Dagblaðið Vísir - DV - 12.10.1985, Síða 43
DV. LAUGARDAGUR12. OKTOBER1985.
43
Útvarp
Sjónvarp
Veðrið
Laugardagur
12. október
Sjónvarp
16.30 Enska knattspyrnan.
17.30 tþróttír. Umsjónarmaöur
Bjarni Felixson.
19.20 Steinn Mareo Polos. (La
Pietra di Marco Polo). Þriðji
þáttur. Italskur framhaldsmynda-
flokkur fyrir böm og unglinga.
Þættirnir gerast i Feneyjum þar
sem nokkrir átta til tólf ára
krakkar lenda í ýmsum ævin-
týrum. Þýðandi Þuríöur Magnús-
dóttir.
19.50 Fréttaágrip á táknmáli.
20.00 Fréttir og veður.
20.25 Auglýsingar og dagskrá.
20.35 Bundinn í báöa skó. (Ever
Deereasing Circles). Lokaþáttur.
Breskur gamanmyndaflokkur í
fimm þáttum um skin og skúri í lífi
félagsmálafrömuðar. Aöalhlut-
verk: Richard Briers. Þýöandi
Ölafur Bjarni Guönason.
21.10 Ekki eru allar feröir til fjár.
(California Suite). Bandarísk bíó-
mynd frá 1978. Leikstjóri Herbert
Ross. Leikendur: Michael Caine,
Maggie Smith, Walter Matthau,
Alan Alda, Jane Fonda og Richard
Pryor. Nokkur hjón ætla aö eiga
notalega dvöl á hóteli í Hollywood.
Hitt og þetta verður til aö spilla
ánægjunni en gestirnir hverfa
brott reynslunni ríkari.
22.50 Róm Fcllinis. Itölsk bíómynd
frá 1972 eftir Federico Fellini.
Fellini kallar myndina „sögu
borgar” en í henni slær hann
marga strengi, fléttar saman for-
tíö og nútið, draumi og veruleika
og gefur ímyndunaraflinu lausan
tauminn. I myndinni leikur Peter
Gonzales Fellini sern ungan kvik-
rayndaleikstjóra.
00.50 Dagskrárlok.
Utvarp rás I
7.00 Veöurfregnir. Fréttir. Bæn.
7.15 Tónleikar, þulur velur og kynn-
ir.
7.20 Leikfimi.
7.30 íslenskir einsöngvarar og kórar
syngja.
8.00 Fréttir. Dagskrá.
8.15 Veöurfregnir. Tónleikar.
8.30 Forustugreinar dagblaöanna.
Tónleikar.
9.00 Fréttir. Tilkynningar. Tónleik-
ar.
9.30 Óskalög sjúklinga. Helga Þ.
Stephensen kynnir.
10.00 Fréttir.
10.05 Daglegt mál. Endurtekinn þátt-
ur Guðvaröar Más Gunnlaugsson-
ar frá kvöldinu áöur.
10.10 Veðurfregnir. Oskalög sjúkl-
inga, framhald.
11.00 Á tólfta tímanum. Einar Krist-
jánsson sér um þátt í lok umferö-
arviku.
12.00 Dagskrá. Tilkynningar.
12.20 Fréttir.
12.45 Veðurfregnir. Tilkynningar.
Tónleikar.
13.50 Hér og nú. Fréttaþáttur í viku-
lokin.
15.10 Miðdegistónleikar. Píanókvint-
ett op. 5 eftir Christian Sinding.
Eva Knardahl leikur á píanó meö
strengjakvartett Arne Monn
Iversen.
15.50 íslenskt mál. Asgeir Blöndal
Magnússon flytur þáttinn.
16.00 Fréttir. Dagskrá.
16.15 Veöurfregnir.
16.20 Listagrip. Þáttur um listir og
menningarmál í umsjá Sigrúnar
Björnsdóttur.
17.00 Framhaldsleikrit barna og
unglinga: „Ævintýracyjan” eftir
Enid Blyton. Fyrsti þáttur af sex
Þýðandi: Sigríöur Thorlacius
Steindór Hjörleifsson bjó til flutn
ings í útvarp og er leikstjóri. Leik-
endur: Halldór Karlsson, Arni
Tryggvason, Kristín Anna Þórar-
insdóttir, Ásgeir Friðsteinsson og
Valdimar Lárusson. Sögumaöur:
Jónas Jónasson. Áður útvarpað
1960 og 1964.
