Dagblaðið Vísir - DV - 12.12.1985, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 12.12.1985, Blaðsíða 4
4 DV. FIMMTUDAGUR12. DESEMBER1985. FISKMARKAÐIR Vinnsla, verð, markaðir Fiskréttir Nýlega stofnuðu 8 fyrirtæki í fiskiðnaði til samstarfs um fram- leiðslu fiskrétta í neytendaumbúð- um. Fyrirtækin eru: Bæjarútgerð Reykjavíkur (nú Grandi hf.), Fisk- gæði hf., Humall hf., öll í Reykja- vík, Rækjuvinnslan hf., Skaga- strönd, Rækjunes/Björgvin hf., Stykkishólmi, Síldarvinnslan hf., Neskaupstað, Sæver hf., Ólafsfirði, og Verktakar hf., Reyðarfirði. Fyrirtækin munu vinna saman að vöruþróun en fyrst verður lögð áhersla á innanlandsmarkaðinn. Sú vara sem best líkar á innan- landsmarkaðnum verður fyrst seld á erlendan markað. Formaður stjórnar samvinnu- hópsins hefur verið kjörinn Svavar Svavarsson, framleiðslustjóri Granda hf. Ernst Hemmingsen hagfræðing- ur hefur verið ráðinn markaðs- stjóri hópsins og mun hann hafa aðsetur hjá Útflutningsmiðstöð iðnaðarins. Svavar sagði að hafin væri vinnsla á karfa fyrir Japansmark- að. Bundnar eru miklar vonir við að í Japan verði verulegur markað- ur í framtíðinni fyrir karfann. Vanda verður mjög til þessarar framleiðslu því Japanir eru mjög vandfýsnir á þessa vöru og hafa stöðugt eftirlit með að hún sé fersk og góð að öllu leyti. Vinnsla þessi fellur vel að framleiðslu fyrirtækis- ins þannig að þegar ekki er unnið við karfaframleiðsluna þá fer fólkið í saltfiskvinnsluna, þannig nýtist vinnuaflið mjög vel. Reykjavik í siðustu viku lönduðu togarar alls 450 lestum. Bátar hafa landað alls 68 lestum. Verð á þeim þorski sem landað er innanlands er kr. 21,90 kílóið. Verð á karfa er 12,70, stór skötubörð eru á kr. 8,30, en út úr fiskbúð í Reykjavík 170 kr. Sölur erlendis Talsvert hefur verið um sölur íslenskra skipa í Englandi í síðustu viku. Verð á stórum þorski hefur verið að meðaltali 55 kr. kílóið, á millifiski kr. 50, á smáfiski kr. 43. Fiskur á leið í skip til útflutn- ings. Verð á stórri ýsu var kr. 59, á millifiski kr. 52 og á smáýsu kr. 48. Stór koli var á 47 kr. kílóið, stór lúða kr. 112 og karfi kr. 29. Ekki er búist við að markaðurinn batni næstu daga, mikið framboð verður á enska markaðnum í næstu viku og seinnipart þessarar. Verð á gámafiski í Englandi: Stór þorskur 50 kr. kílóið, smáfiskur kr. 47, ýsa kr. 54, koli kr. 57, stór lúða kr. 140, ufsi kr. 27, stór koli kr. 58, smár kr. 48. Ekki var fiskurinn í nægi- lega góðu ástandi, 30% í 2. flokki. Verðið í Þýskalandi i síðustu viku: Þorskur 52 kr. kílóið, ýsa 49, ufsi 49, blálanga 44, karfi 53, stór lúða 199. Fiskurinn var góður, allur í 1. flokki. Ástæða fyrir því að ekki. fæst hærra verð en raun ber vitni er mikið framboð á fiskmörkuðun- um og búist er við því að svo verði fyrst um sinn. Hamborg Verð á norskum ufsa hefur fallið úr 41 kr. kílóið niður í 29 kr. Ýmsar ástæður eru taldar fyrir þessu verð- hruni. í fyrsta lagi mikið framboð affiski, í öðru lagi var mikil hálka á vegum og slæmt að koma fiskin- um til kaupenda. Gildir það sama um danskan fisk. Reiknað er með að markaðurinn taki ekki miklum breytingum á meðan aðstæður breytast ekki hvað framboð