Dagblaðið Vísir - DV - 12.12.1985, Blaðsíða 18
■
18
Gleðivaki
Ég held glaöur jól -
hljómplata með söng Kristins Sigmunds-
sonar og Mótettukórs Hallgrímskirkju við
hljóöfæraleik undir stjórn Harðar
Áskelssonar.
Upptaka: Halldór Vikingsson.
Umslag: Sigurþór Jakobsson.
Ljósmyndir: Sigurgeir Sigurjónsson.
Skurður: Tape One.
Pressun: Alfa.
Útgefandi: Örn og Örlygur.
Jólaplata er orðið að hugtaki sem
fær hroll til að setjast að sumu
fólki. í skjóli óprúttinnar sölu-
mennsku hafa ýmsir komist upp
með að selja alls kyns glutursöngva
undir merkjum jólatónlistar svo að
þegar á markaðinn kemur hljóm-
plata með öðru efni en forpoppuð-
um aðventusöngvum og ladderíi
jólasnoddasanna rekur mann i
rogastans. Einn slíkur undrunar-
og gleðivaki barst á markað í byrj-
un jólaföstu, hljómplatan „Ég held
glaður jól“. Titillinn er tekinn úr
einu erinda sálmsins „Sjá himins
opnast hlið“. „I túninu heima“
getur Halldór Kiljan Laxness þess
að hann hafi spurt ömmu sína
hvort hún hlakkaði ekki til jólanna
og þar stendur. „Amma mín taldi
það jólunum helst til gildis að þá
væri súngið uppáhalds sálmalag
hennar In dulci jubilo, Sjá himins
opnast hlið.“ Sálmurinn sá hefur
reyndar fyrr ómað á plötu með ís-
lenskum kirkjukór, eins og íjórir
aðrir af umræddri plötu. Síst ber
það að lasta og samanburðurinn
verður til þess að undirstrika
hversu geysigott hljóðfæri Mót-
allur er leikurinn til fyrirmyndar.
Því má líka þakka útsetningunum
sem einatt falla fjarska vel saman.
Hljóðfæraraddirnar notaðar til
stuðnings og skrauts án þess að
nokkurs staðar sé ofhlaðið. Það
hlýtur að liggja í helgi jólalagsins
að svo ólíkir menn sem Atli Heimir
Sveinsson, Jón Þórarinsson og
David Willcocks virðast vinna sitt
handverk með sama lagi. En ekki
er aðeins að góðar útsetningar, vel
sungnar og leiknar, séu á plötunni.
Atriðunum er líka raðað þannig
upp að fram kemur markviss stíg-
andi á hvorri síðu fyrir sig. Þar er
byrjað á hinum einfaldari, gömlum
jólasálmum, síðan farið yfir í hina
ensku aðventusöngva með ögn líf-
legra yfirbragð og endað á tindin-
um, aríunum úr kantötu Bachs og
Jólaóratoríunni. Þó svo að menn
þykist geta hlustað á hvern bita
einnar plötu úr samhengi eins og
þeim sýnist þá verður ein hljóm-
plata aldrei listaverk nema hún
lúti eðlilegum kröfum um form-
gerð og hér vantar ekkert upp á
að þeim sé hlýtt.
Tónlist
EYJÓLFUR MELSTEÐ
Réttara að hafa samræmi í
öllu
Upptakan er vel gerð og eftir-
vinnan í góðu lagi. Tekið var upp
ettukór Hallgrimskirkju er orðinn
í höndum Harðar Áskelssonar á
ekki lengri tíma en um það bil
þremur árum.
Að gera mikið úr litlu
Þáttur kórsins er mikill og góður
á plötunni, en skrautfjöður í hatt-
inn er einsöngur Kristins Sig-
mundssonar. í lokaverkum hvorrar
síðu er söngur hans stórglæsilegur.
En samt er það meðferð hans á því
sem smærra er í sniðum, eins og
lagi Sigvalda Kaldalóns, Nóttin
var sú ágæt ein, sem lyftir hugan-
um hæst. Snilldin fellst ekki síst í
að gera mikið úr litlu án þess að
þurfa að reyna að belgja það út.