17.30 Stund meö Viktoríu Spans sem
syngur lög eftir Henry Purcell.
Jaap Spigt leikur á sembal. Kynn-
ir: IngiKarl Jóhannesson.
18.00 Tónleikar. Tilkynningar.
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvölds-
ins.
19.00 Fréttir. Tilkynningar.
19.35 Elsku mamma. Þáttur í umsjá
Guðrúnar Þóröardóttur og Sögu
Jónsdóttur.
20.00 Tónleikar.
20.15 Leikrit: „Leyndardómar
sveitasetursins” eftir Guy Merc-
dith. Endurflutt frá fimmtudags-
kvöldi.
22.00 Fréttir. Dagskrá morgundags-
ins.
22.15 Veðurfregnir. Orö kvöldsins.
22.30 Á ferð með Sveini Einarssyni.
23.05 Danslög.
24.00 Fréttir. Dagskrárlok.
00.05 Miönæturtónleikar. Umsjón:
Jón Örn Marinósson.
Ol.OODagskrárlok.
Næturútvarp á rás 2 til kl. 03.00.
Útvarp rás II
10.00—12.00 Morgunþáttur. Stjórn-
andi: SigurðurBlöndal.
14.00—16.00 Laugardagur til lukku.
Stjórnandi: SvavarGests.
16.00—17.00 Listapopp. Stjórnandi:
Gunnar Salvarsson.
17.00—18.00 Hringboröiö. Stjórnandi:
Siguröur Einarsson.
Hlé.
20.00-21.00 Línur. Stjórnandi: Heiö-
björt Jóhannsdóttir.
21.00—22.00 Dansrásin. Stjórnandi:
Hermann RagnarStefánsson.
22.00—23.00 Bárujárn. Stjórnandi:
Sigurður Sverrisson.
23.00—00.00 Svifflugur. Stjórnandi:
Hákon Sigurjónsson.
00.00—03.00 Næturvaktin. Stjórn-
andi: Margrét Blöndal.
Sunnudagur
13. október
Sjónvarp
18.00 Sunnudagshugvekja. Séra
Olafur Jóhannsson flytur.
18.10 Á framabraut. (Fame). Þriðji
þáttur. Bandarískur framhalds-
myndaflokkur um æskufólk í lista-
skóla í New York. AÖalhlutverk:
Debbie Allen, Lee Curren, Erica
Gimpel og fleiri. Þýöandi Ragna
Ragnars.
19.00 hlé.
19.50 Fréttaágrip á táknmáli.
20.00 Fréttir og veður.
20.25 Auglýsingar og dagskrá.
20.40 Sjónvarp næstu viku.
20.55 Kristján Jóhannsson óperu-
söngvari. Sviösmyndir af Krist-
jáni Jóhannssyni á sviðinu í
bandarískum borgum og utan þess
ásamt viðtölum. Umsjón og
stjórn: Guöni Bragason.
21.35 Njósnaskipið. (Spyship).
Lokaþáttur. Breskur framhalds-
myndaflokkur í sex þáttum.
Aðalhlutverk: . Tom Wilkinson,
Lesley Nightingale, Michael
Aldridge og Philip Hynd. Þýðandi
Bogi Arnar Finnbogason.
22.25 Hljómskálamúsík — Fyrri
hluli (Last Night of the
Promenade Concert from
London). Breska útvarps-
hljómsveitin, kór og einsöngvarar
flytja verk eftir Holst, Gershwin
og Walton. Stjórnandi Vernon
Handley. (Eurovision — Breska
sjónvarpiöBBC).
23.40 Dagskrárlok.
Útvarp rásI
8.00 Morgunandakt. Séra Sváfnir
Sveinbjarnarson prófastur,
■ Breiöabólstaö, flytur ritningarorð
og bæn.
8.10 Fréttir.
8.15 Veöurfregnir. Lesiö úr forustu-
greinum dagblaðanna.
8.35 Létt morgunlög. Lírukassalög,
írsk þjóölög og lög frá Martinique.
