Dagblaðið Vísir - DV - 20.12.1985, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 20.12.1985, Blaðsíða 12
12 DV. FÖSTUDAGUR 20. DESEMBER1985. Frjálst.óháð dagblað Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EirÍARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTjANSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÚNSSON Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON og ÓSKAR MAGNÚSSON Auglýsingastjórar: PÁLLSTEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINS^ON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLT111, SlMI 27022 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: HILMIR HF„ ÞVERHOLT111 Prentun: ÁRVAKUR HF. -Áskriftarverð á mánuði 450 kr. Verð I lausasölu virka daga 45 kr. - Helgarblað 50 kr. Áherzlubreyting? Þorsteinn Pálsson fj ármálaráðherra segir, að nú sé grundvöllur fyrir áherzlubreytingu. Launþegar hafi tekið á sig mikla kjaraskerðingu. Ekki verði gengið lengra í því. Nú fari framleiðsla þjóðarinnar aftur vaxandi, þótt hægt gangi. Því eigi nú að leggja megin- þungann á umsvif hins opinbera. Draga verði úr út- gjöldum ríkisins að fremsta megni. Launþegar hafi lagt sitt af mörkum, nú sé komið að hinu opinbera. Aherzlan verði lögð á að hafa fjárlög hallalaus og auka erlend lán hins opinbera ekki meira en nemur afborgunum af erlendum lánum. Þetta er í aðalatriðum rétt stefna. Spurningin er þó, hvort ríkisstjórnin sé þessu trú eða ekki. Hvað hefur gerzt? Forystumenn Sjálfstæðisflokksins fóru í stólaleik. Skipt var um fjármálaráðherra. Þor- steinn settist í sæti Alberts. Áður hafði athyglisverður fundur æðstu sveitar Sjálfstæðisflokksins samþykkt í Stykkishólmi að hafna fyrirliggjandi fjárlagafrumvarpi. Fundurinn lagði áherzlu á niðurskurð ríkisútgjalda, hallalaus fjárlög og að erlendar lántökur skyldu ekki verða meiri en afborganir. Þetta var í lok september. Þorsteinn settist í ráðherrastólinn til þess að framfylgja þessum ákvörðunum. Hann hófst handa um niðurskurð og stærir sig enn af því að hafa minnkað erlendar lán- tökur um 800 milljónir króna. Þetta var byrjunin hjá Þorsteini. Á eftir kom óskemmtilegri þróun. Halli ríkissjóðs verður á yfirstandandi ári yfir tveir milljarðar í stað 743 milljóna, sem búizt var við. Þessu verður mætt með samsvarandi erlendum lántökum. Þetta þýðir, að ríkisstjórnin stendur ekki við fyrirheit sín á þessu ári. Þorsteinn Pálsson þvær hendur sínar og segir, að þetta hafi gerzt, áður en hann settist í stólinn. Kennt er um gengislækkun dollars og kaup- hækkun, sem veitt var í haust. Almenningur hlýtur að spyrja, hvort ríkisstjórn, sem þannig hefur farið að ráði sínu, sé treystandi fyrir framhaldinu þrátt fyrir góð loforð. Flest bendir til þess, að markmiðunum fyrir næsta ár verði ekki náð fremur en gerist á þessu ári. Fjármálaráð- herra segir, að erlend lán ríkissjóðs sem slíks verði ekki á næsta ári meiri en afborganir. En þar talar hann aðeins um hluta af opinbera kerfinu. Fróðir menn benda á, að nú stefnir í, að erlend lán hins opinbera verði á næsta ári 1,6 milljörðum meiri en afborganir. Svipað má segja um halla ríkissjóðs. Ekkert bendir til þess, að Qárlögin, sem nú er verið að samþykkja, standist miklu betur en fyrri fjárlög. Þorsteinn Pálsson treystir sér ekki til að fullyrða, að svo verði. Mikilvægur þáttur verða kauphækkanirnar,sem samið veróur um eftir áramótin. Þar verða líklega á ferðinni stærri stærðir en gert verður ráð fyrir við afgreiðslu fjárlaga. Enn má segja, að viðskiptahallinn á næsta ári verður að líkindum miklu meiri en ríkisstjórnin hefur gefið fyrir- heit um. Nú stefnir í, að ekki standi steinn yfir steini af samþykkt sjálfstæðismanna í Stykkishólmi. Nýi fjár- málaráðherrann hefur því engu breytt um vandræðin. Efnahagsmálin verða enn í ógöngum. Þrátt fyrir