Hljóðfæraleikurinn er líka mjög
góður. Ef hægt er að tala beint um
hápunkta koma trompetleikurinn
í brotunum úr Kantötu nr. 110 og
Jólaóratoríu Bachs og óbóleikur-
inn 1 „Nóttin var sú ágæt ein“ fyrst
fram í hugann. Samt er tæpast rétt
að telja þar eitt umfram annað því
á tveimur stöðum, í Hallgríms-
kirkju og Kristskirkju. Það heyrist
að sjálfsögðu í mismunandi tónblæ
á plötunni en gerir lítið til því að
músíkinni er í báðum tilvikum
komið vel til skila. En óneitanlega
hefði verið réttara að hafa sam-
ræmi í einu og öllu. Hins vegar get
ég mér til að þar hafi til dæmis val
á orgelum, og líkast til fleiri þættir,
ráðið nokkru um.
Útlit og frágangur umbúða eru
smekklega og vel unnir þættir
útgáfunnar, unnir af Sigurþór
Jakobssyni og Sigurgeiri Sigur-
jónssyni.
Platan fæst einnig sem snælda
en ekki hef ég fengið að hlýða á
hana og hef því enga hugmynd um
hvemig til hefur tekist um vinnslu
hennar. En rétt þykir mér að benda
á, þótt það sé öldungis óvíst í þessu
tilviki, að ekki fara alltaf saman í
íslenskum útgáfum gæði hljóm-
plötu og tilsvarandi snældu. En
plötunni er óhætt að mæla með -
Hún er sannkallaðurgleðivaki.EM
DV. FIMMTUDAGUR12. DESEMBER1985.
Menning Menning Menning
Guólaugur Arason
SÓLA, SÓLA
Skáldsaga
218 blaðsíður
Mál og menning 1985
Það þykir tíðindum sæta þegar
þekktur höfundur rýfur alllanga
þögn með nýrri skáldsögu. í þetta
sinn er það Guðlaugur Arason, sem
þagað hefur eða talað lágt norður
á Akureyri í fimm ár. Skáldsagan
Sóla, Sóla er að mörgu leyti ris-
mesta verk Guðlaugs hingað til og
sýnir að höfundurinn er vel íþrótt-
um búinn, textinn vandaður og vel
stílaður. Sóla, Sóla markar þó
varla tímamót á höfundarferli
Guðlaugs. Líkt og oftast áður fæst
hann við vandamál íslensks fjöl-
skyldulífs á raunsæislegan hátt,
setur þau þó í víðara samhengi en
fyrr, metnaðurinn meiri. Skrifar og
nær sjálfum sér, líkast til. ímynd-
unaraflið er einnig frjálsara og
ekki allt sem sýnist. Guðlaugur
dregur ekki upp svarthvíta mynd
af mannlegum samskiptum í þess-
ari bók eins og t.d. í Eldhúsmellum;
lýsir þeim þess í stað á býsna trú-
verðugan hátt, persónusköpun til
muna þroskaðri en fyrr. Sagan
snýst og að miklu leyti um
„reynsluheim karla“ sem nú mun
vera i tísku af ókennilegum ástæð-
um.
Saga úr fortíð og samtíð
I Sólu, Sólu tengjast saman tveir
söguþræðir, annar úr samtíð, hinn
úr fortíð. Ungur rithöfundur hittir
aldraða konu á elliheimili og hrífst
mjög af persónuleika hennar og
frásagnargáfu. Konan heitir Sóla,
jafngömul öldinni, og segir hún
pilti ættarsögu sína, sem hefst
snemma á 17. öld og nær fram til
kreppuáranna um 1930. Framan af
er sagt frá með ágætum og les-
andinn leiddur inn í heim fátæks
fólks á Ströndum, fólks sem í senn
er listrænt og göldrótt og nábundið
hafinu. I efninu býr þjóðsöguleg
dul og þótt heimildanotkun sé
augljós er skáldskapurinn ráðandi.
