Dagblaðið Vísir - DV - 20.12.1985, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 20.12.1985, Blaðsíða 10
10 DV. FÖSTUDAGUR 20. DESEMBER1985. ÚUönd Útlönd Útlönd Útlönd FUNDIN TENGSL MILU KRABBAMBNS OG EYÐNI leggur reikningsdæmi fyrir börnin. Ef þau svara ekki rétt, gefur tölvan svarið. Samlagning, frádráttur, margföldun, deiling. Bæði létt dæmi og þung, eftir óskum þess sem spilar. Einnig leikir með tölvur. Þú getur notað hana sem venju- lega reikningstölvu þegar þú vilt. Látið litla | VKA | reikningskennarann p aðstoða við námið Gæðatölva með 1 árs ábyrgð. Shrifuéiin hf Suðurlandsbraut 12, Box8715, simi 685277. Rannsóknir á sjaldgæfu krabba- meini, sem nýverið hefur færst tölu- vert í vöxt meðal ungs fólks í Afríku, hafa fléttast inn í rannsóknir á eyðniveirunni. Þykir vísindamönn- um það mikilvæg uppgötvun að það skuli finnast samsvörun milli krabbameinsins, sem kallað er „æxli kaposis", og svo eyðniveirunnar. Þykir þar fundið enn eitt púslustykk- ið í gátuna um hvernig æxli verða til. Eyðniblóðpróf fundu tengslin Síðan menn fundu það upp fyrir tveim árum að leita í blóðsýnum að mótefnum gegn eyðniveirunni, sem sönnun fyrir þvi að viðkomandi ein- staklingur hefði komist í snertingu við eyðniveiruna, hafa orðið augljós tengsl milli kaposiskrabbameinsins nýmagnaða og eyðniveirunnar. Læknum leikur mikil forvitni á að vita hvernig þess tengsl eru til komin og hvað reynsla Afríkumanna á kaposisæxlinu muni þýða fyrir eyðnisjúklinga og fyrir kaposissjúkl- inga annars staðar. Ein kenningin, sem fram er komin, er sú að þetta nýja afbrigði kaposis- æxlisins þrói krabba, sem noti tæki- færið, þegar eyðniveira hefur veikt mótstöðu AIDS-sjúklings, til þess að búa um sig í honum. Sumar þær breytingar, sem orðið hafa á kaposisveikinni, hafa einnig gert vart við sig í Bandaríkjunum og víðar. En i ýmsu tilliti er sagt að Afríkuafbrigðið hafi þróast á annan hátt. Þó eru vísindamenn að gera sér vonir um að rannsóknir á kaposistil- fellum hjálpi þeim til þess að skilja betur sérkenni og uppruna eyðni- sjúkdómsins. Umskipti í kaposisveikinni Sérfræðingar, sem reynslu hafa í meðferð sjúklinga með kaposisæxli, segja að það hafi orðið stórfurðuleg umskipti á hegðan þess. Þar í hópi er Anne C. Bayley, breskur skurð- læknir, sem starfað hefur í 14 ár í Zambíu, og þykir orðin með allra fróðustu læknum um kaposisæxlið. Lawrence K. Altman hjá New York Times heimsótti hana ekki alls fyrir löngu á Háskólasjúkrahúsið í Lus- aka og átti við hana viðtal sem birst hefur í stórblöðum víða um heim. Hún segist fyrst hafa tekið eftir breytingunum 1983. Aður höfðu 90% sjúklinga hennar svarað vel lyfjagjöf tveggja krabba- meinslyíja (actinomycin D og vinc- ristine). En eftir 1983 tók hún eftir óhugnanlegri þróun. 8 af hverjum 13 kaposissjúklingum hennar dóu inn- an hálfs árs frá því að þeir komu til LITLI REIKNINGSKENNARINN Kaposisæxlis hefur orðið vart í börnum í Afríku, alveg eins og eyðniveirunnar, en hér sést Anne Bayley læknir skoða einn slíkan sjúkling í Lusaka. Samsvörun hefur fundist milli kaposisveikinnar og eyðni. hennar og það þrátt fyrir lyfjagjöf- ina. Þetta var fólk á tvítugs- og þrít- ugsaldri. Algengara meðal karla Kaposisæxlið er sjaldgæfur sjúk- dómur. Hans hefur aðallega gætt meðal karlmanna á Italíu, við Mið- jarðarhafið og meðal gyðinga í Aust- ur-Evrópu, og aðallega í aldursflokk- unum fimmtugt til áttrætt. Einnig gætir sjúkdómsins meðal karlmanna í Afríku. í Bandaríkjunum og Evrópu herjar sjúkdómurinn tíu sinnum oft- ar á karla en konur. Löngu þekkt afbrigði, en ennþá sjaldgæfara, hefur lagst á og dregið til bana ung börn í Afríku, þótt ekki séu samt til neinar skýrslur yfir mismunandi aldurs- hópa, sem sjúkdómurinn hefur herj- að á frekar en aðra. Þessi litla leiktölva frá Canoti Læknum þykir uppgötvunin á tengslunum milli eyðni og kaposisæxlis merkilegur hlekkur í rannsóknum á eyðni. Vísaði á eyðnina Kaposisæxlið var án efa mikilvæg- asti leiðarvísirinn sem leiddi til þess að menn uppgötvuðu eyðni (AIDS) fyrst í New