Dagblaðið Vísir - DV - 12.10.1985, Blaðsíða 26
26
DV. LAUGARDAGUR 12. OKTOBER1985.
Aðalfundur
Landverndar
verður haldinn laugardaginn 9. nóv. 1985 í Alviðru í
ölfusi og hefst kl. 9.30 fyrir hádegi. Á dagskrá fundarins
verður:
1. Almenn aðalfundarstörf.
2. Kynning á fræðslusetrinu Alviðru.
3. Umræður um rannsóknir í umhverfismálum.
Stjórnin.
Hjúkrunarfræðingar
Sjúkrahúsið í Húsavík óskar að ráða hjúkrunarfræðinga
nú þegar eða eftir samkomulagi.
Upplýsingar veitir hjúkrunarforstjóri í síma 96-41333.
Sjúkráhúsifl í Húsavik sf.
URVALS NOTAÐIR
Arg. Km Kr.
Ch. Malibu CLst. 1979 98.000 320.000
Isuzu Tropper dísil 1983 54.000 750.000
Opel Kadett luxus 1982 55.000 270.000
Volvo 343 1977 45.000 140.000
M. Benz 250 m/öllu 1978 90.000 570.000
Range Rover 1981 56.000 950.000
BMW 520i 1983 50.000 650.000
Volvo 244 GL, sjálfsk. 1982 34.000 440.000
Chrysler Le Baron st. 1979 51.000 390.000
Isuzu Gemini, 1981 43.000 220.000
Ch. Citation 1980 80.000 290.000
Mazda 929 st. 1982 35.000 380.000
Izusu pickup d 4 x 4 1983 32.000 440.000
Mazda 3231500,4d. 1981 66.000 240.000
Datsun Cherry GL 1982 31.000 265.000
Ch. Impala 1979 85.000 300.000
Fiat Regata 70 1984 26.000 360.000
CH. Citation, sjálfsk. 1981 50.000 3/U.UUU
Opel Commador 1982 41.000 590.000
Opel Kadett, 4ra d., 1984 8.000 360.000
Opel Rekord 2,0 lúxus 1982 79.000 395.000
Opel Asconaöd. 1984 14.000 460.000
Opel Corsa luxus 1984 _ 19.000 340.000
Saab 900 GLE 1984 35.000 650.000
Dodge Aspen SE 1979 73.000 280.000
Toyota Crown dísii 1981 87.000 390.000
Opiö vírka daga kl. 9—18 (opiö hádeginu).
Opiölaugardagákl. 13—17.
Sími 39810 (bein lina).
BíLVANGURsf
HÖFÐABAKKA 9 5ÍMI 687300
Ari Kristinsson — og fé-
lagarnir Þór og Danni á
skjá kiippiborðsins í bak-
sýn. Ari vinnur við að full-
gera Löggulíf sem frum-
sýnd verður um jólaleyt-
ið. (Mynd Gunnar
Andrésson).
„Kvikmynda-
vélin eins
og persóna”
Ari Kristinsson hefur vaxið upp í ís-
lenska „kvikmyndaævintýrinu” — í
það sækir hann sína starfsreynslu og
menntun. Hann er kvikmyndatöku-
maður fyrirtækisins Nýtt líf sem hefur
framleitt myndimar um þá félaga Þór
og Danna — Nýtt líf og Dalalíf. Og
þessa dagana situr Ari í aðalstöðvum
Nýs lífs og klippir Löggulíf, þriðju
myndina um grallarana tvo sem þeir
Eggert Þorleifsson og Karl Ágúst Ulfs-
son leika.
Við trufluðum Ara við klippiborðið
þegar hann var að snyrta til atriði eitt
þar sem Þór og Danni, íklæddir löggu-
búningum, koma að kviknöktum
manni í heita læknum í Nauthólsvík-
inni. Maðurinn er útlendur og upphefst
nú sprenghlægilegur tungumálamis-
skilningur.
Skammdegi
I vor sem leið frumsýndi Nýtt líf sína
fyrstu spennumjTid — Skammdegi. Og
þegar Ari haföi snúið sér frá kUppi-
borðinu og við fengiö hann til að
gleyma Löggulífi um stund, trúði hann
okkur fyrir því að sér hefði fundist
skemmtilegra að taka Skammdegi
heldur en gamanmyndirnar.
„Það er allt annað aö gera drama-
tiska mynd heldur en gamanmynd,”
sagði Ari. „Það stafar m.a. af því aö í
gamanmynd þarf aUt að ganga hratt
fyrir sig. Það er enginn tími fyrir
stemmningar. Gamanmyndin þarf
helst að vera björt og hröð. En í
myrkraköflunum í Skammdegi upp-
lifði ég kvikmyndatökuvélina næstum
sempersónu.”
— Nú er Skammdegi spennumynd,
varð myndavélin kannski að þeirri
persónu sem mest kynti undir drauga-
stemmninguna?
„Já — hún varð mjög sjálfstæð,
blessuð. En vitanlega var það fleira
sem efldi draugastemmninguna. Viö
ætluðum okkur frá upphafi að setja
borgarbúa í afskekkt umhverfi — um-
hverfi sem hefði sín eigin lögmál og
engin leið að grípa simann eða rjúka í
burtu. Við fórum víða um land til að
finna rétta staðinn fyrir tökurnar. M.a.
fórum við út í Grímsey — en svo fund-
um við þennan bæ fyrir vestan. Við
vorum fyrst í Reykjarfirði við Þráinn
(Bertelsson) í einar þrjár nætur, vor-
um þar og skrifuöum við gasljós.
Stemmning þeirra fyrstu nátta hafði
mest áhrif á myndina.”
„Neyðin kennir..."
Ari segist hafa lent á bak við kvik-
myndatökuvélina af tilviljun. „Ég
hafði ekki áhuga á kvikmyndatöku —
ætlaöi að leggja fyrir mig teikni-
— eftir Gunnar Gunnarsson