Dagblaðið Vísir - DV - 12.12.1985, Blaðsíða 2
2
DV. FIMMTUDAGUR12. DESEMBER1985.
Grænlendingar vilja líka sjá gervihnattasjónvarp:
Biðja íslending um
að setja upp skerm
Grænlendingar vilja fá aðstoð
íslendings við að setja upp skerm
til að taka á móti sjónvarpssend-
ingum gervitungla.
„Ég fékk bréf frá fyrirtæki í
Narssarssuaq á Grænlandi. Þeir
vilja kanna hvort þetta sé hægt og
vilja ræða við mig um að ég hjálpi
þeim að koma upp móttökubún-
aði,“ sagði Ari Þór Jóhannesson
rafeindavirki en hann setti upp
skerm fyrir sitt eigið heimili að
Krummahólum 8 í Breiðholti fyrir
rúmum mánuði. Ari setti einnig
upp skerm fyrir Videolund á Akur-
eyri í síðustu viku.
„Þetta er spennandi á Grænlandi.
Þeir ná ekki ECS-hnettinum, sem
við náum, en þeir eru betur stað-
settir gagnvart öðrum hnöttum
sem við náum ekki. Þeir gætu náð
tíu bandarískum hnöttum. Græn-
land er það vestarlega," sagði Ari
Þór. . -KMU.
Ari Þór Jóhannesson, til hægri,
sem setti upp skerm fyrir heim-
ili sitt i Breiðholti, hefur nú
verið beðinn um að aðstoða
Grænlendinga við að ná gervi-
hnattasjónvarpi.
Svavar Sigmundsson dósent, ritstjóri íslensku samheitaorðabókar-
innar, Jón Aðalsteinn Jónsson, formaður sjóðstjórnar, Sigmundur
Guðbjarna'son háskólarektor, Anna Einarsdóttir, fulltrúi Máls og
menningar sem dreifir bókinni, og Bjarni Guðnason prófessor, einnig
í sjóðstjórn.
FIMMTÍU OG ÞRJÚ
ORD YFIR HEIMSKU
FJARLAGAGATIÐ
ORÐIÐ MINNST
2.5 MILUARÐAR
Langþráð samheitaorðabók komin
út.
Nú ættu krossgátuunnendur, ljóð-
skáld, blaðamenn og yfirleitt allir
, þeir, sem rita þurfa íslenskt mál að
staðaldri, að kætast ("f'agna, bjóða
velkominn, æpa fagnaðaróp, taka
feginsamlega, gleðjast, hlakka yfir,
kunna sér ekki læti..")t því út er
komin íslensk samheitaorðabók.
Óhætt er að segja að eftir þessari
orðabók hafi verið beðið með
allnokkurri eftirvæntingu, því meðal
annarra þjóða þykja slíkar bækur
hið mesta þarfaþing, raunar alveg
ómissandi.
Þau hjónin Þórbergur Þórðarson
og Margrét Jónsdóttir stofnuðu sjóð
árið 1970 og gáfu Háskólanum, og
er tilgangur hans að "styrkja samn-
ingu og útgáfu íslenskrar samheita-
orðabókar, rímorðabókar og ís-
lenskrar stílfræði." Frá 1974 hefur
Svavar Sigmundsson, dósent, unnið
að samningu samheitaorðabókar-
innar og næst er ætlunin að hefja
vinnu við rímorðabók og stílfræði.
„Samgönguráðuneytið er að ganga
frá regl.ugerð. sem er fullmótuð, um
gervitunglamóttöku," sagði Jón
Skúlason, póst- og símamálastjóri,
er DV spurði hvaða stefna yrði tekin.
Eins og fram hefur komið í blaðinu,
eru litlir skermar, ætlaðir til mót-
töku sjónvarpssendinga frá gervi-
tunglum teknir að streyma til lands-
ins.