York 1981. Fróðir menn ætla að eyðni hefði ekki uppgötvast ef menn hefðu ekki tekið að gefa gaum hárri tfðni kaposisveiki hjá ungum kynhverfingum í New York. En eimmitt um sama leyti tóku læknar að veita eftirtekt breytingum í kaposissjúklingum sínum. Anne Bayley, sem hefur rannsakað kapos- issjúklinga og eyðnisjúklinga í Bandaríkjunum, tók eftir því að kaposissjúklingum hennar í Lusaka elnaði sóttin hraðar og þeir entust skemur en bandarísk tilfelli. - Lækn- ana grunar að fleiri kaposissjúkling- ar hafi fundist eftir uppgötvun eyðni- veirunnar 1981 en samtals höfðu fundist í allri sögu krabbameinsins frá því að það var uppgötvað 1872. Fyrstu einkenni sjúkdómsins eru roðablettir á hörundi sem ekki hverfa. Sams konar blettir hafa orðið til þess að hjálpa læknum að bera kennsl á eyðni í nær fjórðungi þeirra 15.172 eyðnitilfella sem tilkynnt hef- ur verið um í Bandaríkjunum. Og vitað er að kaposisæxli hafa þróast hjá enn fleiri eyðnisjúklingum. Algengur meðal kynhverfra Yfir 90% kaposistilfella í Banda- ríkjunum fundust meðal kynhverfra. Hins vegar hafa þau afar sjaldan fundist þar meðal dreyrasjúklinga, fíkniefnaneytenda eða barna, sem þó hafa veikst af eyðni. Eftir að eyðniblóðprófið hafði verið fundið upp ruku læknar upp til handa og fóta og reyndu það á kapos- issjúklingum sínum. Þeir ráku sig strax á að flestir sjúklingar þeirra með nýja afbrigðið af kaposisvei- kinni sýndu í plóðprófinu að þeir hefðu komist í snertingu við eyðni- veiruna. Grunur vaknaði um að eyðnivírus myndi einnig finnast í sjúklingum með bemskuafbrigði af kaposis, en öllum til undrunar fannst engin samsvömn þar á milli. Þar þykir þó frekari rannsóknar þörf. Læknar telja að fjöldi tilfella sí- gildrar kaposisveiki sé miklu meiri í Afríku en annars staðar, en engar skýrslur hafa verið færðar yfir það. I Afríku hefur mest borið á kaposis við miðbaug, í grennd við Viktoríu- vatn og í Kivu og fjallahéruðum Mið-Afríku. Lengi verið til Kaposisveikin hefur sjálfsagt lengi verið til áður en læknar uppgötvuðu hana 1872 með lýsingu Moritz Kohns, lækni sem fluttist til Vínar frá heimahéraði sínu, Kaposvar í Suður-Ungverjalandi, en hann tók sér eftirnafn eftir héraðinu og varð einn kunnasti húðsjúkdómasérfræð- ingur síns tíma. Við hann er veikin kennd. - Mönnum sýnist nú nauð- synlegt að taka til endurskoðunar uppgötvanir hans á þessu eldra og hugsanlega veirukynjaða krabba- meini til þess að skilja betur eðli þess og hins nýja háskalegra afbrigð- is af Kaposisæxlinu sem virðist geta kviknað í kjölfar eyðnismitunar. Helstu einkennin Roðablettunum er lýst á ýmsan hátt af læknum, enda margbreytileg- ir. Þeir geta verið allt frá því að vera á stærð við baun og upp í skildings- stærð. Stundum eru þeir einangraðir dílar, stundum samtengdir flokkar. Stundum eru þeir upphleyptir. Oft eru fyrstu einkennin bólgur í fótum og fótleggjum, síðan kemur roða- blettur. Með tímanum aflagast fæ- turnir af þessum þykkildum, sem raunar geta myndast í höfuðleðrinu, innan munns, í barkanum, í magan- um eða iðrum og stundum í augum, sem er sjaldgæfast. Stundum hverfa þykkildin og blettirnir en birtast aftur mánuðum eða árum síðar og verða þá æxlkennd og illkynja. Kaposi læknir greindi frá því að þar til dauðinn sækti að væru algen- gustu og þrálátusutu einkennin hjá sjúklingunum, sem leituðu á hans náðir, „þenslutilfinning og særindi í höndum og fótum“. Sumir kvörtuðu einnig undan sviða eða kláða. Lengi talið vægasta krabba- meinið Frá upphafi veittu læknar því eftir- tekt að kaposisæxlið skar sig úr öðrum krabbameinum hvað því við- vék að uppruni þess lá á mörgum stöðum á líkamanum, en önnur krabbamein byrjuðu á einum stað út frá einni illkynjaðri frumu. Með árunum var litið á kaposisæxlið sem eina meinlausustu tegund krabba- meins. Sumir lifðu með það áratug- um saman án þess að hafa af því annað en smáræðileg óþægindi. Hins vegar hafði Kaposi læknir skrifað hjá sér að sjúkdómurinn yrði ban- vænn eftir tvö eða þrjú ár.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.