snertir. Verð á norskum og dönskum laxi var 240 kr. fyrir smæsta laxinn en hæst kr. 380. París Verð hefur lækkað verulega síð- ustu dagana. Mikið hefur safnast fyrir á mörkuðunum og var verð á kílói af norskum þorski í síðustu viku kr. 114 að meðaltali. Verð á stórum laxi hefur verið nokkuð stöðugt, kr. 413. Verð á reyktum laxi frá Noregi er 1000 kr. kílóið. Danskur reyktur lax var í nokkru lægra verði, kr. 930. Sama verð var á Kanadalaxi. Ein fisktegund virð- ist standa vel í verðstríðinu en það eru stór skötubörð, 160 kr. kílóið, einnig er stór ufsi i góðu verði, 90 kr. kílóið að meðaltali. London Að undanförnu hefur verið nokk- uð rólegt yfir verði á fiskmarkaðin- um, verðfall hefur þó orðið á flest- um fiskafurðum. Verð á hausuðum þorski, kr. 109, á rauðsprettu, kr. 80 til 85 kr., verð á ferskri síld var 29 til 53 kr. Verð á laxi hefur verið 380 kr. Þetta verð er allt miðað við norskan fisk, ísaðan. Madrid Svipað verð hefur verið á hausuð- um norskum þorski, kr. 109. Verð á laxi hefur verið svipað og í Lon- don. New York Þakkargerðarvika setti svip sinn á markaðinn hjá Fulton í New York þannig að ekki var mikil eftirspurn eftir fiski síðustu viku nóvember. Verð á stórum ferskum laxi frá Noregi stóð þó í 460 kr. kílóið en safnast hafði fyrir smærri lax og var heldur lélegt verð á honum. Verð á hörpuskelfiski frá íslandi stóð í kr. 407 af stærðinni 40/60 (40-60 stk. i kílói) og smærri, 60/80, var á 350 kr. Vesturströnd Bandaríkjanna Rækjuveiðar hafa gengið vel á þessu ári og hefur veiðin þrefaldast á við það sem hún var á síðasta ári. Rækjan hefur verið stór, 90/ -110 stk. i kg. Chile Frá Chile hafa borist til Banda- ríkjanna 137 tonn af laxi fyrrihluta árs 1985 að verðmæti 600 þúsund dollarar en innflutningur þaðan var 29 tonn á sama tíma 1984. Perú Gert er ráð fyrir að þrjár fiski- mjölsverksmiðjur verði opnaðar nú þegar ansjósuvertíðin hefst í Perú. Verksmiðjur þessar hafa verið lokaðar í 3 ár. Búast fiskifræðingar við aukinni fiskgengd á miðin. Útflutningur á fiski til Englands Frá 1. janúar til 30. júní höfðu íslendingar flutt til Englands sjáv- arafurðir fyrir rúmlega 240 millj. kr. Á sma tíma fluttu Danir út fisk fyrir sömu upphæð en Norðmenn höfðu þá flutt til Englands frosinn fisk fyrir 1.420 milljónir og ísvarinn fisk fyrir 240 milljónir króna. Ingólfur Stefánsson. 365 milljónum bætt í húsnæðiskerfið: 200 milljónir tilaðlétta greiðslubyröar — greiðslujöf nun miðuð við kauptaxta en ekki launataxta Svokölluð milliþinganefnd hefur skilað til félagsmálaráðherra álits- gerð. Hún beinist fyrst og fremst að þeim sem eru í greiðsluvanda. Eftir áramót er síðan búist við annarri skýrslu þar sem fjallað verður um framtíðarskipan húsnæðismála og nýtt húsnæðislánakerfi. Ríkisstjórn- in hefur þegar fjallað um álit nefnd- arinnar og er samkomulag um að stefna beri að þeim atriðum sem bent er á að þurfi að gera til að létta undir með þeim sem eru að koma yfir sig þaki. Þær úrbætur sem nefndin boðar byggjast á því að bætt verði 365 milljónum við framlag ríkissjóðs til Byggingarsjóðs ríkisins. Ríkisstjórn- in hefur þegar ákveðið að leggja til að lífeyrissjóðir