Dagblaðið Vísir - DV - 16.01.1986, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 16.01.1986, Blaðsíða 16
16 DV. FIMMTUDAGUR16. JANÚAR1986. Spurningin Heldur þú að ís- lenska landsliðið í handknattleik ráði við A-Þjóðverja? Bryndís Óskarsdóttir bílstjóri: Jó, Islendingar vinna og ætli þeir lendi ekki í þriðja sæti í Baltic Cup-keppn- inni. Ég spái því. Jón Guðmundsson á leið á vertið: Nú, ísland vinnur með 18 gegn 17. Það verður 10 gegn 10 í hálfleik, færri mörk í seir.ni hálfleik. Svo lenda þeir í öðru sæti í keppninni. Jóhann Gröndal verkamaður: Nei, A-Þjóðverjar eru mjög sterkir og vinna með 21 gegn 17. Það er nú verra með sætið en ég spái Islending- um níunda til tíunda sæti. Þorsteinn Baldursson bygginga- verkamaður: Nei, íslendingar tapa með 3 til 4 marka mun. En þeir verða örugglega með í baráttunni, þeir eru það sterkir. Kristján Bjarnason trésmiður: Ja, ég vona náttúrlega að Islendingar vinni en ég er í mjög miklum vafa um það. Ég gæti trúað að þeir nái þriðja sæti í Baltic Cup. Marta Þ. Geirsdóttir húsmóðir: Ég er nú alveg rugluð í þessu en ffændi minn er þama. Svo ég er bara bjart- sýn, þetta eru svo sterkir og myndar- legir strákar, allavega hann ífændi minn. Ég vona að þeir vinni þetta. Lesendur Lesendur Lesendur Lesendur Andlaust og mann- skemmandi langskólanám í hug að eyða dýrmætum árum i langskólanám. Nú má ekki skilja orð mín svo að ég sé á móti því að almenningur læri að lesajog skrifa. Alls ekki, það þurfa allir að kunna. En það er óhagganleg skoðun mín að lang- skólanám sé að mestu leyti til óþurftar og þess vegna ætti stofnun eins og Lánasjóður íslenskra náms- manna ekki að vera til. Ég hygg að flestum þyki ég tala tæpitungulaust. Það er þá eflaust vegna þess að ég hef ekki lótið troða inn í hausinn á mér neinum langskólahugmyndum um hvað mó og hvað ekki. En ég hef lesið mikið um dagana og hugsað enn meira. Þess vegna tel ég mig ekki síður menntaðan en hvem þann sem hefur gráðu upp á að hafa lært sína rullu og fengið borgað fyrir. Og er, eftir að hafa alltaf látið mata sig, búinn að tapa hæfileikanum til sjálfstæðrar og skapandi hugsunar. Það sem er að fara með hinn siðmenntaða heim er að almenn- ingur er fullur af yfirborðslegri tækniþekkingu en skortir allan andlegan grundvöll og veit þ.a.l. ekki neitt. En af því allir eru búnir að ganga í gegnum hinn eða þenn- an skólann halda þeir að hlutirnir séu á hreinu. Það stendur jú á skírteininu: Þú kannt þetta. „Það er óhagganleg skoðun mín að langskólanám sé að mestu leyti til óþurftar." Menntaður skrifar: Ágætu lesendur! Eins og allir vita er nú búið að reka Sigurjón Valdi- marsson úr framkvæmdastjóra- stöðu. Ekki þori ég að leggja dóm á þnð hvort hann hefur staðið sig vel eða illa og ætla enda ekkert að ræða um það mál. Hins vegar vil ég taka til umfjöllunar þó stofnun sem hann vann fyrir: Lánasjóð ís- lenskra námsmanna. Mér er til efs að í allri lýðveldissögunni hafi nokkur stofnun átt minni rétt á sér. Það er nefnilega alveg óþol- andi að fólki skuli borgað fyrir að læra. Eða eigum við ekki frekar að segja vera í skóla, því hvað ætli fólk sé að læra i skólum annað en undanbrögð og klæki? Það er svo fjarri lagi að þar sé kennt eitthvað nytsamt að mér myndi aldrei detta Eiga unglingar kannski að hlusta á Symfóníuhljómsveitina? Þeirri spurningu er varpað fram í bréf- inu. Ráðríkur og eigin- gjarn