Dagblaðið Vísir - DV - 16.01.1986, Blaðsíða 2
2
- Fréttaljós -
DV. FIMMTUDAGUR16. JANÚAR1986.
Hitií Norður-Þingeyingum vegna Kolbeinseyjarmálsins:
Framsóknarflokkurinn
að klofna í kjördæminu
Framsóknarflokkurinn í Norður-
landskjördæmi eystra er að klofna
vegna Kolbeinseyjarmálsins.
Framsóknarmenn í NorðurÞin-
geyjarsýslu ihuga sérframboð
vegna afskipta þingmanna sinna
af togarakaupunum.
„Á kjördæmisþingi Framsóknar-
flokksins í haust var NorðurÞin-
geyingum kúplað úr öllum nefnd-
um og ráðum. Það var alveg auðséð
að það voru samráð Eyfirðinga og
Suður-Þingeyinga. Núna kemur
Kolbeinseyjarmálið ofan á. Eg held
að við séum farnir að hugsa í al-
vöru um sérframboð ; næstu þing-
kosningum," sagði Arnþór Pálsson,
formaður Framsóknarfélags Rauf-
arhafnar.
„Eftir mikinn þrýsting og læti
voru stjórnarmenn Útgerðarfélags
Norður-Þingeyinga neyddir til að
senda skeyti suður til Fiskveiða-
sjóðs þar sem þeir drógu tilboðið i
Kolbeinsey til baka. Eg tel að þetta
hafi verið pólitísk þvingun á hæsta
stigi og spurning hvort hér sé ekki
sakamál á ferðinni,“ sagði Arnþór.
Hótunum beitt
„Það voru allir möguleikar not-
aðir til að reyna að finna veilu í
okkar tilboði, sem ekki fannst. Þá
var fyrir rest gripið til þess ráðs
að beita hótunum, að ég held jafn-
vel hótunum um að þessi byggðar-
lög fengju ekki fyrirgreiðslu á
næstu árum.
Þetta var eins óheilbrigt og fram-
ast er unnt. Það er þjóðarhneyksli
að forystumenn stjórnmálaafla
skuli geta hagað sér svora. Við
erum ekkert óskaplega hrifnir af
þessum mönnum og þeir mega vita
það.
Stefán Valgeirsson var settur til
að dempa þetta endanlega niður.
Hann var hlutlaus en þó frekar á
okkar bandi en lét undan þrýstingi
frá Steingrími Hermannssyni.
Guðmundur Bjamason æddi um
Reykjavík og hafði varla tíma til
að heilsa sínum nánustu kunningj-
um.
Haildór BJöndal er heldur ekki
alveg saklaus," sagði Arnþór Páls-
son á Raufarhöfn.
Húsvíkingar ákveönir i að fá
togarann til baka
Norður-Þingeyingum er heitt.í
hamsi eftir að ráðamenn útgerðar-
félags þeirra voru beittir þrýstingi
til að falla frá tilboði sínu í togar-
ann Kolbeinsey. I þessari grein
fræðir DV lesendur sína nánar um
ýmislegt sem gert hefur verið á bak
við tjöldin í því augnamiði að
koma skipinu aftur til Húsavíkur.
Fiskveiðasjóði var sleginn togar-
inn á nauðungaruppboði á Húsavík
30. október síðastliðinn á 176 millj-
ónir króna. Togarinn skuldaði
sjóðnum hins vegar yfir 270 millj-
ónir króna.
Fiskveiðasjóður auglýsti togar-
ann til sölu. Húsvíkingar sáu fram
á atvinnuleysi. Þeir voru ákveðnir
í að fá togarann til baka og stofn-
uðu til þess nýtt útgerðarfélag,
íshafhf.
Tilboð Húsavíkur í 3.-4. sæti
En fleiri aðilar girntust skipið.
Þegar tilboðsfrestur rann út þann
19. desember höfðu sex tilboð bo-
rist. Þegar það lak út eftir jól að
það hæsta væri frá Útgerðarfélagi
Norður-Þingeyinga og að tilboð
Húsvíkinga væri í þriðja til fjórða
sæti tóku þingmenn til sinna ráða.
