Dagblaðið Vísir - DV - 12.12.1985, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 12.12.1985, Blaðsíða 9
DV. FIMMTUDAGUR12. DESEMBER1985. 9 Utlönd Utlönd Utlönd Utlönd Vinafólk Honeckers njósn- Samnor- rænnís- lenskur Útlagi Friðrik Rafnsson, DV, París: Fyrir nokkru voru stofnuð hér í Frakklandi samtök er nefnast Cercle Nordique, eða Norræni hringurinn. Tilgangur samtakanna er að efla og styrkja menningartengsl milli Frakka og Norður- landabúa. Samtök þessi, er hafa höfuðstöðvar í Strasbourg, hófu formlega starfsemi sína í gær, 11. desember, með þvi að gangast fyrir norrænni kvikmyndahátíð er mun standa yfir frá 11. til 17. desember. Hátíðin var opnuð í gær með sýningu á íslensku kvikmyndinni Útlaginn eftir Ágúst Guðmunds- son. Ástæðan fyrir því að fslend- ingar ríða á vaðið á þessari hátíð mun vera sú að Útlaginn er eina íslenska kvikmyndin sem sýnd er á hátíðinni að þessu sinni, ein einnig sökum þess að efnislega er hún talin samnorrænust þeirra mynda er Norræni hring- urinn sýnir á þessari fyrstu hátíð að/ fyrír V-Þjóðverjana Starfsfólk Ford leikhússins í Washington fullyrðir að draug- ur Lincolns forseta sé þar enn á sveimi, 120 árum eftir að hann var myrtur. Gengur Lincolns draugur laus? Getur verið að draugur Abrahams Lincoln, forseta Bandaríkjanna, sem myrtur var í Ford leikhúsinu í Was- hington fyrir 120 árum, sé til staðar í leikhúsinu og hrelli leikara af og til með miklum hlátrasköllum? Um það eru að minnsta kosti fjöl- margir leikarar fullvissir sem starfað hafa í Ford leikhúsinu frá því það var aftur opnað eftir miklar endur- bætur árið 1968. Leikaramir segjast fullvissir um það að forsetinn fyrrverandi sitji af og til í gömlu heiðursstúkunni sinni og fylgist með þeim í æfingu og á sýningum. „Ég hef heyrt það meðal margra okkar leikara að þeim fmnst sem þeir hafi heyrt hlátur og jafnvel klapp úr gömlu heiðursstúku Lin- colns. Auðvitað hljómar þetta allt fáránlega en þetta er allavega nóg til að nema staðar og hugsa,“ segir Larisa Wanserski, auglýsingastjóri Ford leikhússins. Reynt hefur verið að þagga niður mesta njósnahneyskli, sem upp hefur komið í Austur-Þýskalandi, með því að neita opinberlega handtöku tveggja njósnara vesturveldanna sem sögð voru í nánum kunnings- skap við Erich Honécker, leiðtoga austur-þýska kommúnistaflokksins. Vestur-þýska blaðið „Quick“ segir, að hjón ein hafi í mörg ár starfað sem beggja þjónn, Austur-Þjóðverja og vestur-þýsku leyniþjónustunnar. Þau hafi í mörg ár látið v-þýsku leyniþjónustunni í té mikilvægar upplýsingar um leiðtoga A-Þýska- lands. Ber blaðið heimildir innan leyni- þjónustunnar fyrir því að eigin- maðurinn hafi starfað sem ráðgjafi Margot, eiginkonu Honeckers, en hún er menntamálaráðherra A-Þýskalands. 1 gegnum starf sitt hafði hann aðgang að upplýsingum um ýmsa þá sem gengu erinda kom- múnista á Vesturlöndum. Eins lét hann i té upplýsingar um einkalíf valdamanna eystra og samræður þeirra sín á milli. Blaðið segir að dauðarefsing bíði nú hjónanna sem svikin hafi verið af Hans Joachim Tiedge, starfsmanni gagnnjósnadeildar v-þýsku leyni- þjónustunnar, þegar hann strauk austur yfir í ágúst. Austur-þýska fréttastofan ADN heldur því fram að þessi frétt sé „lygi frá A til Z“. Umsjón: Guðmundur Pétursson og Hannes Heimisson Minningar einnar sem eftir liföi DORISLESSING Minninfgúí!Sar seirt eftir iitui BOK SEM UFIR AFRAM Minningar einnar sem eftir lifði kallar Doris Lessing sjálf „Tilraun til sjálfsævisögu'. Þetta er afar sérkennileg „dagbók" konu sem skráir hana einhvern tíma í framtíðinni við aðstæður þegar flest það er gengið úr skorðum, sem einkennir lífsþægindaþjóð- félag nútímans. Konan, sem dagbókina skráir, hefur tekið að sér að gæta tólf ára telpu, sem lærir að laga sig að breyttum aðstæðum, á meðan fulloröna konan fylgist með úr fjarlægð og flýr raunveruleikann inn í ímyndaða fortíð. Þýðandi: Hjörtur Pálsson. „Að sumra dóml er Dorls Lesslng næstum elns og völva sem séð getur langt Inn í myrka framtíð og komið orðum að því sem marglr þykjast flnna á sér og ímynda sér." THE CUARDIAN Höfundurinn, Doris Lessing, ereinnfremsti núlifandi rithöfundur í heimi. Hún fæddist árið 1919 og var alin upp í Ródesíu, en settist að í Englandi árið 1949. Hún hefur skrifað ótal smásögur og skáldsögur. Einna þekktust af bókum hennar er trúlega „The Colden Notebook', sem varð, án þess að höfundur- inn hefði beinlínis ætlað sér að skrifa sérstaka „kvennabók', nánast biblía kvenna um allan heim á síðasta áratug. Doris Lessing hefur verið boðið til Islands næsta vor á vegum Listahátíðar. Þetta erfyrsta bók hennar sem gefin er út í íslenskri þýðingu. BÓKAUTGÁfA LAUGAVEGl 145-105 REYKJAVÍK - SÍMI 91-622130

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.