Dagblaðið Vísir - DV - 12.12.1985, Blaðsíða 21
20
DV. FIMMTUDAGUR12. DESEMBER1985.
DV. FIMMTUDAGUR12. DESEMBER1985.
21
Iþróttir
íþróttir
Iþróttir
Iþróttir
Iþróttir
Iþróttir
Iþróttir
Iþróttir
Iþróttir
Karl Heins Rummenigge.
Rummenigge
markahæstur
— í 1. deildinni á (tah'u
Vestur-þýski landsliðsmaðurinn
kunni, Karl Heinz Rummenigge, er
nú markhæstur í l.deildinni á Italíu.
Hefur skorað átta mörk, skoraði eitt
sl. sunnudag, þegar Inter og Torino
gerðu jafntefli, 3-3, í Milano. Preben
Elkjær, Daninn snjalli, og Aldo Ser-
ena, Juventus, koma næstir með sjö
mörk. Preben skoraði bæði mörk
Hellas Verona í 2-0 sigrinum á Bnri
á áúnnudag. f>á virðist Svíinn Dan
Corneliusson vera að ná sér verulega
á strik með Como. Hann skoraði enn
einu sinni á sunnudag - annað mark-
ið í sigrinum þýðingarmikla á úti-
velli gegn l.ecce 1-4 í leik botnlið-
anna. Það var íjórða mark Svíans í
síðustu umferðunum.
-hsím
Fyrsta mark
Gibsons
— þegarMan. Utd og
Norwichgerðu
jafntefii, 1:1
Lítii brcyting varð í gærkvöldi á
slæmu gengi Manchester United
í ensku knattspyrnunni undan-
farið í gærkvöidi. United lék gegn
Norwich í Super Cup og lauk
leiknum með jafntefli, 1:1, og er
Manchester United þvi úr leik í
keppninni. Það var David Will-
iams sem skoraði fyrir Norwich
strax á 9. mínútu en nýi leikmað-
urinn hjá United, Colin Gibson,
náði að jafna á 71. minútu. Hans
fyrsta mark frá þvi hann var
keyptur frá WBA fyrir skömmu.
United þurfti að vinna, 0:2, i
þessum leik til að komast áfram
í keppninni.
- SK.
Blak
knan
tröppugangur
mmc r mm
mðuravið
Blak HK-manna gegn ÍS á íslands-
móti karla í fyrrakvöld var tröppu-
gangur niður á við. Kópavogsmenn
náðu góðri forystu í fyrstu hrinu með
erfiðum uppgjöfum Skjaldar Vatnar
Bjömssonar og sigruðu í hrinunni,
15-12. En eftir þetta var úr þeim allur
vindur.
Stúdentar tóku aðra hrinu 15-8,
þriðju 15-5 og enn minnkaði geta
HK-manna í fjórðu hrinu sem ÍS
vann 15-3. Þorvarður Sigfússon, ÍS,
lck manna best.
-KMU.
Kristján
ekki með
Kristján Arason, landsliðsmað-
ur í handknattleik, mun ekki geta
leikið með íslenska landsliðinu í
handknattleik sem mætir því
spánska annað kvöld í Laugar-
dalshöll. Óvíst er hvort Kristján
getur leikið síðari leikinn gegn
Spánverjunum á sunnudaginn.
Hann er meiddur í baki en ekki
eru þau meiðsli þó talin alvarlegs
eðlis. Það verður nokkur blóð-
taka fyrir landsliðið að missa
Kristján, sérstaklega þegar varn-
arleikurinn er hafður í huga.
Alfreð Gíslason getur heldur ekki
leikið með íslenska liðinu gegn
Spánveijunum. Hann leikur með
liði sínu, Essen, um helgina.
- SK.
Tatum O’Neal
er óf rísk
Tennisstjarnan bandaríska,
John McEnroe, tilkynnti í nótt
að hann ætti von á barni með
leikkonunni heimsfrægu Tatum
ÓNeal. McEnroe tilkynnti þetta
á blaðamannafundi í nótt. Hann
sagðist ekki geta sagt nánar frá
sambandi sínu við leikkonuna.
- SK.
Sigurður Gunnarsson er hér í þann veginn að skora eitt af mörkum sínum í leik nýverið með Tres de Mayo á Spáni gegn Athletico
Madrid. Sigurður verður í sviðsljósinu annað kvöld þegar Islendingar mæta Spánverjum í Laugardalshöll.
„Ættum að geta unnið
Spánverja ef vel geng
— segir Sigurður Gunnarsson, landsliðsmaður í handknattleik, sem leikur á Spáni. ísland mætir Spáni annað kvöld. Alonso og Miguel ekki með
„Þetta verða örugglega hörku-
leikir og við munum gera allt sem
við getum til að leggja Spánverj-
ana að velli. Þeir eru með mjög
sterkt lið og verða erfiðir viður-
eignar. Þess vegna er það mjög
mikilvægt að handknattleiksunn-
endur láti sig ekki vanta á leikina.
