Dagblaðið Vísir - DV - 16.01.1986, Blaðsíða 31
DV. FIMMTUDAGUR16. JANÚAR1986.
31
Sandkom Sandkorn
Menning___________Menning Menning
Hopp og hí að Kjarvalsstöðum við opnun Listahátíðar ungs fólks.
Lög unga fó/ksins
Út af fyrir sig var það vel til
fundið af borgaryfirvöldum að efna
til sérstakrar sýningar á ýmiss
konar sköpunarverkum ungs fólks,
svona í kjölfar árs æskunnar:
myndverkum, leikverkum, tón-
verkum, myndböndum og handlist
(sem er víst nýmóðins orð fyrir
handavinnu). Sýningin fer fram að
Kjarvalsstöðum og nefnist Lista-
hátíð unga fólksins. Stendur hún
til 19. janúar.
Sýning af þessu tagi, og þá á ég
sérstaklega við myndverkin á
henni, gefur tæplega tilefni til
lærðra umsagna eða dóma, þar eð
sýnendur eru óþroskaðir og/eða
undir áhrifum kennara sinna. Og
allt í lagi með það. lín spyrja má
hvort ekki hefði mátt sfanda öðru-
visi að verki.
Þarna ægir nefnilega öllum sam-
an, óhörðnuðum unglingum með
klippimyndir af poppstjörnum og
hálfþrítugum myndlistarnemum í
leit að fótfestu í heimslistinni. Ekki
verður. heldur séð hvaða kröfur
voru gerðar til innsendra verka né
heldur hvaða sjónarmið réðu upp-
hengingu þeirra.
í þessu tilfelli er varla nema um
tvennt að ræða, að setja einhverjar
reglur um aldurstakmörk sýnenda
og tegund verka, auk þess sem
fyrirfram ákveðið tema hefði gert
sýninguna að sterkari heild. Hinn
valkosturinn hefði verið sá að láta
unglingana ráða útliti sýningar-
innar í einu og öllu. Þá hefðu þeir
fengið að sýna nákvæmlega það
sem þeir kærðu sig um og húsnæðið
leyfði og koma verkunum fyrir eftir
eigin höfði.
í staðinn hafa menn dottið niður
á daufa og fremur ruglingslega
málamiðlun sem engan gleður,
nema kannski einhverja þátttak-
endur, sem njóta þess að vera
komnir í „alvöru“ sýningarsal.
Ég sagði hér í upphafi að sýning-
in gæfi ekki tilefni til myndlistar-
gagnrýni. En það er alltaf gaman
að spá. Nokkrir sýnenda virðast
hafa aflað sér betra veganestis en
aðrir: Jónas Bragi Jónasson, 21 árs
(gler), Höskuldur Harri, ? (silki-
þrykk ), Hulda H. Ágústsdóttir, 20
ára (málv.), Brynja Baldursdóttir,
21 árs. Gangi þeim vel.
- ai
VEXTIR BANKA 0G SPARISJÓÐA (%) 11.-20.01. 1986
INNLÁN MEÐ SÉRKJÖRUM ■5 i t
SJÁ SÉRLISTA llll bankira ii ifil ll ii lf i!
INNLÁN ÖVERÐTRYGGÐ SPARISJÖÐSBÆKUR Úbundin innstæða 22.0 22,0 22.0 22,0 22.0 22.0 22.0 22.0 22.0 22.0
SPARIREIKNINGAR 3ja mán. uppsögn 25,0 26.6 25.0 25.0 23.0 23.0 25,0 23.0 25.0 25.0
C mán.uppsögn 31.0 33.4 30.0 28.0 26.5 30.0 29.0 31.0 28.0
12 mán.uppsögn 32.0 34.6 32.0 31.0 33.3
SPARNAÐUR - LÁNSRÉTTURSparaö 3-5 mán. 25.0 23.0 23.0 23,0 23.0 25.0 25.0
INNLANSSKIPTEINI Sp. 6 mán. og m. 29.0 26.0 23.0 29.0 28.0
Til 6 rnánaöa 28.0 30.0 28.0 28.0
TÉKKAREIKNINGAR Avisanareikningar 17.0 17.0 8.0 8.0 10.0 10.0 8.0 10.0 10.0
Hlaupareikningar 10.0 10.0 8.0 8.0 10.0 10.0 8.0 10,0 10.0
INNLÁN VERÐTRYGGÐ SPARIREIKNINGAR 3ja mán. uppsögn 2.0 1.5 1.0 1.0 1.0 1.0 1.0 2.0 1.0
