Dagblaðið Vísir - DV - 21.02.1986, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 21.02.1986, Blaðsíða 2
2 DV. FÖSTUDAGUR 21. FEBRtJAR 1986 Fréttir Fréttir Fréttir Fréttir Reykjavíkurskákmót: Hver lendir á Reshevsky? Það var rafmagnað loftið í kringum borð Jóns L. Árnasonar og Seiraw- ans frá Bandaríkjunum í gær, tíma- hrakið í algleymingi og taugaveikl- un allsráðandi. Jón hafði verra tafl en sneri á Seirawan í tímahrakinu. Skákin fór í bið og vonast menn til þess að Jón hafi það. Margeir barðist eins og ljón við Kudrin frá Bandaríkjunum, það dugði ekki til og skákin fór í bið. Helgi Ólafsson lofaði góðu gegn Miles en þurfti að sætta sig við jafntefli að lokum. Þrestirnir ungu, Árnason og Þór- hallsson, unnu báðir sínar skákir. Veðmál í gangi Marga grunaði að landarnir Tal og Geller mundu ekki tefla til þrautar og veðjuðu menn um, í hve fáum leikjum þeir mundu semja um jafntefli. Einn dómaranna á mót- inu, Abrahams frá Svíþjóð, giskaði rétt á 13 leiki. Tal kom með góð tíðindi til ís- lenskra skákmanna frá heimaborg sinni, Riga í Lettlandi. Ákveðið hefur verið að einum íslenskum stórmeistara verði boðið á sterkt stórmeistaramót í Moskvu á þessu ári. Helgi okkar Ólafsson er að hugsa sinn gang. Við sólsetur hættir Reshevsky að tefla Mikill spenna og óvissa ríkir um það hver lendir á Reshevsky á morgun. Það verður að tefla á ofsa- hraða því við sólsetur stendur gamli kappinn upp. Hann er gyð- ingur. Ennþá verra er að lenda f honum á laugardegi því þá getur taflið ekki hafist fyrr en löngu eftir sólarlag og kvöldið því ónýtt fyrir viðkomandi. Gestalistinn Sömu mennirnir koma aftur og aftur, áhuginn fyrir skákinni er brennandi. Helgi Sæmundsson var mættur, Magnús Torfason tann- læknir, Þrándur Thoroddsen kvik- myndagerðarmaður, Illugi Jökuls- son blaðamaður, Þórhallur Vil- mundarson prófessor, Ingi Ingi- mundarson hæstaréttarlögmaður, Tómas Árnason seðlabankastjóri, Gunnar Ragnarsson i Slippstöðinni frá Akureyri, Einar Jónsson bif- vélavirki, Sigurgeir Jónsson efna- fræðikennari, Þórarinn Hjaltason verkfræðingur, Sigtryggur Jónsson REVK.rívlKUR 'r't* Þéttsetið á Reykjavíkurskákmóti. sálfræðingur, Halldór Halldórsson stærðfræðingur, Björn Ólafsson hjá Byggðastofnun, Andrés Kol- beinsson nemi, Jón Briem lögfræð- ingur, Bjöm Theodórsson, fram- kvæmdastjóri Flugleiða, Ingi R. Jóhannsson skákmeistari, Árni og Margrét, foreldrar hins efnilega skákmanns Þrastar Ámasonar, Sigurður Dan tónlistarkennari, Daði Jónsson, tölvusérfræðingur Skáksambandsins, Erlingur Vald- imarsson kringlukastari, Andri Björnsson nemi, 13 ára, og Hjalti Eiðsson nemi, 16 ára. -KB Reykjavíkurskákmót, 8. umferð. Hvítt Svart 1. Curt Hansen-Florin Gheorghiu /2-/2 2. Bent Larsen-Predrag Nikolic V2-V2 3. Helgi Ólafsson-Anthony J. Miles V2-V2 4. Efim Geller-Mikhail Tal V2-V2 5. Valery Salov-Miguel A. Quinteros bið 6. Margeir Péturss.-Sergey Kudrin V2-/2 7. Nick De Firmian-S. Reshevsky V2-V2 8. Utut Adianto -Jóhann Hjartarson bið 9. Robert Byrne-Thomas Welin 1-0 10. Karl Dehmelt-Guðm. Sigurjónss. bið 11. Yasser Seirawan-Jón L. Árnason bið 12. Larry Christians.