Dagblaðið Vísir - DV - 12.12.1985, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 12.12.1985, Blaðsíða 3
DV. FIMMTUDAGUR12. DESEMBER1985. 3 ATVINNULAUS EFT1R26ÁR Starfsmenn Hafskips fjölmenntu á þingpalla til að hlýða á þingmenn fjalla um ófarir fyrirtækisins sem þeir verða nú á næstunni að hverfa frá. Einn þessara starfsmanna var Lárus Hallbjörnsson sem starfað hefur hjá Hafskip í ein 26 ár. Síðastliðinn þriðjudag, eða 10 desember, voru liðin nákvæmlega 26 ár frá því að Hafskip tók á móti sínu fyrsta skipi í Þýskalandi. Lárus var 2. vélstjóri í þessari ferð. „Ég fór út til Þýskalands 18. október til Elmshorn sem er um 30 kílómetra frá Hamborg. Þar fylgd- ist ég ásamt öðrum með smíði skipsins. Með mér voru skipstjór- inn, Steinarr Kristjánsson, og 1. vélstjóri, Þórir Konráðsson. Við tókum síðan á móti Laxá 10. des- ember. Fyrst var siglt til Rússlands og tekið timbur. Við komum síðan til Reykjavíkur á gamlársdag," sagði Lárus. Hann á að sjálfsögðu góðar minn- ingar frá löngum starfsferli hjá fyrirtækinu. Nú blasir hins vegar óvissan við hjá Lárusi og starfs- félögum hans. „Mér finnst ömurlegt hvernig að þessu máli hefur verið staðið. Ég vona bara að þetta eigi eftir að Lárus Hallbjörnsson vélstjóri er nú orðinn atvinnulaus eftir 26 ára starfhjáHafskip. - GVA skýrast betur. Það hefur verið gott í þeim sporum að ég er atvinnu- að starfa hjá félaginu. Nú stend ég laus,“ sagði Lárus. - APH JÓLATILBOÐ NR.1 M ETSÖLUSAMSTÆÐAN FRÁ TECHNICS SYSTEM Z-100 er mest selda Teclmics hljómtækjasamstæöan á íslandi í dag. Ástæöurnar fyrir vinsældum hennar eru margar og augljósar. Plöstuspilarinn er meö hinu fullkomna og nákvæma 4TP pick-up kerfi. Kröftugur 70 watta magnari, útvarp meö FM-steríó, LB, MB, kassettutækið er með snertitökkum, nákvæmum fluorcent mælum og aö sjálfsögöu Dolby kerfi. Tveir 100 watta hátalarar sjá svo um hljóminn. Ekki spillir glæsilegt útlit en tækin eru í vönduðum skáp meö lituðu gleri og á hjólum. Nú gefst ykkur enn tækifæri til þess aö eignast þessa frábæru hljómtækjasamstæðu á einstöku jólatllboðsverði. Rétt verð 48.370,- JÓLATILBOÐ 35.930.- m VJAPIS BRAUTARHOLT 2. SÍMI 27133 Flokksstjórn Alþýðuflokksins: Sakar út- varpið um hlutdrægni „Viðskipti Hafskips og Útvegs- bankans eru mesta fjármálahneyksli sem upp hefur komið á Islandi og þar er ótal spurningum ósvarað," segir flokksstjórn Alþýðuflokksins í sam- þykkt. Þar eru studdar kröfur þing- manna flokksins frá 5. desember um rannsóknamefnd í málið. í samþykktinni er jafnframt lýst furðu yfír umfjöllun Ríkisútvarpsins.' Þingmenn flokksins hafi þrívegis á tveim dögum orðið að koma á fram- færi leiðréttingum vegna frétta af tillöguflutningi Alþýðuflokksins. I umræðuþætti sjónvarpsins um Haf- skipsmálið hafi flokkurinn verið sniðgenginn þótt hann hafi fyrstur tekið það upp á Alþingi og þingfest mál um rannsókn. „Flokksstjórnin krefst þess að Ríkisútvarpið skýri þessa afstöðu sína sem bersýnilega er brot á 3. grein útvarpslaga," segir í samþykkt flokksstjórnar Alþýðuflokksins. HERB Bifreið ófundin — eigandinn heitir 10.000 krónum ífundarlaun Bifreið af gerðinni Opel Ascona, sem var stolið við Maríubakka 20 í Breið- holti sl. laugardagskvöld á tímabil- inu kl. 20 til 21.30, er ófundin. Bif- reiðin er árgerð 1982, silfurgrá, með skrásetningarnúmer R-10134. Eig- andi bifreiðarinnar hefur heitið þeim sem getur gefið upplýsingar um bif- reiðina, þannig að hún finnist, kr. 10.000. Þeir sem geta gefið upplýsing- ar eru beðnir að hafa samband við ritstjórn DV. - sos Mistökíkönnun Eigandi leikfangaverslunarinnar Leikbæjar, Reykjavíkurvegi Hafnar- firði, Þorgerður Arnórsdóttir, hafði samband við DV vegna villu sem var í nýjustu verðkönnun Verðlagsstofn- unar á bíl með bílstjóra frá Duplo. Bílinn var sagður kosta 229 kr., sem var 51,7% hærra en þar sem verðið var lægst 151 kr. Þarna var um mistök að ræða í verðupptöku, af vangá var gefið upp verð á leikfangi nr. 26-11 í stað 26-10.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.