Dagblaðið Vísir - DV - 12.10.1985, Qupperneq 23

Dagblaðið Vísir - DV - 12.10.1985, Qupperneq 23
DV. LAUGARDAGUR12. OKTOBER1985. - 23 fyrir stjórnmálaflokka aö endurmeta stööu sína. Á hvaö erum viö aö horfa hér og nú? Viö horfum á fólkið sem er aö missa íbúöirnar sínar á nauöungar- uppboöum. Og fólkið sem á ekki málungi matar og þarf stöðugt aö heimsækja Félagsmálastofnun. Viö spyrjum okkur: Hvaö hefur eiginlega gerst? Hvernig stendur á því aö verkalýöshreyfingin og róttæk öfl á Islandi hafa ekki getað hindraö þessi ósköp, varið fólkiö fyrir þessum ósköpum. Viö leitum aö öllum ástæöum. Viö skoðum líka vígstööu hinna. Viö skoöum stööu verkalýös- hreyfingarinnar — okkar stööu og okkar starfshætti.” Kommastimpillinn — Ertu trúaöur á að Alþýöubanda- lagiö veröi i næstu framtíð sterkt og stórt sameiningarafl gegn Sjálf- stæðisflokknum og muni veita þeim stóra flokki meiri samkeppni um atkvæðin er nú er? „Þrátt fyrir allt þá er Alþýðu- bandalagið eini stjórnarandstööu- flokkurinn sem hugsanlega getur náð þessu. Viö höfum til þess grundvallar- stefnumið. Við höfum til þess flokks- legt skipulag. Viö höfum blaö. Viö höfum tengsl við verkalýðshreyf- inguna. Þetta allt á að geta 'skapaö þær forsendur aö Alþýöubandalagið veröi sterkara afl. Auðvitaö hefur Alþýöubandalagið verið eina afliö sem hefur veitt íhaldinu einhverja mótspyrnu. Alþýðubandalagiö og Sjálfstæðisflokkurinn eru aðaland- stæöurnar í íslenskri pólitík — eins og Vinnuveitendasambandiö og Alþýðu- sambandiö. Það sem foröum tíð var kallað launavinna og auðmagn. Þessar andstæöur birtast í þessum st j órnmálaflokkum. ’ ’ — Alþýðubandalaginu hefur gengið illa að ná af sér „kreddukomma- stimplinum”? „Að sumu leyti þykir mér vænt um kommastimpilinn sem Morgunblaðið kom á okkur. Andstæöingarnir hafa hjálpaö til viö að gefa þá mynd af okkur. Flokkur er ekki bara það sem hann sjálfur segist vera. Hann er líka það sem andstæðingarnir segja hann vera. Sjálfstæðisflokkurinn hefur mikla möguleika á aö láta segja þaö oft og víöa aö hann sé góður flokkur. Viö höfum færri slíka möguleika. Þar af leiðandi hallar oft á okkur í áróöri.” Andlitslyfting — Þarf Alþýðubandalagið að fara í andlitslyftingu — breyta um imynd í hugum fólks? „Mér finnst aðalatriðið vera aö flokkurinn geri sér grein fyrir því hvernig pólitík hann ætlar aö reka. Varöandi áróðursmálin — þá get ég nefnt þér dæmi um mál þar sem Alþýðubandalagiö hefur ótvírætt tekiö af skariö, en aörir halda allt ööru fram. Þaö er sagt aö Alþýðubanda- lagið sé miðstýringarflokkur — það vill miöstýra öllu efnahagslífinu. Ég segi nei. Eg segi fyrir mig og fyrir hönd Alþýöubandalagsins: ég vil ekki almiðstýrt efnahagskerfi. Það er hættulegt og það getur leitt til harðstjómar. Eg vil að frumkvæði efnahagskerfisins sé sem mest hjá fólkinu sjálfu — úti í byggðar- lögunum. Og í fyrirtækjunum. Og hvarvetna. Viö eigum að nýta okkur kosti blandaðs hagkerfis. Ég get líka nefnt annað dæmi: Þaö er sagt aö þaö sé einhver vafi á því hvaö Alþýðubandalagið myndi gera ef þaö fengi einhvern tíma 51% atkvæða — jafnvel sagt aö þaö myndi afnema kosningar í eitt skipti fyrir