Dagblaðið Vísir - DV - 12.12.1985, Blaðsíða 16
16
DV. FIMMTUDAGUR12. DESEMBER1985.
Spurningin
Hefur þú fengið
keðjubréf?
Tove Bech, húsmóðir:Nei, en ég
veit vel hvernig bréf það eru. Ég
þekki að vísu engan sem hefur fengið
svoleiðis bréf. Það er engin ástæða
til að óttast þau. Hver heldur þú að
trúi á svona vitleysu?
Þórir Kjartansson, íþrótta-
kennari:Nei, en ég þekki marga sem
hafa fengið svoleiðis bréf en fáa sem
hafa svarað þeim. Fólk tekur þessu
mjög illa og er hrætt við hótanirnar
sem fylgja. Ég myndi aldrei svara
keðjubréfi, ekki nenna að standa í
því.
Sigurður Hannesson, múrari:
Nei, en ég hef séð margar útgáfur
af þeim. Það má ekki slíta keðjuna,
þá er margt í húfi. Æ, ég myndi bara
láta það eiga sig ef ég fengi svona
og ekkert vera hræddur við það.
Erna Kristjánsdóttir, gjald-
keri:Já, 4 eða 5 og bara rifið þau.
Það hefur ekki haft neitt slæmar
afleiðingar fyrir mig. En það eru
sumir hræddir. Mín hafa ekki verið
svo ógeðsleg eins og mér skilst að
þau geti verið.
Hafþór Óskarsson, nemi:Nei, en
ef ég fengi þá myndi ég ekki slíta
keðjuna heldur senda vinum og
kunningjum. Það er gaman að svona
bréfum og smá félagsskapur þó í orði
sé. Ég væri ekkert hræddur við að
slíta en það gæti haft eitthvað gott
í för með sér ef maður tæki þátt í
þessu. Það fer að vísu eftir því hver
stendur að baki bréfinu.
Halla Katrín, sölumaður:Ekki
ég en bróðir minn. Hann sendi áfram
og hélt að hann fengi þá eitthvað,
kannski tyggjó. En hann fékk ekki
neitt. Það fer eftir því hvernig bréf
ég fengi hvort ég yrði með eða ekki I
en ég myndi ekki taka mikið mark á \
svona bréfum.
Lesendur
Lesendur
Lesendur
Ólánsamur ökumaður:
Fyrir nokkru varð ég fyrir óhappi
sem svo marga hendir í umferðinni
í Reykjavík þrátt fyrir ítrustu
aðgæslu ökumanna samkvæmt
margendurteknum tilmælum Um-
ferðarráðs; ég nefnilega lenti í
árekstri.
Það vildi til á horni Grensásveg-
ar og Miklubrautar þann 30. sept-
ember sl. Ég var á svörtum Datsun
en hinn billinn var rauð Mazda.
Auðvitað átti ekki að verða neinn
árekstur þarna þar sem götuljós
eru til að greiða fyrir áfallalausri
umferð. En annaðhvort hef ég eða
bílstjóri Mözdunnar misskilið ljós-
in. Hann segir að ég hafi keyrt yfir
á rauðu en ég held því fram að
hann hafi keyrt yfir á rauðu og ég
á grænu.
Hvernig sem við körpum um
þetta fram og aftur þokast aldrei
neitt í samkomulagsátt enda þykj-
umst við báðir hafa greint ljósin
rétt. Mér finnst með ólíkindum
hvað tveir menn geta verið ósam-
mála um jafneinfalt mál.
Til að þessi deila megi taka enda
og við getum farið að hugsa um
eitthvað annað en götuljós vil ég
biðja ajla þá sem geta gefið upplýs-
ingar um hvernig ljósin voru, þegar
rauða Mazdan skall á Datsúninum
mínum, að hafa samband við mig
í síma 43426
Götuljós eiga að greiða fyrir áfaUalausri uniferð
, en til þess þurta allit aó »«"* Þ»u ré“
Hver ók yf ir á rauðu?
