Dagblaðið Vísir - DV - 21.02.1986, Blaðsíða 5
DV. FÖSTUDAGUR 21. FEBRÚAR1986
5
Stjórnmál Stjórnmál Stjórnmál Stjórnmál
Forráðamenn
lífeyrissjóða VR
ogSambandsins:
Höfum ekki neitað
að auka framlag okkar
„Það hefur ekki staðið á okkur að
auka fjármagn til húsnæðismála til
að greiða fyrir í yfirstandandi kjara-
samningum," sagði Guðmundur H.
Garðarsson, stjórnarformaður lífeyr-
issjóðs verslunarmanna, í viðtali við
DV. í útvarpsfréttum í gær var full-
yrt að lífeyrissjóðir verslunarmanna
og Sambandsins hefðu neitað því að
auka kaup sín á verðbréfum Hús-
næðisstofnunar. Þessir tveir sjóðir
hafa aðeins varið 5 til 12% af ráðstöf-
unarfé sínu til þessara verðbréfa-
kaupa.
„Þessi frétt útvarpsins er algjör-
lega úr lausu lofti gripin. Mér brá i
brún þegar ég heyrði þessa frétt því
það hefur ekki verið gerð nein sam-
þykkt i stjóm sjóðsins með eða á
móti þessu máli. Það verður væntan-
lega tekin ákvörðun fljótlega um
afstöðu sjóðsins. I þeim umræðum,
sem þegar hafa farið fram, hafa menn
hér verið frekar jákvæðir heldur
hitt,“ sagði Margeir Daníelsson,
framkvæmdastjóri Samvinnulífeyr-
issjóðsins. Hann benti jafnframt á
að sjóðurinn verði 40% af sínu ráð-
stöfunarfé til fjárfestingarsjóða sam-
kvæmt samkomulagi við fjármála-
ráðuneytið.
„Ég vil vekja athygli á því áð 60
til 70% af ráðstöfunarfé Lífeyrissjóðs
verslunarnmanna er varið til hús-
næðismála og það er rangt að við
stöndum ekki við okkar hlut í fjár-
mögnun húsnæðiskerfisins.
Það sem menn eru nú að deila um
eru aðferðir og kerfi. Við höfum verið
andvígir því að það verði ein stofnun
sem sjái um allar lánveitingar til
húsnæðismála. Þessar breytingar
auka ekki fé til húsnæðismála en
skapa bara bákn og miðstýringu. Við
sjáum því ekki að þessi leið leysi
betur þessa fjáröflun. Það er frekar
að hún sé til skaða,“ sagði Guðmund-
ur H. Garðarsson. Hann sagði að
sjóðurinn notaði um 8 til 12% til
kaupa á verðbréfum frá byggingar-
sjóðunum. Um 60% væru síðan lán-
uð beint til félagsmanna.
„Ég tel að með þessu fyrirkomulagi
sé fólki betur borgið, bæði hvað
varðar fjármögnun og þarfir,“ sagði
Guðmundur.
-APH
Sverrir Hermannsson:
„EKKERT SÆTI
LAUST í STJÓRN LÍN”
Guðmundur Einarsson, Bandalagi jafnaðarmanna, vætir kverkarnar eftir ræðuhald og slær á iétta strengi með
starfsfélaga sínum og pólitiskum andstæðingi Eyjólfi Konráði Jónssyni, Sjálfstæðisflokki.
„Það er ekkert sæti laust í stjórn
lánasjóðsins," sagði Sverrir Her-
mannsson menntamálaráðherra þeg-
ar hann var spurður hvers vegna
hann hefði ekki enn .skipað Guð-
mund Auðunsson fulltrúa Stúdent-
aráðs i stjórn LÍN í stað Ólafs Arnar-
sonar. „Ég hef ekki enn fallist á
lausnarbeiðni Ólafs. Það hefur verið
sagt að forsendur fyrir setu hans séu
brostnar. Ef svo er held ég að það
séu brostnar forsendur fyrir setu
fleiri stjórnarmanna í þessari stjórn.
Ég vil að það gildi ein regla um alla
í sjóðnum."
„Við höfum leitað eftir áliti lög-
fræðinga á því hvort þetta standist
og þeir segja ákvörðun Sverris bæði
ólöglega og bera vott um fádæma
valdníðslu," sagði Björk Vilhelms-
dóttir, formaður Stúdentaráðs, þegar
ummæli Sverris voru borin undir
hana. „Við skiljum ekki hvað verið
er að blanda Ragnari Árnasyni eða
öðrum stjórnarmönnum inn í setu
okkar fulltrúa. Við skipum ekki
Ragnar Árnason. Ef Sverrir hefur
eitthvað við setu hans að athuga þá
verður hann að eiga það við hann
eða fjármálaráðuneytið sem Ragnar
er fulltrúi fyrir. En mér vitanlega
hefur menntamálaráðherra aldrei
farið fram á það við Ragnar að hann
segi af sér. Guðmundur Auðunsson
er réttkjörinn okkar fulltrúi en ekki
Ólafur Arnarson. Eins og staðan er
í dag eiga stúdentar engan fulltrúa
í stjórn LlN eins og þeim ber sam-
kvæmt lögum um sjóðinn," sagði
Björk.
