Dagblaðið Vísir - DV - 20.12.1985, Side 2
2
DV. FÖSTUDAGUR 20. DESEMBER1985.
Kaupin á Mjólkursamsöluhúsinu:
Hneyksli eða stórkostleg ráðstöfun?
Hneyksli eða stórkostleg ráðstöfun
stórhuga menntamálaráðherra? Það
sýnist sitt hverjum um þá ákvörðun
Sverris Hermannssonar mennta-
málaráðherra að kaupa hús Mjólk-
ursamsölunnar undir Þjóðskjalasaf-
nið. Sumir hafa kveðið svo fast að
orði að kalla húsakaupin „nýtt Víð-
ishús“ eins og Svavar Gestsson gerði
á Alþingi í fyrradag. Öðrum þykir
undarlegt að ráðherrann skuli ráðast
i þessi húsakaup á meðan sá hinn
sami hrópar á niðurskurð hér og
niðurskurð þar. Enn aðrir botna
ekkert í því hvers vegna ráðherrann
gerir svo án þess að ráðfæra sig við
Alþingi og fjárveitinganefnd.
Margir aftur á móti, eins og þeir
þjóðskjalasafnsmenn, eru himinlif-
andi. Loksins geti þeir farið að sinna
verkefnum sínum af einhverri al-
vöru. En árum saman segjast þeir
ekki hafa getað hreyft sig vegna
þrengsla.
Enn eru þeir sem velta fyrir sér
hvort ráðherra geti einn og sér farið
út í bæ og keypt húseign fyrir al-
mannafé upp á 110 milljónir.
DV leitaði álits nokkurra manna
um mál þetta. - KÞ
Guðlaugur Björgvinsson, forstjóri Mjólkursamsölunnar, sýnir líkan af samsöluhúsinu eftir að gengið hafði
veriðfrákaupunum. DV-myndGVA
M
Góð bók gleður
I Mál og menning
John Fowles:
Ástkona franska
lautínantsíns
Nýtt verk í heimsbókmenntaröð
Máls og menningar
Astkona franska lautinantsins er tvímælalaust
þekktasta skáldsaga John Fowles, sem er einhver
fremsti og umtalaðastí skáldsagnahöfundur
Englendinga um þessar mundir.
Ástkona franska lautinantsins er öðrum þreeði
mögnuð ástarsaga um aðalsmanninn unga,
Charles Smithson, og kennslukonuna dularfullu,
Söru Woodruff, sem þorpsbúar kalla ástkonu
franska lautinantsins. Hér segír ífá ástríðu-
þrungnu sambandi þeírra og því stríða og
ólgandi regindjúpi sem skilur þau að. Sögusviðíð
er England Viktoríutímans með stéttskiptingu
sínni, trúarkreppu og siðferðilegri hræsni.
En Ástkonan er stór bók og ekki öll þar sem hún
er séð: Kunnáttusamleg notkun Fowles á
brögðum og vitneskju 20. aldar höfundar gefur
henni aðra vídd og aukna dýpt.
Ástkona franska lautínantsíns er þýdd af ,
Magnúsi Rafnssyni. Eftir henni var nýiega gerð
mjög vinsæl kvikmynd með Meryl Streep í
aðalhlutverki.
Verð: 1375.-
Yashar Kemal:
Memed mjóí
- saga um uppreisn og ást
Ný bók í heimsbókmenntaröð
Máls og menningar
Sagan um Memed mjóa, stigamanninn unga, er
hörkuspennandi ævintýri um alþýðu og útlaga í
Tyrklandi á fyrri hluta þessarar aldar eftir fremsta
og frægasta núlifandi höfund Tyrkja, Yashar
Kemal. Söguhetjan elst upp í þorpi ríkismannsins
Abdi aga sem hefúr sölsað undir síg landareign
fólks í fimm þorpum á Tsjúkuróvasléttunní og
drottnar með harðneskju. Strax á unga aldri gerir
Memed misheppnaða tilraun til að risa gegn Abdí
aga, og þegar hann hefur fengíð nasasjón af
annars konar lífi ákveður hann að ræna unnustu
sinni og ffýja. En armur valdsins er langur og
hefur Iögin sín megin, þótt Memed öðlist hins
vegar ást og aðdáun alþýðunnar.
Þórhildur Ólafsdóttir þýddi bófúna úr tyrknesku
og skrifar eftirmála.
