Dagblaðið Vísir - DV - 12.12.1985, Blaðsíða 30
30
DV. FIMMTUDAGUR12. DESEMBER1985.
Peningamarkaður
Innlán með sérkjörum
Alþýðubankinn: Stjörnureikningar eru
fyrir 15 ára og yngri og 65 ára og eldri. Inn-
stæður þeirra yngri eru bundnar þar til'þeir
verða fullra 16 ára. 65-74 ára geta losað inn-
stæður með 6 mánaða fyrirvara, 75 ára og
eldri með 3ja mánaða fyrirvara. Reikningarn-
ir eru verðtryggðir og með 8% nafnvöxtum.
Þriggja stjörnu reikningar eru með hvert
innlegg bundið í tvö ár, verðtryggt og með
9% nafnvöxtum.
Lífeyrisbók er fyrir þá sem fá lífeyri frá
lífeyrissjóðum eða almannatryggingum. Inn-
stæður eru óbundnar og óverðtryggðar. Nafn-
vextir eru 29% og ársávöxtun 29%.
Sérbók. Við fyrsta innlegg eru nafnvextir
27% en 2% bætast við eftir hverja þrjá mánuði
án úttektar upp í 33%. Ársávöxtun á óhreyfðri
innstæðu er 33,5% á fyrsta ári.
Búnaðarbankinn: Sparibók með sér-
vöxtum, Gullbókin, er óbundin með 36%
nafnvöxtum og 36% ársávöxtun á óhreyfðri
innstæðu eða ávöxtun 3ja mánaða verð-
tryggðs reiknings reynist hún betri. Af hverri
úttekt dragast 1,7% í svonefnda vaxtaleiðrétt-
ingu. Tvisvar á ári má taka út án þessa frá-
dráttar.
18 mánaða reikningur er með innstæðu
bundna í 18 mánuði á 39% nafnvöxtum og
42,8% ársávöxtun, eða ávöxtun 6 mánaða
verðtryggðs reiknings reynist hún betri.
Iðnaðarbankinn: Bónusreikningar eru
annaðhvort með 28% nafnvöxtum og 30%
ársávöxtun eða verðtryggðir og með 3,5‘X>
vöxtum. Hærri ávöxtunin gildirhvern mánuð.
Á hreyfðum innstæðum gildir verðtrygging
auk 2% vaxta í úttektarmánuðinum. Taka
má út tvisvar ó hverju 6 mánaða tímabili án
þess að vaxtakjör skerðist. Vextir eru færðir
30.06. og 31.12.
Landsbankinn: Kjörbók er óbundin með
:16% nafnvöxtum og 34‘X, ársávöxtun eða
ávöxtun 3ja mánaða verðtrvggðs reiknings
reynist hún betri. Af hverri úttekt dragast
1,7% í svonefnda vaxtaleiðréttingu.
Samvinnubankinn: Hávaxtareikningur
hefur stighækkandi vexti á hvert innlegg,
fyrst 22%, eftir 2 mánuði 23,5%, 3 mánuði
25%. 4 mánuði 26,5%, 5 mánuði 28%, eftir 6
mánuði 29,5% og eftir 12 mánuði 34%. Árs-
ávöxtun á óhreyfðu innleggi er 36,9%, eða
eins og á 3ja og 6 mánaða verðtryggðum
reikningum reynist hún betri. Vextir færast
tvisvaráári.
Utvegsbankinn: Ábót ber annaðhvort
hæstu ávöxtun óverðtrvggðra reikninga í
bankanum, nú 34,6%. cða ávöxtun 3ja mán-
aða verðtryggðsreiknings með 1% nafnvöxt-
um sé hún betri. Samanburður er gerður
mánaðarlega en vextir færðir í árslok. Sé
tekið út af reikningnum gilda almennir spari-
sjóðsvextir, 22%, þann mánuð.
öndvegisreikningur er bundinn til 18
mánaðar, verðtryggður og meö 7% nafnvöxt-
um á binditímanum. Kftir þaö reiknast sömu
vextirogá3ja mánaða reikning í bankanum.