Þeir hafa sýnt að þeir ráða oft
úrslitum,“ sagði handknattleiks-
maðurinn Sigurður Gunnarsson
í samtali við DV í gærkvöldi, en
Sigurður leikur sem kunnugt er
á Spáni með Tres de Mayo ásamt
Einari Þorvarðarsyni.
„Spánverjarnir hafa lítið sem ekk-
ert leikið undanfarið af landsleikj-
um. Þeir fá svipaðan tíma til undir-
búnings fyrir HM eins og við. Þeir
hófu æfingar fyrir keppnina 3. des-
ember og leika nokkra landsleiki í
Evrópu að loknum leikjunum gegn
okkur. Spánverjar eru með eitt besta
landslið í heimi að mínu mati en ég
held að við ættum aða geta staðið
verulega í þeim og jafnvel unnið þá
ef vel gengur og áhorfendur verða
með á nótunum. Spánverjar eru
gjarnijr á að fara á taugum ef á móti
blæs þannig að hlutverk áhorfenda
í landsleikjunum verður stórt um
helgina," sagði Sigurður Gunnars-
son í gærkvöldi.
ALONSO KEMUR EKKI
Spánverjar mæta hingað með sitt
sterkasta lið að því undanskildu að
Cecilio Alonso einn besti handknatt-
leiksmaður Spánverja í mörg ár
kemur ekki með liðinu hingað til
lands. Alonso leikur með Atletico
Madrid. Markvörðurinn De Miguel,
sem leikur með Tecnisan en lék með
Barcelona í fyrra, kemur heldur ekki
með spánska landsliðinu hingað
vegna meiðsla.
Það mun sem sagt vanta þá Kristj-
án Arason og Alfreð Gíslason í ís-
lenska liðið og Alonso og De Miguel
í það spánska. í bæði lið vantar sem
sagt tvo fastamenn. Það ætti ekki
að breyta því að um hörkuleik verði
að ræða í Laugardalshöllinni annað
kvöld. Þeir áhorfendur sem mættu á
leik Islands og Vestur-Þjóðverja á
dögunum voru ekki sviknir af veru
sinni í Höllinni. Allir handknattleik-
sunnendur ættu að sameinast í því
að troðfylla Höllina annað kvöld og
taka Spánverjana á taugum og
hvetja íslenska liðið til sigurs. Siðari
landsleikur þjóðanna fer fram í Di-
granesi í Kópavogi á sunnudaginn.
- SK.
UEFA-keppnin í knattspyrnu í gærkvöldi:
MARTRÖD ÞÝSKRA
GEGN REAL MADRID
Gladbach vann fyrri leikinn, 5:1, en tapaði síðan,
0:4, á Spáni í gærkvöldi og er úr leik
Efsta liðið í spönsku 1. deildar-
keppninni i knattspyrnu, Real
Madrid, kom verulega á óvart í
gærkvöldi þegar liðið sló þýska
liðið Borussia Mönchengladbach
út úr 16-Iiða úrslitunum í UEFA-
keppninni. Gladbach vann fyrri
leikinn í Þýskalandi, 5:1, og eftir
þau úrslit varð allt vitlaust á
Spáni og mátti þjálfari Real
Madrid þakka fyrir að halda
stöðu sinni hjá liðinu. Heldur
festist hann í sessi eftir úrslitin í
gærkvöldi en Real Madrid sigraði,
4:0.
Áhorfendurnir á leikvelli Real
Madrid í gærkvöldi, 90 þúsund
talsins, trylltust af fögnuði þegar
Santilliana skoraði fjórða mark
Real Madrid á síðustu mínútu
leiksins og það nægði liðinu til að
komast i 8-liða úrslitin á úti-
markinu. Valdano skoraði tvö
mörk á 5. og 17. mínútu og Santill-
iana skoraði einnig tvö á 77. og
89. mínútu.
önnur úrslit í gærkvöldi: Legia
Varsjá - Inter Mílanó 0-l(eftir
framlengingu), samanlagt 0-1.
Hadjuk Split-Dnepr 2-0(3-0).
Köln-Hammarby 3-l(4-3). Nant-
es-Spartak Moskva 1-1(2-1). AC
Mílanó-Waregem 1—2(2—3). Neuc-
hatel Xamax-Dundee Utd 3-1
(4-3). Sporting Lissabon-At-
hletico Bilbao 3-0(4-2).
Butragueno og félagar í Real
Madrid unnu eftirminnilegan sig-
ur í gærkvöldi.
getspakur
Guðjón Guðmundsson, liðs-
stjóri íslenska landsliðsins í hand-
knattleik, er ekki bara góður
söngvari heldur greinilega get-
spakur maður með afbrigðum.
Guðjón hefur á undanförnum
mánuðum og árum sannað þessa
sérgáfu sína þegar hann hefur
spáð fyrir um úrslit í leikjum ís-
lenska landsliðsins. Hefur það
heyrt til undantekninga ef kapp-
inn hefur ekki haft rétt fyrir sér
þegar upp hefur verið staðið.