öll, þjóönýta fyrirtækin og ég veit ekki hvað, hef ja ritskoöun og svo fram- vegis. En þaö er algerlega ótvírætt að viö í Alþýöubandalaginu viljum búa við fjölþátta (plúralískt) þjóðfélag. Viö erum á móti öllum aðgeröum til að skeröa prentfrelsi, málfrelsi — skeröa lýðræöi. Annaö en lýöræöi kemur ekki til greina á okkar vegum — en ööru er stööugt haldið fram.” — Þið eruð ekki á móti einka- rekstri? „Nei.” — Vill Alþýöubandalagið ýta undir einkarekstur? „Já líka, margvíslegan einka- rekstur. Á Islandi er t.d. einn þáttur einkarekstrar í stórkostlegri hættu. Þaö eru trillurnar. Smáútgerðin í landinu, einn af hornsteinum íslensks sjávarútvegs, er núna í hættu og veriö að fjötra þessa tegund einkarekstrar í stórkostiegar miðstýringarviöjar. Við eigum ekki aö spyrja um form, heldur árangur og niðurstöður. En auövitaö eigum við að beita lýöræðinu til að tryggja fólkinu félagslega þjónustu og koma í veg fyrir að í krafti auðsöfnunar geti menn beygt fólk, beygt sjálfsvirðingu fólks eins og gerst hefur á undanförnum árum.” — Þið eruð þá náskyldir krötum eins og við þekkjum þá annars staðar á Norðurlöndum? „Já. Mjög svo. Og höfum alltaf verið. Alþýðubandalagiö varö til úr Sósíalistaflokknum, hluta af Alþýðu- flokknum og Þjóðvarnarflokknum og þar áöur enn öörum hluta úr Alþýðu- flokknum — þaö er þannig ljóst að stefna Alþýðubandalagsins er lík þvi sem gerist í grannlöndum okkar. Þar sem stefna okkar og sósíaldemókrata í Danmörku, V-Þýskalandi og Noregi rekst á er fyrst og fremst í utanríkis- og sjálfstæðismálum. Sjálfstæöis- málin eru miklu gildari þáttur í okkar stefnu, einfaldlega vegna þess aö viö erum smáþjóö.” Islenskur her? — Utanríkismálin eru þá helsta ástæðan fyrir því að Alþýðu- bandalagið og Alþýðuflokkurinn hafa ekki getað unnið saman? „Það er ein ástæðan. Og ekkert lítil ástæöa. Staðreyndin er sú aö utan- ríkismálin hafa klofiö þjóðina í fylkingar. Sjálfstæöismálin skipta smáþjóö mestu máli. Eg tel það úr- slitaatriði fyrir Islendinga aö eiga flokk sem leggur alla áherslu á þessi mál.” — En nú virðist það ljóst að meirihluti þjóðarinnar er hlynntur því að við séum í Nato og höfum hér bandarískt varnarlið — veldur þessi andstaða Alþýðubandalagsins gegn Nato ekki því að f jöldi fólks kýs ekki fiokkinn? „Það getur vel veriö. Eg geri ráö fyrir því að andstaða Sjálfstæðis- flokksins viö ýmsa félagslega þjónustu valdi því að fjöldi fólks kýs ekki Sjálfstæðisflokkinn.” — Kemur ekki að því að Alþýðu- bandalagið endurskoði afstöðu sína til Nato? „Viö veröum að líta á þessa hluti í samhengi viö pólitíkina almennt í landinu og heiminum. Á Islandi er þaö þannig aö enginn stjórnmála- flokkur nema Alþýðubandalag er þeirrar skoöunar aö Island eigi aö vera utan hernaðarbandalaga. Það er þannig ekki mögulegt að okkur takist það á Alþingi að ná samstööu um aö koma Islandi í bráð úr Nato. Þar á móti nefni ég öryggisþáttinn — viö viljum ekki gera neitt sem teflir öryggi íslensku þjóðarinnar í tvísýnu. Viö teljum aö meö hersetunni sé öryggi okkar ekki tryggt. Við teljum aö við séum í minni hættu í hildarleik hér á norðurhveli jarðar, ef viö höfum ekki her í