6 mán.uppsögn 3.5 3.5 3.5 3.0 3.5 3.5 3.0 3.5 3.0
INNLÁN GEMGISTRYGGD GJALDEYRISREIKNINGAR Bandarikjadollarar 8.0 8.0 7.5 7.0 7.5 7.5 7,5 7.5 8.0
Stcrlingspund 11.5 11.5 11.0 11.0 11.5 11.5 11.0 11.5 11.5
Vestur-þýsk mörk 5.0 4.5 4.25 4.0 4.5 4.5 4.5 5.0 4.5
Danskar krónur 10,0 9.5 8.0 8.0 9.0 9.0 9.0 10.0 9.0
ÚTLÁN ÚVERÐTRYGGÐ ALMENNIRVlXLAR (forvextir) 30.0 30.0 30.0 30.0 30.0 30.0 30.0 30.0 30.0
VIDSKIPTAViXLAR (forvextir) 34.02) kge 34.0 kge 32.5 kge kge kge 34.0
almennskuldabrEf 32,03) 32.0 32.0 32.0 32.0 32.0 32.0 32.0 32.0
VIÐSKIPTASKULDABRÉF 35.0 2) kge 35.0 kge 33.5 kge kge kge 35.0
HLAUPAREIKNINGAR YFIRDRÁTTUR 31,5 31,5 31.5 31.5 31.5 31.5 31.5 31.5 31.5
ÚTLÁN VERÐTRYGGÐ SKULDABRÉF Að 21/2 ári 4.0 4.0 4.0 4.0 4.0 4.0 4.0 4.0 4.0
Lengri en21/2ár 5.0 5.0 5.0 5.0 5.0 5.0 5.0 5.0 5.0
ÚTLÁN TIL FRANILEIDSLU SJÁNEÐANMÁLS1)
1) Lán til innanlandsframleiðslu eru á 28,5% vöxtum. Vegna útflutnings, í SDR 9,75%,
í Bandaríkjadollurum 9,5%, í sterlingspundum 13%, í vestur-þýskum mörkum 6,25%.
2) Við kaup á viðskiptavíxlum og viðskiptaskuldabréfum er miðað við sérstakt kaup-
gengi, kge, hjá þeim bönkum sem þannig er merkt við, einnig hjá sparisjóðunum í
Hafharfirði, Kópavogi, Keflavík, Sparisjóði Reykjavíkur og Sparisj. vélstj.
3) Vaxtaálag á skuldabréf til uppgjörs vanskilalána er 2% á ári, bæði á verðtryggð og
óverðtryggð lán, nema í Alþýðuhankanum og Verslunarbankanum.
Alúðleg
afmælis-
kveðja
Það er mikið tíðkað að
skrifa afmæliskveðjur í
blöð. Margar eru þær logn-
mollulegur samsetningur
um afmælisbarnið. En öll
eru þessi skrif með góðum
huga gerð, svo það væri
kvikindislegt að fara að
hnýta frekar í þau.
Svo birtast afmælisgrein-
ar sem eru allt öðruvísi.
Þar er látið vaða á súðum,
þannig að lesandinn fær á
tilfinninguna að afmælis-
barnið hafi verið með lífs-
marki allt fram á birtingar-
dag. Hér á eftir fer hluti úr
einni slíkri afurð sem birt-
ist í Skagablaðinu á dögun-
um:
„Þrítugur varð á sunnu-
dag æskulýðsfrömuðurinn
Elias Þór Sigurðsson.
Elias var strax mjög ódæll
í æsku og það svo mjög að
mæður í nærliggjandi hús-
um forðuðu börnum sinum
jafnan inn í snatri er Elías
sástinánd.
Svo mjög glöddust þessar
sömu mæður er hann gekk
f það heilaga að þær sendu
konu hans björgunarlaun í
þakklætisskyni. Börnum
þeirra var þar með borg-
ið...“
Því er svo aðeins við að
bæta að það eru félagar
Elíasar Þórs sem sendu
honum afmæliskveðjuna.
Upp á kant
Það er ekkert skemmti-
verk að heimsækja slysa-
staða. En skótau fæst hins
vegar ekkert á bensínstöð-
inni.
Umsjón:
Jóhanna S. Sigþórsdóttir
Innlán með sérkjörum
Alþýðubankinn: Stjörnureikningar eru
íyrir 15 ára og yngn og 65 ára og eldri. Inn-
stæður þeirra yngri eru bundnar þar til þeir
verða íullra 16 ára. 65-74 ára geta losað inn-
stæður með 6 mánaða fyrirvara, 75 ára og
eldri með 3ja mánaða fyrirvara. Reikningarn-
ir eru verðtryggðir og með 8% nafnvöxtum.
