Dagblaðið Vísir - DV - 12.10.1985, Page 25
DV. LAUGARDAGUR12. OKTOBER1985.
25
Lisa i Litlu hryllingsbúðinni: — Tímar á sólbaðsstofu og krítarkort,
Björgúlfur á sviði: — Þetta getur verið erfiðara en vera á netum á ís-
landsmiðum.
JR grætur við
gröf Bobbys
—og kvennastóðið fær samkeppni f rá James Bond-stúlku
JR fær taugaáfall við jarðarför
Bobby, bróður síns, og grætur af því-
líkum krafti að einsdæmi þykir í
kvikmyndasögunni. Miss Ellie reyn-
ir að draga hann frá gröfinni en JR
heldur sér í kistuna og segist hvergi
fara. Á milli grátekkanna hrópar
hann í sífellu: „I’ve gotta stay,
momma! I have to. ”
Ný erfðaskrá
Bobby Ewing er sem sagt látinn.
Patrick Duffy var boðin hálf milljón
islenskra króna aukalega fyrir hvern
þátt ef hann héldi áfram aö leika í
Dallas en hann var búinn að fá nóg af
Bobby. Enda hefði hann elst um átta
ár á Southfork. Því var ekki um ann-
að að ræða en að grafa kappann og
það þótti að vonum ákaf lega sorglegt
og grétu flestir en JR þó mest.
I erfðaskrá Bobbys kemur áiit
hans á samferðamönnunum vel í
ljós. Hann arfleiðir Kristofer son
sinn að hlut sínum í Ewing-olíufélag-
inu, Ray Krebbs fær landareignim-
ar, Gary bróðir hans, sem vart hefur
sést á Southfork eftir að hann drakk
sig þar út úr húsum, fær uppáhalds-
hestana en JR ekki nema eina hagla-
byssu.
Nýr Bobby
Framleiðendur Dallas-þáttanna
vita þó sem er að ekki þýðir að bjóða
áhorfendum eingöngu upp á ill-
mennskuna í JR og því hefur nýr
maður verið kvaddur á vettvang.
Jack Ewing heitir sá og er fjarskyld-
ur þeim bræðrum en virðist hafa
fengið flesta eðliskosti Bobbys í
vöggugjöf. Hann er myndarlegur,
góðviljaður og vill leysa hvers
manns vanda. Sérstaklega reynist
hann Miss Ellie vel í þeim ósköpum
sem dynja yfir hana með reglulegu
millibili.
í þessari kistu liggur Bobby, ískaldur
og út úr myndinni.
Grátkast JR við kistu Bobbys
þykir eitt það átakamesta i kvik-
myndasögunni. Hann er gersam-
lega óhuggandi og á frummálinu
æpir hann, er Miss Ellie reynir að
draga hann á braut: ,,1've gotta
stay, mommal I have to."
Connery í James Bond-kvikmynd-
inni Never Say Never Again. Þykir
hún líkleg til stórræða meðal karl-
mannanna, því bæði er hún fallegri
og yngri en Victoria Principal og
Linda Gray. Svo ekki sé minnst á frú
Ray Krebbs, eða ekkju Elvis
Presley, sem situr á sundlaugar-
Dack Rambo leikur Jack Ewing,
fjarskyldan ættingja sem hlotið
hefur flesta eðliskosti Bobby
Ewings i vöggugjöf.
barmi alla daga og er orðin hrukkótt
á bakinu.
Dallasþættirnir hafa átt undir
högg að sækja vegna vinsælda
Dynastyþáttanna að undanförnu þar
sem fjöldamorð í kirkju einni hafa
átt hugi og hjörtu Bandaríkjamanna
upp á síökastið. Vonast Dallasfram-
leiðendurnir til að grátstafir JR við
kistu Bobbys eigi eftir að gera sitt
gagn í samkeppninni. -EIR.
Bobby er látinn. Fékk bil á sig miðjan er hann
var að kveðja Pamelu i hinsta sinn á leið til nýrrar
kærustu. ,,Eg elska þig enn," voru síðustu orð
Pamelu og svo kom billinn. . .
Nýtt barn
Þá fer töluverður tími í að lýsa
sorg Pamelu sem kemst að því
skömmu eftir dauða eiginmanns síns
aö hún er kona ekki einsömul. Bobby
hefur þá látið það verða sitt síðasta
verk hér á jörðu að gera hana ófríska
og mátti það ekki seinna vera. Sue
Ellen á að sjálfsögðu eftir að skilja
við JR og nú þróast málin þannig að
hún þjarmar að eiginmanni sínum,
þroskuð og sterkari kona en áður.
Færist verulegt fjör í leikinn þegar
Dusty birtist aftur, búinn að ná sér
að fullu eftir flugslysið fræga og fer
að gera hosur sínar grænar fyrir Sue
Ellen. Hún stenst að sjálfsögðu ekki
mátið.
Ný kona
Bæöi hún og Pamela, mágkona
hennar, svo ekki sé minnst á Lucy
litlu, eiga eftir að fá harða sam-
keppni frá nýrri leikkonu sem ráðin
hefur verið til starfa í þáttunum. Sú
heitir Barbara Carrera, fædd og upp-
alin í Nicaragua og gerði fyrst garð-
inn frægan er hún lék á móti Sean
Barbara Carrera,
fyrrum James
Bond-stúlka, á eftir
að hrista verulega
upp í Southfork og
í nágrenni.
K-
x