Dagblaðið Vísir - DV - 21.02.1986, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 21.02.1986, Blaðsíða 10
10 DV. FÖSTUDAGUR 21. FEBRÚAR1986 Alexander Stef ánsson á beinni línu DV í gærkvöldi: Samkomulag um skuldbreytingu skammtímalána í athugun að leggja húsnæðisstof nun niður Samkomulag hefur tekist við band við félagsmálaráðherra og ráðgjafarstöð húsnæðisstoíh- bankana um að breyta skammt> lagði fyrir hann spumingar um imar. M eru fleiri ráðagjafar- ímaskuldum vegna húsbygg- ýmis mál sem undir hans ráðu- þjónustur í undirbúningi úti á inga í lengri lán, allt til átta ára. neytiheyra. landi. Þetta kom meðal annars íram Það er í athugun að leggja Blaðamennimir Kristján Már í svari Alexanders Stefánssonar húsnæðisstofhun rnðui- og fela Unnarsson, Gísli Kristjánsson, félagsmálaráðherra á beinni banka þá starfsemi sem þar fer Eiríkur Jónsson og Arnar Páll línu á ritstjóm DV í gærkvöldi. íram, svaraði félagsmálaráð- Hauksson rituðú spumingar og Þetta samkomulag kemur til herraspumingueinsfyrirspyij- svör. Þau fara hér á eftir eins framkvæmdaþegarístað. anda. Ennfremur kom fram að ogrúmleyfir. Fjöldi lesenda DV hafði sam- miklar vonir em bundnar við -óm Alexander Stefánsson félagsmálaráðherra svarar spurningum lesenda DV í gærkvöldi: „Við höfum ekki staðið okkur nógu vel.“ DV-mynd PK. í athugun að leggja hús- næðisstofnun niður Árni Steinar Jóhannsson, Akureyri, spyr: - Hvers vegna er sá möguleiki að leggja Húsnæðisstofhun ríkisins niður ekki athugaður alvarlega og setja þetta út í banka eða sparisjóði? „Þetta er nú eitt af því sem er í athugun. Ég get upplýst þig um að það fer fram úttekt á Húsnæðisstofn- uninni sem slíkri og ýmis svona at- riði koma til greina. Það hefur verið talað um húsnæðisbanka, að sam- eina lífeyrissjóðina í slíkum banka, og einnig hefur verið talað um með hvaða hætti væri hægt að tengja þetta beint inn í bankakerfið, sem er sjálfsagt það skynsamlegasta því að bankarnir eiga auðvitað að koma miklu meira inn í þetta en þeir hafa gert. Þeir hafa ekki lánað nema 7 til 8 prósent af sínu útlánafé til hús- næðismála. Húsnæðisstofnun sem slík er ekkert eilífðarfyrirbrigði. Það er hægt að breyta því með skynsam- legum hætti ef menn ná saman um það. Allt er þetta í skoðun." Biðtími eftir lánum mikið styttur Margrét Hákonardóttir, Reykjavík: - Telur þú ekki hag fyrir hús- byggjendur að fá húsnæðislánin greidd út í einu lagi fljótlega eftir að maður væri búinn að fá fokheldis- vottorðið? „Jú. Vissulega væri það best. En því miður er fjármagnið ekki þannig að við getum það. En hins vegar var verið að ganga frá í gær lánaáætlun fyrir fyrri hluta þessa árs og þar verður að meðaltali mjög mikil stytt- ing á biðtíma eftir lánum og menn fá núna tilkynningu um það upp á dag hvenær þeir mega sækja lánin. Og það er meginbreyting frá því sem hefur verið áður. Við erum búnir að tryggja fjármagn til þess.“ Við höfum ekki staðið okkur nógu vel Helgi S. Guðmundsson, Reykjavík: Telurðu að Framsóknarflokkurinn hafi staðið sig sem skyldi sem sam- vinnu- og félagshyggjuflokkur? „Það væri skrýtin skoðun hjá mér ef ég segði að við hefðum staðið okkur nógu vel. Það er alls ekki hægt að fullyrða það enda er það svo að þegar við erum að vinna að ákveðnu markmiði í samstarfi við aðra þá verða báðir aðilar að slá af í því sem þeir helst vildu koma fram. En við höfum verið sammála um aðaltilgang þessarar ríkisstjómar; að vinna bug á verðbólgunni og reyna að ná jöfnuði í þjóðfélaginu, þó að það hafi ekki tekist nógu vel.“ Nýbyggingar- lánin 40% af staðalíbúð Páll Hauksson, Reykjavík: - Hvert er lánshlutfall nýbygging- arlána og lána vegna kaupa á eldri íbúðum núna? „Nýbyggingarlánin hækkuðu um 50% frá ársbyrjun 1984, þannig að lánshlutfall miðað við staðalíbúð hækkaði úr 13% í 30%. Gert er ráð fyrir að þet'ta hlutfall hækki í 35% á 3. ársíjórðungi þessa árs og á þeim 4. í 40%. T *re<ma kaupa á eldri íbúðum hafa hækkað nokkuð undan- farna ársfjórðunga. Þau eru nú á 1. ársfjórðungi þessa árs komin upp í 50% af nýbyggingarláni." Bara eyðublað Helgi Kristjánsson í Reykjavík spurði hvort það væri 6 vikna bið eftir einu eyðublaði hjá ráðgjaþjón- ustunni. Hann pantaði tíma fyrir þrem vikum og þegar hann mætti með öll sín gögn hafði hann ekkert upp úr krafsinu annað en eyðublað. „Það er alveg ljóst að starfsemi ráðgjafarþjónustunnar gekk heldur hægt í upphafi. Við vorum fáliðaðir en það er verið að bæta við þremur mönnum og ég fékk þær upplýsingar í dag að