Verð: 1487.-
Uglu-verð: 788,-
„Heimildílögum til
slíkra húsakaupa”
— segir ráðuneytisstjórinn ífjármáiaráðuneytinu
Safnahúsið við Hverfisgötu, eitt fegursta hús landsins. Menntamála-
ráðherra hefur nú ákveðið að Þjóðskjalasafnið flytjist í hús Mjólkur-
samsölunnar við Laugaveg, en ekki safnahúsið eins og áður hafði
verið rætt um. Hlutverki safnahússins lýkur því sem slíks og eru um
það deildar meiningar.
„Það er heimild í lögum frá 1974
sem heimilar ríkisstjórninni að taka
lán sem tengjast húsakaupum. Það
er því ekkert sem hannar mennta-
málaráðherra að gera þessi kaup upp
á eindæmi sitt og ríkisstjórnarinn-
ar,“ sagði Höskuldur Jónsson, ráðu-
neytisstjóri í íjármálaráðuneytinu, í
samtali við DV.
Höskuldur sagði að þar sem ák-
vörðun þessi kallar ekki á útgjöld
úr ríkissjóði á árinu 1986 væri þetta
ekki mál sem þyrfti að bera undir
fjárveitinganefnd.
-En er ráðherra þá ekki bara að
fresta því. Kemur ekki að því að
hann þurfi að fá samþykki fjárveit-
inganefndar til að standa við skuld-
bindingar sínar og greiða af láninu.
Þarf hann þá ekki að fá peninga úr
ríkissjóði og um leið samþykki Al-
þingis?
„Jú, það má segja að hann sé að
taka sér vissan frest og sennilega
þarf hann að leita til fjárveitinga-
nefndar strax á næsta ári til að
húsakaupin komist inn í fjárlögin
fyrir árið 1987,“ sagði Höskuldur
Jónsson.
KÞ
„Forkastanleg vinnubrögð"
— segir Jón Baldvin Hannibalsson
„Þetta eru forkastanleg vinnu-
brögð,“ sagði Jón Baldvin Hannib-
alsson, formaður Alþýðuflokksins, í
samtali við DV um kaup mennta-
málaráðherra á húsi Mjólkursamsöl-
unnar.
„Það eru ekki ýkjur að segja að
það kemur manni á óvart að fá fréttir
af því úti í bæ að einhver ráðherra
skuli vera að kaupa húseignir fyrir
opinbert fé á meðan við hér niðrá
þingi erum að berja saman og af-
greiða lánsfjárlögin. Það er eins og
ráðherrann viti ekki að fjárveitinga-
valdið er hjá Alþingi,“ sagði Jón
Baldvin Hannibalsson. - KÞ
„Ekki hægtað fara svona með
menningarverðmæti”
— segir Magnús Skúlason arkitekt um það að gera
Safnahúsið að skrifstof uhúsnæði
„Safnahúsið er með okkar merkile-
gustu húsum og innréttingar þess
ekki síður. Það er sárt að hugsa til
þess ef á að rusla þar öllu til. Það
er ekki hægt,“ sagði Magnús Skúla-
son arkitekt í samtali við D V.
Eins og kunnugt er hefur verið um
það rætt að Safnahúsið verði sett
undir Hæstarétt eða forsætisráðu-
neyti.
„Mann rak í rogastans að heyra
þetta. Safnahúsið er ekki ætlað fyrir
skrifstofur. Húsið er eitt af okkar
helstu menningarverðmætum. Það
er alveg eins og þeir kraftar ráði öllu
nú sem vilja láta allt úr okkar fortíð
hverfa. Ég trúi því ekki að óreyndu
að svo fari um þetta hús. Það er ekki
hægt að fara svona með menningar-
verðmæti," sagði Magnús Skúlason.
KÞ
„Höfum beðið um greinargerð
— en ekki fengið,” segir formaður
fjárveitinganefndar
„Það hefur verið beðið um það
innan nefndarinnar að fá greinar-
gerð um málið eða að minnsta kosti
einhverja punkta en við höfum ekk-
ert fengið enn, sagði Pálmi Jónsson,
formaður fjárveitinganefndar, í sam-
tali við DV.
Pálmi sagði að sér skildist að ríkis-
stjómin hefði einhverja heimild til
að ráðast í kaup á borð við kaupin
á Mjólkursamsöluhúsinu en hann
hefði enga pappíra enn fengið til að
staðfesta slíkt. Aðspurður sagðist
hann ekki geta dæmt um það hvort
hér væri um hyggileg húsakaup að
ræða eða ekki.
- Stendur til að setja inn heimild í
fjárlögin um húsakaupin nú þegar
verið er að ganga frá fjárlögunum?
„Nei, ég á ekki von á því,“ sagði
Pálmi Jónsson.
KÞ