Dagblaðið Vísir - DV - 16.01.1986, Blaðsíða 32
32
DV. FIMMTUDAGUR16. JANÚAR1986.
Þökkum innilega samúð og hlýhug við andlát og
jarðarfor eiginkonu minnar, móður okkar, tengda-
móður, ömmu og langömmu,
Margrétar Árnadóttur
frá Lyngholti, Þórshöfn.
JóhannJónsson
Helga Jóhannsdóttir og Guðmundur Björgvinsson
Maria Jóhannsdóttir og Jón Kr. Jóhannsson
Jóhann Jóhannsson og Margrét Egilsdóttir
ArnarJóhannsson
Margrét Jóhannsdóttir og Höskuldur Guðmundsson
Erla Jóhannsdóttir og Konráð Jóhannsson
Barnabörn og barnabarnabörn.
RÍKISSPÍTALARNIR
VERÐKÖNNUIM
Eldviðvörunarkerfi
á Kópavogshæli
Tilboð óskast i efni í eldviðvörunarkerfi
á Kópavogshæli.
Áætlaðar magntölur auk móðurstöðvar:
700 reykskynjarar
25 svæðisstöðvar
Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu ríkisspítala
Rauðarárstíg 31,3. hæð.
MELTUVINNSLA
Ráðstefna um nýtingu á
slógi og aukaafla
miðvikudaginn 29. janúar 1986,
Borgartúni 6,4. hæð.
Fundarstjóri: Dr. Grímur Þ. Valdimarsson.
DAGSKRA
09.00 Afhending ráðstefnugagna - kaffi.
09.30 Setning.
HalldórÁsgrímsson
sjávarútvegsráðherra.
09.50 Nýting á slógi og aukaafla
-meltuvinnsla-
Sigurjón Arason,
Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins.
10.30 Kaffiveitingar
10.45 Notkun meltu sem fóðurs
Ólafur Guðmundsson,
Rannsóknastofnun landbúnaðarins.
11.15 Reynslan af meltuvinnslu hjá Glettingi í
Þorlákshöfn.
Ingvi Þorkelsson,
Glettingur hf.
11.45 Matarhlé - óformlegar umræður.
13.15 Reynslan af meltuvinnslu í Bolungarvík
-meltun um borð í togurum -
-þykking á meltu.
Einar Guðfinnsson hf.
Bolungarvík.
13.45 Markaðshorfur fyrir meltu og reynsla Lýsis hf.
Lárus Ásgeirsson,
Lýsi hf.
14.15 Tími og kostnaður við breytingar á fiskiskip-
umtilslógvinnslu.
Haukur Már Stefánsson,
Landssmiðjan.
14.45 Kaffiveitingar.
15.00 Niðurstaða nefndar um nýtingu á slógi og
öðrum fiskúrgangi.
Finnur Ingólfsson,
sjávarútvegsráðuneytinu.
15.30 Almennar umræður.
16.30 Slit.
Þátttaka í ráðstefnunni er opin öllum áhugamönnum
um nýtingu fiskúrgangs. Þátttöku þarf að tilkynna
fyrir föstudaginn 24. janúar til Rannsóknastofnunar
fiskiðnaðarins, í síma 20240. Þátttökugjald er kr.
3000. Innifalið í þátttökugjaldi eru ráðstefnugögn,
hádegisverður og kaffiveitingar. Þátttökugjaldið
óskast greitt við upphaf ráðstefnunnar.
Sjávarútvegsráðuneytið Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins
Andtát
Þórunn Oddný Þórðardóttir lést 9.
janúar sl. Hún fæddist 2. janúar 1922
að Eskiholti í Borgarfirði. Foreldrar
hennar voru Loftveig Guðmunds-
dóttir og Þórður Oddsson. Þórunn
eignaðist þrjú börn með sambýlis-
manni sínum, Jóni Árnasyni. Útför
hennar verður gerð frá Fossvogs-
kapelluídagkl. 15.
Bjarni Kr. Ólafsson rafvirki lést 7.
janúar sl. Hann fæddist í Reykjavík
18. október 1914, sonur hjónanna
Ólafs Hrjóbjartssonar og Karítasar
Bjarnadóttur. Bjarni lærði rafvirkj-
un og vann á ýmsum stöðum í
Reykjavík og úti á landi þar til árið
1942 að hann varð úttektarmaðurhjá
Rafmagnsveitu Reykjavíkur. Það
starf vann hann til starfsaldursloka.
