Dagblaðið Vísir - DV - 16.01.1986, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 16.01.1986, Blaðsíða 17
DV. FIMMTUDAGUR16. JANÚAR1986. 17 Lesendur Lesendur Lesendur Lesendur Lúxus að vera ráðherra Skattpíndur skrifar: Alveg er það stórmerkilegt hvað ráðamenn þessa lands eru alltaf harðir á því að bílaeign landsmanna sé óþarfa lúxus. Þó láta þeir ríkið borga fyrir sig bíla og viðhald og rekstur á þeim jafnframt því sem þeir láta hinn almenna borgara borga himinháa skatta af öllu þvi sem viðkemur bílunum. Nú skyldi maður ætla að sjálfstæð- ismenn, þ.m.t. þingmenn og ráðherr- ar þess flokks, væru á móti óhóflegri skattlagningu á nauðsynjavörur. Ln hvað skeður? Þorsteinn er ekki fyrr sestur í stólinn en hellingur af nýjum og auknum sköttum dynur á þjóð- inni. Ég man ekki éftir öðru eins á „Þorsteinn er ekki fyrr sestur í stólinn en hellingur af nýjum og auknum sköttum dynur á þjóð- inni.“ jafnstuttum tíma. Til að byrja með er hætt við hina fyrirhuguðu tekju- skattslækkun. Síðán er ætlunin að leggja vörugjald á sætabrauðið sem ekki gat nú kallast „hræbillegt" fyrir. Og til að auka enn byrðar á bíleigendur voru gjöld fyrir eigenda- skipti og umskráningar hækkuð í 4.000 krónur, þ.e. 1.000 fyrir eigenda- skipti og 3.000 króna sekt fyrir að vilja halda eftir númeri sem maður hefur dálæti á og vill ekki missa. Þessi upphæð er ekki nema fjórðung- ur af lægstu mánaðarlaunum: viku- laun verkamanns. En þetta eru nú 'bara örfá dæmi um skattahækkanir, um hin vita sjálfsagt flestir. En einhvern veginn verður að fjár- magna það sem hlaðið er undir botn- inn á ráðamönnum þjóðarinnar því ekki kemur til greina að láta ráð- herrana aka bílum sínum sjálfa og láta þá sjá um reksturinn á þeim þó þar myndi sparast um ein milljón á ári á ráðherra. Enn fremur virðist brýn nauðsyn á að skammta hverjum bankastjóra bíl á fjögurra ára fresti, sem er ekki undir einni milljón króna. Nei, nei, það sr um að gera að skattpína sauðsvartan almúgann, því hvar ætti annars að taka þá peninga sem alþingismenn fá fyrir nefndastörf? Laun fyrir þá bitlinga nema um tvöföldum verkamanna- launum. Talsmenn skattanna yppa gjarnan öxlum og segja: Nú, einhvers staðar verður að afla tekna. Nei, segi ég, þá væri nú nær að skera niður sukkið og svínaríið sem viðgengst hjá rík- inu. Og ég er búinn að fá nóg, Ég, sem hingað til hef fylgt Sjálfstæðis- flokknum að málum, er nú alvarlega farinn að íhuga að finna einhvern annan flokk til að krossa við í næstu alþingiskosningum, einhvern sem gæti hugsað sér að minnka þessa ræningjastarfsemi gagnvart almenn- ingi. HRINOIÐ í SÍIYLA 27022 IVIILLIKL. 13 OO 15 EÐA SKRIFIÐ Urval vid allra hæfi Vonandi hefur æra Bowie ekki beðið alvarlegan hnekki við ára- mótaskaupið. ErVörður meiri háttar undar- legur? E.Þ.J. ogcoskrifa: Við viljmn mótmæla grein Varðar sem birtist hér á lesendasíðu DV 6. janúar sl. Okkur, eins og fleirum, fannst þetta skaup bera af öðrum áramótaskaupum. Ef þú, Vörður, heldur að þjóðin hafi ekki séð í gegnum þessar tæknibrellur þá ertu eitthvað meiriháttar undarlegur. Við tökum undir þá staðreynd að Bowie og Jagger séu frábærir tónlist- armenn og allt það en búumst ekki við því að æra þeirra hafi beðið al- varlegan hnekki í augum aðdáenda við þetta saklausa grín. Ef þú hefur horft á áramótaballið í sjónvarpssal hefur þú eflaust tekið eftir því að Albert Guðmundsson og Steingrímur Hermannsson voru spurðir hvernig þeim hefði líkað skaupið og svöruðu þeir því til að þeim hefði fundist það alveg ágætt. Einnig kom það fram að þeir voru búnir að sjá þau atriði sem þú heldur að pólitískir andstæðingar þeirra hafi staðið á bak við. Okkur sýnist að þú hafir horft allt of alvarlegum augum á skaupið og okkur finnst líka málræktarþáttur Áma Böðvarssonar einn albesti gamanþáttur sem sjónvarpið hefur sýnt lengi og aldrei voru laus sæti við sjónvarpið meðan á honum stóð. 3. tbl. 48. árg. 16.-22. janúar 1M6. Verð 110 kr Islenska víkinga- sveitin Einstæðar myndir og frásögn af æfingum Islenska leiðin til frægðar, fjár og frama Hugleiðingarog leið beiningar Fjallamennska er fíkn Torfi Hjaltason segirfrá starfsemi íslenska Alpaklúbbsins Varð sjálfstæðismaður af þv að bera út Morgunblaðið lilugi Jökulsson talar við Hannes Hólmstein Gissurarson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.