-Gert Lighterink 1-0 13. Anatoly Lein-Karl Þorsteins V2-V2 14. Lev Alburt-Jens Kristiansen 1-0 15. Walter Browne-Michael Wilder 0-1 16. Fedorowicz-H. Schiissler V2-V1 17. Joel Benjamin-Karl Burger 1-0 18. Maxim Dlugy-Davíö Ólafsson 1-0 19. Hans Jung-Paul van der Sterren 0-1 20. Ásgeir Þór Árnason-Jouni Yrjölá 0-1 21. Hannes H. SteL-John W. Donalds bið 22. Eric Schiller-Vitaly Zaltsman V2-V2 23. Guðm. Halldórsson-Boris Kogan bið 24. Carsten Hoi-Ólafur Kristjánsson bið 25. Larry A. Remlinger-Þröstur Þórh. 0-1 26. Lárus Jóhannesson-Antti Pyhala 0-1 27. Bragi Halldórss.-Róbert Harðars. 1-0 28. Þorst. Þorst.-Benedikt Jónass. bið 29. Jóh. Ágústss.-A. Karklins 0-1 30. Jón G. V.-Haukur Angantýss. V1-V2 31. Björgvin Jónsson-Juerg Herzog 1-0 32. Dan Hansson-Guðm. Gíslason bið 33. Árni Á. Árnas.-Sævar Bjarnas. 0-1 34. Leifur Jósteinss.-Hilmar Karlss. 0-1 35. Kristj. Guðm.-Har. Haraldss. 0-1 36. Áskell örn Káras.-Tómas Björnss. 0-1 37. Þröstur Á.-Halldór G. Einarss. 1-0 Lokaslagurinn framundan Nú er farið að síga á seinni hluta Reykjavikursícákmótsins eins og greina mátti af taflmennskunni í gær. Á mörgum borðum áttust jafn- ir skákmenn við og óvenjumargar skákir fóru í bið. Úrslit réðust ekki fyrr en líða tók á nóttina. íslend- ingar fengu betri uppskeru á efstu borðunum heldur en í umferðinni áður, þó svo að Margeir mátti lúta í lægra haldi fyrir stórmeistaranum Kudrin. Jóhann Hjartarson vann peð af Indónesanum unga, Utut Adianto, og honum tókst að nýta sér það til sigurs í endatafli. Hann náði skemmtilegum hnykk á Indóne- sann í þessari stöðu. Jóhann hefur svart: 8 7 6 5 4 3 2 1 62.-Hg2+ 63. Kc3 Eftir 63. Kcl Bxe3+ vinnur svartur létt. 63. -Bd8! 64. Hf4 Ef 64. Hxh5 þá 64. -Bf6 + og ridd- arinn fellur. 64. -Bg5! 65. Hxf7 Ke6 66. Ha7 Ekki varð Bf6+ lengur forðað svo hvítur reynir að vinna síðustu peðin. 66. -Bf6+ 67. Kd3 Hxb2 68. Ha6+ Kf7 69. Ha5 Hh2 70. Hxd5 Hxh3 71. Ke4(?) Síðasti möguleiki hvíts var að arka með kónginn í hornið, því að svartur þolir ekki hrókakaup þar eð uppkomureitur peðsins er ekki samlitur biskupnum. Það hefði gert svörtum mun erfiðara fyrir. 71. h4 72. Kf4(?) Hg3 73. e4 Bg5 + 74. Kf5 h3 75. Hdl Be3 76. Hd8+ Kh7 77. Hd7 + Hg7! Og hvítur gaf. Seirawan og Jón L. Ámason tefldu hálfgerða hraðskák á köfl- um. Svartur átti í svolitlum erfið- leikum framan af en í tímahrakinu batnaði staðan með hverjum leik og hún var orðin vænleg er skákin Skák JÓN L. ÁRNASON fór í bið. Framhaldið tefldi svartur ekki sem nákvæmast en hélt þó vinningnum innan seilingar. Er hér er komið sögu eru keppendur aftur komnir í tímahrak og Seiraw- an (hvítt) telur sig sjá jafnteflisleið. a b c' d e f g h 58. Rxh4 e3 59. Rg6 e2 60. Dxe6 + Kh7 61.RÍ8+ Kh8 62. Rg6 + Nú er 62. -Kh7 63. Rf8+ jafntefli með þráskák en svartur lumar á trompi... 62. -Dxg6 +! 63.Dxg6 exfl = D + Og Seirawan gafst upp því að eftir 64. Kxfl Hcl+ 65. Ke2 (eða g2) Rf4 + tapar hann drottningunni og verður manni undir. Þröstur fórnar I kjallaranum er enn fórnað. í gær vakti skák Þrastar Ámasonar, 13 ára skákmeistara Reykjavíkur, og Halldórs G. Einarssonar mesta athygli. Þeir tefldu kóngsindveska vöm og létu ófriðlega. Þröstur, sem hafði hvítt, náði sóknarfæmm á kóngsvæng og er við grípum niður í skákina sér hann sér leik á borði. abcdefgh^ 20. Bf8! Rh7 Svartur er mát ef hann tekur biskupinn: 20. -Hxf8 21. Hxh8 + ! Kxh8 22. Dh6+ Kg8 23. Hhl Rh5 24. Rxh5 gxh5 25. Hxh5 og mátar - einnig er 20. -Kxf8 21. Hxh8 + slæmt. 