Eftirlifandi eiginkona hans er Hólm-
fríður Pálmadóttir. Þau hjónin eign-
uðust fimm börn. Útför Bjarna verð-
ur gerð frá Dómkirkjunni í dag kl.
13.30.
Skúli Benediktsson lést 12. janúar sl.
Hann fæddist á Efra-Núpi í Miðfirði
19. mars 1927. Foreldrar hans voru
Benedikt Líndal Hjartarson og Ingi-
björg Guðmundsdóttir. Skúli fékkst
lengst af við íslenskukennslu, m.a. á
Akranesi, ísafirði, Ólafsvík og víðar
og samdi kennslubækur í íslensku.
Hann sá lengi um vísnaþátt í Dag-
blaðinu Vísi. Hann lætur eftir sig
átta uppkomin börn. Útför hans
verður gerð frá Fossvogskirkju
föstudaginn 17. janúarkl. 13.30.
Tilkynningar
Kennarartil Ghana
I dag, fimmtudaginn 16. janúar, verð-
ur fundur í Námsgagnastofnun fyrir
þá sem vilja kynna sér verkefnið
Kennarar til Ghana . Síðan verður
fljótlega auglýst eftir kennurum til
starfa í Ghana fyrir skólaárið
1986 1987. AFS á íslandi hefur sl. tvö
ár sent tvo kennara til starfa í
Ghana. Menntamálaráðuneytið og
ÞSSÍ hafa stutt við verkefnið með
fjárframlögum. Á fundinum verður
sagt frá verkefninu, veittar upplýs-
ingar um Ghana og ástand skólamála
þar í landi og svarað fyrirspurnum
sem fram kunna að koma. Fundurinn
hefst kl. 16.
Fræðslufundur Landfræðifé-
lagsins
Annar fræðslufundur Landfræðifé-
lagsins á þessum vetri verður
fimmtudaginn 16. janúar kl. 20.30 í
stofu 101 í Lögbergi, húsi lagadeild-
ar. Þar mun Guðrún Gísladóttir
landfræðingur halda fyrirlestur um
verkefni á sviði fjarkönnunar við
landfræðideild Stokkhólmsháskóla,
þar sem Guðrún stundar nám. Fund-
urinn er opinn öllu áhugafólki.
Aðalfundir
FRAMKONUR
Aðalfundurinn verður í Framheimil-
inu 23. janúar kl. 20.30.
Stjórnin
80 ára verður á morgun föstudaginn
17. janúar, Bjarni Guðmundsson,
vörubílstjóri, Illugagötu 13, Vest-
mannaeyjum. Þar starfaði hann á
bifreiðastöð Vestmannaeyja í rúm-
lega hálfa öld. Lét af störfum 1983,
sjötíu og sjö ára. Hann ætlar að taka
á móti gestum á Skútanum við
vKirkjuveg þar í bænum milli kl.
15-18 á afmælisdaginn. Kona Bjarna
var Jóhanna Guðmundsdóttir. Hún
var af þýskum ættum. Jóhanna lést
í ársbyrjun 1984.
Spilakvöid
Félagsvist Hún-
vetningafélagsins
verður spiluð laugardaginn 18. jan-
úar 1986 kl. 14 að Skeifunni 17. Allir
velkomnir meðan húsrúm leyíir.
Tapað-Fundið
Fjóiubláir leðurhanskar töpuð-
ust
Mánudaginn 6. janúar sl. töpuðust
fjólubláir leðurhanskar fyrir utan
verslunina Hof í Ingólfsstræti.
Finnandi vinsamlegast hringi í síma
51920.
Rangt nafn
1 kjallaragrein Sigurðar A. Magn-
ússonar síðastliðinn mánudag mis-
ritaðist nafn eins af þeim mönnum
sem hann ræddi um í greininni. Þar
var Jón Hnefill Aðalsteinsson nefnd-
ur guðfræðiprófessor. Þess í stað átti
að standa nafn Jóhanns Hannesson-
ar.
Beðist er velvirðingar á þessum
mistökum.
Svartri leður-
tösku stolið
Ung stúlka varð fyrir óskemmti-
legri reynslu í gær kl. 15.30, þegar
svartri leðurtösku var stolið úr bif-
reið sem hún ók. Stúlkan lagði bíln-
um við horn Klapparstígs og Grettis-
götu þar sem hún rétt brá sér frá.
Þegar hún kom aftur að bílnum var
búið að stela töskunni. í töskunni
voru skólabækur og tölva. Stúlkan
sagði í viðtali við DV að henni væri
sama um töskuna en sæi meira eftir
skólabókunum sínum. Þeir sem geta
gefið upplýsingar um svarta leðurt-
ösku sem bæði er hægt að nota, sem
handtösku og á öxl, eru beðnir að
hafa samband við ritstjórn DV.
