Dagblaðið Vísir - DV - 16.01.1986, Blaðsíða 22
22
DV. FIMMTUDAGUR16. JANÚAR1986.
Iþróttir
Iþróttir
Iþróttir
Iþróttir
Davenport
vill fara
— frá Nottingham
Forest
Frá Sigurbirni Aðalsteinssyni,
fréttaritara DV í Englandi:
Peter Davenport, framherji Nott-
ingham Forest, hefur farið þess á
leit við félagið að verða settur á
sölulista. Davenport lenti í orða-
seiinu við hinn skapstóra Brian
Glough eftir að hafa misnotað víta-
spyrnu í leik gegn Liverpool og hafa
litlir kærleikar verið á milli þeirra
síðan.
Tvö ár eru enn eftir af þriggja ára
samningi Davénport við Notting-
hamliðið. -fros
Metsala
í Svíþjóð
Sænska stórliðið, Göteborg
IFK, keypti nýlega Michael And-
ersson frá Stokkhólmsliðinu
Hammerby fyrir eina milljón
sænskra króna eða 5,5 milljónir
íslenskar. Hann er þvi dýrasti
leikmaður sem seldur hefur ver-
ið milli sænskra liða. Upphaflega
vildi Hamr.ierby fá tvær milljónir
fyrir leikmanninn en varð síðan
að gefa eftir. Fyrra metið átti
Gautaborgarfélagið einnig. Það
keypti á síðasta ári Stefan Pett-
ersson frá Norrköping fyrir 700
þúsund krónur sænskar eða tæp-
ar fjórar milljónir íslenskar.
Andersson er 26 ára og kemur í
stað Robert Prytz, sem gerst hef-
ur atvinnumaður i Sviss. Gauta-
borgarliðið seldi einnig annan
Ieikmann til Sviss á síðasta ári,
miðherjann Mats Gren til Grass-
hopper, Zúrich. Andersson getur
ekki leikið með Gautaborg í átta
liða úrslitum Evrópubikarsins,
keppni meistaraliða, í vor. Gæti
leikið með liðinu ef það kemst í
undanúrslit keppninnar. Sl.
sunnudag héldu leikmenn Gauta-
borgar í viku æfmgaferð ti: Kan-
aríeyja. -hsím
Stuttgart í
fjórða sæti
Frá Atla Hilmarssyni, fréttarit-
ara DV í Þýskalandi:
Stuttgart, liðið sem Ásgeir Sig-
urvinsson leikur með, varð í
fjórða sætinu á innanhússmóti
sem haldið var í Stuttgart um
síðustu helgi. Átta lið tóku þátt í
mótinu og stóð þýska liðið Wald-
hof Mannheim uppi sem sigur-
vegari eftir að hafa sigrað austur-
ríska liðið Innsbrúck í úrslitaleik,
4-2.
Keppt var í tveimur riðlum. 1
riðli með Stuttgart voru
Innsbrúck, Eintra'cht Frankfurt
og Stuttgart Kickers. í hinum
riðlinum voru Hadjuk Split,
Waldhof Mannheim, Werder
Bremen og Grasshoppers.
Stuttgart varð í fjórða sæti eftir
að hafa tapað fyrir júgóslavneska
liðinu Hadjuk Split í viðureign-
inni um það þriðja, 1-0. Stuttgart
lenti í öðru sæti síns riðils. Liðið
byrjaði á að vinna Stuttgart Kic-
kers, 2-0, og skoraði Ásgeir fyrra
mark Stuttgart. Því næst vann
liðið Frankfurt, 4-1, en tapaði
siðan fyrir sigurvegurum riðils-
ins, Innsbruck, 2-3.
-fros
Efsta liðið í 1. deildinni ensku, Man.Utd, er með 15 landsliðsmenn í leikmannahópi sínum, leikmenn frá
Englandi, Skotlandi, Wales og írlandi. Flestir enskir, eða fimm, fjórir skoskir, fjórir írskir og tveir frá
Wales. Á myndinni að ofan eru kapparnir og það er táknrænt að aðeins einn þeirra, Frank Stapleton,
hefur leikið alla deildaleiki United á leiktímabilinu. Hinir misst leiki vegna meiðsla, sumir fjölmarga eins
og fyrirliðinn, Bryan Robson, eða þá þeim hefur ekki tekist að vinna sér fast sæti í aðalliðinu. I efstu
röðinni eru Irarnir fjórir ásamt Bailey markverði, enskur. Frá vinstri: Paul McGrath, Stapleton, Bailey,
Norman Whiteside og Kevin Moran. Whiteside leikur með N-írlandi. Miðröð: Graeme Hogg, Skotland,
Mark Hughes, Wales, Peter Barnes, England, Clayton Blackmore, Wales, og Gordon Strachan, Skotland.