Verslunarbankinn: Kaskóreikningur er
óbundinn. Þá ársfjórðunga sem innstæða er
óhreyfð eða aðeins hefur verið tekið út einu
sinni eru reiknaðir hæstu vextir sparifjár-
reikninga í bankanum. Nú er ársávöxtun
annaðhvort 34,8% eða eins og á verötryggðum
6 mánaða reikningum með 3,5% nafnvöxtum.
Af úttekinni upphæð reiknast almennir spari-
sjóðsvextir, 22%, og eins á alla innstæðuna
innan þess ársfjórðungs þegar tekið hefur
verið út oftar en einu sinni. Innlegg fa*r strax
hæstu ávöxtun sé það óhreyft næsta hcila
ársfjórðung.
Sparisjóðir: Trompreikningur er verð-
tryggður og með ávöxtun 6 mánaða reikninga
með 3% nafnvöxtum. Sé reikningur orðinn
3ja mánaða er gerður samanburður á ávöxtun
með svokölluöum trompvöxtum. 32%. með
34,3% ársávöxtun. Miðað er við lægstu inn-
stæðu í hverjum ásfjórðungi. Revnist tromp-
vextir gefa betri ávöxtun er þeirn mun bætt
á vaxtareikninginn. Hreyfðar innstæöur inn-
an mánaðar bera trompvexti sé innstæðan
eldri en 3ja mánaða, annars almenna spari-
sjóðsvexti. 22‘X,- Vextir færast misserislega.
Spariskírteini
Spariskírteini Ríkissjóðs íslands eru seld í
Seðlabankanum. viðskiptabönkum, sparisjóð-
um, hjá verðbréfasölum og í pósthúsum.
Nýjustu skírteinin eru að nafnverði 5. 10 og
lOOþúsund krónur.
Þau eru: Hefðbundin, til mest 14 ára en
innleysanleg eftir þrjú ár, 10.09.88. Nafnvextir
7%. Vextir, vaxtavextir og verðbætur greiðast
með höfuðstól við inplausn. Með vaxtamið-
um, skírteini til mest 15 ára, innleysanleg
eftir 5 ár, 10.09.90. Vextir eru 6,71% á höfuð-
stól og verðbætur, reiknaðir misserislega og
greiddir út gegn framvísun vaxtamiða. Verð-
bætur greiðast með höfuðstól við innlausn.
Með hreyfanlegum vöxtum og 50% vaxta-
auka, til 18 mánaða eða 10.03.87. Vextir eru
meðaltal vaxta á 6 mánaða verðtryggðum
reikningum bankanna og með 50% álagi.
Vextir, vaxtavextir, vaxtaauki og verðbætur
greiðast með höfuðstól við innlausn. Gengis-
tryggð skírteini eru til 5 ára, 10.09.90. Þau
eru bundin safngjaldeyrinum SDR og bera 9%
vexti. Vextir og vaxtavextir greiðast við inn-
lausn með höfuðstól, í samræmi við stöðu
SDR.
Almenn verðbréf
Fasteignatryggð verðbréf eru til sölu hjá
verðbréfasölum. Þau eru almennt tryggð með
veði undir 60% af brunabótamati fasteign-
anna. Bréfin eru ýmist verðtryggð eða óverð-
tryggð og með mismunandi nafnvöxtum. Þau
eru seld með afföllum og ársávöxtun er al-
mennt 12-18% umfram verðtryggingu.
Húsnæðislán
NýbygRmgarlán frá Byggingarsjóði ríkis-
ins, F-Ián, nema á 4. ársfjórðungi 1985: Til
einstaklinga 720 þúsundum króna. 2-4 manna
fjölskyldna 916 þúsundum, 5 manna ög fleiri
1.073 þúsundum, 7 manna og fleiri (í sértilvik-
um) 1.237 þúsundum. Lánin eru til 31 árs.
