Dagblaðið Vísir - DV - 12.10.1985, Síða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 12.10.1985, Síða 21
DV. LAUGARDAGUR12. OKTOBER1985. 21 Mannaveiðar í Kaupmannahöfn íslendingar flytja inn drykkjusjúka Dani og láta þá borga fyrir þurrkinn Eiffel Bar á Kristjánshöfn i Kaupmannahöfn. Á fáum stöðum er bjórinn ódýrari og vertinn skrifar fúsiega hjá þeim sem drekka reglulega. „Við tókum með okkur 10 Dani heim og settum þá á sjúkrastöðina Von,” sagði Fritz Hendrik Berndsen blómaskreytingamaður og einn af forsvarsmönnum SAA í samtali við DV. „Og það er von á fleirum.” F. H. Bemdsen, þekktari undir nafninu Binni í Blómum og ávöxtum, er nýkominn úr Norðurlandaferö ásamt Skúla Thoroddsen lögfræðingi og framkvæmdastjóra sjúkra- stöðvarinnar Von þar sem áfengis- sjúklingar eru til meðferðar. Feröuðust þeir vítt og breitt um Norðurlönd, kynntu sér ástandiö í áfengismálum og eigin aðferðir við lækningu áfengissjúklinga. „Við settum meðal annars auglýsingu í dönsk dagblöð og fengum feikilegar góðar undirtektir. Um 200 manns hringdu í okkur og enn fleiri höfðu samband bréflega,” sagði Binni í Blómum og ávöxtum. „Þá fórum við inn á heimili alkóhólista aö beiðni aðstandenda og sáum margt dapurlegt. Til dæmis heimsóttum við mann sem bersýnilega hafði ekki farið út fyrir hússins dyr í fleiri vikur vegna drykkju en samt bjó hann í ákaflega snyrtilegri blokk í almennilegu hverfi.” Að sögn Binna er viðhorf Dana til áfengissjúklinga allt annað en Islendingar eiga aö venjast. Þeir loka augunum fyrir vandamálunum eins og best kemur fram í því að danska sjúkrasamlagið tekur engan þátt í kostnaði vegna meðferðar vegna ofdrykkju en er hins vegar tílbúið til að hlaupa undir bagga með geðsjúkum og bækluðum hvenær sem er. „Meðferðarmálin hjá Dönum eru í molum. Þeir standa í dag í sömu sporum og við vorum fyrir 10 árum þannig að þeir geta ýmislegt af okkurlært.” Þrátt fyrir skilningsleysi danska sjúkrasamlagsins voru 10 Danir reiöubúnir til aö koma í meöferö alla leið til Islands þó svo hún taki 28 daga og kosti 760 danskar krónur á dag (rúmlega 3000 ísl. krónur). Og þá er flugfarið ekki talið með. „Þá erum viö búnir aö þurrka upp 100 Færeyinga og starfsemi AA- samtakanna í Þórshöfn stendur með miklum blóma. Grænlendingarnir, sem við höfum komið á réttan kjöl, eru þó ekki nema 3—4. Það er eins og þessi aðferð okkar gangi ekki vel í Grænlendinga. Þeir eru alltaf hræddir um að annað vandamál taki við þegar eitt hefur veriö leyst,” sagði Fritz Hendrik Berndsen. 1 framhaldi af því má geta þess að fátt þykir Dönum verra en hitta drukkinn Grænlending í öngstræti eftir að skyggja tekur. Það næstversta er fullur íslendingur. Danir eru löngu frægir fyrir drykkjusiði sína sem eru í flestu frá- brugðnir þeim íslensku. Þeir drekka þess vegna heilan kassa af öli á dag en eru svo famir í háttinn snemma kvölds. I venjulegri byggingarvinnu í Kaupmannahöfn er algengt að drukknir séu 10 bjórar á mann í vinnutímanum. Og þá er kvöldið eftir. Timburmennimir eru svo lagaðir með einum morgunbjór eins og það heitir. — En finnst Dönum ekki dýrt að borga 3000 krónur á dag í 28 daga til að láta renna af sér á Islandi? „Það hefur enginn kvartað enn. Þeir segjast vera fljótir að drekka þá upphæð út á kránum í Kaupmanna- höfn,” sagði Binni í Blómum og ávöxtum. -EIR. Skúli Thoroddsen og Fritz Hend- rik Berndsen auglýstu i dönskum dagblöðum og fluttu síðan 10 danska drykkjusjúklinga með sór yfir hafið. olxtike: |EJBET *4«r i nor-1 Billige penge Forbruget atiger, isœr af store og dyre ting. Samti- dig er bankemes og spare- kassemes pengetanke ved at revne. Der er udsalg ',f penge for tiden. Gæv gu og sk* Med udsap”' tegn'" SMIÐUM ALLAR GERÐIR STIGA Trábarg hf. Sími 84730 BRAUTARHOLTI 33 - SÍMI: 6212 40 Volvo 740 GLE, árg. 1984, skinn MMC Pajero, órg. 1983, blár, 15.000 km, steingrár. Verð kr. ekinn 33.000 km. Verð kr. 1.200.000,- 620.000,- MMC Tredia GLS, árg. 1983, sjálfsk., rauður, ekinn 25.000 km. Verð kr. 370.000,- MMC Sapporo 2000, árg. 1982, hvitur, ekinn 66.000 km. Verð kr. 420.000,- loyota Cressida DX disil, árg. 1981, rauður, ekinn 112.000 km. Verð kr. 330.000,- MMC Colt árg. 1982, gullsans., ekinn 29.000 km. Verð kr. 250.000,- Mikið úrval nýlegra bíla á staðnum. RÚMCÓÐUR SÝNINCARSALUR — REYNDIR SÖLUMENN — OPIÐ: Mánud.—föstud.kl. 9.00—19.00. Laugard. kl. 10.00—19.00.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.