Þriggja stjörnu reikningar eru með hvert
innlegg bundið í tvö ár, verðtryggt og með
9% nafnvöxtum.
Lífeyrisbók er fyrir þá sem fá lífeyri frá
lífeyrissjóðum eða almannatryggingum. Inn-
stæður eru óbundnar og óverðtryggðar. Nafn-
vextir eru 29% og ársávöxtun 29%.
Sérbók. Við fyrsta innlegg eru nafnvextir
27% en 2% bætast við eftir hverja þrjá mánuði
án úttektar upp í 33%. Ársávöxtun á óhreyfðri
innstæðu er 33,5% á fyrsta ári.
Búnaðarbankinn: Sparibók með sér-
vöxtum, Gullbókin, er óbundin með 36%
nafnvöxtum og 36% ársávöxtun á óhreyfðri
innstæðu eða ávöxtun 3ja mánaða verð-
tryggðs reiknings reynist hún betri. Af hverri
úttekt dragast 1,7% í svonefnda vaxtaleiðrétt-
ingu. Tvisvar á ári má taka út án þessa frá-
dráttar.
18 mánaða reikningur er með innstæðu
bundna í 18 mánuði á 39% nafnvöxtum og
42,8% ársávöxtun, eða ávöxtun 6 mánaða
verðtryggðs reiknings reynist hún betri.
Iðnaðarbankinn: Bónusreikningar eru
annaðhvort með 28% nafnvöxtum og 30%
ársávöxtun eða verðtryggðir og með 3,5%
vöxtum. Hærri ávöxtunin gildir hvem mánuð.
Á hreyfðum innstæðum gildir verðtrygging
auk 2% vaxta í úttektarmánuðinum. Taka
má út tvisvar á hverju 6 mánaða tímabili án
þess að vaxtakjör skerðist. Vextir eru færðir
30.06. og 31.12.
Landsbankinn: Kjörbók er óbundin með
36% nafnvöxtum og 39,2% ársávöxtun eða
ávöxtun 3ja mánaða verðtryggðs reiknings
reynist hún betri. Af hverri úttekt dragast
1,7% í svonefnda vaxtaleiðréttingu.
Samvinnubankinn: Hávaxtareikningur
hefur stighækkandi vexti á hvert innlegg,
fyrst 22%, eftir 2 mánuði 25%, 3 mánuði 27%,
4 mánuði 29%, 5 mánuði 31%, eftir 6 mánuði
37% og eftir 12 mánuði 37%. Ársávöxtun á
óhreyfðu innleggi er 37%, eða eins og á 3ja
og 6 mánaða verðtryggðum reikningum reyn-
ist hún betri. Vextir færast einu sinni á ári.
Útvegsbankinn: Ábót ber annaðhvort
hæstu ávöxtun óverðtryggðra reikninga í
bankanum, nú 34,6%, eða ávöxtun 3ja mán-
aða verðtryggðs reiknings með 1% nafnvöxt-
um sé hún betri. Samanburður er gerður
mánaðarlega en vextir færðir í árslok. Sé
tekið út af reikningnum gilda almennir spari-
sjóðsvextir, 22%, þann mánuð.
öndvegisreikningur er bundinn til 18
mánaðar, verðtiyggður og með 7% nafnvöxt-
um á binditímanum. Eftir það reiknast sömu
vextir og á 3ja mánaða reikning í bankanum.
Verslunarbankinn: Kaskóreikningur er
óbundinn. Þá ársfjórðunga sem innstæða er
óhreyfð eða aðeins hefur verið tekið út einu
sinni eru reiknaðir hæstu vextir sparifjár-
reikninga í bankanum. Nú er ársávöxtun
annaðhvort 34,8% eða eins og á verðtryggðum
6 mánaða reikningum með 3,5% nafnvöxtum.
Af úttekinni upphæð reiknast almennir spari-
sjóðsvextir, 22%, og eins á alla innstæðuna
innan þess ársfjórðungs þegar tekið hefur
verið út oftar en einu sinni. Innlegg fær strax
hæstu ávöxtun sé það óhreyft næsta heila
ársfjórðung.
