Dagblaðið Vísir - DV - 16.01.1986, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 16.01.1986, Blaðsíða 15
DV. FIMMTUDAGUR16. JANÚAR1986. 15 Menning Menning Menning Menning höfuð og herðar yfir aðra grafík hér á landi annó 1985. í ljósmyndun var fátt um fína drætti. Sýning á verkum Margaret Bourke-White að Kjarvalsstöðum gladdi marga ljósmyndaáhugamenn. I Listasafni ASÍ sýndi ungur ljós- myndari, Bjarni Jónsson, að af hon- um má einhvers vænta í framtíðinni og á sýningu á ljósmyndum kvenna í Nýlistasafninu komu fram nokkur ljósmyndaraefni sem vert er að fylgj- ast með. íslensk hönnun og listiðn var tal- svert í sviðsljósinu á árinu. Athygli- svert er að leirlistamenn eru í aukn- um mæli farnir að vinna skúlptúra, sjá verk Guðnýjar Magnúsdóttur, Sóleyjar Eiríksdóttur, Rósu Gíslad- óttur og Sjafnar Haraldsdóttur. Segja má að leirlistamenn, svo og nokkrir glerlistamenn, hafi haldið uppi merki íslensks skúlptúrs á ár- inu. Tveir íslenskir hönnuðir nutu þó talsverðrar velgengni á árinu, Valdimar Harðarson með stól sinn, Sóleyju, og Ósk Þorgrímsdóttir, lampahönnuður (ásamt Rob van Beek). Sýningin Form Island varð okkur einnig til sóma á Norðurlönd- um. Einn frábær hönnuður sótti okkur heim, finnski skartgripahönnuður- inn Bertel Gardeberg. Verður sýning hans í anddyri' Norræna hússins að teljast einn af merkustu listviðburð- um ársins. íslendingar með meðbyr íslendingar gerðu viðreist eins og venjulega. 5Ó fermetra steindur gluggi eftir Leif Breiðfjörð var vígð- ur í St. Giles dómkirkjunni í Edin- borg, Gunnar Örn sýndi verk sín í þekktu galleríi í New York og seldi Guggenheim safninu eina mynd, Hulda Hákonardóttir hefur sömu- leiðis meðbyr í New York um þessar mundir. Gamlir Súmarar, Sigurður og Kristján Guðmundssynir, Hreinn Friðfinnsson og Jón Gunnar Árna- son voru á þönum við sýningar í Evrópu allt árið við góðan orðstír. Sá síðastnefndi hlaut síðan Menn- listaverk- björg þorsteinsdótttr Pappírsverk eftir Björgu Þorsteinsdóttur. Tvær grafikmyndir eftir Outi Heiskanen. Vignir Jóhannsson á sýningu sinni í Listmunahúsinu. ingarverðlaun DV fyrir myndlist í febrúar 1985. Aðrir listamenn hafa gert mikið að því að sýna á Norðurl- öndum, m.a. á Sveaborg í Finnlandi. Hætt er við að mörgum muni reyn- ast erfitt að koma verkum sínum á framfæri á því ári sem nú er hafið. Eins og áður er getið varð List- munahúsið að hætta starfsemi, en áður hafði Listamiðstöðin við Lækj- artorg gert hið sama. Loks varð litill og notalegur sýningarsalur við Vest- urgötu, Salurinn, að loka dyrum sínum eftir aðeins nokkurra mánaða íjörlega starfsemi. Útgáfa á listaverkabókum færist stöðugt í aukana. Á árinu kom út langþráð bók frá Listasafni íslands um sögu þess og listaverkaeign, ekkja Sigurjóns Ólafssonar, Birgitta Spur, sendi frá sér stórmerka bók um myndlist hans (og stofnaði Listasafn Sigurjóns Ólafssonar, þegar stjórn- völd þverskölluðust við að veita fé til varðveislu verka Sigurjóns og vinnustofu), Elín Pálmadóttir sendi frá sér fróðlega bók um Gerði Helgadóttur, bókum og sýningar- skrám um Kjarval rigndi yfir lands- lýð og Lögberg og Listasafn ASI gáfu út bók um Jóhannes Geir. Ungir listamenn, t.a.m. Ingólfur Örn Arn- arson, gáfu út eigin bækur. Maðurinn með ljáinn þyrmdi ís- lenskum myndlistarmönnum árið 1985, en erlendis létust nokkrir merkir listjöfrar, Marc Chagall, Jean Dubuffet, Diego Giacometti, bróðir Albertos og þekktur hönnuður, André Kertész, einn af helstu ljós- myndurum þessarar aldar, og Tapio Wirkkala, einn þekktasti hönnuður Finna. SMÁAUGLÝSÍNGAR DV MARKADSTORG TÆKIFÆRANNA Þú átt kost á aö kaupa og selja allt sem gengur kaupum og sölum. Bara aö nefna þaö í smáauglýsingum DV, hinu ótrúlega markaöstorgi tækifæranna. Markaöstorgiö teygir sig víöa. Þaö er sunnanlands sem noröan, vestan sem austan, í bátum sem flug- vélum, snjóbílum sem fólksbílum, hvarvetna er DV lesiö. Einkamál. Já, þaö er margt í gangi á markaöstorginu, en um hvaö er samiö er auövitaö einkamál hvers og eins. Sumir borga meö fínpressuöum seölum. Menn ný- komnir úr banka? Þarf alls ekki aö vera. Gætu hafa keypt straubretti á markaöstorginu daginn áöur. Smáauglýsingar DV eru markaöur meö mikinn mátt. Þar er allt sneisafullt af tækifærum. Þaö er bara aö grípa þau. Þú hringir...27022 Við birtum... Það ber árangur! Fjöldi listsýninga J978 W79 1980 1985 Listsýningar á Iandinu alls 125 167 188 272 Fjöldi sýningarstaða 23 3° 45 60 Sýningar utan Reykjavíkur 22 24 25 52 Erlendar sýningar 39 49 53 47 Helstu sýningarstaðir og fjöldi sýninga •978 W79 oc 0 x985 Kjarvalsstaðir 17 23 21 26 Norræna húsið 21 25 ‘9 24 Gall. Suðurgötu 7 16 21 15 O Gallerí SÚM 8 O O O Nýlistasafnið 21 Gallerí Borg 19 Asmundarsalur 4 13 15 Gallerí Langbrók 13 Mokka 13 Hafnarborg 12 Listmunahúsið II Salurinn II • • • • Tegundir sýninga i978 1979 1980 1985 Málverk, ýmiss konar 56 58 76 147 Hönnun ýmiss konar 10 17 26 28 Grafík 16 24 18 25 Sögul. listsýningar 20 Skúlptúr 18 Ljósmyndir 7 IO 5 O Nýlistir 20 20 20 II

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.