nú myndi þetta ganga mjög hratt fyrir sig. Þá get ég sagt þér að Byggingaþjónustan er komin í málið og tekur á móti fólki fyrir hádegi á hverjum degi. Hún er í beinu sam- bandi við ráðgjafarþjónustuna." Drápsklyfjar Olga Guðrún Árnadóttir, Reykja- vík: - Gerir þú þér grein fyrir því að á íslenskum alþýðuheimilum ríkir nú neyðarástand vegna þeirra dráps- kiyfja sem stjórnvöld hafa lagt á húsnæðiskaupendur undanfarin ár? „Ég geri mér grein fyrir því að fólk er víða í vanda statt. Þetta er mér alls ekki ókunnugt. Þetta er hreint ekki í góðu lagi svona enda erum við alltaf að reyna að gera eitthvað og ég bendi á að við höfum aukið mjög fjármagn til húsnæðismála. Það er m.a. núna verið að deila út 200 millj- ónum til þess að létta undir með þeim sem verst eru staddir. Ég geri mér líka grein fyrir að vandinn getur verið svo mikill að svona lán duga ekki. En það ermeira sem verið er að gera. Það hafa tekist samningar við bankakerfið og þeir eru búnir að fallast á að breyta skammtímalánum í lengri lán, allt til átta ára. Það er fulltrúi banka og sparisjóða sem vinnur með ráðgjaf- PT-V,:ö"'!oOrnrn að bessummálum “ Ekki lokað fyrir að ræða um fylki Ámi Steinar Jóhannsson, Akureyri, spyr hvort Alexander finnist ekki að miklu meiri umræða eigi ekki eftir að fara fram um frumvarp til sveitar- stjórnarlaga. „Ég fullyrði að það hefur ekkert lagafrumvarp fengið eins mikla meðferð eins og þetta frumvarp. Þegar það kom úr nefndinni árið 1984 sendi ég það hverjum einasta sveitarstjórnarmanni á Islandi. 1350 einstaklingar fengu frumvarpið, eins og það kom frá nefndinni, inn á sitt einkaborð. Og ég bað um viðbrögð. Einnig á öllum fundum sambanda, bæði landshlutasamtaka og annarra samtaka, sýslunefnda, var þetta rætt, bæði 1984 og allt árið 1985. En hins vegar er að það er svo margt í þessu frumvarpi sem þarf að komast í lög til þess að lagfæra ýmis málefni og opna fyrir nýjum aðferðum í sam- bandi við stjóm sveitarfélaga að það má ekki dragast að setja þessi lög. En hins vegar er ekki lokað fyrir það til framhalds að ræða nánar stærri mál, eins og til dæmis fylkjaskipun eða eitthvað þess háttar. Það lokar „Mr: fvrírbað, Þaðopnarfvrirbí'ð “ Nauðungar- uppboðin stöðvuð? Guðrún Gísladóttir, Reykjavík: - Má búast við að þið gerið í hús- næðismálunum hluti eins og að stöðva nauðungaruppboðin í næstu viku? „Við höfum náttúrlega ekki vald til þess að stöðva nauðungaruppboð. Til þess þyrfti að breyta landslögum og ég er hræddur um að það næðist aldrei samstaða um það. Þá mundi verða öngþveiti á öllum lánamörk- uðum. En hitt er annað mál að við erum reiðubúnir til að grípa inn í og aðstoða fólk til þess að fá frestun á þessu og það gerum við 1 gegnum ráðgjafarþjónustuna, sem núna eyk- ur mjög sína starfsemi næstu daga með auknum mannafla og einnig með byggingarþjónustunni í Reykja- vík.“ Lánskjara- vísitalan Hákon Hákonarson, Reykjavík: - Hefur verið rætt um það innan ríkis- stjómarinnar að taka lánskjaravísi- töluna úr sambandi? „Það hefur oft verið rætt um láns- kjaravísitöluna í ríkisstjórninni. Það hafa verið gerðar margar athuganir á því hvort það væri hægt að breyta þessu. Það hefur ekki verið talið fært. Aðalatriðið í þessu máli er það að við náum niður verðbólgunni. Ef við náum niður verðbólgunni lagast aðstaðan til lánskjaravísitölunnar sjálfkrafa. Og ég er alveg viss um það að ef sú stefna, sem núna er til umræðu í sambandi við kjarasamn- inga, nær fram að ganga þá erum við á réttri leið. Við getum ekki búið við verðbólguna lengur. Það er útilokað. Bæði þú og aðrir eruð sjálfsagt búnir að finna fyrir því í sambandi við það að skulda peninga. Eina ráðið sem við eigum er að ná niður verðbólg- unni.“ Ráðgjafar- þjónusta á Akueyri Jón Guðmundsson, Reykjavík: - Hvað hafa margir leitað til ráð- gj afarþj ónustunar? „Það er þegar búið að afgreiða um 100 manns og byrjað að lána út til þeirra. Aðrir 300 eru i þann mund að fá afgreiðslu eða bíða eftir af- greiðslu. Það hefur verið mjög anna- samt hjá ráðgjafarstöðinni. Þar hafa starfað þrír starfsmenn og núna hef- ur verið bætt við öðrum þremur. Þá hefur byggingaþjónustan í Reykja- vík tekið að sér þessa aðstoð að hluta í samvinnu við ráðgjafarstöðina. Þá er vert að geta þess að ráðgjaf- arþjónusta er starfandi á Suðurnesj- um og er hún rekin af bönkunum þar og verkálýðsfélögunum. Einnig er í bígerð að setja á stofn ráðgjafar- þjónustu á Akureyri og væntanlega

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.