I^án til kaupa á eldri íbúðum, G-lán, nema
á 4. ársfjórðungi 1985: Til kaupa í fyrsta sinn
er hámark 348 þúsund krónur til einstaklings,
annars mest 139-174 þúsund. 2-4 manna fjöl-
skylda fær mest 442 þúsund til fyrstu kaupa,
annars mest 177-221 þúsund. 5 manna fjöl-
skylda eða stærri fær mest 518 þúsundir til
fyrstu kaupa, annars mest 207-259 þúsund.
Lánstími er 21 ár.
Húsnæðislánin eru verðtryggð með láns-
kjaravísitölu og með 3,5% nafnvöxtum.
Fyrstu tvö árin er ekki greitt af höfuðstól,
aðeins vcxtir og verðbætur.
Útlán lífeyrissjóða
Um 90 lífeyrissjóðir eru í landinu. Hver
sjóðurákveður sjóðfélögum lánsrétt, lánsupp-
hæðir, vexti og lánstíma. Stysti tími að láns-
rétti er 30-60 mánuðir. Sumir sjóðir bjóða
aukinn lánsrétt cftir lengra starf og áunnin
stig. Lán eru á bilinu 150-700 þúsund eftir
sjóðum. starfstíma og stigum. Lánin eru verð-
tryggð og með 5-8% vöxtum. I^ánstími er 15-35
ár.
Biðtími eftir lánum er mjög breytilegur.
Hægt er að færa lánsrétt við flutning milli
sjóða eða safna lánsrétti frá fyrri sjóðum.
Nafnvextir, ársávöxtun
Nafnvcxtir eru vextir í eitt ár og reiknaðir
í einu lagi yfir þann tíma. Séu vextir reiknaðir
og lagðir viö höfuðstól oftar á ári verða til
vaxtavextir og ársávöxtunin verður þá hærri
en nafnvextirnir.
Ef 1000 krónur liggja inni í 12 mánuði á
22% nafnvöxtum verður innstæðan í lok
tímans 1220 krónur og ársávöxtunin þannig
22%.
Liggi 1000 krónur inni í 6 4- 6 mánuði á 22%
nafnvöxtum reiknast fyrst 11% vextir eftir 6
mánuði. Þá er upphæðin orðin 1110 krónur.
Á hana koma svo 11% vextir eftir næstu 6
mánuði. Þannig verður innstæðan í lok tím-
ans 1232 krónur og ársávöxtunin 23,2%.
Dráttarvextir
Dráttarvextir eru 3,75‘X, á mánuði eða 45%
á ári. Dagvextir rcíknast samkvæmt því
1,125%.
Vísitölur
Lánskjaravísitala í desembér 1985 er 1337
stig en var 1301 stig í nóvember. Miðað er
viðgrunninn lOOíjúní 1979.
Byggingarvísitala á 4. ársfjórðungi 1985
er 229 stig á grunninum 100 frá janúar 1983
en 3392stig á grunni 100 frá 1975.
