Dagblaðið Vísir - DV - 16.01.1986, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 16.01.1986, Blaðsíða 13
DV. FIMMTUDAGUR16. JANÚAR1986. 13 Að venda kvæði í kross Öllum er væntanlega í fersku minni þegar Albert Guðmundsson, þá fjármálaróðherra, veitti opin- berum starfsmönnum 3% launa- hækkun í september á síðasta ári. Upphaf þess máls var það að eftir niðurstöðu kjaradóms þá um sum- arið voru opinberir stárfsmenn í BHM 5% hærri í launum en sam- bærilegir hópar innan BSRB. Ráð- herra hafði lofað að þessi munur skyldi leiðréttur. Þar var sérstak- lega um að ræða tvær starfsstéttir, þ.e. kennara og 'hjúkrunarfræð- inga. Grunnskólakennarar, sem voru félagar í HÍK, voru þannig hærri í launum en þeir sem unnu við hliðina á þeim en voru félagar i KÍ. 12. október fengu kennarar greidd 3% upp í þennan mismun. En þá var komið á daginn að ýmis- legt stóð til hjá ráðherrum Sjálf- stæðisflokksins. Ákveðið hafði verið að skipta um stóla í ríkis- stjórninni, sem kunnugt er, og Albert skyldi víkja úr stóli fjár- málaráðherra. Nú var öllum sem vita vildu það ljóst að þessi aðgerð hafði aðeins tvennan tilgang, að koma Þorsteini Pálssyni í ráð- herraembætti og losna við Albert Guðmundsson úr embætti fjár- málaráðherra. Þessu undi Albert illa og notaði tækifærið og framdi ýmsar sérkennilegar embættis- gjörðir. Meðal annars gerði hann þessa 3% leiðréttingu að aðal- kjarasamningsatriði með þeim af- leiðingum að hún dreifðist á allan vinnumarkaðinn. Sá frægi misskilningur Við þessari aðgerð brugðust þeir ókvæða, bæði forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins. Albert hélt því hins vegar fram að þeir hefðu samþykkt þessa aðgerð. Þeir svöruðu því til að hér væri um hrapallegan misskilning að Kjallarinn KARIARNORSSON SKÓLASTJÓRI „Nú var öllum sem vita vildu ljóst að þessi aðgerð hafði aðeins tvennan tilgang, að koma Þorsteini Pálssyni í ráðherraembætti og losna við Albert Guðmundsson úr embætti fjármálaráðherra." „Málið er nákvæmlega eins vaxið og ™ það var í október að öðru leyti en því að ráðherraskipti hafa orðið.“ ræða, misskilning í gegnum síma. Þeir hefðu álitið að hér væri um að ræða leiðréttingu sem fyrr er um getið og um hana hefði ekki verið neinn ágreiningur. Þetta var margítrekað í viðtölum í fjöl- miðlum. Því er þetta rifjað upp hér að nú hafa kennarar farið fram á leiðrétt- ingu eftir að kjaradómur féll í haust. Málið er nákvæmlega eins vaxið og það var í október að öðru leytí en því að ráðherraskipti hafa orðið. Kröfu sína byggja kennarar á því að auk þess sem áður er getið um sömu laun fyrir sömu vinnu þá hafi fyrrverandi fjármálaráðherra verið búinn að gefa um það ein- dregið loforð að þessi munur yrði leiðréttur og forsætisráðherra og Þorsteinn Pálsson, fyrir hönd Sjálf- stæðisflokksins, verið búnir að samþykkja það og ekki talið um það neinn ágreining. Að standa við orð sín Því urðu kennarar afskaplega undrandi er þeir fóru á fund Þor- steins nú fyrir skömmu og ræddu við hann sem fjármálaráðherra um þessa leiðréttingu. Þeir höfðu talið það sjálfsagt mál að hann stæði við yfirlýsingar sínar frá því í haust, sem hann var svo hneykslaður á að Albert skyldi ekki hafa fram- kvæmt. En nú var annað hljóð í strokknum. Fjármálaráðherra neitaði því að þessi munur skyldi leiðréttur. Hann át allt ofan í sig sem hann hafði sagt í haust. Þessi launamunur, 5%, sem reyndar er nær 6% hjá skólastjórum, skyldi standa. Er nú nokkur furða þó skoðana- kannanir á íslandi sýni að kjósend- ur beri ekki mikla virðingu fyrir stjórnmálamönnum þegar menn leyfa sér annað eins og þetta? Nei, svo sannarlega ekki. Loforð fyrr- verandi ráðherra er að engu haft og það sem Þorsteinn Pálsson sagði sem formaður Sjálfstæðisflokksins og alþingismaður í september skiptir Þorstein Pálsson sem fjár- málaráðherra engu máli i janúar, þó um nákvæmlega sama mál sé