landinu. Eg hef enga trú á því aö Alþýðubandalagið kasti fyrir róöa þeirri stefnu sinni að það þurfi að ganga út úr þessu hernaðar- Svavar Gestsson spáir í nútíð og framtíð bandalagi. En ég geri mér ljóst aö það þarf að taka tillit til aðstæöna innanlands — og alþjóðlegra aðstæöna.” — En þjóðskipulag okkar og saga gerir að verkum að við teljum okkur eiga samleið með vestrænum lýðræðisríkjum? „Það er hárrétt. Ög viö eigum með þeim samleiö.” — Og þessi vestrænu lýðræðisriki hafa með sér bandalag sem heitir Nato. „Ekki öll. Ekki Svíþjóð, ekki Austurríki, ekki Sviss. Þaö eru þannig dæmi um annaö. En vissulega eiga menn aö horfa á þessa hluti af fullu raunsæi. Það er ósk allra aö við hefðum ekki hernaðarbandalag. Líka þeirra sem vilja vera í Nato af öryggissjónarmiðum. Þeir kalla þetta „varnarbandalag”. Þaö er túlkun Geirs Hallgrímssonar, heiöursforseta Nato. Hann segir meö öðrum oröum aö ef árásarhættan væri ekki til (sem hann telur vera fyrir hendi), þá ættum viö ekki aö hafa þetta bandalag. Eg held þannig að hjá öllum leynist sú ósk að menn vildu hafa möguleika á að losa sig út úr þessu. Ég veit að ef viö gætum losað okkur út úr Nato, þá yrðum viö að tryggja með samningum við Sameinuöu þjóöirnar og aöra aöila — okkar öryggi. Alveg hundrað prósent. Ekki verr en nú er, heldur betur. ” — Þessar þjóðir í V-Evrópu utan Nato hafa mjög sterkan eigin her — eigum við að koma okkur upp isienskum her? „Það er ljóst aö við yrðum aö geta varið okkur gegn hleypiskútum, eins og Jón forseti kallaði það. Nei — við þyrftum ekki að hafa hér her. En viö verðum auðvitað aö vita um umferö í lofti og legi hér í kringum okkur. Ég bendi á aö viö sömdum um brottför hersins í vinstristjóminni 1974, gerðum ráð fyrir aö herinn færi á ákveðnum tíma. Þá var jafnframt gert ráð fyrir því aö hér yrðu aðilar til að hafa meö höndum eftirlit. Þaö er óhjákvæmilegt. En mér finnst aö viö höfum ekki verið nógu dugleg við aö marka okkur raunsæja áfanga í þessum utanríkismálum. Við höfum lagt áherslu á markmiöin. Þaö er nauðsynlegt að gera. Og viö hvikum ekki frá þeim. En viö þurfum aö marka okkur áfanga að þeim mark- miðum. Ég tel þaö mikinn áfanga þegar Alþingi lýsti því yfir í vetur aö Island væri kjarnorkuvopnalaust land. 1 annan staö teldi ég það áfanga aö einangra herinn — aö afskipti hans af þjóöiífinu yrðu sem allra minnst og helst engin. Eg teldi þaö áfanga aö Island yrði aöili aö samningi um kjarnorkuvopnalaus Norðurlönd. Þannig vil ég vinna að þessum hlutum. Eg held það megi áfellast okkur fyrir þaö að hafa ekki verið nógu dugleg viö aö raða upp raunsæjum skrefum að þeim markmiðum sem við höfum sett okkur.” EFTIR GUNNAR GUNNARSSON MYND PÁLL KJARTANSSON „Sögulegar sættir”? — Hvað tekur við þegar rikisstjórn Steiugríms Hermannssonar hefur runnið sitt skeið — eru sögulegar sættir hugsanlegar? „Nú liggur þaö fyrir að verkalýös- hreyfingin á Islandi hefur gert tilraunir til aö semja við núverandi ríkisstjórn. En stjómin hefur ekki haldið neina samninga. Hún hefur verið að fella gengið og verðlag hefur fariö langt upp fyrir þau mörk sem verkalýðshreyfingin gerði ráö fyrir. Þá er