kaupi meira af skuldabréfum af byggingarsjóðunum til að fá meira fjármagn. Úrbæturnar Nefndin gerir ráð fyrir að á næsta ári verði 200 milljónum króna úr Byggingarsjóði ríkisins varið til að létta greiðslubyrði íbúðareigenda vegna skammtímalána. Þessir pen- ingar verða ekki lánaðir beint úr sjóðnum. Hugmynd nefndarinnar er að skuldbreytingar fari fram í gegn- um banka og sparisjóði. Maður sem skuldar t.d. 300 þúsund krónur á skammtímalánum getur óskað eftir skuldbreytingu, t.d. í 10 ár. Bankinn getur hins vegar litið svo á að hann hafi ekki bolmagn til að skuldbreyta til lengri tíma en til 7 ára. Láninu verður samt sem áður skuldbreytt í 10 ár. Bankanum gefst kostur á að selja Byggingarsjóði hluta af skulda- bréfunum. Til þess verða þessar 200 milljónir notaðar. Þá er þess getið að þegar hefur ríkisstjórnin lagt áherslu á að lánum verði skuldbreytt í bönkum. Þá leggur nefndin til að gerðar verði lagfæringar á ákvæðum um tekju- og eignarskatt varðandi vaxt- afrádrátt á lánum til íbúðarhúsnæðis þannig að þessi réttur verði ótvíræð- ur. Einnig að skuldbreýtingar rýri ekki rétt til skattafrádráttar. Þá verður einnig athugað að tengja hámarksfrádrátt við hreina eign viðkomandi. Félagsmálaráðherra sagði við DV að þegar væri byrjað að vinna að þessum breytingum og búast mætti við að gerðar yrðu lagabreytingar nú fyrir jól. Nefndin leggur til að þeir sem sækja um lán hjá húsnæðis- stjórn og eru að kaupa eldra húsnæði í fyrsta skipti fái lánið greitt eftir 6 mánuði. Aðrir eftir 9 mánuði. Þeir sem eru að byggja í fyrsta skipti fái lán í tvennu lagi. Fyrst helminginn eftir einn eða tvo mánuði og síðan restina eftir 6 mánuði. Lán af þessu tagi verða 35 prósent 1. júlí af staðal- íbúð og 40 prósent seinna á árinu. Fyrir þá sem eru að byggja í annað sinn eða hafa byggt oftar verður lánum skipt í þrennt og greitt út á 6 mánaða fresti. Breytingar á greiðslujöfnun Það er einnig athyglisvert að nefndin leggur til að við útreikning greiðslujöfnunar verði miðað við vísitölu kauptaxta en ekki launa- taxta eins og ákveðið var í vor á Alþingi. Þetta var nokkuð umdeilt atriði á Alþingi í vor. Gagnrýnt var að þegar miðað væri við launavísi- tölu kæmu allar yfirgreiðslur inn í útreikninginn. Guðmundur Bjarna- son, formaður nefndarinnar, sagði að samkomulag hefði verið um þessa breytingu, m.a. vegna þess að notkun launavísitölu kæmi ójafnt niður á landsmönnum. Fullyrða mætti að launaskrið væri mun minna úti á landi en á höfuðborgarsvæðinu. Nú þyrfti hins vegar að gera lagabreyt- ingar á þessu ákvæði. APH í dag mælir Dagfari I dag mæiir Dagfari I dag mælir Dagfari Happdrættisrannsókn án tafar Það hrökk margur eyminginn í kút þegar Háskólahappdrættið kunngerði úrslit úr síðasta drætti. Ófáir höfðu horft vonar- augum til þessa dráttardags með þá bjartsýni í huga að ef til vill fengist nú loksins einhver vinningur sem gæti létt undir í lífsbaráttunni þegar jólagjafa- bölið stendur sem hæst. En hvað kemur á daginn eftir að hinn langþráði dráttur hafði loks verið framkvæmdur? Jú, Happdrætti Háskólans hirti hátt í 20 milljónir króna af vinning- unum. Hér er greinilega maðk- ur í