niður- skurð á ýmsum sviðum stefnir í, að þessi niðurskurður verði hvergi nærri nógu mikill. Tekið hefur verið á málum með vettlingatökum. Það breytir ekki þeirri staðreynd, að nú er tækifæri til áherzlubreytingar. Það tækifæri er bara ónotað. Haukur Helgason. Fara banka- ráðsmenn í jólaköttinn? Nú fylgist þjóðin með alþingis- mönnum sínum. Ekki vegna bjórs eða bílakaupa ráðherra heldur vegna kosninga í bankaráð. Aldrei hefur verið meiri þrýstingur á gömlu flokkana að slíta hin flokkspólitísku tengsl þings og banka. Sala ríkisbanka Bandalag jafnaðarmanna hefur gert ítrekaðar tilraunir til að slíta þessi tengsl. Til að fá umræðu um nýtt fyrir- komulag peningamála lagði BJ fram tillögur en fornflokkarnir hafa hafnað öllum breytingum. 1. Á þinginu 1983-84 lagði BJ fram tillögu til þingsályktunar um sölu ríkisbanka. Hún var felld með atkvæðum þingmanna allra flokka. GUÐMUNDUR EINARSSON FORMAÐUR BANDALAGS JAFNAÐARMANNA Raddir munu heyrast um að það sé óviðkunnanlegt að endurkjósa þá til að ríkja yfir rústunum. Þær raddir verða líklegast kveðnar niður með þeim rökum að slíkt jafnist á við að gera þá ábyrga. Svo kynni að virðast að þeir bæru einhverja ábyrgð ef þeir væru settir af. Það má alls ekki koma fyrir að neinn sé gerður ábyrgur. Afstaða Sjálfstæðisflokksins verð- ur fróðleg. í umræðum um rann- sóknarnefnd Alþingis vegna Haf- skipsmálsins lýstu talsmenn flokksins því yfir að Alþingi væri vanhæft til að rannsaka málið því það ætti þar beina aðild vegna kosninga þingsins í bankaráð og setu þingmanna þar. Því verður tæpast trúað að Sjálfstæðisflokk- urinn uni því að löggjafarsam- koman sé vanhæf til að sinna eftir- „Því verður tæpast trúað að Sjálfstæðisflokkurinn uni því, að löggjafarsamkoman sé vanhæf til að sinna eftirliti með rikisstjórn og framkvæmdavaldi.“ a „Þingflokkar Sjálfstæðisflokksins og ™ Alþýðubandalagsins munu líklega endurkjósa sína alþingismenn í Útvegs- bankaráð. Það verður jólagjöfin til þjóð- annnar. 2. Á þinginu 1984-85 lagði BJ til eftirfarandi: a) Ríkisbönkum yrði breytt í almenningshlutafélög í árslok 1986. b) Þangað til sú breyting yrði gerð skyldi viðskiptaráðherra skipa bankaráðin og c) alþingismönnum væri óheimilt að sitja í þeim. Allar þessar tillögur voru felldar með atkvæðum þingmanna úr öllum flokkum. 3. Á yfírstandandi þingi hafa þess- ar tillögur allar verið endurflutt- ar og þrátt fyrir Útvegsbanka- ósköpin virðast þær ætla að falla enn einu sinni. Niðurstaðan er sú að gömlu flokk- amir vilja eiga vísa leið í banka- ráðin. Þingmenn og bankaráð Nú engjast gömlu flokkarnir. Þeir verða að kjósa í bankaráðin um helgina því þeir hafna tillögu BJ um að ráðherra skipi í ráðin. Þingflokkar Sjálfstæðisflokksins og Álþýðubandalagsins munu lík- lœa endurkjósa sína alþingismenn í Útvegsbankaráð. Það verður jóla- gjöfín til þjóðarinnar. Þannig verður alþingismönnunum þökkuð hin vakandi umsjón og hið dygga eftirlit með eigum með- borgaranna. liti með ríkisstjórn og fram- kvæmdavaldi. Samkvæmt þessu er Alþingi van- hæft til að skoða ríkisbanka, Se- mentsverksmiðju og fleiri fyrirtæki sem Alþingis kýs í. Morgunblaðið hefur í Reykjavík- urbréfi lýst Alþingi vanhæft til að hafa eftirlit með ríkisstjórn og stofnunum hennar. Því verður ekki trúað að þingmenn Sjálfstæðisflokksins taki því þegj- andi að Styrmir Gunnarsson setji svona ofan í við þá. Þess vegna eiga þeir að taka á með öðrum frjálslyndum mönnum sem vilja að Alþingi geri hreint fyrir sínum dyrum með því að - banna alþingismönnum setu í stjórnum og ráðum framkvæmda- valds, - breyta lögum þannig að ráð- herrar skipi í ráð og stjórnir sem heyra undir ríkisstjórn og - leggja ríkisbanka niður og koma þeim í hendur almennings- hlutafélaga. Guðmundur Einarsson.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.