Guðmundur Bjamason, þingmaður
Húsavíkur, var þar fremstur í
flokki.
Það gerði málið erfiðara að þing-
menn eiga ekki sæti í stjórn Fisk-
veiðasjóðs. Þar sitja fulltrúar til-
nefndir af þremur ríkisbönkum,
útvegsmönnum, fiskútflytjendum
ogsjómönnum.
Framsóknarþingmenn áttu sér þó
hauk i horni, Helga Bergs, banka-
stjóra og fyrrum þingmann Fram-
sóknarflokksins. Helgi Bergs situr
í stjórn Fiskveiðasjóðs tilnefndur
af Landsbankanum.
J'ilboð Útgerðarfélags Norður-
Þingeyinga var metið á 176 millj-
ónir króna. Tilboð Útgerðarfélags
Akureyringa var metið á 163 millj-
ónir króna. Tilboð Sæbergs á Ólafs-
firði og íshafs á Húsavík voru talin
svipuð og metin á 160 milljónir
króna hvort.
Kaupsamningur við
ÚNÞ útbúinn
Forráðamenn Útgerðarfélags
Norður-Þingeyinga, sem er að sex
tíundu hlutum eign Þórshafnarbúa
og að fjórum tíundu eign Raufar-
hafnarbúa, voru boðaðir á fund
með forstjórum og lögfræðingi
Stefán Valgeirsson - fékk Norð-
ur-Þingeyinga til að falla frá
tilboðinu.
Togarinn Kolbeinsey i Húsavíkurhöfn. Maðurinn til hægri er Halldór Ásgrímsson sjávarútvegsráð-
herra.
Guðmundur Bjarnason - „æddi
um Reykjavík“.
eftir sólarhring, þann 7. desember,
og send Landsbankanum og kynnt
Fiskveiðasjóði án þess að útgerð
skipsins hefði hugmynd um hana.
Niðurstaða skýrslunnar var sú
að 17,5 milljónir kostaði að breyta
Stakfelli. Gert var ráð fyrir sex
metra lengingu til að koma meltu-
búnaðinum fyrir.
Áætlun ÚNÞ gerði hins vegar
ráð fyrir að 5 milljónir kostaði að
breyta skipinu. í þeirri áætlun, sem
Bárður Halldórsson skipaverk-
fræðingur gerði, var ekki gert ráð
fyrir meltubúnaði enda engin
skylda að hafa hann.
Ánnað dæmi um mismunandi
óska eftir fresti til að Landsbank-
inn, viðskiptabanki ÚNÞ, gæti
farið ofan í saumana á fyrirtækinu
og áætlunum þess.
Yfirlýsing Steingríms
Daginn eftir var haft eftir Stein-
grími Hermannssyni forsætisráð-
herra í Morgunblaðinu að Húsavík
ætti tvímælalaust að fá togarann
til baka, á Raufarhöfn væri allt á
hausnum og undarlegt væri að
Þórshafnarbúar ætluðu að fara að
taka togara frá Húsvíkingum.
Þessi dæmalausa yfirlýsing vakti
undrun og reiði Norður-Þingey-
inga. En þeir skildu hvað búið var
að ákveða.
Stjórn Fiskveiðasjóðs á fundi fimmtudaginn 9. janúar. Á þessum fundi fékk Helgi Bergs bankastjóri
þvi frestað að gengið yrði frá kaupsamningi við Útgerðarfélag Norður-Þingeyinga. DV-mynd PK.
Fiskveiðasjóðs mánudaginn 6. jan-
úar; í þrjá daga funduðu þeir.
Norður-Þingeyingarnir gerðu ítar-
lega grein fyrir fjárhagsstöðu sinni
og áætlunum. Drög að kaupsamn-
ingi voru gerð sem forstjórar Fisk-
veiðasjóðs hugðust leggja fyrir
stjórnarfund til samþykktar
fimmtudaginn 9. janúar.
Þrír æðstu menn Framsóknar-
flokksins, Guðmundur Bjarnason
ritari, Halldór Ásgrímsson varafor-
maður og Steingrímur Hermanns-
son formaður höfðu hins vegar
ákveðið að togarinn skyldi til
Húsavíkur.