VEXTIR BANKA 0G SPARISJÖÐA (%) 11.-20.12.1985
INNLÁN MEÐ SÉRKJÖRUM -s 1 I '
SJÁSÉRLISTA lllf ii ii II11 li mm
INNLÁN ÓVEROTRYGGÐ SPARISJÖÐSBÆKUR Úbundin innstæða 22,0 22.0 22.0 22.0 22.0 22.0 22.0 22.0 22.0 22.0
SPARIREIKNINGAR 3ja mán. uppsogn 25,0 26.6 25.0 25.0 23.0 23.0 25,0 23.0 25.0 25.0
6 mán.uppsógn 31,0 33,4 30.0 28.0 28.0 30.0 29.0 31.0 28.0
12 mán.uppsogn 32,0 34,6 32.0 31,0 32.0
SPARNAÐUR - LANSRÉTTURSparað3 5mán. 25.0 23.0 23.0 23.0 23.0 25.0 25.0
29,0 26.0 23.0 29.0 28.0
INNLÁNSSKÍRTEINI Til 6 mánaða 28.0 30.0 28.0 28.0
TÉKKAREIKNINGAR Avisanareikningar 17,0 17.0 8.0 8.0 10.0 10.0 8.0 10.0 10.0
INNLÁN VERÐTRYGGD Hlaupareikningar 10.0 10.0 8.0 8.0 10.0 10,0 8.0 10.0 10.0
3ja mán. uppsógn 2.0 1.5 1.0 1.0 1.0 1.0 1.0 2.0 1.0
SPARIREIKNINGAR
6 mán. uppsógn 3.5 3.5 3.5 3.0 3.5 3.5 3.0 3.5 3.0
INNLÁN GENGISTRYGGÐ GJALDEYRISREIKNINGAR Bandarikjadollarar 8.0 8.0 7.5 7.0 7.5 7.5 7.5 7.5 8.0
Sterlingspund 11.5 11.5 11.0 11.0 11.5 11.5 11.0 11.5 11.5
Vestur-þýsk mörk 5.0 4.5 4.25 4.0 4.5 4.5 4.5 5.0 4.5
Danskar krónur 10.0 9.5 8.0 8.0 9.0 9.0 9.0 10.0 9.0
útlAn ÓVERÐTRYGGD ALMENNIR VlXLAR (forvextir) 30.0 30,0 30.0 30.0 30.0 30.0 30.0 30.0 30.0
VIÐSKIPTAVlXLAR (forvextir) 34.02) kge 34,0 kge 32.5 kge kge kge 34.0
ALMENN SKULDABRÉF 32.03) 32.0 32.0 32,0 32.0 32.0 32,0 32.0 32.0
VIÐSKIPTASKULDABRÉF 35.02) kge 35,0 kge 33.5 kge kge kge 35.0
HLAUPAREIKNINGAR YFIRDRATTUR 31,5 31.5 31.5 31,5 31.5 31.5 31.5 31.5 31,5
ÚTLÁN VERÐTRYGGÐ SKULDABRÉF Að 21/2 ári 4.0 4.0 4.0 4.0 4,0 4.0 4.0 4.0 4.0
Lengrien21/2ár 5.0 5.0 5.0 5.0 5.0 5.0 5.0 5.0 5.0
ÚTLÁN TIL FRAMLEIÐSLU SJANEÐANMALSI)
1) Lán til innanlandsframleiðslu eru á 28,5% vöxtum. Vegna útflutnings, í SDIt 9,5%,
í Bandaríkjadollurum 9,5%, í sterlingspundum 12,75%, í vestur-býskum mörkum 6,2n%.
2) Við líaup i viðskiptavíxlum og viðskiptaskuldabréfum er miðað við sérstakt kaup
gengi, kge, hjá þeim bönkum sem þannig er merkt við, einnig hjá sparisjóðunum í
Hafiiarfirði, Kópavogi, Keflavík, Sparisjóði ReykjavíkurogSparisj. vélstj.
3) Vaxtaálag á skuldabréf til uppgjörs vanskUalána er 2% á ári, bæði á verðtryggð og
óverðtryggð lán, nema í Alþýðubankanum og Verslunarbankanum.
Sandkorn
Sandkorn
Síðasta
siglingin
Fyrirtækið Hafskip á svo
sannarlega hug manna
þessa dagana, og kannski
hjörtu líka. Til að mynda
hefur margur hagyrðingur-
inn tekið hressilega við sér
og ort skemmtilega um
málið. Eftirfarandi staka er
ein fjöldamargra sem orðið
hafa til á síðustu dögum:
..Hafskip" ekki lengur
á höfunum nú sigla,
háværir Jón Baldvin
og Svavar Gests sig yggla.
Eggin hér til stáls
að Albert er nú sorfin,
þó allir reynist frómir
- er Útvegsbankinn horf-
Með fullum
sönsum
Það varð heilmikið
fjaðrafok í bæjarstjórn
Vestmannaeyja á dögun-
um. Þá ræddu fulltrúar um
iðngarða á fundi sínum og
sýndist sitt hveijum eins og
gengur og gerist. Fór svo
að einn bæjarstjórnar-
manna, Andrés Sigmunds-
son, sagði: „Ég efast um að
forseti bæjarstjórnar sé
með fullum sönsum.“ Þar
átti hann við Sigurð Jóns-
son.