Höfundur segir frá á hefðbundinn
og hlutlægan hátt, lætur það vel
og dregur upp margar minnilegar
myndir af þjóðlífi og náttúru,
venslum þeirra. Þegar líður á sögu
Sólu sjálfrar verður hins vegar
spennufall, seiðurinn hverfur úr
frásögninni og upplýsingin tekur
Guðlaugur Arason.
við - sögulegar staðreyndir verða
ráðandi.
Saga Sólu er fleyguð af annarri sem
sögð er á gjörólíkan hátt - í fyrstu
persónu eintölu; andstæða fortíðar
og nútíðar birtist á þann máta í
frásagnarhættinum sjálfum. I þess-
um hluta er rithöfundurinn sjálfur
sögumaður, kallaður Hjalli, lista-
maður og eldhúsgígóló, reyndar lítt
dugandi í þeirri grein vísinda.
Sambýliskonan er hins vegar sál-
fræðingur hjá Sálfræðideild skóla
á Akureyri, áhugamanneskja um
ameríska karlmenn en lítt höll
undir andlega mennt. Hann hug-
fanginn af barni sem hún ber undir
belti og þyngir hug hans eins og
gamla Sóla, raskar hinum venju-
bundna gangi. Af þeim sökum tek-
ur hann sig til og skrifar því um
þann heim sem bíður, segir frá
skoðunum sínum, líðan og sam-
skiptum við konu og tengdafor-
eldra, lýsir á þann hátt sjálfum sér
best. Margir lesendur munu án efa
sjá sjálfa sig i persónunum að
meira eða minna leyti, lifa sig inn
í örlög þeirra, enda er munstrið
gamalkunnugt: strið og kergja,
afbrýði og eigingirni, ást - og
sambandsleysi. Frásögnin hnitast
og um alþekkt vandamál: réttleysi
feðra. Guðlaugur lýsir mætavel
tilfinningaflækju karlmanns sem
sviptur er bami sínu. Sagan að því
leyti gott innlegg í umræðu við lok
kvennaárs. Á hinn bóginn finnst
mér Guðlaugur halda sig um of á
grunnu í persónusköpun sinni.
Persónur hans eru full„hversdags-
legar“ og ástæður þeirra um of
einfaldar til að þær rísi og verði
að ágengum og minnisstæðum
skáldskap. Hann leggur ekki út á
neitt djúpleiði í þeim efhum.
Hvað ertu að kvarta, maður í
kúskinnsskóm?
Skáldsaga Guðlaugs gerist á tveim-
ur tímasviðum, eða, öllu heldur,
þremur. Rithöfundurinn, sem segir
frá, er stadduur i óráðinni nútíð
en horfir í senn til fortíðar og fram-
tíðar. Sér á aðra hlið hefur hann
deyjandi konu, á hina fóstur í
móðurkviði - tvær Sólur. Þegar
myrkrið sækir að og smáveröld
hans hrynur hjálpa þær honum til
að ráða fram úr sjálfum sér, takast
á við eigingirni sína, þröngsýni og
ófrjóa kvöl - líta til sólar á nýjan
leik. Dauði og lífgjöf fylgjast að,
eða, eins og segir við sögulok:
Glæsileg og
gagnleg bók
FUGLARNIR OKKAR
Texti: Stefán Aöalsteinsson.
Ljósmyndir: Grétar Eirfksson o.fl.
Útg.: Bjallan, 1985.
Bjallan er bókaútgáfa sem einkum
gefur út barnabækur og eina forlagið
sem sýnir verulegan metnað í útgáfu
fræðibóka fyrir börn.
Fyrir þremur árum sendi Bjallan
frá sér hina einstöku bók, Húsdýrin
okkar, sem bætti úr brýnni þörf. Nú
kemur á markað frá Bjöllunni Fugl-
arnir okkar sem er ekki síður gagn-
leg og glæsileg. Hún er gefin út í
sama broti og Húsdýrin okkar og
eins og sú síðarnefnda prentuð á
þykkan glanspappír með stóru, skýru
letri og prýdd fjölda litmynda.