9.00 Fréttir.
9.05 Morguntónleikar. a. „Wo soll
ich fliehen hin”, kantata nr. 5 á 19.
sunnudegi eftir Þrenningarhátíö
eftir Johann Sebastian Bach. Paul
Esswood, Kurt Equiluz og Max
von Egmond syngja meö Drengja-
kórnum í Vínarborg og Chorus
Viennensis. Nicolaus Harnoncourt
stjórnar Concentus musicus
kammersveitinni. b. Konsert i Es-
dúr fyrir horn og orgel eftir
Christoph Förster. Hermann Bau-
mann leikur á horn og Herbert
Tachezi á orgel. c. „Flugelda-
svíta” eftir Georg Friedrich Hánd-
el. Enska kammersveitin leikur/
Karl Richter stjórnar.
10.00 Fréttir.
10.10 Veðurfregnir.
10.25 Sagnaseiður. Umsjón: Einar
Karl Haraldsson.
11.00 Messa frá Abo í Finnlandi. Dr.
John Vikström erkibiskup Finna
predikar. Tónlistarfólk dómkirkj-
unnar í Abo sér um tónlist. Bern-
haröur Guömundsson flytur kynn-
ingu og þýðingu. Hádegistón-
leikar.
12.10 Dagskrá.Tónleikar.
12.20 Fréttir.
12.45 Veðurfregnir. Tilkynningar.
Tónleikar.
13.30 Á aldarafmæli Jóhannesar
Sveinssonar Kjarvals. Fyrri hluti:
Uppvöxtur og umbrotaár. Björn
Th. Björnsson tók saman. Les-
arar: Sveinn Skorri Höskuldsson,
Þorsteinn Jónsson og Silja Aöal-
steinsdóttir. (Síöari hlutanum
verður útvarpaö20. október).
14.30 Miðdcgistóuleikar. a. Slavn-
eskur dans op. 72 nr. 1 eftir
Antonín Dvorák. Sinfóníuhljóm-
sveit Lundúna leikur. Wilii
Boskovsky stjórnar. b. Ungverskir
dansar frá Marosszék í raddsetn-
ingu Zoltán Kódalý. Ungverska
Fílharmoniusveitin leikur. Antal
Dorati stjórnar. c. Dansar frá
Lasské eftir Leos Janacek.
Fílharmoníusveitin í Brno leikur.
Jiri Waldhans stjórnar.
15.10 Frá islendingum vestanhafs.
Gunnlaugur B. Olafsson ræöir við
Björn Jónsson lækni í Swan River.
16.00 Fréttir. Dagskrá.
16.15 Veðurfregnir.
16.20 Vísindi og fræði — Er hægt að
kenna gagnrýna hugsun? Páll
Skúlason prófessor flytur erindi.
(Fyrri hluti).
17.00 Sumartónleikar í Skálholti 10.
ágúst sl. Eva Nordenfelt leikur á
sembal svítur eftir Georg Fried-
rich Handel. Þorsteinn Helgason
kynnir.
18.00 Bókaspjall. Áslaug Ragnars
sér um þáttinn.
18.15 Tónleikar. Tilkynningar.
18.45 Veöurfregnir. Dagskrá kvölds-
ins.
19.00 Fréttir. Tilkynningar.
19.35 „Það er nú sem gerist”. Ey-
vindur Erlendsson lætur laust og
bundiö við hlustendur.
20.00 Stefnumót. Þorsteinn Eggerts-
son stjórnar blönduöum þætti fyrir
ungt fólk.
20.40 Ljóð og lög. Umsjón: Hermann
Ragnar Stefánsson.
21.15 „Daggardans og darradans”.
Pjetur Hafstein Lárusson les úr
óprentuöum ljóöum sínum.
21.30 Útvarpssagan: „Saga Borgar-
ættarinnar” eftir Gunnar Gunn-
arsson. Helga Þ. Stephensen les
(2).
22.00 Fréttir. Dagskrá morgundags-
ins.
22.15 Veðurfregnir. Orð kvöldsins.
22.25 Iþróttir. Umsjón: Ingólfur
Hannesson.
22.40 Betur sjá augu. Uinsjón:
Magdalena Schram og Margrét
Rún Guömundsdóttir.
23.20 Kvöldtónleikar. a. Vals úr ball-
ettinum „Þyrnirós” eftir Pjotr
Tsjaikovskí. Konunglega Fil-
harmoníusveitin í Lundúnum leik-
ur. Adrian Boult stjórnar. b.