Ég vil fá gallann
Ein sem bíður:
Ég vil taka undir orð mannsins sem
lét í sér heyra í sambandi við verð-
launin hjá rás 2. Ég tók þátt í getraun
hjá þeim í júlí í sumar í þætti sem
hét Lög og lausnir. Ég var svo „hepp-
in“ að vinna íþróttagalla, en hef bara
ekki fengið hann enn. Ég skrifaði til
þeirra á rás 2 og það oftar en einu
sinni, en samt hef ég ekkert heyrt frá
þeim.
Mér finnst þeir ekkert eiga með að
lofa verðlaunum nema þeir standi
við það. Annars er rásin alveg við
mitt hæfi, gott fólk og góðir þættir.
Ef þeir sem vinna við úthlutun vinn-
inga hjá rás 2 sjá þessar línur og
vilja bæta ráð sitt að því leyti sem
um ræðir þá er nafnið mitt að fá hjá
lesendaþjónustu DV.
Hvenær fá íbúar þessa fallega bæjar að hlust á rás tvö?
Fyrst rás tvö,
síðan rás þrjú
Fréttaritari DV, Flateyri:
177 íbúar á Flateyri við Önundar-
(jörð skora hér með á yður, herra
útvarpsstjóri, að þér beitið yður fyrir
því að útsending rásar tvö nái hingað
til okkar sem fyrst.
Við teljum það sjálfsagt réttlætis-
mál þar sem dagskrá rásarinnar
hefur verið efld til muna og mörgum
áhugaverðum atburðum gerð þar
sérstök skil. Það er mikið hagsmuna-
mál fyrir landsbyggðina að njóta
sömu réttinda og Reykjavíkursvæðið
varðandi opinbera þjónustu. Sé það
rétt að hefja eigi á næstunni útsend-
ingu á rás 3 fyrir Reykjavíkursvæðið
finnst okkur að skilyrðislaust beri
að ljúka áður dreifikerfi rásar tvö
um allt land.
Með von um skjót viðbrögð í þessu
máli óskum við Ríkisútvarpinu alls
hins besta í framtíðinni.
Það voru góðir menn sem stóðu að byggingunni en ég vil að nafninu
verði löglega breytt.
Kallið það
ekki Klepp
Ónafngreindur skrifar:
Það er illgirni og mannvonska að
kalla staðinn Klepp því hann á skilið
*****, þ.e.a.s. eins margar stjörnur
og hægt er að gefa besta hóteli. Svo
flottar eru innréttingar á þeim deild-
um sem búið er að breyta.
Þarna innfrá er hægt að fá alls
konar þjálfun, bæði í sambandi við
listsköpun og tjáningu. Þjálfun hug-
ans, sem fram fer með samræðum í
hópum og því að teikna á töflu, er
sambærileg við að vera í háskóla.
Ungir Ijóshærðir menn
Gömul kona þakkar:
Mig langar að þakka ungu, ljós-
hærðu mönnunum tveim í videóleig-
unni að Háteigsvegi 52 fyrir mikil
liðlegheit. Ég er komin af léttasta
skeiði og sé illa en þó nógu vel til
þess að laugardagskvöld eitt fór ég
þangað að velja mér myndir fyrir
helgina.
En það er nú víst fleira en sjónin
farin að gefa sig því ég gleymdi að
taka með mér gleraugun. Hamingjan
hjálpi mér! hugsaði ég og tautaði í
barminn: Nú er ég bara alveg eins
og blindur kettlingur.
En þegar neyð mín var stærst komu
tveir ungir, ljóshærðir menn og
hjálpuðu mér. Þeir leiðbeindu mér
við val mynda og þegar ég kvaddi
þá ákvað ég að sýna þeim þakklæti
mitt með því að skrifa um þá í blöðin.
Mér finnst líka allt of mikið um
kvartanir í blöðunum en ég kvarta
sko ekki yfir myndunum sem ég fékk,
þær voru alveg stórgóðar.