„Reglugerð um starfrækslu jarð-
stöðva fyrir móttöku sjónvarpsefnis
um fjarskiptatungl“ mun væntanleg
Fyrir þá, sem ekki þekkja hugtakið
samheiti, skal hér upplýst, að þau
eru orð sem hafa svipaða eða hlið-
stæða merkingu, stundum sömu
merkingu, en oft er einhver blæmun-
ur á merkingum þeirra þannig að
yfirleitt er ekki hægt að nota eitt orð
nákvæmlega í annars stað.
Hin nýja samheitaorðabók hefur
um 44.000 uppflettiorð, en til saman-
burðar má geta þess að Orðabók
Menningarsjóðs hefur um 80.000. A
blaðamannafundi sagði Svavar Sig-
mundsson að slengiorð væru höfð
með ("stelpa: dugga, físa, gella, pía,
píka, pjása, pæja, skutla, skvísa,
o.s.frv."), en þau væru rækilega
merkt. Á hinn bóginn væru mjög
sjaldgæf orð úr skáldamáli ekki í
bókinni.
Jón Aðalsteinn Jónsson, orðabók-
arstjóri, sem er formaður sjóðs þeirra
Þórbergs og Margrétar, upplýsti að
það hefði kostað 6 milljónir að gera
samheitaorðahókina. Hún er prent-
' ‘OOO eintökum og kostar 2950
krónurútúrbúð. - ai
reglugerð heita.
„Við erum ekki alveg búnir að
ganga frá henni. Ég á von á því að
það verði í næstu viku,“ sagði Halld-
ór S. Kristjánsson, skrifstofustjóri í
samgönguráðuneytinu, er DV spurði
hvenær reglugerðin yrði gefin út.
Reglugerðin mun byggjast á hug-
myndum Pósts og síma sem samdi
drög að henni. Móttaka sjónvarps-
efnis um fjarskiptatungl verður háð
leyfi Pósts og síma.
- KMU.
Ljóst er að halli á fjárlögum þessa
árs verður mun meiri en ætlað var
í upphafi. Samkvæmt upplýsingum
DV er hið árlega fjárlagagat orðið
2,5 milljarðar. Sjálfsagt verða þessi
vandamál reifuð á morgun þegar
önnur umræða um íjárlög næsta
árs fer fram á Alþingi. Aðrar heim-
ildir segja að ef ríkisreksturinn sé
gerður upp fyrir þetta ár sé hallinn
allt að 4 milljörðum. Þegar sú tala
er fengin er tekinn halli á láns-
fjárlögum, ríkissjóði og stofnunum
og fyrirtækjum á vegum ríkisins.
Þessar staðreyndir valda miklum
áhyggjum á stjórnarheimilinu.
Menn benda á að launaþróun opin-
berra starfsmanna hafi farið langt
„Ég tel tímælalaust að það hefði
átt að bjóða út eigur Hafskips. Það
varðar miklu. Ef hægt hefði verið að
fá hærra tilboð hefði tap bankans
minnkað. Einnig er hættulegt að
Eimskip fái sjálfkrafa að taka yfir
hafnaraðstöðu Hafskips. Það er lyk-
ilatriði til að tryggja einokunarstöðu
Eimskips. Það hindrar meðal annars
að aðrir geti stofnað nýtt skipafélag.
Svo bætist við að í kjölfar þessarar
sölu leggst á annar skattur í formi
hækkaðra flutningsgjalda," sagði
Jón Baldvin Hannibalsson i viðtali
viðDV.
Jón spurði viðskiptaráðherra hvort
ekki væri mögulegt að örðum gæfist
kostur á að bjóða í þrotabú Hafskips,
þegar Hafskipsmálið var til umræðu
á Alþingi. Hann fékk engin svör.
„Ég hef ekkert með þetta að gera.
Þegar fyrirtækið er komið til gjald-
þrotaskipta þá er það skiptaráðandi
sem ræður þessu máli. Hann er
dómstóll sem ég get ekki skipt mér
af. Vitaskuld vil ég fá sem mest fyrir
eigur Hafskips. En ég vil ekki taka
ábyrgð á því ef Eimskip myndi bakka
með þetta tilboð og eitthvert verra
tilboð kæmi í staðinn og tapið yrði
enn meira fyrir bankann," sagði
Matthías Bjarnason viðskiptaráð-
fram úr áætlun, sem og verðbólgan.