-sos
Matthías í
ráðherrastól
í næstu viku
Matthías Á. Mathiesen, fyrrver-
andi viðskiptaráðherra, tekur við
starfi utanríkisráðherra seinni hluta
næstu viku.
Ekki hefur verið ákveðið nákvæm-
lega hvaða dag ráðherraskiptin fara
fram. Eins og menn rekur minni til
voru gerðar nokkrar breytingar á
ráðherraskipun sjálfstæðismanna í
ríkisstjórninni á síðasta ári. Þá var
ákveðið að Geir Hallgrímsson utan-
ríkisráðherra léti af störfum um
áramót og við starfi hans tæki Matt-
hías Á. Mathiesen. APH
Kaupmannahöfn og London:
Sprengjuleit hjá
Flugleiðafarþegum
— og tveggja stunda seinkun á brottför
vegna sprengjugabbsins á Keflavíkurflugvelli í gær
Robert F. Harvey ofursti iést á heim-
ili sínu, Boca-Raton, Florida, mið-
vikudaginn 15. janúar.
Erlendur Þórðarson, áður til heimil-
is að Langholtsvegi 29, lést þriðju-
daginn 14. janúar að Hrafnistu í
Reykjavík.
Kjartan Ó. Bjarnason húsasmíða-
meistari, Fálkagötu 14, Reykjavík,
andaðist af slysförum 14.janúar sl.
Guðjón Skúlason, fv. bóndi á Hom-
stöðum, sem andaðist í sjúkrahúsi
Akraness 11. janúar sl, verður jarð-
sunginn frá Hjarðarholtskirkju í
Dölum laugardaginn 18. janúar kl.
14. Bílferð verður frá Umferðarmið-
stöðinni kl. 8.30.
Guðleif Kristín Hjörleifsdóttir,
Hverfisgötu 117, verður jarðsett
föstudaginn 17. janúar kl. 13.30 frá
Litlu kapellunni í Fossvogi.
Ingileifur Jónsson, Svínavatni, verð-
ur jarðsunginn laugardaginn 18.
janúarkl. 14 frá Skálholtskirkju.
„Sprengja, sem er í brúnni tösku,
springur kl. 17 í flughöfninni á Kefla-
víkurflugvelli." Þannig hljóðaði til-
kynning sem lögreglan í Reykjavík
fékk símleiðis laust fyrir kl. tíu í
gærmorgun. Lögreglan i Reykjavík
hafði strax samband við lögregluna
á Keflavíkurflugvelli vegna hótun-
arinnar.
„Við brugðum við eins og alltaf
þegar sprengjutilkynningar berast.
Gerðum strangar varúðarráðstafan-
ir,“ sagði Þorgeir Þorsteinsson, lög-
reglustjóri á Keflavíkurflugvelli.
Hert var eftirlit um Keflavíkurflug-
völl og leitað í öllum bifreiðum sem
fóru inn á vöilinn. Þá var leitað í
flughöfninni og öðrum stöðum. Flug-
höfnin var rýmd í 30 mín. á meðan
„hættutíminn" stóð yfír. Engin brún
taska með sprengju fannst.
Það var ekki mikil flugumferð um
Keflavíkurflugvöll í gær. Ekkert
Atlantshafsflug á vegum Fiugleiða.
Tvær flugvélar Flugleiða fóru til
Kaupmannahafnar og London í
gærmorgun. Þær áttu að koma aftur
til landsins kl. 16. „Við höfðum strax
samband við Kaupmannahöfn og
London og báðum um seinkun á
brottför flugvélanna, þannig að þær
myndu ekki lenda á Keflavíkurflug-
velli fyrr en um kl. 18. Allur farangur
farþeganna með vélunum var tekinn
og gegnumlýstur í Kaupmannahöfn
og London í öryggisskyni. Þá var
leitað í töskum," sagði Sæmundur
Guðvinsson, blaðafulltrúi Flugleiða.
„Það er alltaf hætta á að svona
tilkynningar berist í kjölfar ástands-
ins sem hefur verið hér að undan-
förnu,“ sagði Böðvar Bragason, lög-
reglustjóri i Reykjavík. Böðvar sagði
að röddin, sem tilkynnti um sprengj-
una, hefði verið unglingsleg. Lög-
reglan reyndi að rekja símtalið en
það tókst ekki.
-sos