að ræða. Því skal ekki trúað Með þessari framkomu er verið að sýna Kennarasambandi íslands alveg einstaka lítilsvirðingu. Það skortir ekki að mikilvægi starfs kennara sé hampað á stundum en í framkvæmd er allt annað uppi. Kennarasamtökin geta að sjálf- sögðu ekki lótið slíkt afskiptalaust. Þau hljóta að krefjast þess að við gefin loforð sé staðið og fyrri yfir- lýsingar. Þau hljóta að vekja at- hygli á þessu máli á mjög áberandi hátt og höfða til foreldra og alls almennings. Þetta er eins og að hella olíu á eld þegar skoðuð er sú hrikalega staða sem nú er í ráðn- ingarmálum kennara. Kennara- skortur hefur aldrei verið jafnal- varlegur á íslandi sem á þessum vetri. Á sama tíma eru allir þeir, sem eitthvað leiða hugann að fram- tíð þjóðarinnar, fullvissir um að áframhaldandi góð almenn mennt- un sé forsenda fyrir tilveru okkar sem þjóðar. Hver á fætur öðrum lýsir því yfir að skólarnir verði að koma til bjargar f því hættuóstandi sem rikir gagnvart tungunni, gagn- vart atvinnulffinu, gagnvart verk- menntuninni. Er skemmst að minnast orða forseta íslands í ára- mótaávarpi sínu er hann lýsti á einfaldan en mjög skýran hátt því veigamikla starfi sem kennararnir inna afhendi. Ég trúi ekki öðru en fjármálaráð- herra endurskoði afstöðu sína í þessu máli og verði við þessari sjálfsögðu leiðréttingarkröfu. Verði það ekki hljóta kennarar að svara slíkri óbilgirni með mikilli hörku. Kári Arnórsson Komið aftan að námsmönnum í útvarpsviðtali þann 19. des. síðastliðinn lýsti menntamálaráð- herra, Sverrir Hermannsson, því yfir að þrátt fyrir fyrirhugaðan niðurskurð á námslánum myndi hann ekki koma aftan að náms- mönnum í miðju námi. „Það skal verða aldrei," tilkynnti ráðherrann hátíðlega. Þessi setning hefur lík- lega verið hugsuð sem einhvers konar öfugmæli því aðeins tveimur vikum síðar, eða 3.janúar, var þessi aftanför að námsmönnum, sem aldrei skyldi verða, orðin að bló- köldum veruleika. í millitíðinni var ráðherrann reyndar búinn að endurtaka loforð sitt í viðtali í fréttatíma sjónvarps. Samanburður lána og launa Réttlæting menntamálaráðherra á þessum niðurskurði var á þá leið að námsmenn væru komnir fram úr almennu launafólki í kjörum og því yrði að breyta. Þessi kenning um að námsmenn séu farnir að hafa það allt of gott hefur reyndar heyrst nokkuð víða að undanförnu. Vinsælt er að taka dæmið sem einn þingmanna Sjálfstæðisflokksins benti á á þingi fyrir skömmu. Það gekk út á að hjón með eitt barn, sem eru bæði í námi á íslandi, geta haft samtals yfir 50.000 kr. í lón á mánuði á meðan sambærileg hjón hefðu ekki nema um 30.000 kr. ef þau ynnu bæði í fiskvinnu á lægsta taxta. Hér er sem sagt verið að bera saman hæstu framfærslu náms- manna við lægstu finnanlega taxta í landinu sem eru reyndar svo lágir að á þeim getur enginn lifað nema með mikilli yfirvinnu. Um það eru allir sammála. Það þykir svo hróp- andi ranglæti að námsmenn hafi meira fé á milli handanna en sem nemur þessum lægstu töxtum. Hér er rétt að benda á að námsmenn geta ekki drýgt tekjur sínar með yfirvinnu eða aukavinnu því að allar tekjur þeirra dragast beint frá láninu. Dæmið, sem tekið er, er líka valið þannig að krónutölumunurinn virðist sem mestur. En það er líka staðreynd að námsmaður á íslandi með engan á sínu framfæri getur í mesta lagi fengið rétt rúmar 20.000 kr. í lán á mánuði. Og það þættu varla svo há mánaðarlaun hjá nokkrum manni að óstæða væri til að lækka þau. Því má heldur ekki gleyma aö lánið greiðist til baka og skuldin er verðtryggð. í raun hefur rikisstjórnin sjálf hafnað þeirri stefnu að tengja námslán við tekjur launþega. Ragnhildur Helgadóttir, fyrrver- andi menntamálaráðherra, breytti reglugerð um námslán fyrir réttu ári á þá lund að nú skyldi hún ekki lengur tengjast framfærslu- vísitölu heldur vísitölu ráðstöfun- artekna. Þetta stóð um nokkurra mánaða skeið