Þar sem Útgerðarfélag Akur-
eyringa tók fram í tilboði sínu að
það myndi víkja fyrir Húsvíkingum
væru þeir næstir í röðinni virtist
nægja að finna ástæður fyrir stjórn
Fiskveiðasjóðs til að hafna tilboði
Norður-Þingeyinga. Það yrði best
gert með því að sýna fram á að það
væri óraunhæft.
Stakfell átti að borga
Kolbeinsey
Áætlanir ÚNÞ gerðu ráð fyrir að
Kolbeinsey yrði rekin sem ísfisks-
togari við hliðina á togaranum
Stakfelli sem frysta myndi aflann
um borð. Afli Kolbeinseyjar yrði
unninn í frystihúsum á Þórshöfn
og Raufarhöfn.
Stakfell ætti að skila á ári 130
milljónum króna en Kolbeinsey 66
milljónum króna. Stakfell átti
þannig að greiða afborganir af
Kolbeinsey og fyrirtækið auk þess
að skila 10 milljóna króna hagnaði.
ÚNÞ-menn telja sig hafa áætlað
tekjur varlega. Þeir benda á að
skilaverðmæti frystitogara Skag-
strendinga hafi verið um 160 millj-
ónir króna á nýliðnu ári og skila-
verðmæti Akureyrinnar jafnvel
meira. 130 milljónir króna hjá
Stakfelli á þessu ári sé því ekki há
tala.
Þar sem starfsmenn Fiskveiða-
sjóðs fundu fátt athugavert við
áætlanir Norður-Þingeyinganna
urðu stjórnmálamennirnir að gera
það.
Leyniskýrsla gerð um kostnað
við breytingar
Finnur Ingólfsson, aðstoðarmað-
ur Halldórs Ásgrímssonar sjávar-
útvegsráðherra, og formaður Sam-
bands ungra framsóknarmanna,
bað Bolla Magnússon skipatækni-
fræðing um að gera skýrslu í
skyndi um hvað kostaði að gera
Stakfell að fullbúnu frystiskipi með
meltubúnaði. Skýrslan var tilbúin
tölur í skýrslunum var kostnaður
við að koma fyrir fleiri vistarverum
fyrir skipverja. Skýrsla ráðherrans
sagði tvær milljónir króna en áætl-
un ÚNÞ sagði 200 þúsund krónur.
Krukkað í ábyrgðir
Sambandi íslenskra samvinnufé-
laga var einnig beitt til að gera
Norður-Þingeyingum erfitt fyrir.
SÍS hætti við að ganga í ábyrgð
fyrir 8 milljóna króna afborgun.
Sparisjóður Þórshafnar var feng-
inn til að ábyrgjast greiðsluna.
Seðlabankinn vefengdi þá ábyrgð.
Almennar tryggingar komu þá inn.
Það voru því ekki sterk rök fund-
in gegn tilboði Norður-Þingeyinga
þegar stjórn Fiskveiðasjóðs kom
saman 9. janúar til að afgreiða
kaupsamninginn.
Helgi Bergs bankastjóri kom í
veg fyrir afgreiðsluna með því að
Þegar séð varð að Landsbankan-
um tækist ekki að sýna fram á að
tilboð ÚNÞ væri óraunhæft var
aðeins eitt eftir. Fá fyrirtækið til
að draga tilboðið til baka.
Loforð þingmanna
og bankastjóra
Lykilmenn í þeim fortölum voru
Stefán Valgeirsson alþingismaður
og Helgi Bergs bankastjóri. Aðeins
fáum klukkustundum áður en
stjórnarfundur átti að hefjast í
Fiskveiðasjóði síðastliðinn þriðju-
dag, 14. janúar, bar Stefán þau
skilaboð til forráðamanna ÚNÞ að
bankastjóri Landsbankans myndi
virða það við þá ef þeir féllu frá
tilboði sínu. Ennfremur lofaði Stef-
án aðstoð ýmissa áhrifamanna við
að útvega annað skip.
-KMU.