ekki nema tvennt til. Annað er þaö að ríkisstjórnin semji um ein- hvers konar verðtryggingu launa — og hitt að verkalýöshreyfingin sætti sig viö þau kjör sem nú eru í landinu, telji sig dæmda til þess. Það er versti kosturinn. Þess vegna: Það sem þyrfti að gerast hér núna væri aö í fyrsta lagi færi ríkisstjórnin frá. Hún hefur ekki leyst þau mál sem til stóð. Hún ætlaði að leysa hér alls konar vanda í efnahagslífi og fólk átti aö halda niðri í sér andanum með kaupið á meöan. Þetta ætlunarverk hefur mistekist, nema aö lækka kaupið, þaö hefur tekist. Þess vegna á ríkisstjómin aö fara frá. Og þetta Þorsteins-vesen núna síðast er bara framlenging á dauöastríði. Stjórnin tekur Þorstein inn vegna þess að hún getur ekki dáið. Hún er komin á það stig sem ríkisstjómir lenda oft á, að þær geta ekki dáið. Nú þurfa aö veröa kosningar. Og eftir þær kosningar þarf aö verða til víðtækur samningur í þjóðfélaginu. Það er samningur um kaupmáttaraukningu. Samningur um húsnæðismál. Um skattamál. Um vinnutíma. Um atvinnulýðræði. Þetta þýöir ríkisstjóm sem stendur með verkalýðshreyfingunni. Eg skal ekkert um það segja hvernig þessi stjórn yröi saman sett — en ég segi: það er útilokað fyrir okkur að mynda stjóm meö grimmústu markaðs- öflunum í Sjálfstæöisflokknum. Þaö eru ýmsir aöilar í Sjálfstæöis- flokknum sem eru óánægöir meö þá stefnu — og viö höfum átt samstarf við hluta af íhaldinu, bæði 1980-’83 og 1944-’46. Aö ákveðnum skilyröum uppfylltum kæmi slíkt auövitaö til greina. Sú ríkisstjórn verður að snú- ast gegn leiftursókninni skilyrðis- laust. Eg held að þaö sem þyrfti að ger- ast væri að Alþýðubandalagið og Al- þýðuflokkurinn væru saman aöilar aö slíkri ríkisstjóm; ríkisstjórn sem tæki á þessum efnahagslegu vandamálum, lífskjaravandamálum — og færi í þaö verk sem við áttum auðvitað aö vinna 1978. Þá höfðu þessir flokkar (A- flokkarnir) 28 þingmenn af 60. Þaö er mín skoðun að þá hefðum viö átt aö mynda minnihlutastjóm og láta á þaö reyna hvort þingiö felldi hana. Og ef svo hefði farið, að fara þá aftur í kosningar og reyna aö sækja meiri- hluta. Ég tel þaö eitt þaö alvarlegasta sem komiö hefur fyrir í stjórnmálum síðustu ára aö Alþýöubandalaginu og Alþýðuflokknum skyldi mistakast aö ná saman eftir kosningarnar 1978.” — Emð þið Jón Baldvin farnir að tala saman? „Við erum alltaf að tala saman. Viö höfum reyndar ekki rætt um þessa hluti sérstaklega. Við gerðum hinum stjómarandstöðuflokkunum sam- starfstilboö sl. vetur — og ég tel það ábyrgðarleysi af þeim sem hafa vísað slíku samstarfstilboöi frá — en kannski staðan breytist.” Kjósendur á villigötum — Þú sagðir nýlega í viðtail að lifs- kjörin væm svo léleg, kaupið lágt vegna þess hvernig fólkið kaus i sið- ustu kosningum — vantreystirðu dómgreind háttvirtra kjósenda? „Það-væri eölilegt aö fylgi Sjálfstæðisflokksins væri svona 5—6% því að sá flokkur talar ekki fyrir hagsmunum stærri hóps en svo. Menn verða aö skilja hvað þeir eru aö kjósa — hvaöa afleiðingar það hefur, hvaða alvara fylgir því. Mér finnst aö menn líti í vaxandi mæli á pólitík og kosningar eins og festival. En þaö er veriö að kjósa um öll okkar