en þegar sýnt. þótti að ráðstöfunartekjur hækkuðu hraðar en framfærslukostnaður þá gerði ráðherra sér lítið fyrir og breytti reglugerðinni í fyrra horf. Það er kunnara en frá þurfi að segja að hefðu námsmenn „deilt kjörum með fólkinu í landinu“ síðastliðinn áratug eða svo væru námslán nú mun hærri en þau eru í dag. Þá var aldrei minnst á að hér ætti samræmi að gilda. Það er fyrst þegar veruleg kjaraskerðing er orðin hjá láglaunafólki sem ráðamenn vilja fara að tengja þetta saman. Og nú er spurningin: Ætlar okkar jafnréttissinnaði mennta- málaráðherra að vera sjálfum sér samkvæmur og láta námsmenn njóta góðs af þeim kauphækkunum sem fólkið í landinu mun semja um á næstu vikum? Framkvæmd þessarar niður- skurðarherferðar er líka öll með endemum. Fyrsta skrefið var að segja framkvæmdastjóra Lána- sjóðsins fyrirvaralaust upp störf- um. Og fyrir hvaða sakir? Jú, hann varð uppvís að því að gera fjár- hagsáætlun sem stóðst ekki! Engin önnur áþreifanleg rök eru gefin fyrir uppsögninni en þó hefur ráðherra látið í það skína að kvart- anir námsmanna yfir lélegri af- greiðslu sjóðsins hafi átt þar hlut að máli. Það er þó furðuleg ástæða því kvartanir námsmanna hafa aðallega gengið út á það að sjóður- inn sé of fastheldinn á fé og of smámunasamur í vottorðainn- heimtu. Það samræmist varla sparnaðaráformum ráðherra að ætla sjóðnum að fara að minnka eftirlitið með frammistöðu náms- manna og auka þannig útlánin. HÖGNI EYJÓLFSSON VARAMAÐUR SÍNE í STJÓRN LÍN Sem sagt, hinar raunverulegu ástæður brottrekstursins geta varla verið þær sem upp eru gefnar og'því verða menn að geta sér til um hver hin raunverulega ástæða sé. I ljósi þess sem fram hefur komið varðandi niðurskurðaráform ríkis- stjórnarinnar er eðlilegast að álykta sem svo að hin raunveru- lega ástæða brottrekstursins sé sú að ráðherra vilji fá framkvæmda- stjóra sem sé sveigjanlegri og vilj- ugri að taka þátt í þeirri aðför að námslánakerfinu sem hafin er. Reglugerðarbreyting Næsta skref var svo frysting námslánanna. Það þýðir, fyrir námsmenn erlendis, að klippt er á sambandið milli upphæðar náms- lána og metins framfærslukostnað- ar í því landi sem nám er stundað. Auk þess að ganga þvert á mark- mið núverandi laga um námslán er þessi ákvörðun einnig mjög óréttlát vegna þess að hún bitnar mjög misjafnlega á námsmönnum og ógnar þar með því jafnrétti til náms sem lögunum er ætlað að tryggja. Nú fer upphæð lánanna nefnilega, skv. hinni nýju reglu- gerð, eftir stöðu íslensku krónunn- ar gagnvart gjaldmiðli viðkomandi lands. Þetta þýðir allt að 1400 kr. mánaðarlega skerðingu í sumum löndum strax. Síðan munu náms- lánin lækka meira, í réttu hlutfalli við fall krónunnar. Til þess að lögleiða þessa skerð- ingu gaf menntamálaráðherra út reglugerðarbreytingu 3. jan. sl. Með því að gera slíka breytingu á miðju námsári er verið að ganga gróflega á rétt þess fólks sem síð- astliðið sumar sótti um lán fyrir allt námsárið. Þá hafði fólk til viðmiðunar þá reglugerð sem þá var í gildi og því var sagt að myndi gilda a.m.k. allt þetta námsár. Það er svo eftir öðru að í allri þessari uppstokkun á námslána- kerfinu og framkvæmdastjórn Lánasjóðsins skuli menntamála- ráðherra ekki einu sinni sýna stjórn sjóðsins þá virðingu að til- kynna henni fyrirfram hvað sé í vændum, hvað þá að hafa hana með í ráðum eins og lög gera ráð fyrir. Eitt er víst að námsmenn munu ekki sitja aðgerðalausir undir þess- um árásum. Hin mikla þátttaka í skyndifundi SÍNE fyrir nokkrum dögum og mótmælaaðgerðir í fram- haldi af honum sýna glögglega að mikil reiði er meðal námsmanna vegna þessa niðurskurðar og þeir eiga eftir að láta meira frá sér heyra. Högni Eyjólfsson. • „Það er fyrst þegar veruleg kjara- skerðing er orðin hjá láglaunafólki sem ráðamenn vilja fara að tengja þetta saman.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.