Um það bil helmingi íslenskra
fugla er lýst í bókinni, eða 35. Sjö
spörfuglar fá þar umfjöllun, einn
hænsnfugl, sjö vaðfuglar, þrír rán-
fuglar og sautján sundfuglar.
Spörfuglar
„Hrafninn er fyrsti fuglinn sem
nefndur er í sambandi við landnám
á fslandi." (Bls. 6.) Fer þá líka vel á
því að höfundur velji honum stað
fremst í riti sínu. Enda er krummi
sá fugl sem hve mest og nánast teng-
ist lífi og menningu fslendinga: þjóð-
trú, hjátrú, þjóðsögum og skáldskap,
en um fáa fugla hafa líklega verið
ortar jafnmargar og snjallar bögur.
í þessum kafla er margan fróðleik
að finna um krumma, allt frá sam-
fylgd hans við Hrafna-Flóka forðum
og til fræðilegri vitneskju, s.s. um
þyngd hans, litarhátt, fótlag, fæðu,
varpstaði o.s.frv. Til viðbótar hefði
verið gaman að fá vitneskju um
hvernig hrafninn athafnar sig við
hreiðurgerðina og hvað hann notar
við hana. Þennan sama fróðleik
finnst mér vanta um aðra spörfugla
(nema músarrindil og sólskríkju),
það er ekki nóg fyrir börn að fá að
vita að skógarþrösturinn verpi í
trjám og hrafninn byggi sér hreiður
á stöðum sem erfitt er að komast að.
Þau vilja líka vita hvernig hreiðrið
er og hvernig það er búið til. Önnur
ónákvæmni við textagerðina er að
þar örlar stöku sinnum á skipulags-
leysi.
Sem dæmi um þetta má nefna að á
bls. 8 segir frá því að meðan byggð
var dreifð í landinu hafi hrafnar
skipt sér á bæi og verið kallaðir
bæjarhrafnar. Þremur dálkum síðar,
á bls. 9, kemur svo þessi setning á
milli annarra lítt skyldra: „Áður fyrr
töldu menn að hrafnar kæmu saman
á þing á hverju hausti ög skiptu sér
á bæina yfir veturinn."
Á eftir krumma fjallar Stefán um
sex aðra spörfugla hvern fyrir sig.
Fáum við að vita um ferðir þeirra,
varp, heimkynni og helstu sérkenni.
Þessir kaflar eru hnitmiðaðir og
skipulegir. Gaman er t.d. að lesa um
starrann sem við höfum varla viður-
kennt sem íslending þó að hann hafi
dvalið hér í u.þ.b. 4Ö ár. Hann hefur
sín skemmtilegu sérkenni s.s. aðrir
fuglar. Hér verðum við líka margs
vísari um músarrindilinn sem aðeins
vegur 14-16 grömm og dregur nafn
sitt af líkingu við músina.
Rjúpan-ránfuglar
Mjög skilmerkilegur kafli er um
rjúpuna og skiptist hann í undirk-
afla. Þarna er t.d. að finna dæmi um
þjóðtrú tengda rjúpunni og er líklega
ágætt á þessum árstíma að hafa í
huga að: „Ætíð er sultur og seyra í
þvi búi þar sem mikið er veitt af
rjúpum." (Bls. 20.)
Vaðfuglum og sundhönum eru gerð
góð skil. Einkum er gaman að lesa
um mektarfuglana lóu, spóa og hros-
sagauk sem syngja inn sumarið og
spá um farsæld þess hvert vor.
Haförn, fálki og brandugla fá hvert
sinn kafla og er þar viðeigandi fróð-
leik að finna. Sama má segja um
álftina, gæsir, stokkönd, hávellu,
straumönd og húsönd (ég sakna þess
reyndar að ekki er sagt frá hvernig
nafn hennar er til komið). Níu teg-
undum sjófugla er hér lýst skilmerki-
lega og endað á skrautfuglinum
himbrima. Flestir þeir fuglar sem hér
er lýst eru vel þekktir og auk þess
eru nefndir allir sjófuglar íslenskir.