Dagblaðið Vísir - DV - 16.01.1986, Blaðsíða 1

Dagblaðið Vísir - DV - 16.01.1986, Blaðsíða 1
> x,' \ ■■ V , >' *' * ' s v > ' >j<- s£ & ' »>,■' t ...... <* Slökkviliðsmenn á Selfossi berjast við eldinn í mjólkurbúinu í gœr. DV-mynd Iíristján Kinarsson Skemmdir urðu ekki miklar Frá Kristjáni Einarssyni, frétta- ritara DV á Selfossi Um miðjan dag í gær kom upp eldur í Mjólkurbúi Flóamanna á Selfossi. Slökkvilið Selfoss var kvatt á stað- inn. Greiðlega gekk að slökkva eldinn og urðu skemmdir ekki mjög miklar. Eldurinn kom upp í gömlu mjöl- vinnslunni svokölluðu, en hún er úföst við mjólkurbúið. Hafði verið unnið að endurbyggingu á hús- næðinu að undanförnu en vinna lá niðri þegar eldsins varð vart. Var fyrirhugað að einangra húsið og var plasti því staflað á gólfið. Brann allt plastið, svo og glugga- karmar og dyraumbúnaður. Mikill reykur gaus upp þegar eldurinn komst í einangrunar- plastið. Fylltist loftræstikerfiS af reyk en það er sameiginlegt fyrir alit mjólkurbúið. Er óvíst hvort þetta kemur til með að hafa áhrif á framleiðsluna. Að sögn Birgis Guðmundssonar, aðstoðarframkvæmdastjóra Mjólkurbús Flóamanna, er óvíst um upptök eldsins. Rekin úr vinnu vegna þungunar en vann máfið gegn vinnuveitanda sínum: „Grátandi heim úr vinnunni,r „Ég er gift kona og lenti í því að verða ófrísk. Ég vissi ekki um þung- unina þegar ég byrjað að vinna hjá hársnyrtistofunni Aristókratanum haustið 1984. Það gekk allt vel í upphafi þar til ég sagði atvinnurekandanum frá því, að ég væri ófrísk. Þá sneri hann við blaðinu og fór að taka mig fyrir. Það tóku allir eftir því, viðskiptavinir stofunnar og starfsfólkið, hversu illa hann kom fram við mig,“ sagði Una Sveinsdóttir í samtali við DV í morg- un en hún var fyrirvaralaust rekin úr starfi 5. janúar 1985. Hún ákvað að höfða mál gegn atvinnurekanda sínum, Vilhelm Ingólfssyni, eiganda Aristókratans. Una vann málið. Óheimilt er samkvæmt lögum að segja barnshafandi konu upp störfum nema gildar og knýjandi ástæður séu fyrir hendi. Vilhelm er gert að greiða Unu laun allt fram að fæðingu barns- ins, að frádregnum einum mánuði fæðingarorlofs, alls 146 þúsund krón- ur auk.málskostnaðar. „Það kom fyrir að ég fór grátandi heim úr vinnunni vegna þess að hann þjarmaði svo að mér. Hann bað mig þó afsökunar einu sinni fyrir jól. En ekkert breyttist og þegar ég kom í vinnu 5. janúar 1985 þá sagði hann mér að hypja mig og koma ekki meir. Það voru vitni að samtalinu. Vegna slæmrar framkomu hans sætti ég mig ekki við þetta og vildi láta reyna á málið fyrir dómsstólum," sagði Una. „Við hvaða dómsniðurstöðu mátti búast þegar formaður Jafnréttisráðs fellir dóminn? Hún er kona. Maður gerði sér fyrirfram grein fyrir því hvernig þetta mundi fara. Það er óeðlilegt af fógeta í Kópavogi að afhenda formanni Jafnréttisráðs málið," sagði Vilhelm Ingólfsson, eigandi Aristókratans, við DV í morgun. „Fyrir formann Jafnréttisráðs er þetta kannski stærsti sigurinn, svona í lok kvennaáratugarins," sagði Vil- helm. -KB .. . fc . " , RITSTJORN ,‘AUGLYSINGAR OG 39.000 EINTÖK PRENTUÐ i DAG. EIÐSLA SlMI 27022 Frjalst, onaö aagblaö DAGBLAÐIЗVÍSIR 13. TBL. -76. og 1 2. ÁRG. - FIMMTUDAGUR 16. JANÚAR 1986. FRAMSÓKN KLOFIN í NORÐURLANDIEYSTRA Framsóknarfiokkurinn í Norður- landskjördæmi eystra er að klofna vegna afskipta þingmanna hans af sölu Kolbeinseyjar. Framsóknar- menn í Norður-Þingeyjarsýslu íhuga sérframboð í næstu þing- kosningum. Amþór Pálsson, formaður Fram- sóknarfélags Raufárhafnar, iýsir þessu yfir í viðtali við DV í dag. Hann er harðorður í garð forystu- manna flokksins. Fram kemur að bresta fór í samstöðunni eftir kjör- dæmisþing í haust. Á blaðsíðu 2 varpar DV ljósi á ýmislegt sem gerðist á bak við tjöldin áður en stjórn Útgerðarfé- lags Norður-Þingeyinga neyddist til að draga tilboð sitt í togarann Kolbeinsey til baka. Sjávarútvegsráðherra lét í skyndi semja leyniskýrslu sem sýna átti — sjá nánar á bls. 2 fram á að áætlanir Norður-Þingey- inga um kostnað víð breytingar á togaranum Stakfelli væru óraun- hæfar. Bankastjóri Landsbankans, Helgi Bergs, áður þingmaður Framsóknarfiokksins, fékk af- greiðslu kaupsamnings við ÚNÞ frestað til að meiri tími ynnist í örvæntingarfullri leit að veilum í tilboði félagsins. SÍS neitaði að veita aðildarfélög- um sínum á Þórshöfn og Raufar- höfn ábyrgð á einni greiðslu vegna togarakaupanna. Lá við að frysti- húsin gengju til liðs við Sölumið- stöð hraðfrvstihúsanna. -KMU. ELDUR í MJÓLKUR- BÚIFLÓAMANNA A

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.