði Sam Peckinpah og Sergio Le- one hefðu getað tekið undir það sem rithöfundurinn Joseph Conrad segir: „Það finnst ekkert jafnómerkilegt undir sólinni og hreint ævintýri. Æv- intýrið eitt og sér er draugur, vafa- samt form án hjarta.” Meira en ævintýri Á sínum bestu tímum — og þeir „bestu tímar” eru margir — hefur vestrinn alltaf verið meira en hreint ævintýri, hvort sem hann hefur fjall- að um hið góða eða hið illa í mannin- um. Hvernig svo sem ytra form vestr- anna hefur verið, hafa þeir, með tækni leikstjóranna, getað breyst á frjálslegri hátt en nokkrar aðrar kvikmyndir. I vestranum, á takmörkum lög- hlýðni og lögleysu, getur allt gerst. Þýtt-SJ.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.