Þessi ummæli Andrésar
áttu eftir að draga dilk á
eftir sér. Vestmannaeyja-
blaðið Fréttir tók málið
nefnilega upp á sína arma.
Kallaði það til hina ýmsu
fulltrúa og lét þá vitna um
þessi ummæli. Að sjálf-
sögðu var sökudólgurinn
Andrés tekinn fyrstur á
beinið og spurður um að-
draganda þessa. Hann
sagði:
„Forseti var orðinn æði
reiður í umræðunni. Ann-
ars vísa ég til orðabókar-
skýringar á þessu orði:
„sans, -, -ar: vit, skynsemi,
ft. sansar: skilningarvit...
taka sönsum: sansast, láta
skynsemina ráða.““
Eftir þessar orðskýringar
Andrésar sneri blaðið sér
til annars fulltrúa bæjar-
stjórnar, Sveins Tómasson-
ar, og innti hann álits á
hinum óvenjulegu ummæl-
um.
„Þessi ummæli Andrésar
eru alis ekki viðeigandi,“
sagði Sveinn. „Menn láta
þau kannski falla séu þeir
stjörnu-dýr vitlausir. En
Andrés var það ekki...“
Þar með látum vér frá-
sögn af störfum bæjar-
stjórnarinnar í Eyjum lok-
ið.
Veitti ekki
af skammti
Aðeins meira um Haf-
skip:
Þessi blóraböggull ís-
lensku þjóðarinnar var sem
kunnugt er til umræðu á
þingi í fyrradag. Lögðu
margir orð í belg og voru
sumir þeirra æði harðorðir.
Einn þeirra var Ólafur
Ragnar Grimsson sem
gagnrýndi málið allt harð-
lega.
Þegar Ólafur Ragnar
hafði lokið sér af steig Árni
Johnsen í pontu. Hann
gagnrýndi ýmislegt slúður
sem hefði skapast í kring-
um fyrirtækið. Beindi hann
svo orðum sínum til Ólafs
Ragnars og ræddi um mál-
flutning hans. Sagði Árni
meðal annars að það mætti
líta í fleiri horn en til Haf-
skips. Vandamálin væru
miklu viðar þótt ekki færu
þau hátt. Nefndi þing-
maðurinn sem dæmi að
lyfjakostnaðurinn á þessu
ári hefði þegar farið um 170
milljónir yfir áætlun.
Ólafur Ragnar fylgdist
grannt með ádrepu Árna.
Þegar lyijakostnaðurinn
var nefndur glotti Ólafur
ógurlega. Árni sá þetta og
bætti þá við:
„Þú glottir. En þú hefur
nú samt greinilega þörf
fyrirmixtúru.“
„SJÚKLEG
SÖLU-
MENNSKA"
Leirbrennslan Glit hefur á
undanförnum misserum
verið að leita sér markaða
erlendis, m.a. í Bretlandi.
Ekki eru allir hrifnir af því
hvernig Glit auglýsir vöru
sina. Sl. helgi hlaut hraun-
keramík frá Glit útnefning-
una „sick artefacts of the
month" (sjúklegasta sölu-
vara mánaðarins) í hinu
virta breska sunnudags-
blaði The Observer.
I blaðinu stendur: „Gjafa-
vörur úr hrauni eru nú til
sölu í Bretlandi. Þetta er
keramík, en í hana er notað
„nýtt hraun úr einu af
mörgum eldfjöllum á ís-
landi sem gjósa með reglu-
legu millibili“. Að þessari
keramik stendur fyrirtæki
sem ber nafnið Glit. í aug-
lýsingum þess segir: Landið
okkar varð til úr hrauni og
stundum hefur það gran-
dað landsmönnum, en það
er fyrir löngu orðinn snar
þáttur af tilveru okkar,
þótt við trúum því ekki
Iengur að guð sendi okkur
eldgosin sem refsingu, og
að gígirnir séu dyr
helvítis...Skammgóður
vermirþað..."
