Dagblaðið Vísir - DV - 20.12.1985, Síða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 20.12.1985, Síða 26
DV. FÖSTUDAGUR 20. DESEMBER1985. - Sigurbjörg Sigurð- ardóttir frá Djúpavogi er 23 ára og hefur verið með liðagikt í 15 ár. Hún reynir að hverfa í fjöldann með hendur í vösum. HUNANG - Þorsteinn Ö. Stephensen er aftur kominn upp á svið eftir nckkurra ára fjarveru og þá dugar ekkert minna en Villihunang. TÖFFARI - Robert Mitchum verður heimilisgestur hjá íslendingum í 9 vikur á næstunni. Nýr sjónvarpsmyndaflokk- ur er að hefja göngu sína og þar fer gamli „töffarinn“ með aðal- hlutverk. Hann segist ekki bera tilfinningar sínar á torg. Til þess séu þær allt of per- sónulegar. Best með kaffinu undir sæng á laugardags- morgni. Nýjar bækur Nýjarbækur Nýjar bækur KALLI KÚLUHATTUR OG FÚSIFROSKAGLEYPIR Iðunn hefur gefið út nýja barnabók eftir danska höfundinn Ole Lund Kirkegaard. Nefnist hún Kalli kúluhattur og er níunda bók höf- undar á íslensku. Áður hafa m.a. komið eftir hann bækurnar Gúmmí- Tarsan, Virgill litli, Albert og Fúsi froskagleypir. Fúsi froskagleypir hefur nú verið endurprentuð eftir að hafa verið ófáanleg í mörg ár. Ole Lund Kirkegaard er einn vinsælasti barnabókahöfundur á Norðurlönd- um og hafa sögur hans verið þýddar á fjölmörg tungumál. Þessi nýja bók, Kalli kúluhattur, hefur að geyma fimm sögur þar sem kímni höfundar og sérstæð frásagn- argleði nýtur sín til fulls. Myndir eftir höfundinn sjálfan prýða bókina. Þórgunnur Skúladóttir þýddi. Oddi hf. prentaði. UOÐABOK eftir HJÖRT PÁLSSON Út er komin hjá Iðunni fjórða ljóðabók Hjartar Pálssonar. Nefnist hún Haust í Heiðmörk. Flest ljóð- anna eru frá síðustu árum og bera því vitni að höfundur hefur víða farið. Mörg þeirra eru ljóðrænar myndir frá ferðum hans, oft hnit- miðaðar, önnur tjáning dýpkandi skynjunar þar sem glöggt má sjá að tíminn og hlutskipti mannsins í sí- breytilegri veröld og leit hans að innra kjarna hlutanna og tilverunn- ar er skáldinu áleitið umhugsunar- efni, sem ýmist birtist sem uggur eða undrun í ljóðunum og knýr á um nýja afstöðu með vaxandi þunga. Auglýsingastofan Octavo hannaði kápu. Oddi hf. prentaði. JÓAKIM Bamabokettir TORMODHAUGEN Vönduð og umhugsunarverð barna- bók Iðunn hefur sent frá sér barnabók- ina Jóakim eftir norska rithöfund- inn Tormod Haugen. Þetta er afar vel skrifuð og næm lýsing á lífi ungs drengs. Áður hefur verið þýdd önnur bók á íslensku eftir sama höfund, Náttfuglarnir, sem fjallar um sömu söguhetju. Þessar bækur hafa verið þýddar á fjölda tungumála og fengið mikla viðurkenningu og lof gagn- rýnenda. Um efni bókarinnar segir m.a.: „Jóakim er að verða níu ára gamall. Hann á heima í sambýlishúsi ásamt mömmu sinni og pabba. Mamma vinnur í kjólabúð og pabbi er kenn- ari. En pabbi fer ekki í skólann því hann er hræddur. Jóakim er líka hræddur. Um leið og hann vaknar um morguninn veit hann að eitthvað skelfilegt hefur komið fyrir. Jóakim verður að fóta sig í ótryggum heimi þar sem krakkarnir geta verið and- styggilegir og fullorðna fólkið pukr- ast með leyndarmál sem börnin eiga ekki að geta skilið." Bókin er gefin út með styrk úr þýðingarsjóði Norðurlandaráðs. Njörður P. Njarðvík þýddi. Auglýs- ingastofan Octavo hannaði kápu. Oddi hf. prentaði. Jóla oggjafapa Minni rúllur fyrir heimili og stærri rúllur fyrir verslanir. Hágæðapappír á góðu veiði. Margar stæiðir. Heildsölubirgðir: NasliMt Bfldshöfða 10, sími 82655.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.