mysunni. Happdrættið aug- lýsir stíft vinningsvonir og vinn- ingsupphæðir sem í boði eru. Sauðsvartur almúginn lætur sig auðvitað engu skipta hvort Háskólinn er á hausnum eða ekki en kaupir miða í þeirri von að fá vinning. Happdrættið heldur því fram að fjórði hver miði gefi vinning og í framhaldi af því kaupir margur maðurinn fimm miða til að vera öruggur, eins og gefur að skilja. Auk þess ero birtar hástemmdar auglýs- ingar um þær upphæðir sem um er dregið hverju sinni. Hins vegar er þess hvergi getið að einn aðili þarf ekki að kauþa miða eða huga að endurnýjun mánaðarlega en spilar samt með. . . Það er happdrættið sjálft. Fyrirsögn á baksíðu Morgunblaðsins i gær segir að hæsti vinningshafinn hafi hlotið sex milljónir króna í Happdrætti Háskólans. Hér er auðvitað um hina örgustu fréttafölsun að ræða því við lestur fréttarinnar kemur í ljós að Happdrætti Háskólans fékk annars vegar tíu milljónir á trompmiða og hins vegar fimm milljónir á annan trompmiða. Ekki er getið smærri vinninga í umræddri frétt en hins vegar blandast engum hugur um að sigurvegari jóladráttarins er happdrættið sjálft. Þessa dagana eru vissir al- þingismenn ákaflega rannsókn- arglaðir. Það væri því ekki úr vegi að einhver þeirra manna færi fram á opinbera rannsókn á starfsemi Happdrættis Há- skólans og annarra happdrætta í leiðinni. Það hlýtur hver heilvita mað- ur að sjá að svona blekkinga- riðja getur ekki haldið áfram án afskipta hins opinbera. Hver er happdrættisskatturinn á hverja fimm manna flölskyldu í landinu? Hversu mikið fé borga fátækir verkamenn til happ- drættis sem hirðir svo þá vinn- inga sem búið er að gefa í skyn að muni renna til þeirra skatt- borgara sem af súrum sveita reiða fram fé í happdrættishít- ina. Hér er um slíkt stórmál að ræða að það á ekkert betra ski- lið en opinbera umræðu undir stjórn Ólafs Ragnars Grímsson- ar. Vel að merkja, er sá maður ekki enn á launum hjá Háskóla íslands? Eru honum kannski greidd laun úr sjóðum happ- drættis sem liggur á því lúalagi að blekkja fólk til að kaupa happdrættismiða sem fyrirfram er búið að ákveða að séu eign Háskólans? Og svona í leiðinni, hver greiðir ferðakostnað Ólafs Ragnars út um allan heim í þeim friðarferðum sem hann segist standa í? Þetta verður auðvitað að rannsaka í leiðinni. Þar sem Alþingi á hér hlut að máli, enda starfa bæði happ- drættin, það er að segja Ólafur Ragnar og Háskólahappdrættið, undir lögum frá Alþingi, verður að skipa almenna borgara í rannsóknarnefndina. í þessu sambandi þarf að upplýsa margt. Til dæmis hvers vegna húsakynni Happdrættis Háskól- ans eru ekki flóðlýst á kvöldin. Hefur happdrættið svona mikið að fela eða hvað? Ekki skal farið lengra út í þessa sálma að svo komnu máli enda hljóta þessi mál að fá ítarlega umfjöllun í fréttum fjölmiðla eftir að Ólafur Ragnar hefur verið tengdur þeim. f lokin er aðeins rétt að benda fréttamönnum á að afla nákvæmra upplýsinga um þá banka sem hafa tekið þátt í að fjármagna rekstur Háskóla- happdrættisins svo og hvaða hliðarfyrirtæki tengjast þessum rekstri hugsanlega - með eða án flóðlýsinga. - Dagfari.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.