Gatið stóra flytur sig yfir á næsta
ár og nauðsynlegt að gera ein-
hverjar ráðstafanir. En hvað á að
gera ? spyrja stjórnarliðar. Þegar
hefur ríkisstjórnin boðað stórfelld-
an niðurskurð, hætt við að feggja
á vörugjald og gera breytingar á
tollalöggjöfinni.
Við blasa þrír kostir. Leggja á
aukna skatta, skera meira niður
og taka meira af erlendum lánum.
Stjórnarflokkarnir eru sammála
um að auknar erlendar lántökur
séu ekki vænlegur kostur. Um
hinar leiðirnar er ekki samkomu-
lag. Framsóknarmenn vilja ekki
heyra á það minnst að skorið verði
herra, aðspurður hvort gefa ætti
öðrum tækifæri til að bjóða í þessar
eigur.
Jón Baldvin segir að eflaust séu
þetta rétt rök hjá ráðherranum. Hins
meira niður á næsta ári. Þeir eru
hins vegar frekar á því að leggja á
einhverja skatta til að auka tekjur
ríkissjóðs. Hrifningin er ekki mikil
innan Sjálfstæðisflokksins með að
skattar verði hækkaðir. Frá þeim
heyrast raddir um að skynsamlegra
sé að beita enn einu sinni niður-
skurðarhnífnum. En eins og fyrr
er ekki samkomulag um hvar eigi
að beita honum. Þegar sé búið að
þrengja að heilbrigðiskerfinu. Þá
segja sumir að ýmsar framkvæmdir
séu í raun strand vegna fjárskorts.
Hafnarframkvæmdir séu dæmi um
það. A næsta ári fari aðeins 17
milljónir til nýframkvæmda sem sé
í raun minna en ekki neitt. - APH
vegar telur hann að ráðherra hefði
getað haft óbein áhrif með því að
beita áhrifum sínum gagnvart Út-
vegsbankanum.
APH
100 ÞUSUND T0NNA
MEIRIL0DNUAFLI
Samkvæmt bráðabirgðatölum frá
Fiskifélagi íslands var þorskafli
báta í síðasta mánuði rúm 4,5 þús-
und tonn. Togaraafiinn var rúm 11
þúsund tonn af þorski. í nóvember
í fyrra var þorskafli báta rúm 7
þúsund tonn og togara tæp 10
þúsund tonn.
Heildarþorskafiinn í ár er kom-
inn í tæp 300 þúsund tonn, rúmlega
40 þúsund tonnum meiri afii en
sama tímabil í fyrra.
Síldaraflinn í nóvember var
21.610 tonn og loðnuaflinn tæp 195
þúsund tonn. Heildarafli loðnu og
síldar er meiri nú en á sama tíma
i fyrra. Nú hafa veiðst rúm 850
þúsund tonn af loðnu jjað sem af
er vertíð og tæp 48 þúsund tonn
af síld.
Loðiniaflinn er tæpum 100 þús-
und tonnum meiri nú en í fyrra,
og síldin 3 jiúsund tonnum meiri.
Rækjuafiinn sem er rúm 20 þús-
und tonn er svipaður og sl. ár.
Á fjórum stöðum á landinu hefur
verið landað yfír 100 þúsund tonn-
um af loðnu í ár þ.e. í Vestmanna-
eyjum, Siglufirði, Seyðisfirði og
Eskifirði.
Mest hefur verið landað af' loðnu
áSeyðisfirði.
Rúmum 45 þúsund tonnum af
loðnu hefur verið landað erlendis
á árinu, rúmvim 12 þúsund tonnum
af þorski og yfir 22 þúsund tonnum
aföðrum botnfiski. - ÞG
REGLUGERÐ UM GERVI-
HNATTASJÓNVARP
Af hverju ekki útboð á eigum Hafskips?
„Hef ekkert með
það að gera”
_m ■» | ■ I r JJC I