„Stúlkan frá Arles”, svíta nr. 2 eft-
ir Georges Bizet. Lamoui'eux
hljómsveitin leikur. Igor Marke-
vitsh stjórnar. c. „Moldá”, tóna-
ljóö eftir Bedrich Smetana. Fíl-
harmoníusveit Berlínar leikur.
Ferenc Fricsay stjórnar. d.
„Minningar um sumarnótt í
Madrid” eftir Michael Glinka.
Sovéska ríkishljómsveitin leikur.
Jevgení Svetlanov stjórnar.
24.00 Fréttir.
00.05 Milli svefns og vöku. Hildur
Eiríksdóttir og Magnús Einarsson
sjá um þáttinn.
Útvarp rás II
13.30—15.00 Krydd í tilvcruna.
Stjórnandi: Helgi Már Barðason.
15.00—16.00 Tónlistarkrossgátan.
Hlustendum er gefinn kostur á aö
svara einföldum spurningum um
tónlist og tónlistarmenn og ráöa
krossgátu um leið. Stjórnandi: Jón
Gröndal.
16.00—18.00 Vinsældalisti hlusteuda
rásar 2. 30 vinsælustu lögin leikin.
Stjórnandi: Gunnlaugur Helga-
son.
I dag verður allhvöss sunnan-
eða suöaustanátt og rigning víða
um land en snýst í suðvestan kalda
með skúrum um vestanvert landiö
fyrir hádegi en léttir til síödegis
noröaustanlands. Hiti 6—10 stig.
Veður
Veðrið kl. 12 á hádegl í gær:
Akureyri skýjaö 6, Egilsstaðir
skýjað 5, Galtarviti skúr á síðustu
klukkust. 5, Höfn úrkoma í grennd
4, Keflavíkurflugvöllur skúr á síö-
ustu klukkustund 8, Kirkjubæjar-
klaustur skýjaö 5, Raufarhöfn létt-
skýjaö 5, Reykjavík úrkoma í
grennd 7, Sauöárkókur skýjað 6,
Vestmannaeyjar skýjað 7. Bergen
alskýjaö 10, Helsinki skýjað 10,
Kaupmannahöfn rigning á síðustu
klukkustund 15, Osló skýjaö 13,
Stokkhólmur skýjaö 9, Þórshöfn
léttskýjaö 6. Algarve heiöskírt 26,
Amsterdam skýjaö 18, Barcelona
(Costa Brava) léttskýjað 23, Berlín
skýjaö 16, Chicagó þokumóöa 6,
Feneyjar (Rimini og Lignano) létt-
skýjað 20, Frankfurt skýjaö 18,
Glasgow léttskýjaö 13, London
skýjaö 19, Los Angeles skýjaö 17,
Lúxemborg léttskýjað 17, Madrid
léttskýjaö 22, Malaga (Costa Del
Sol) heiðskírt 25, Mallorca (Ibiza)
skýjaö 25, Montreal léttskýjað 2,
New York skýjaö 14, Nuuk léttskýj-
að —5, París skýjaö 20, Róm heiö-
skrít 25, Vín skýjaö 19, Winnipeg
heiðskírt —2, Valencia (Benidorm)
hálfskýjaö24.
Gerígið
Gengisskrámng nr. 193 - 11. október
1985 kl. 09.15
Einingkl. 12.00 Kaup Sala T ollgengi
Doilar 41.400 41,520 41,240
Pund 58.511 58,680 57,478
Kan. doliar 30,191 30279 30,030
Dönsk kr. 4,3103 4,3227 42269
Norsk kr. 5Í475 52627 5,1598
Sænsk kr. 5.1942 52092 5,1055
R mark 7JI695 72906 7,1548
Fra. franki 5.1301 5,1450 5,0419
Bekj. franki 0.7708 0,7730 0,7578
Sviss. franki 19,0301 19,0853 18,7882
HoD. gyOini 13,8810 13,9212 13,6479
V«þýskt mark 15,6448 15,6901 15,3852
It. Ilra 0D2316 0,02322 0,02278
Austurr. sch. 22266 22330 2,1891
Port. Escudo 02548 0.2555 0,2447
Spá. peseti 02562 02569 02514
Japanskt yen 0.19260 0,19316 0,19022
frskt pund 48276 48,516 47,533
SDR (sárstök 44,0332 44,1608 43,4226
dráttar-
réttindi)
Simsvari vegna gengisskráningar 22190.
eru Ijósin
í lagi?
yUMFERÐAR
RÁO