-VAJ
Kvennalistakonur
bjóða f ram í vor
Frá Regínu Thorarensen, fréttarit-
ara DVáSelfossi:
Selfosskonur í Samtökum um
kvennalista á Suðurlandi tóku þá
ákvörðun á félagsfundi nýlega að
bjóða fram til bæjarstjórnarkosninga
í vor. Fundurinn ályktaði að stór-
auka þyrfti áhrif kvenna á öllum
sviðum samfélagsins, ekki síst í
bæjar- og sveitarstjórnarmálum.
Markmið með sérstöku framboði
Kvennalista er einkum að vinna að
bættu samfélagi, þar sem allar konur,
karlar og börn eru jafnvirt og jafn-
rétthá. Einnig að auka þátttöku
kvenna í stjórnmálum og hvetja um
leið konur til að rísa upp á öllum
sviðum og taka mið af sínum eigin
viðhorfum.
Má benda á að af 189 kjörnum
fulltrúum í Suðurlandskjördæmi við
síðustu bæjar- og sveitarstjórnar-
kosningar eru aðeins 20 konur. Á
Selfossi er núna ein kona af níu
bæjarfulltrúum. Þessum hlutföllum
verða konur að breyta - og það með
hraði!
I framkvæmdanefnd Kvennalistans
á Suðurlandi eiga eftirtaldar konur
sæti: Valgerður Freid, Rannveig
Óladóttir, Svanheiður Ingimundar-
dóttir, Guðrún Sveinsdóttir og Ólafía
Sigurðardóttir
Óheimilt að ráða
kennara án réttinda
Samkomulag er nú meðal stjórnar-
flokkanna um að afgreiða frumvarp
um lögverndun og starfsréttindi
kennara. Frumvarp um þetta efni var
lagt fram á Alþingi í gær.
Samkvæmt þessu frumvarpi er
óheimilt að setja eða ráða kennara
sem uppfyllir ekki þau menntunar-
skilyrðir sem krafist er. Þessi skil-
yrði verða þau sömu og í gömlu
lögunum, en samkvæmt þeim var
hægt að gera undanþágu á þessu
atriði. I frumvarpinu er gert ráð fyrir
bráðabirgðaákvæði fyrir þá kennara
sem hafa starfað án réttinda og þeim
gefið tækifæri til þess að afia sér
þeirra á næstu árum. Einnig er gert
ráð fyrir að heimilt sé að ráða rétt-
indalausa kennara þar sem ókleift
reynist að fá réttindamann í starfið.
í þessu sambandi er gert ráð fyrir
sérstökum undanþágunefndum. Þá
verður sett á laggirnar matsnefnd
sem fallar um hvort umsækjendur
hafi tilskilin réttindi. Fyrir grunn-
skólastigið sitja í þessari nefnd full-
trúar tilnefndir af Kennaraskóla ís-
lands og Bandalagi kennarafélaga
og fyrir framhaldsskólastigið fulltrú-
ar skipaðir af Háskóla íslands og
Bandalagi kennarafélaga.
-APH
„Afsögn Ólafs
skrípaleikur”
— segir formaður Félags vinstri
manna í Háskólanum
„Ég sit áfram meðan ekki er búið
að skipa nýjan fulltrúa," sagði Ólaf-
ur Arnarson á fundi í hagsmuna-
nefnd Stúdentaráðs í gær.
Á fundinum var gerð hörð atlaga
að Ólafi fyrir að sitja sem fastast í
stjórn lánasjóðsins þrátt fyrir að
Stúdentaráð hafi samþykkt á hann
vantraust og líti ekki lengur á hann
sem fulltrúa sinn.
Ólafur var spurður að því hvort
hann gerði sér grein fyrir að ráðslið-
ar vildu frekar hafa sæti stúdenta-
fulltrúans autt en að hann sæti í því
og sagðist hann gera sér grein fyrir
því. Þá var Ólafur spurður að því
hvort hann vildi sitja í óþökk Stúd-
entaráðs. Svaraði hann því játandi
og sagðist skilja seinagang ráðherra
þar sem stutt væri í kosningar í
Háskólanum. „Ef Sverrir vill að ég
sitji fram yfir kosningar þá geri ég
það,“ sagði Ólafur.
Ólafur Sigurðsson, formaður Fé-
lags vinstri manna í Hl, sem nú
mynda meirihluta í SHl ásamt um-
bótasinnum, sagði greinilegt að af-
sögn Ólafs Arnarsonar hefði verið
skrípaleikur frá upphafi. „Ef Ólafi
hefði verið einhver alvara með upp-
sögninni þá hefði hann átt að hættá
að sækja fundi. Það myndi þrýsta á
ráðherra að skipa nýjan fulltrúa. En
Ólafur situr sem fastast og greiddi
meira að segja atkvæði gegn því í
stjórn LÍN að okkar fulltrúi fengi
að sitja fundi þar til formleg tilnefn-
ing bærist frá ráðherra en fordæmi
er fyrir slíkri málsmeðferð."
Sagðist Ólafur vilja nota tækifærið
og skora á Vöku, félag lýðræðissinn-
aðra stúdenta, að víkja Ólafi úr fé-
laginu. „Maður, sem þverbrýtur allar
lýðræðishefðir eins og Ólafur hefur
gert, getur ekki átt heima í félags-
skap sem beinlínis kennir sig við
lýðræði," sagði Ólafur Sigurðson.
-VAJ