Fyrir um það bil ári lék íslenska
landsliðið gegn því júgóslavneska í
Laugardalshöllinni. Fyrir þann leik,
sem hér um ræðir, sagði Guðjón að
íslenska liðið myndi ekki eiga í erfið-
leikum með andstæðinga sína og
spáði íslandi sjö marka sigri. Þeir
voru margir sem brostu að þessari
spá „Gauba,, en leiknum lauk með
sigri íslands, 20-13.
Annað dæmi um getspeki Guðjóns:
Fyrir rúmu ári lék íslenska landslið-
ið tvo landsleiki við Dani í Dan-
mörku fyrir Polar Cup mótið í Nor-
egi. Fyrir fyrri leikinn sagði Guðjón
Guðmundsson að Island myndi sigra
19-21 og það stóð heima.
Nýjasta dæmið um getspeki liðs-
stjórans er síðasti landsleikurinn
gegn Vestur- Þjóðverjum á dögun-
um. Guðjón spáði íslandi þriggja
marka sigri og leiknum lauk sem
kunnugt er með sigri Islands, 20-17.
Þeir sem vilja fá að vita hvernig
íslenska landsliðinu muni vegna á
HM í Sviss geta haft samband við
GuðjónGuðmundsson. - SK.
„Attum annað stigið fylK-
legaskiRó”
— sagði Geir Sveinsson eftir eins
markstap u-21 landsliðsinsgegn Svíum
„Þetta er fyrsti leikur okkar þar
sem við virkilega náum að halda
haus í sextíu mínútur.Við áttum
annað stigið fyllilega skilið en
óheppni á lokamínútunum kom í
veg fyrir að við næðum jafntefli.
Ég er bjartsýnn á að við náum
að vinna Sviss með sex mörkum
og tryggja okkur þar með leik um
7-8 sætið,“ sagði Geir Sveinsson,
einn leikmanna íslenska lands-
liðsins er tapaði með eins marks
mun fyrir Svíum, 19-18, á HM á
Ítalíu í gærkvöldi.
Svíar, sem hafa verið með yfir-
burðalið á mótinu til þessa, hófu
leikinn með fyrstu fjórum mörkunum
sem flest voru skoruð úr hraðaupp-
hlaupum. Það blés því ekki byrlega
fyrir landann á fyrstu mínútunum.
Svíar komust síðan í 5-1 áður en
íslenska liðið, með markvörðinn
Magnús Ingá Stefánsson í farar-
broddi, fór að sýna sitt rétta andlit.
Náði að jafna leikinn, 6-6, og komast
einu marki yfir fyrir hlé, 8-7.
Svíar náðu þriggja marka forskoti
í byrjun síðari hálfleiks, 11-8, en ís-
lendingar jöfnuðu, 13-13. Síðan var
jafnt á öllum tölum til 17-17. Svíar
skoruðu, 18-17, og íslendingar mis-
notuðu síðan vítakast. Gylfi Birgis-
son skaut í stöng og Svíar bættu
nítjánda markinu við áður en íslend-
ingar náðu að klóra i bakkann eftir
venjulegan leiktíma er Gylfí. skoraði
úr aukakasti.
Magnús Ingi Stefánsson lék í fyrsta
sinn með íslenska liðinu og hann
stóð í marki liðsins allan tímann.
Stóð sig frábærlega, varði um tutt-
ugu skot og var besti maður liðsins
í leiknum. Þá stóð Gylfi sig mjög vel
i sóknarleiknum og Geir var traustur
'í vörninni. Liðið á frí í dag en á
morgun mun liðið leika við Sviss sem
sigraði Ítalíu í gær, 24-17. Leikur
liðanna var í jafnvægi fram á síðustu
tíu mínútur leiksins er Svisslending-
ar náðu afgerandi forskoti. Leikur
íslands og Sviss kemur til með að
ráða því hvort liðið lendir í einu af
átta efstu sætunum og vinnur sér þar
með sjálfkrafa rétt til að leika í
næstu heimsmeistarakeppni.
Mörk íslands: Gylfi 6, Jakob Sig-
urðsson 3, Hermundur Sigmundsson,
Geir, Júlíus Jónasson og Árni Frið-
leifsson 2, Valdimar Grímsson 1.
-fros
Gefum
F ötluðum bömum aukin tækifæri til
þroska og skemmtunar.
Ljúkum leikskálanum í Reykjadal. Hann er
jr r
KAUPUM MIÐAISIMAHAPPDRÆTTI
STYRKTARFÉLAGS LAMAÐRA OG
FATLAÐRA. DREGIÐ 23. DES.
Vmningar eru 8 Subarubflar, vinsælustu bflamir á íslandi.
6 Subaru Justy, fjórhjóladrifnir.
2 Subaru 1800 GL station, fjórhjóladrifnir.
fötluð börn.
Nú er verið að reisa leikskála við heimilið þar sem börnin geta dvalið við leik og þjálfun í
sumarleyfum hvernig sem viðrar. Leikskálinn er ómissandi viðbót við núverandi aðstöðu og
rennur afrakstur happdrættisins til að Ijúka verkinu.
STYRKTARFÉLAG LAMAÐRA
OG FATLAÐRA
HÁALEITISBRAUT 11 -13. 105 REYKJAVÍK SI'MI 84999