lífskjör. Stjórnmál em ellilífeyririnn, kaupmátturinn, staöa sveitarfélags- ins, barnaheimiliö, lyfin og læknis- þjónustan. Og mér finnst fólk — já, ég gagnrýni það — mér finnst fólk taka kosningum og pólitík meö ótrú- legri léttúð, vegna þess aö við erum aö taka ákvarðanir fyrir framtíðina. Við erum að taka ákvarðanir fyrir eftirkomendur okkar, þá sem eiga aö taka viö þessu landi. En hér er lýö- ræöi — og kosturinn viö það er aö bæði kjósendum og stjórnmálamönn- um líðst það að skjátlast. Og menn mega ekki missa sjónar á því hve lýö- ræðiö er dýrmætt. Þaö er homsteinn allrar lífskjarabaráttu. Ihaldið hefur núna alræöisvald á Islandi. Þaö ræður Reykjavík. Þaö ræður lands- stjórniimi, ræður því sem því sýnist. Valdakerfi Sjálfstæðisflókksins er gamalt og gróið. Ihaldið ræður yfir fjármagninu í landinu og það ræður yfir skoöanamynduninni. I krafti aö- stöðu sinnar hefur íhaldinu tekist að eigna sér hugtök, hugtök sem eru nánast heilög í vitund hvers einasta manns — eins og t.d. frelsi. Þeir segja: einstaklingurinn á aö vera frjáls. En ég segi aö þeirra hug- myndafræöi þýði frelsi fárra á kostnaö fjöldans. Hugsaöu þér allt frelsiö á heimilum kunningja okkar, kannski hér á Grettisgötunni eöa uppi í Breiðholti þar sem er einstæð móöir meö tvö börn. Hverslag frelsi hefur hún til aö lifa lífinu — lifa menningar- lífi? Ef frelsi einstaklingsins hefur ein- hvern tíma í raun og veru verið stefna Sjálfstæðisflokksins, þá er ljóst aö sú stefna hefur mistekist. Meiri- hlutinn er í f jötrum — annaðhvort beinnar fátæktar eöa í skuldaf jötrum. En svo eru fáeinir einstaklingar sem eru frjálsir og frjálsari en allir aörir. Eg á oft erfitt meö að skýra þaö fyrir útlendingum hvers vegna ekki fæst bjór hér á landi. Én ég á ennþá erfiðara meö aö útskýra þaö fyrir þeim sömu mönnum hvers vegna ijálfstæðisflokkurinn ræöur hér í verkalýðsf élögum. ’ ’ — Það er ljóst að á atkvæða- markaðnum er Sjálfstæðisflokkurinn sigurvegari. Þar af leiðir að þinn flokkur hlýtur að telja sig eiga verk að vinna. En þess í stað standið þið í heimiliserjum — ætli fólki finnist það ekki skritið? „Við eigum ekki í heimiliserjum. Þetta er eins og á hverju ööru heimili — stundum þarf fólk aö setjast niöur og búa sig undir sameiginlegt átak. Alþýðubandalagið væri steindauður flokkur ef það fyndi ekki til í sam- timanum. Við ætlum að finna leiðir til að safna liði — safna saman þeim stóra fjölda sem á samleiö meö okkur. Viö eigum stórkostlega möguleika á að hafa hér lífskjör, kaup og menn- ingarlíf, sem er sambærilegt við þaö sem gerist í grannlöndum okkar. Markmið okkar er menning og betri lífskjör, maðurinn sjálfur er miö- punktur allrar okkar efnahags- stefnu.” Gestssyni — þótt hugmyndir hans um Island framtíöarínnar séu forvitni- legar. Það mun reyna á þaö hvort hugmyndir hans um iðnað í tengslum viö tækniþróun veröa aö veruleika, um Island sem forysturíki á sviöi fiskiðnaöar og tækni — og hvort hon- um tekst að leggja niður Seðlabank- ann eins og hann hefur hug á — hvort honum tekst að koma fylgi Sjálf- stæðisflokksins niður í 5—6%.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.