Sparisjóðir: Trompreikningur er verð-
tryggður og með ávöxtun 6 mánaða reikninga
með 3% nafnvöxtum. Sé reikningur orðinn
3ja mánaða er gerður samanburður á ávöxtun
með svokölluðum trompvöxtum, 32%, með
34,3% ársávöxtun. Miðað er við lægstu inn-
stæðu í hverjum ásfjórðungi. Reynist tromp-
vextir gefa betri ávöxtun er þeim mun bætt
á vaxtareikninginn. Hreyfðar innstæður inn-
an mánaðar bera trompvexti sé innstæðan
eldri en 3ja mánaða, annars almenna spari-
sjóðsvexti, 22%. Vextir færast misserislega.
Spariskírteini
Spariskírteini Ríkissjóðs íslands eru seld í
Seðlabankanum, viðskiptabönkum, sparisjóð-
\’m, hjá verðbréfasölum og í pósthúsum.
Nýjustu skírteinin eru að nafnverði 5, 10 og
100 þúsund krónur.
Þau eru: Hefðbundin, til mest 14 ára en
innleysanleg eftir þrjú ár, 10.09.88. Nafnvextir
7%. Vextir, vaxtavextir og verðbætur greiðast
með höfuðstól við innlausn. Með vaxtamið-
um, skírteini til mest 15 ára, innleysanleg
eftir 5 ár, 10.09.90. Vextir eru 6,71% á höfuð-
stól og verðbætur, reiknaðir misserislega og
greiddir út gegn framvísun vaxtamiða. Verð-
bætur greiðast með höfuðstól við innlausn.
Með hreyfanlegum vöxtum og 50% vaxta-
auka, til 18 mánaða eða 10.03.87. Vextir eru
meðaltal vaxta á 6 mánaða verðtryggðum
reikningum bankanna og með 50% álagi.
Vextir, vaxtavextir, vaxtaauki og verðbætur
greiðast með höfuðstól við innlausn. Gengis-
tryggð skírteini eru til 5 ára, 10.09.90. Þau
eru bundin safngjaldeyrinum SDR og bera 9%
vexti. Vextir og vaxtavextir greiðast við inn-
lausn með höfuðstól, í samræmi við stöðu
SDR.
Almenn verðbréf
Fasteignatryggð verðbréf eru til sölu hjá
verðbréfasölum. Þau eru almennt tryggð með
veði undir 60l/o af brunabótamati fasteign-
anna. Bréfin eru ýmist verðtryggð eða óverð-
tryggð og með mismunandi nafnvöxtum. Þau
eru seld með afföllum og ársávöxtun er al-
mennt 12-18% umfram verðtryggingu.
Húsnæðislán
Nýbyggingarlán frá Byggingarsjóði ríkis-
ins, F-lán, nema á 4. ársfjórðungi 1985: Til
einstaklinga 720 þúsundum króna, 2-4 manna
íjölskyldna 916 þúsundum, 5 manna og fleiri
1.073 þúsundum, 7 manna og fleiri (í sértilvik-
um) 1.237 þúsundum. Lánin eru til 31 árs.
Lán til kaupa á eldri íbúðum, G-lán, nema
á 4. ársfjórðungi 1985: Til kaupa í fyrsta sinn
er hámark 348 þúsund krónur til einstaklings,
annars mest 139-174 þúsund. 2-4 manna fjöl-
skylda fær mest 442 þúsund til fyrstu kaupa,
annars mest 177-221 þúsund. 5 inanna fjöl-
skylda eða stærri fær mest 518 þúsundir til
fyrstu kaupa, annars mest 207-259 þúsund.
Lánstími er 21 ár.
Húsnæðislánin eru verðtryggð með láns-
kjaravísitölu og með 3,5% nafnvöxtum.
Fyrstu tvö árin er ekki greitt af höfuðstól,
aðeins vextir og verðbætur.
Útlán lífeyrissjóða
Um 90 lífeyrissjóðir eru í landinu. Hver
sjóður ákveður sjóðfélögum lánsrétt, lánsupp-
hæðir, vexti og lánstíma. Stysti tími að láns-
rétti er 30-60 mánuðir. Sumir sjóðir bjóða
aukinn lánsrétt eftir lengra starf og áunnin
stig. Lán eru á bilinu 150-700 þúsund eftir
sjóðum, starfstíma og stigum. Lánin eru verð-
tryggð og með 5-8% vöxtum. Lánstími er 15-35
ár.
Biðtími eftir lánum er mjög breytilegur.
Hægt er að færa lánsrétt við flutning milli
sjóða eða safna lánsrétti frá fyrri sjóðum.