Umsjón:
Jóhanna S.
^^^^SigþórsdótUr^^^
Nýjar bækur
Nýjar bækur
Nýjar bækur
PÖNNUKÖKU
TERTAN
Sven Nordqvíst
PÖNNUKÖKUTERTAN
Pönnukökutertan nefnist ný lit-
myndabók eftir sænska höfundinn
Sven Nordqvist. Þetta er smellið
ævintýri í máli og myndum um karl-
inn hann Pétur, sem ýmsir héldu að
væri dálítið skrýtinn, og köttinn
Brand. Og þeir kunna lagið á því að
bæta um betur þegar gott er í efni.
Brandur á afmæli þrisvar á ári, og
þá setjast þeir að borðum og snæða
gómsæta pönnukökutertu. En einn
slíkan afmælisdag fer allt úr skorð-
um. Pétur gamli getur ekki bakað
tertuna án þess að hafa hveiti. Og
til að fá hveitið verður hann að ná
lykli upp úr djúpum brunni, klifra
upp á skemmuþakið, ösla í brotnum
eggjum og leika á bálreiðan bola þar
sem Brandur er í hlutverki nauta-
banans. Með heppni, hugprýði og
hugviti yfirstíga þeir allar hindranir
og njóta afmælistertunnar betur en
nokkru sinni!
Þorsteinn frá Hamri íslenskaði.
Bókaútgáfan Iðunn gefur út.
LITLI SVARTI SAMBÓ
Iðunn hefur nú aftur sent frá sér
hið sígilda ævintýri Litli svarti
Sambó eftir Helen Bannerman.
Bókin er prýdd litmyndum og mun
óþarft að fara um hana mörgum
orðum því að þessari bók hafa flestir
foreldrar og afar og ömmur kynnst
af eigin raun. Iðunn hefur einnig
gefið út bækurnar Sambó og tví-
burarnir og Litla hvíta Lukka
eftir sama höfund.
Freysteinn Gunnarsson þýddi.
Bókin er prentuð í Portúgal.
ENDURFÆÐINGIN
HÖFUIW VIÐ LIFAÐ ÁÐUR? ER LÍF
EFTIR ÞETTA LÍF? HVAÐ ERU
DRAUMAR? ER MARK TAKANDI Á
ÞEIM?
1 skáldsögunni Endurfæðingin
eftir Max Ehrlich, sem ísafoldar-
prentsmiðja hf. hefur nú sent á
markaðinn, er þetta sérstæða efhi
tekið. til meðferðar í dulrænni
spennusögu, stutt vísindalegum
rannsóknaraðferðum og gert að-
gengilegtmeð góðri frásagnartækni.
Á bókarkápu segir m.a. um efni
bókarinnar:
„Pétur Proud, aðstoðarprófessor
við Suður-Kalifomíuháskóla,
dreymir sömu drauma nótt eftir nótt.
Draumarnir eru úr hversdagslífi
fólks sem hann kannast ekki við.
Einn þessara drauma er þó martröð:
Pétur dreymir að hann sé myrtur."
Þorsteinn Antonsson þýddi bókina.
Bókin er 279 blaðsíður, unnin að
öllu leyti í ísafoldarprentsmiðju hf.
NÝJAR BÆKUR UM
KALLA OG KÖTU
Komnar eru út hjá Iðunni tvær
nýjar litmyndabækur um Kalla og
Kötu eftirþýska höfundinn Margret
Rettich. Nefnast þær Kalli og Kata
í skólanum og Kalli og Kata í
íjölleikahúsi.
Iðunn hefur áður gefið út átta
bækur um Kalla og Kötu sem flestar
eru uppseldar.
Bjarni Fr. Karlsson þýddi. Bæk-
urnar eru prentaðar á Ítalíu.