Dagblaðið Vísir - DV - 21.02.1986, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 21.02.1986, Blaðsíða 3
DV. FÖSTUDAGUR 21. FEBRÚAR1986 3 Fréttir Fréttir Fréttir Fréttir Stofnun iðnþróunarsjóðs á Suðumesjum strönduð íbili: TÖLUÐU VID AÐALVERKTAKA EN VARNARMÁLASKRIFSTOFAN SVARAÐI Talsmenn þess að stofna- iðn- þróunarsjóð á Suðurnesjum til efl- ingar atvinnulífinu þar hafa lagt hugmyndina til hliðar í bili. Að sögn Jóns Unndórssonar, iðnráð- gjafa Suðurnesja, er meginástæðan sú að ráðandi fyrirtæki á vinnu- markaðnum á svæðinu, íslenskir aðalverktakar sf., höfnuðu alvöru- hlutdeild. Jón segir að raunar hafi ekkert svar borist frá fyrirtækinu sjálfu, heldur varnarmálaskrifstofu utanríkisráðuneytisins. „Það út af fyrir sig er hið sér- kennilegasta mál að varnarmála- skrifstofan skuli svara fyrir Aðal- verktaka sem við vitum að er sjálf- stætt fyrirtæki. Þetta fyrirtæki heldur fjölmörgum iðnaðarmönn- um á svæðinu í vinnu og sú þjón- usta sem fyrirtækið rekur skilur ekkert eftir sig sem byggjandi er á til frambúðar. Arðurinn af rekstr- inum er svo til allur fluttur til Reykjavíkur," segir Jón Unndórs- son. „Við leituðum til forstjóra Aðal- verktaka sem tók fyrst vel í okkar mál. Síðan munu stjórnendur fyrir- tækisins hafa falið vamarmála- skrifstofunni að athuga raunveru- legan áhuga sveitarstjórnanna á þessu máli. Aldrei var rætt viétaðra en þá í Keflavík og Njarðvík, eftir því sem við best vitum. Síðan kom það svar að Aðalverktakar vildu gjarnan leggja fram 50 þúsund krónur. Það var sannkallað rot- högg. Við fórum fram á 4-5 milljón- ir. Það lá fyrir að sveitarstjómirnar voru ekki gersamlega samtaka í þessu máli,“ segir Jón, „Njarðvík- ingar og Garðmenn vildu til dæmis ekki gerast beinir aðilar heldur leggja fram lítils háttar framlög og í Vogum og Grindavík vom menn alls ekki tilbúnir til þátttöku. Raunar töldum við alltaf mikilvæg- ast að aðilar í atvinnulífinu tækju höndum saman um málið, sérstak- lega orkufyrirtæki, verktakar og launþegasamtökin. Við, sem berjumst fyrir því að skapa fjölbreyttara og traustara atvinnulíf á þessu svæði fyrir fram- tíðina, hljótum að harma að svona fór þótt við höfum alls ekki gefist upp. Afstaða Aðalverktaka vegur mjög þungt í dæminu vegna þess hve ráðandi það fyrirtæki er á vinnumarkaðnum hér. Ég ætla að vona að önnur viðhorf skapist þar svo að ekki hrynji hér allt þegar varnarliðsframkvæmdir minnka verulega," segir Jón Unndórsson. -HERB LOKS BRUNNU BARÐASTAÐIR „Ég sá ekki ástæðu til að kalla út slökkvilið því það var til staðar þegar eldurinn kom upp. Þetta var víst brunaæfing," sagði Gunnar Björnsson, hreppstjóri í Böðvars- holti á Snæfellsnesi, síðdegis i gær. Þá stóðu Barðastaðir í ljósum logum á næsta holti við hann og i ljósa- skiptunum var ekkert eftir nema aska og lítilsháttar reykur. Barðastaðir á Snæfellsnesi komust í fréttirnar svo um munaði fyrir um það bil tveimur árum þegar heil- brigðisfulltrúi krafðist þess að bær- inn yrði rýmdur og brenndur. Þá bjuggu á Barðastöðum bóndi er lagði stund á andarækt og ráðskona hans og barn. Engin sérstök hús voru fyrir endurnar þannig að fiðurfé og menn bjuggu saman í íbúðarhúsinu. Var haft eftir heilbrigðisfulltrúanum að gólf hússins hefðu verið innbrennd af andaskít. Bóndinn, ráðskona hans og barn neyddust til að flytja af jörðinni sem var seld. Núverandi eigandi hefur ekki búið að Barðastöðum en flutt þangað viðlagasjóðshús. Tilraun var gerð til að brenna Barðastaði síðastliðið haust en þá ók snæfellski brunabíllinn á brúar- stólpa þannig að brennu var frestað. í gær tókst betur til og nú eru Barða- staðir allir. -EIR „Barðastaði skal brenna," var haft eftir heilbrigðisfulltrúa fyrir tæpum tveimur árum. Bærinn fuðraði upp í gær að viðstöddu slökkviliði. ' Tóbaksreykingar: 4.200 manns dey ja f ram að aldamótum Landlæknir áætlar að 4.200 manns látist af völdum tóbaksreykinga fram að aldamótum. Til að sporna gegn þessari válegu framtíðarsýn hafa verið stofnuð hér á landi samtökin RÍS 2000, Reyklaust ísland árið 2000. Samtökin eru stofnuð að erlendri fyrirmynd fyrir tilstuðlan Krabba- meinsfélags íslands. Norræn krabba- meinsfélög samþykktu á fundi sínum í Finnlandi fyrir skömmu að vinna að því að Norðurlöndin yrðu reyk- laust svæði um aldamótin. ______________________-EIR Hækkun á vísitölu byggingar- kostnaðar Það sem af er þessu ári hefur vísi- tala byggingarkostnaðar hækkað um 2,4%. Síðastliðna 12 mánuði hefur byggingarvísitalan hækkað um 32,6%, en hækkunin frá janúar til febrúar á þessu ári jafngildir 32,9% árshækkun. Hækkunin undanfarna 3 mánuði hefur verið 4,4% sem svar- ar til 18,9% verðbólgu á heilu ári. Sú hækkun sem orðið hefur á þessu ári stafar annars vegar af 15% verð- hækkun á steypu og sementi, eða um 1,4 % hækkunarinnar. 1% stafar hins vegar af hækkunum á ýmiss konar byggingarefni, innlendu og innfiuttu. Við uppgjör verðbóta á fjárskuld- bindingar, sem samkvæmt samning- um fylgja byggingarvísitölunni, gilda hinar lögformlegu vísitölur sem reiknaðar eru fjórum sinnum á ári eftir verðlagi í mars, júní, september og desember. -S.Konn. TORFÆRUBHJi Á TOMBÓLUVERÐI BJOÐUM 10 FIAT PANDA 4x4 MEÐ DRIFI AOLLUM HJÓLUM,ÁRGERÐ 1984. Verð aðeins kr. 298.000 með ryðvörn. Til afgreiðslu strax. Greiðslukjör við allra hæfi. Sýningarsalurinn er opinn virka daga frá 9-18, laugardaga frá 13-17. umboðið, r Skeifunni 8, s. 688850.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.