Dagblaðið Vísir - DV - 12.12.1985, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 12.12.1985, Blaðsíða 11
DV. FIMMTUDAGUR 12. DESEMBER1985. 11 Utlönd UUönd Utlönd Utlönd Solveig Fálldin, eiginkona flokks- formannsins, við eldhússtörfin á heimili þeirra hjóna. flokkurinn miklu fylgi -fékk aðeins 18,2% en borgaralegu flokkarnir héldu enn naumum meirihluta og Fálldin varð aftur forsætisráðherra. Sem fyrr tókst honum þó aðeins að halda stjórninni saman í tvö ár. Þá gengu íhaldsmenn úr stjórninni vegna ágreinings um skattamál. Fálldin sat þó út kjörtímabilið í minnihlutastj órn. I kosningunum 1982 tapaði Mið- flokkurinn fylgi i þriðju kosningun- um í röð, fékk 15,5% og jafnaðar- menn náðu meirihluta á ný. Andstreymi í síðustu kosning- um Fyrir síðustu kosningar átti Fálld- in enn í vök að verjast. Hann varð í tvígang að taka sér nokkurra vikna sjúkrafrí vegna magasárs sem hrjáði hann. Auk þess tók flokkurinn upp í kosningastefnu sína loforð, sem gekk þvert á vilja Fálldins. Meðal annars fyrirheit um lækkun sölu- skatts á matvælum, sem Fálldin taldi óraunhæft. Kosningabandalagið við Kristilega flokkinn var einnig gagn- rýnt harðlega af mörgum. Fálldin náði sér aldrei á strik í kosningabar- áttunni og ósigurinn varð mikill, fylgið aðeins 12,5% (þar af átti Kristilegi flokkurinn um 2%). En Fálldin vildi halda áfram, lofaði betri árangri næst. Gagnrýnin magn- aðist hins vegar -einkum innan æskulýðshreyfmgar flokksins. Ekki bætti úr skák að Gunnar Hedlund, 85 ára gamall orðinn, forveri Fálld- ins, gagnrýndi hann fyrir að hafa færst um of til hægri. Bóndinn snýr aftur í sveitina Reiðarslagið kom svo i síðustu viku, þegar Fálldin tilkynnti að hann nyti ekki lengur trausts kosninga- nefndarinnar og að honum hefði verið sparkað úr formannssætinu. - Nokkur huggun getur Fálldin verið í því að eimmitt nú hefur hans gamla baráttumál náð fram að ganga eftir öllum sólarmerkjum að dæma, því að jafnaðarmenn hafa ákveðið að leggja kjarnorkuverin niður í áföng- um. Fálldin mun hins vegar algerlega snúa baki við stjórnmálum og hefur afþakkað öll önnur embætti sem honum hafa boðist. Hann ætlar að snúa sér að landbúnaðinum að nýju og segir það gott fyrir uppgjafa- stjórnmálamann að taka upp líkam- legt strit. Mikið lofsorð Nú þegar dagar Fálldins sem stjórnmálamanns eru taldir keppast menn við að bera lof á hann. Ulf Adelsohn, leiðtogi íhaldsmanna, segir að ekki hafi verið heiðarlegri maður í sænska þinginu en Fálldin - að minnsta kosti ekki utan Ihalds- flolíksins. íhaldsmenn eru áhyggju- fullir út af því að samstarfið meðal borgaralegu flokkanna verði ekki eins gott og áður. Bengt Westerberg, leiðtogi Þjóðar- flokksins, segist harma að Fálldin hafi orðið að segja af sér. - „Ég ber mikla virðingu fyrir Fálldin og tel ekki að hann hafi átt sók á ósigri Miðflokksins þar sem hann þurfti í síðustu kosningum að verja stefnu sem hann var ekki að öllu leyti sammála sjálfur.“ Gösta Bohman, fyrrverandi for- maður fhaldsflokksins, segir að það sé heimskulegt af Miðflokknum að sparka manni með þá hæfileika sem Fálldin hafi til að bera. - „Thorbjörn Fálldin er því miður mjög vanmetinn og fjölmiðlarnir eiga mikla sök á því,“ sagði Bohman. Fálldins er gagnfræðapróf auk náms í bréfaskóla. Oft hefur Fálldin fengið að líða fyrir stutta skólagöngu sína, en jafnframt hafa margir þingmenn orðið til þess að bera því vitni að enginn þingmaður hafi verið eins vel að sér í hverju málefni, sem var til umræðu í þinginu, og eimmitt Fálld- in. Hann hafði bætt sér upp mennt- unarskortinn með því að kynna sér því betur málefnin sem til umræðu voru hverju sinni. Bóndinn Thorbjörn Fálldin var í fyrsta sinn valinn á þing 1958. Ellefu árum síðar var hanr. valinn varafor- maður Miðflokksins og árið 1971, þegar hinn aldni leiðtogi flokksins, Gunnar Hedlund, ákvað að hætta var Fálldin sjálfkjörinn sem eftir- maður hans. Kosningaferillinn Fálldin leiddi Miðflokkinn í fyrsta sinn til kosninga 1973 og vann flokk- urinn þá stórsigur, bætti við sig rúmlega 5% atkvæða og fékk 25,1%. Ekki tókst þó að velta jafnaðar- mönnum úr sessi í þeim kosningum en aðeins munaði hársbreidd. í kosningunum 1976 átti Miðflokk- urinn lengi í vök að verjast, þar til Fálldin gerði kjarnorkumálin að aðalkosningamáli sínu. Miðflokkur- inn reisti sig við eftir það og komst vel frá kosningunum þótt hann tap- aði smávægilega fylgi (fékk 24,1% atkvæða). Þar sem hinir borgaralegu flokkarnir náðu einnig góðri kosn- ingu tókst að velta Olof Palme og Jafnaðarflokknum úr sessi. Fálldin varð forsætisráðherra en beið álits- hnekki þegar starfsemi kjarnorku- versins í Barsebáck hófst þrátt fyrir kosningaloforð hans um að aldrei skyldi til þess koma. Ríkisstjórn Fálldins varð aðeins tveggja ára gömul og við tók minnihlutastjórn Þjóðarflokksins. í kosningunum 1979 tapaði Mið- Hættur stjórnmálaafskiptum ætl- ar Fálldin að snúa sér aftur að bústörfunum og þykir mörgum missir að jafnhæfileikamiklum manni. Fram aS jólum bjóðum við COMMODORE 64 Að sjálfsögðu fylgir segulband með í kaupunum. F ÁRMÚLA11 SlMI 81500 UTSOLUSTAÐIR: REYKJAVÍK: HAFNARFJÖRÐUR: KEFLAVlK: VESTMANNAEYJAR: SELFOSS: HVOLSVÖLLUR: Þór hf., Ármúla 11 Bókabúð Braga við Hlemm Kf. Hafnfirðinga Stapafell hf. Kjarni sf. Radio & Sjónvarpsstofan Kf. Rangæínga HÖFN: EGILSSTAÐIR: REYÐARFJÖRÐUR: SEYÐISFJÖRÐUR: HÚSAVÍK: Kf. Austur- Skaftfellinga Kf. Héraðsbúa Kf. Héraðsbúa Stálbúðin Bókav. Þórarins Stefánssonar AKUREYRI: SAUÐÁRKRÓKUR: BLÖNDUÓS: ÍSAFJÖRÐUR: BOLUNGARVÍK: BORGARNES: AKRANES: KEA - Hljómdeild Kf. Skagfirðinga Kf. Húnvetninga Póllinn Ljósvakinn Kf. Borgfirðinga Bókaskemman

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.