21. Hxh7! Bf6 Ef 21. Kxh7 22. Hhl+ Kg8 23. Hxh8 + ! Kxh8 24. Dh6+ og mát í næsta leik. 22. Hdhl Kxf8 23. Dh6+ Ke7 24. Rd5 + Ke6 25. Rf4+ Ke7 26. Rd5 + Ke6 27. Rf4+ Ke7 28. g5 Rd3+ 29. Rxd3Bxb2+ 30. Rxb2Da5 Svartur gerir örvæntingarfulla tilraun til þess að bjarga taflinu en hvítur ■ heldur ótrauður áfram að fórna. 31. Hxf7 +! Kd8 32. Dg7 Be6 33. Df6+ Kc8 34. Dxe6 +! Hxe6 35. Hh8+ Dd8 36. Hxd8+ Kxd8 37. Bxc4 - Svartur gafst upp. JLÁ 210 milljónir íhass- viðskiptum Hasssölumenn eru loðnir um lóf- ana. Á meðan hassreykurinn líður úr pípum hassreykingamanna velta sölumennirnir 210 milljónum króna á ári. Þetta eru niðurstöður SÁÁ- manna og er þá gert ráð fyrir að hvert gramm af hassi sé selt á 700 krónur. Á síðasta ári komu 314 einstakling- ar til meðferðar á Vogi vegna nær daglegra reykinga kannabisefna. Telja læknar stöðvarinnar að þessir einstaklingar hafi neytt rúmlega 100 kg af hassi á ári áður en þeir komu til meðferðar. Þá telja læknarnir að á móti hverjum einum, sem komi til meðferðar, séu tveir enn reykjandi utan stofnunar. Því áætla þeir að ársneysla á kannabisefnum á Islandi sé um 300 kg. Þá hefur amfetamínneysla mjög færst í vöxt hér á landi. Á síðasta ári leituðu 217 einstaklingar sér hjálpar á Vogi vegna óhóflegrar neyslu amfetamíns og er það 100 fleiri en árið þar á undan. Aðeins 35. þeirra höfðu ekki neytt kannabisefna meðfram eða áður. Alls voru innlagnir á Vogi á síóasta ári 1828, þar af voru 653 nýliðar, einstaklingar sem ekki hafa áður leitað til SÁÁ vegna áfengis- eða vímuefnaneýslu. -EIR Sjónvarpið sendir menn sína út af örkinni: Reynum af veikum mætti að verameð „Það er æðislegt verðstríð flug- félaganna sem gerir okkur þetta kleift. En að sjálfsögðu skríðum við allar ódýrustu leiðirnar," sagði Ingvi Hrafn Jónsson, fréttastjóri sjón- varps, aðspurður um ferðalög frétta- manna hans heimshorna á milli. Eins og sjónvarpsáhorfendur hafa séð þá er Guðni Bragason fréttamað- ur nú staddur á Filippseyjum og fylg- ist með eftirmálum kosninganna sem efnt var til þar í landi fyrir skömmu. Ferðalag Guðna mun kosta sjón- varpið um 120 þúsund krónur. „Sjálft flugfarið, Reykjavík-Man- ila-Reykjavík, kostar ekki nema tæpar 40 þúsund krónur en svo fær Guðni dagpeninga og fyrir öðrum kostnaði. Þetta eru að sjálfsögðu ekki neinar ofboðslegar upphæðir. - En hefði ekki verið nær að senda manninn beint í kosningarnar? „Það hafa náttúrlega dunið á okkur fréttir í sambandi við sjálfar kosningarnar. Nú er málið að skoða framhaldið. Þarna má búast við stór- atburðum innan tíðar. Fyrir utan að senda okkur fréttir að utan mun Guðni koma með tvo þætti heim, annar verður sýndur í Kastljósi á þriðjudaginn og hinn síðar. Hann er .líklega þegar búinn að ná viðtali við Corazon Aquino og ætlar líka að reyna við Markos forseta eða ein- hvern sem stendur honum nærri,“ sagði Ingvi Hrafn. Utanferðir þessar geta þýtt að fréttastofa sjónvarps verði að skera niður á öðrum sviðum. En frétta- stjórinn telur það þess virði: „Ég stefni að því að senda menn utan svona þrisvar á ári. Hvert það verður ræðst af atburðarásinni. Núna erum við að hugsa um að senda Boga Ágústsson frá Kaupmannahöfn til Parísar til að fylgjast með frönsku kosningunum. Það sem vakir fyrir okkur er að færa atburðina nær landsmönnum og skýra. Þegar stór- atburðir gerast reynum við af veik- um mætti að vera með.“ -EIR

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.