Fremsta röð: Arthur Albiston, Skotland, Mike Duxbury, Robson og Remi Moses, England,og Allan Brazil,
Skotland.
Drengjameistaramótið í júdó:
Nær ailt guilið
fór til Akureyrar
Drengjameistaramót Judosam-
bands íslands
var haldið í íþróttahúsi Kennara-
háskólans 11. janúar og voru kepp-
endur 70 frá 5 félögum. Keppt var í
þremur aldursflokkum og sjö þyngd-
arflokkum. Flestir voru keppendur
frá Ármanni eða 26, frá ÍBÁ, júdó-
deild, voru 19, frá Gerplu í Kópavogi
og UMFG voru 10 frá hvoru félagi
fyrir sig og að lokum 5 keppendur frá
Judofélagi Reykjavíkur.
í þremur þyngdarflokkanna var
keppt með útsláttarformi með tvö-
faldri uppreisn, var það gert vegna
mikils fjölda í þeim. Keppni var
ákaflega fjörug og skemmtileg og
sýndu hinir ungu sveinar í mörgum
tilfellum falleg brögð og tækni. Verð-
ur gaman að fylgjast með þeim í
framtíðinni.
Sérstaka athygli vekur góð
frammistaða Akureyringa, en þeir
Birmingham
á Villa Park
Frá Sigurbirni Aðalsteinssyni,
fréttaritara DV í Englandi:
Fyrstu deildar félagið Birmingham
er nú alvarlega að íhuga að hætta
að nota heimavöll sinn, St. Andrews.
Ástæðan er fyrst og fremst minnk-
andi aðsókn á leiki liðsins en aðeins
sjö þúsund áhorfendur komu til að
sjá síðasta leik liðsins. Hagkvæmara
væri fyrir félagið að leigja sér völl
og þá kemur Villa Park, heimavöllur
Aston Villa, fljótt upp í hugann.
-fros
ÍBA
ÍBA
ÍBA
ÍBA
Á
Á
Á
JR
Á
Á
JR
Firma- og félagakeppni
Ármanns verður haldin 25.-26. jan. í Ármanns-
heimilinu við Sigtún (spilað eftir nýju reglunum).
Uppl. í símum 83590-687078, Rúnar, og 84559,
Smári.
hlutu flest verðlaun á mótinu eða 13,
þar af 5 gullverðlaun. Nánar má sjá
þetta í meðfylgjandi töflu.
Úrslit einstakra flokka urðu sem
hér segir.:
9-10 ára
1. Ómar Árnason ÍBA
2. Pétur Þór Guðjónsson Á
3. Hilmar Guðmundsson UMFG
11 12 ára 37 kg
1. Sævar Sigsteinsson
2. Þorgrímur Hallsteinsson
3. Rúnar Snæland
3. Kristófer Einarsson
11-12 ára - 45 kg
1. Haukur Garðarsson
2. Gottskálk Sigurðsson
3. Jón Gunnar Björgvinsson
11-12 ára + 45 kg
1. Jón Gunnar Bernburg
2. Júlíus Heiðarsson
3. Ólafur Ragnar Eyvindsson
3. Sigurður Freyr Marínósson
13-14 ára 45 kg
1. Stefán Bjarnason ÍBA
2. Björn Þ. Björnsson Gerplu
3. Kristján Ólafsson ÍBA
Vildi kaupa
Pétur Pét.
Frá Kristjáni Bernburg, fréttarit-
ara DV í Belgíu:
„Ef við værum með góðan fram-
herja er ég viss um að okkur gengi
betur. í upphafi keppnistímabilsins
fékk ég ekki leyfi til að kaupa Islend-
inginn Pétur Pétursson, ef hann væri
með okkur nú er ég sannfærður um
að við værum í efsta sæti deildarinn-
ar,“ sagði þjálfari gríska liðsins
Panionios, Urbain Braems, í viðtali
við belgískt blað í siðustu viku.
Braems er einn af þekktari þjálf-
urum Belga og af mörgum talinn
líklegur eftirmaður Guy Thjis lands-
liðsþjálfara. Braems hefur þjálfað
flest stórlið Belgíu svo sem And-
erlecht, Club og Cercle Brúgge,
Lokeren og Beveren.
Eins og margir muna sjálfsagt eftir
bar nafn Panionios nokkuð á góma
varðandi Pétur áður en hann samdi
við spánska liðið Hercules sem hann
leikur með nú.