Nafnvextir, ársávöxtun
Nafnvextir eru vextir í eitt ár og reiknaðir
í eihu lagi yfir þann tíma. Séu vextir reiknaðir
og lagðir við höfuðstól oftar á ári verða til
vaxtavextir og ársávöxtunin verður þá hærri
en nafnvextirnir.
Ef 1000 krónur liggja inni í 12 mánuði á
22% nafnvöxtum verður innstæðan í lok
tímans 1220 krónur og ársávöxtunin þannig
22%.
Liggi 1000 krónur inni í 6 + 6 mánuði á 22%
nafnvöxtum reiknast fyrst 11% vextir eftir 6
mánuði. Þá er upphæðin orðin 1110 krónur.
Á hana koma svo 11% vextir eftir næstu 6
mánuði. Þannig verður innstæðan í lok tím-
ans 1232 krónur og ársávöxtunin 23,2%.
Dráttarvextir
Dráttarvextir eru 3,75% á mánuði eða 45%
á ári. Dagvextir reiknast samkvæmt því
0,125%.
Vísitölur
Lánskjaravísitala í janúar 1986 er 1364
stig en var 1337 stig í des. 1985. Miðað er við
grunninn 100 í júní 1979.
Byggingarvísitala á 1. ársfjórðungi 1986
er 250 stig á grunninum 100 frá janúar 1983
en 3699 stig á grunni 100 frá 1975.
Léleg
jólaverslun
Jólaverslunin á siðasta
La'knirinn kvaðst ekki geta
sett konuna i röntgen.
varðstofuna. Það vita þeir
sem reynt hafa.
Við getum til að mynda
sagt frá konu einni sem
varð fyrir því óláni að lenda
í umferðarslysi. Slysið var
að visu minni háttar en þó
þótti konunni ástæða til að
fara upp á slysavarðstofu,
rétttilöryggis.
Þegar hún hafði farið í
gegnum allar hefðhundnar
hindranir þar; beðið
frammi á biðstofu, beðið
inni á gangi og beðið inni í
sjúkrastofu, komst hún
loks undir hendurnar á
lækni. Hann skoðaði hana
vandlega en spurði síðan
hvort henni væri ekki sama
þótt hún væri ekki röntgen-
mynduð. Konan gat ekki
annað en játað þessum eðlu
tilmælum. Þau munu ann-
ars vera til komin vegna
þess að röntgendeildin hef-
ur verið eitthvað upp á kant
við spítalakerfið.
Bensinstöðvar, sem selja mjólk
og brauð, eru ekki á hverju
strái.
Nestiá
bensínstöð
Hér áður fyrr þótti það
góður siður að leggja ekki
i langferðir öðruvísi en að
hafa með sér nóg a .' nesti
svo og nýja skó. Þeir sem
gerðu það ekki áttu á hættu
að verða hungurmorða á
miðri leið eða að þurfa að
gera stans vegna fótsær-
inda.
Þetta hefur breyst mjög á
seinni árum. Vissulega
verða menn svangir eins og
fyrr. Og enn geta þeir dáið
úr hungri. En nestismálum
er öðruvísi háttað en áður.
Við höfum til að mynda
dæmi um staði sem heita
einfaldlega „Nesti“. Þar
má fá allt sem mögulega
getur fallið undir þennan
fæðuflokk. Og nýlega var
opnuð við Gullinbrú, sem
liggur að Grafarholts-
byggð, ný bensínstöð. En
þar er ekki bara selt bensín
heldur lika mjólk og brauð.
Er þetta vafalaust gert til
að Grafarholtsbúar verði
ekki hungurmorða milli
1
Jólavertíðin réð örlögum
margra verslana.
ári var rekin með plast-
kortum, eins og menn
grunaði nú raunar áður en
vertiðin hófst. Verslunar-
eigendur voru misánægðir
með afraksturinn. Þó geta
kaupmenn i Reykjavík lík-
lega verið ánægir sé miðað
við suma starfsbræður
þeirra í nágrannabyggðun-
um.
A Selfossi mun jólaversl-
un hafa verið mun minni
en gert hafði verið ráð fyrir.
Er það talið vera vegna þess
að Selfyssingar hafi þeyst
til Reykjavíkur og gert
stærstan hluta jólainn-
kaupanna þar.
Og afleiðingarnar láta
ekki á sér standa.Nú upp
úr áramótum hætta þrjár
verslanir á Selfossi; Bóka-
búð K.V. Blöndal, Radíóver
og Djásnið, sem er fata-
verslun.
Peningamarkaður