Dagblaðið Vísir - DV - 12.10.1985, Page 24

Dagblaðið Vísir - DV - 12.10.1985, Page 24
24 DV. tAUGARDAGUR 12. OKTOBER1985. ----1--------------------------- HVER LIGGUR LETI í 10 ÁR? Rokkhjónin Lísa Pálsdóttir og Björgúlfur Egilsson flytja úr gamla höfuðstaðnum í þann nýja „Það er erfiðara að vera á „bísan- um” í Kaupmannahöfn en á netum á Islandsmiðum,” segir Björgúlfur Egilsson bassaleikari, nýkominn til landsins eftir 10 ára dvöl í Kaup- mannahöfn þar sem bassastrengir hafa verið þandir, götur mældar og bjórflöskur tæmdar. Og margt annað reyndar. Með honum er eiginkona hans, Lísa Pálsdóttir rokksöngkona, en hún er ekki búin að vera nándar nærri eins lengi í Kaupmannahöfn, eða aöeins í 8 ár. ' Ástir og arkitektúr Þau Lísa og Björgúlfur hafa rekið rokkhljómsveitina Kamarorghestarn- ir ásamt félögum sínum öll þessi ár í Kaupmannahöfn. Upphaflega flaug Lísa utan vegna þess að hún var ást- fangin af íslenskum arkitektstúdent sem þurfti að læra sitt fag í borginni við Sundið og er reyndar búinn aö því. Björgúlfur var kominn út löngu áöur þó yngri sé, flutti úr landi aöeins 17 ára gamall,.....ekki í fylliríi eins og rang- lega hefur komið fram annars staðar heldur af brýnni þörf”, eins og hann orðar það sjálfur. Svo leið tíminn, Lisa skildi við arkitektstúdentinn og fór skömmu siöar að halla sér upp að bass- anum hjá Björgúlfi sem ekki varð falskariviðþað (þ.e.a.s. bassinn). Lísa: Við flytjum ekki heim vegna tónlistarinnar, frekar vegna barn- anna. Þegar þau eru orðin tvö er nauð- synlegt að hafa eitthvert öryggi. Blankheitin, eins og þau gerast vérst í Kaupmannahöfn, geta geriö þreyt- andi.” Björgúlfur: „Ég endurtek að þaö er erfiðara að vera á „bisanum” í Kaup- mannahöfn en á netum á Islandsmiö- um en tónlistarlega séð höfum við ekk- ert að sækja hingaö. Hér er ekki til * neitt rokk, aðeins blöðrupopp og depró- pönk. Ég byrja að spila rokk strax og ég finn einhverja til að spila með, þó svo það verði í bílskúr. ..” Lísa: „Já, þó svo það verði ekki nema fyrir sjálf okkur.” Kamarorghestarnir ætluðu aö gera út frá Kaupmannahöfn og verða heimsfrægir og var lengi unnið að því í alvöru. En svo fóru meðlimir sveitar- innar að rífast svona eins og Bítlarnir gerðu eftir að þeir uröu heimsfrægir, þannig að þetta var ósköp svipað. Bara með öfugum formerkjum. Skóflan og Camelpakkinn „I Kaupmannahöfn lifir fólk allt öðruvísi lífi en tíðkast hér á Islandi og x þá sérstaklega Islendingar sem eru bú- settir þar. Þeir eru fjarri ættingjum og fjölskyldum sínum þannig að vinimir verða fjölskylda og míklu meiri tími gefst til að rækta vináttubönd. Það er kannski það merkilegasta viö líf Is- lendinga í Kaupmannahöfn,” segja þau hjónin. — Er þetta ekki bara letilíf? „Fjárans vitleysa,” segir Björgúlf- ur. „Hver heldurðu að liggi í leti í 10 ár? Það er ekki þar með sagt að ég hafi staðið niðri í skurði allan tímann þar sem skóflan og Camelpakkinn eru bestu vinimir. Lífið í Kaupmannahöfn ■“ er bara spuming um annan lífsstíl en tíðkast hér á Islandi.” — Oghvaðgeristnú? „Mér finnst allt í lagi að skipta um týpu á 10 ára fresti.” Hún Lísa Pálsdóttir er í það minnsta strax byrjuð að „skipta um týpu”. Hún hóf Islandsdvölina með því aö kaupa sér tíma á sólbaösstofu því á Islandi eiga allir að vera brúnir. Hún fór beint í bankann og fékk sér krítarkort því á Islandi verða allir að eiga pening. Og hún leigði sér hús úti á Seltjarnarnesi, við hliöina á bestu sundlaug á Islandi, því hér á landi verða allir að vera í fínu formi. Allt þetta hefði talist til tíðinda í Kaupmannahöfn — jafnvel hvert atriði eitt sér. Söngkonur á fertugsaldri — En hvað gerir rokksöngkona á fer- tugsaldri sem tekur sig allt í einu upp og flytur frá Kaupmannahöfn til Reykjavíkur? „Ég syng og dansa í Litlu hryllings- búöinni eins og stendur en annars stefni ég að því að vera fyrsta rokk- söngkonan á tslandi sem verður amma,” segir Lísa en Björgúlfur orð- arþaðöðruvísi: „Ef Tina Turner getur þaö getur Lísa það líka. Aldur kemur rokki ekk- ert við. Rokkið er lífsstíll, sjáið bara Mick Jagger og Rod Stewart, besta vin Davíðs Oddssonar.” Annars leggur Björgúlfur Egilsson þaö til að dagurinn verði lengdur og mánudagar felldir endanlega niður. Það eru í stuttu máli fyrstu niðurstöð- ur athugana hans á lifnaðarháttum Is- lendinga eftir aðeins nokkra daga á landinu. -EIR. Lisa Pálsdóttir og Björgúlfur Egilsson hölluöu sér upp að Reykjavíkurskiltinu áður en endanlega var haldið inn i höfuöborgina. ÐV-mynd KAE

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.