fær orð í eyra Ein réttlát skrifar: Kæri lesandi! Ég ætla að kvarta undan bréfi sem birtist þarna þann 3. janúar. Þar var einhver sem skrif- aði um að það ætti ekki að ala börn þjóðarinnar upp við að hlusta á Duran Duran og Wham. Nú spyr ég þig sem skrifaðir þetta bréf: Ertu vangefinn? Af hverju má ekki hlusta á þetta eins og allar aðrar hljómsveitir? Krakkarnir hlusta á það sem þeim þykir skemmtilegt en ekki það sem þeim finnst fúlt út af einhverju rausi í einhverjum vitleys- ingi. Ég var svo reið þegar ég las þetta að ég gat ekki orða bundist. Af hverju eyðileggur þetta þjóðina? Eigum við unglingarnir kannski að hlusta á einhverja symfóníu eða eitt- hvað með Hauki Morthens eða eitt- hvað eftir Sigfús Halldórsson? Því megum við ekki hlusta á eitthvað sem við fílum? Má ekki hver hlusta á það sem honum þykir skemmtilegt? Þú getur alveg sleppt því að hlusta á Duran Duran og Wham úr því þér finnst það svona fúlt. Þú getur samt ekki bannað öðrum að hlusta á það. Þú hlýtur að vera ráðríkur eða eigin- gjam. Þetta eru nú líka einu sinni vinsælustu hliómveitir heims. inu en úti við Tjörn Jón skrifar: Ég. get ekki orða bundist þegar ég sé að litli kínverski pönnukökuvagninn sem var á Lækjartorgi yfir jólin er kominn aftur á gamla staðinn úti við Tjöm. Mig langar líka að vita af hverju vagninn var færður aftur því það hlýtur að vera miklu betra að vera á Lækjarb oigi. Það er svo langt úr leið að íara út að Tjöm að ég nenni því ekki. Hann á heiður skilirm sá sem nr með vagninn því þetta er velkomin tilbi ing. Svo er vagninn mikil borgarp Hann er nú eitthvað annað en þ pylsuvagnar sem eru allir útatai auglýsingum. í guðanna bænum 1( honum nð fnm nfhir á T .oolriar+riro hluti af „Hjálparsveitinni“? Vestriskrifar: Það heíúr mikið verið skrifað um lagið, sem nú er leikið dag og nótt, ef svo mó segja, og á að hafa gefið um sex milljónir króna til þess hjálparstarís sem stundað er fyrir þá vannærðu í Afríku. Ekkert er nema gott um það allt að segja. Lagið er spilað og platan seld. Lagið hefur orðið vinsælt og menn kyija það hátt og í laumi ó vinnnstöðum eða með sjálíúm sér. En stundum er ekki allt sem sýnist. Oft finnst manni sem sum hinna nýju laga beri keim af einhverju, sem maður man ekki í augnablikinu hvar heyrst hefur. Stundum er þetta hugarburður, stund- um staðreynd. Auðvitað er oft reynt að seilast tíl þess er áður hefúr verið gert. Það á við um lagasmíð jafht og ritað mál. í þessu lagi Hjálparsveitarinnar, þ.e.- a.s. seinni hlutanum, fannst mér sem ég hefði heyrt þetta áður. Ég fór að rifja upp og mundi þá allt í einu eftir þjóð- söngnum rússneska. Rússneski þjóðsöngurinn er mjög fal- fegur en heyrist sjaldan leikinn hér sem eðlilegt er. Þannig eru ekki margir sem kunna hann hér á landi. Þetta nýja lag, sem nú er kyrjað og leikið hvað mest, líkist sem sé mjög, í seinni hlutanum, rússneska þjóðsöngn- um, hvað sem veldur. Það væri fróðlegt að fá álit annarra á þessu, nú eða birtar nótur laganna til að skera úr um þetta. - Kannski er þetta bara hugarburður eftir allt. En ef þetta kemur heim og saman þó er stórri spumingu ósvarað, nefiúlega þeirri um tilganginn. Lag hjálparsveitarinnar hefur orðið vinsælt og menn hafa kyijað það hátt cg í Iaumi á vinnustöðum eða með sjálfúm sér, eins og segir i bréfinu. Er rússneski þjóðsöngurinn

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.