-fros
3. Hans R. Snorrason ÍBA
13-14 ára - 53 kg
1. Auðjón Guðmundsson ÍBA
2. Vilhelm Vilhelmsson ÍBA
3. Aðalsteinn Jóhannesson ÍBA
3. Bragi Smith Gerplu
13-14 ára + 53 kg
1. Gauti Sigmundsson ÍBA
2. Elías Halldór Bjarnason JR
3. Rúnar Þórarinsson IBA
Ellefti sigur
Olympia
Frá Gunnlaugi A. Jónssyni, frétta-
manni DV í Svíþjóð. Hálsingborgar-
liðið Olympia vann sinn ellefta sigur
í röð í 2. deildinni sænsku í hand-
knattleiknum á sunnudag. Sigraði
Lundagárd, 24-19, og hefur sigrað í
öllum leikjum sínum á leiktímabil-
inu. Brynjar Harðarson skoraði sjö
af mörkum Olympia. Hefur skorað
88 mörk í þessum 11 deildaleikjum.
-hsím
Byrjað á 2.
og 3. deild
— á íslandsmótinu í
innanhússknattspyrnu
Islandsmótið í innanhússknatt-
gpyrnu hefst um næstu helgi í Laug-
ardalshöll en þá verður keppt í ann-
arri og þriðju deild. Þriðja deildin
verður leikin á laugardaginn og 2.
deild mun fara fram á sunnudaginn.
Sextán lið keppa í hvorri deild og er
riðlaskiptingin þannig:
2, deild
A-riðill
Austri, HV, Léttir, Víkingur R.
B-riðill
Bolungarvík, Leiftur, HSÞb,
Neisti.
C-riðill
ReynirS., Grindavík, Víðir,ÍR.
D-riðill
Ármann, ÍBÍ, Þróttur N., ÍK.
Fyrstu leikirnir hefjast klukkan 11.
en riðlakeppninni lýkur um 21.
3. deild
A-riðill
Hafnir, Vikingur Ól, Njarðvik,
Árvakur.
B-riðill
Víkverji, Árroðinn, Stjarnan, Val-
urRf.
C-riðill
Stokkseyri, Reynir Á, Leiknir F,
ÍBV.
D-riðill Afturelding, Einherji, Leikn-
irR., Vorboðinn.
Sem fyrr sagði fara leikir í 3. deild
fram á laugardaginn. Fyrstu leikirn-
ir fara fram klukkan 11 en keppni
lýkur um klukkan 20.
-fros
Boniek á skot-
skónum og Roma
í öðru sætinu
Mario Corso framkvæmdastjóri þarf
að bæta liðsanda liðsins fyrir leikina
gegn Nantes í Evrópukeppninni.
Staða efstu liða í deildinni er nú
þessi:
Juventus...17 12 4 1 26-6 28
Roma.........17 10 2 5 24-14 22
Napoli......17 7 7 3 20-12 21
ACMilano....17 7 6 4 15-11 20
Fiorentina..17 5 9 3 19-13 19
-fros
Bjarni Reykja-
víkurmeistari
í snóker
Bjarni Jónsson varð Reykjavík-
urmeistari í opnum flokki í snó-
ker er hann sigraði Jón Örn Sig-
urðsson í úrslitaleik um helgina.
Keppt var í fjórum riðlum og átta
keppendur af 32 komust áfram í
úrslitakeppnina sem var méð útslátt-
arfyrirkomulagi. Bjarni vann Ásgeir
Guðbjartsson í undanúrslitum og
Jón Öm hafði betur í einvíginu við
Brynjar Valdimarsson. Ásgeir
tryggði sér síðan þriðja sætið með
sigri á Brynjari.
-fros
Pólski miðvallarleikmaðurinn
Zbigniew Boniek skoraði mark
og lagði upp annað í 2-0 sigri
Roma á Udinese í 1. deild ítölsku
knattspyrnunnar um helgina.
Sigurinn færði Roma upp í 2.
sætið í ítölsku deildinni. Juventus
heldur enn forystu sinni þrátt
fyrir að hafa tapað stigi á heima-
velli gegn Como í markalausum
leik liðanna.
Boniek kom Roma á sporið þegar
hann skoraði fyrsta mark leiksins,
óð upp allan vallarhelming Udi-
nese-liðsins og lék á markvörðinn.
Hann átti síðan góða fyrirgjöf á
framherjann Robert Pruzzon sem
þakkaði fyrir sig með marki.
Þrátt fyrir stanslausa sókn Napoli
í fyrri hálfleik varð liðið að þola
óvænt tap á heimavelli sínum fyrir
Pisa, 0-1. Daninn Klaus Berggrem
skoraði eina mark leiksins og við
tapið féll Napoli niður í þriðja sæti
deildarinnar.
Guiseppo Galderisi skoraði bæði
mörk Verona í 2-0 sigri á Avellino.
Atalanta, sem mátti þola 4-0 niður-
lægingu af hálfu Roma í síðustu viku,
vann mjög óvæntan sigur á Inter
Milano á útivelli, 1-3.. Það var Karl
Heinz Rummenigge sem skoraði eina
mark- heimaliðsins og ljóst er að